Norðurland - 10.11.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
11. blað.
Akureyri, 10. nóvember 1906.
VI. ár.
Útsölumenn
NORÐURLANDS,
sem kynnu að hafa eitthvað óselt
eða ofsent af 50. blaði 5. árgangs,
eru beðnir að endursenda það blaðinu
sem fyrst.
: *• *• *>: :4: ♦ *>: *>:
Rúmt sérmálasvið
eða
sérstakt ríki.
Nokkurar athugasemdir
við grein Einars ritstj. Hjörleifssonar.
„Fyrirspurn og svar.“
Einar Hjörleifsson ritstjóri hefir góð-
fúslega tekið stutta fyrirspurn frá mér
í blað sitt og svaraði henni skýrt og
skilmerkilega. Fyrirspurn þessi Iaut að
því, hvort vér íslendingar gœtum á
nokkurn hátt fengið i raun og veru
full yfirráð eða œðsta vald yfir landi
voru, nema það væri viðurkent sem
sérstakt ríki.
Hann lítur svo á, að spurningu
þessari sé að svara játandi. Hann
bendir á þessa leið sem dæmi:
1. Að ný sambandslög verði sam-
in og samþykt af báðum þjóðunum
íslendingum og Dönum. .
2. Að sameiginleg mál séu að eins:
konungur, utanríkismál og peningar.
Danir hafi (að því mér skilst) æðsta
valdið í þessum málum, en íslending-
ar í öllum öðrum.
3. Að mál vor séu borin beint upp
fyrir konungi, eða, ef það er gert í
ríkisráðinu, þá sé lögmælt trygging
fyrir því, að það ekki rýri sjálfstæði
vort.
4. Að landstjóri (ef slíkt fyrirkomu-
lag verður ofan á), sé skipaður með
undirskrift íslenzks ráðherra.
Ef öllu þessu fengist framgengt lít-
ur hann svo á, að sérmálasvæðið sé
orðið svo rumt, að vér höfum full
yfirráð og œðsta vald yfir landi voru,
þó ekki séum vér sérstakt riki.
Eg hefi reyndar farið nokkurum
orðum um þetta mál í grein minni
»Sjálfstæði og sérstakt ríki«, en málið
er vert þess, að það sé sem bezt yfir-
vegað, og vildi eg því bæta nokkur-
um frekari athugasemdum við, er að
þessu lúta. Eg skal því fara nokkur-
um orðum um hvorn hinna ofan-
greindu liða.
1. Eg geng að því vísu, að E. H.
ætlist til, að íslendingar og Danir eigi
jöfn atkvæði um samninga sambands-
laganna, séu jafn réttháir aðilar, eða
að minsta kosti verði lögin ekki gefin
út af dönsku fullveldi eins og stöðu-
lögin, heldur sem sambandssáttmáli
milli þjóða. Sé þessi skoðun rétt, þá
viðurkendu Danir oss með þessu sem
sjálfstætt ríki, með fullu drottinvaldi
til þess að semja um öll vor mál.
Eftir þessu yrðum vér einmitt sér-
stakt, sjálfstætt ríki. Þetta breyttist
ekki, þó t. d. sambandssáttmálinn tæki
það fram, að Danir skyldu að öllu
leyti ráða utanríkismálunum, því und-
ir þá ráðstöfun skrifuðum vér sem
sjálfstæðir aðilar, og yrði þá að líta
svo á, sem vér hefðum af voru full-
veldi fengið Dönum þetta vald í hend-
ur, ekki til eilífðar, heldur fyrst um
sinn, meðan aðrar ráðstafanir væru
ekki gerðar. Um slíkan sambandssátt-
mála getur að eins verið að tala milli
sjálfstæðra ríkja, því annars gætum vér
að eins haft tillögurétt í máiinu og
sambandslögin að vera gefin út í
sama formi og stöðulögin.
Nýr sáttmáli í þeirri mynd, sem
hér er gert ráð fyrir, væri hiklaust á-
vinningur að því leyti, sem hann væri
viðurkenning Dana á því, að ísland
væri sjálfstætt ríki, en að öðru leyti
væri margt við hann að athuga. Eftir
gamla sáttmála, sem sennilega er einu
gildu stöðulögin fyrir ísland, er sam-
band vort við Dani hreint konungs-
samband, og það á þann hátt, að ís-
lendingar eru einu réttu dómendurnir
um það, hvort ástæða væri til að slíta
því eða ekki. Eftir »nýja sáttmála« til-
vonandi, yrði sambandið fast þjóða-
samband, er að eins yrði slitið, eða
breytt með fullu samþykki íslendinga,
konungs og dönsku þjóðarinnar. Þetta
er engin smáræðis breyting frá gamla
sáttmála, og við hana yrði sambandið
miklu fastara, miklu órjúfanlegra en
áður. Vér ættum á eftir að mestu
leyti við hina dönsku þjóð, en ekki
konung einan. í aðra röndina væri
nýr sáttmáli í þessu formi hagur, í
hina afturför og hún þýðingarmikil,
svo framarlega sem samband við Dani
sé varúðarverður framtíðargrundvöllur.
2. Tæpast mun það auðið að skifta
æðsta valdi yfir vorum málum þannig,
að Danir hafi það í utanríkismálum og
vér í öllum öðrum. Annaðhvort hlýtur
að vera, að Danir þiggi yfirráð utan-
ríkismálanna af oss eða vér yfirráð sér-
málanna af þeim. Sé gert ráð fyrir hinu
fyrra, höfum vér einir æðsta valdið í
utanríkismálunum, þó vér fáum Dön-
um það til meðferðar yfir lengri eða
skemmri tíma, en sé um hið síðara
að tala, hafa Danir æðsta valdið í
öllum málum, þó þeir leyfi oss yfir-
ráð sérmálanna í óákveðinn tíma. Vér
værum þá ósjálfstæður ríkishluti, sem
í öllu lyti yfirráðum ríkisheildarinnar.
Æðsta vald vort væri þá lánsfé, sem
mætti afturkalla hvenær er vera skyldi.
Hér sem endrarnær reynist hið æðsta
vald óskiftanlegt. Önnurhvor þjóðin
hlýtur að hafa það en ekki báðar. En
aftur á móti er það algengt, að sjálf-
stæð þjóð selji meira eða minna af
fullveldi sínu í hendur annarar, til
þess að gera sjálfstjórn hennar sem
fylsta, eða af öðrum ástæðum. Petta
er þó aldrei full afhending valdsins,
heldur þiggur ósjálfstæða þjóðin það
til meðferðar af sjálfstæðu þjóðinni
sem lán eða leigufé. í’jóðfélög þau,
sem þiggja þannig æðsta vald sitt af
öðrum, nefna margir rithöfundar sjálf-
stæðislaus eða hálfsjálfstæð riki, og ríki
Carl Höepfners verzlun
á Akureyri
mun framvegis sneiða hjá því, að hafa framhaldandi viðskiíii —
nema hönd selji hendi — við þá, sem alls ekki eða laklega
hafa staðið í skilum við verzlunina tvö undanfarin ár, nema þá
að sérstakar ástæður hafi orðið þess valdandi. — Sömulciðis verð-
ur framvegis ekki lánað félausum mönnum, eða mönnum sem
ekki eru fullveðja.
Par á móti óskar verzlunin að hafa sanngjörn og frjálsleg við-
skifti við alla, er að jafnaði verzla skuldlítið, og sem greiða
skuldir sínar — ef nokkurar eru — í þeim vanalegu kauptíðum.
Allur útlendur varningur fœst með m/ög vœgu verði.
Flestar islenzkar afurðir keyptar.
Akureyri 1. nóvember 1906.
Kristjár) Sigurðssoi)
verzlunarstjórl.
eru þau allajafna nefnd í daglegu tali,
þó tæpast megi svo heita.
Rað er auðráðin gáta, hvar æðsta
valdið væri niður komið, er gert er
ráð fyrir nýjum sambandssáttmála á
þann hátt, er vakir fyrir hr. E. H.
Pað hlyti að vera i höndum íslend-
inga og engra annara, annars gætu
þeir ekkert atkvæði haft um það á-
kvæði, að t. d. utanríkismái og pen-
inga skyldu Danir annast. Sjálfur sátt-
málinn væri full sönnun fyrir þessu.
Auk þess getum vér fært sönnur á
fullan sjálfstæðisrétt vorn frá fornu
fari, en hvaðan hefir Dönum komið
æðsta valdið yfir Islandi eða nokkuru
af vorum málum?
3. Óðara en það er öllum ljóst,
að vér erum sérstakt ríki og að öll
stjórnmálabarátta vor hefir verið bygð
á þessum grundvelli, þá leiðir það af
sjálfu sér, að ráðherra vor getur ekki
setið í ríkisráði Dana. Eitt ríkisráð er
fyrir margra hluta sakir óhugsandi
fyrir tvö ríki. Tormerkin sem Danir
töldu á því, að ráðherrann bæri mál
vor upp utan ríkisráðs, byggjast á
því einu, að það var full viðurkenn-
ing fyrir því, að vér værum sérstakt
sambandsri/f/. Fengjust Danir til að
viðurkenna að svo væri, mundi þeim
hvorki detta í hug að fara fram á
setu hans í ríkisráðinu, né hafa á
móti því, að mál vor væri borin
tram í sérstöku, íslenzku ríkisráði.
Hvað sameiginlegu málin snertir,
mætti ætla, að þau ættu að ræðast í
samsettu ríkisráði, íslenzk-dönsku —
en sá er hængurinn á, að eiginlega
verður um engin sameiginleg mál að
ræða, og hefir ekki verið til þessa.
Alt tal manna um sameiginleg mál
milli íslands og Danmerkur er, að
því eg frekast veit, fáfræði og annað
ekki, þó eg hafi notað þetta orð í
samræmi við gamla venju. Að færa
ástæður fyrir þessu, leiði eg hjá mér
í þetta sinn. Eg lít sömu augum á
þetta og Sig. heitinn Jónsson í And-
vara 4. árg. bls. 49*
4. Undirskriftarmálið er að sjálf-
sögðu dottið úr sögunni, þegar því
er haldið föstu, að vér séum sjálfstætt
ríki. Utnefning embættismanna vorra
kemur Dönum ekkert við.
Fyrirkomulag það, sem hinn hátt-
virti höfundur hugsar sér, er skýrt,
ótvírætt ríkisfyrirkomulag. Par er alls
ekki að tala um rúmt sérmálasvið, því
sérmál eru engin eða sameiginleg mál,
heldur mál hins íslenzka ríkis, sem það
hefir að öllu æðsta valdið yfir. Aftur
væri það óviturlegt og óþarft að fela
Dönum ástæðulaust og skilyrðislaust
stjórn utanríkismála og peninga. Miklu
viturlegra væri að annast það að öllu
leyti sjálfir eða að minsta kosti binda
slíkt skipulag við ákveðið tímatakmark,
eins og Ingólfur hefir lagt til.
Nú hefi eg gert nokkurar stuttorð-
ar athugasemdir, ekki til þess að reyna
að bera hærri hlut frá borði, eða hafa
síðasta orðið, heldur af því, að bæði
finst mér málið ljóst og einfalt, og
þykir miklu varða, að það skýrist sem
bezt frá öllum hliðum. Eg vil að lok-
um spyrja hinn háttvirta höf., hvað
honum finnist sérstaklega athugavert
við röksemdafærslu mína hér að ofan.
Mér er ánægja að rökstyðja hana ftar-
legar, ef þörf gerist.
Guðm. Hannesson.
mmmmmtmtmífmmmmmssm
Giftinz.
Bjarni Jðnsson, cand. jur., og ungfrú
Solveig Einarsdóttir (Pálssonar) voru hér
gefin satnan í hjónaband 5. þ m. Þau fóru
daginn eftir héðan til Seyðisfjarðar með
Kong Inge, og verður B. þar skrifstofufull-
trúi hjá Jóhannesi sýslumanni Jóhannessyni.
TrúlofuO
eru verzlunarmaður Ó. F. Möller og ung-
frú Herdís Matthíasdóttir.
* Ritgjörð þessa hefi eg, og sennil. marg-
ir aðrir, eignað áður Jóni Sigurðssyni.
Hún er rituð í hans anda og stendur
nafnlaus fremst í tímariti, sem hann var
aðalmaðurinn við.