Norðurland

Tölublað

Norðurland - 10.11.1906, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.11.1906, Blaðsíða 2
Kl. 40 Skoðanamunur \ \ X eða hatur. 11. f greininni með þessari yfirskrift í síðasta blaði bentum vér á það, hve kátlega það gæti litið út stundum, er stjórnmálamenn vildu telja alþýðu trú um, að skoðanamunur andstæðinganna væri runninn af rótum persónulegrar óvildar. Pað bæri sem sé stundum til, að þeir skiftu sjálfir um skoðun, sner- ust á þá sveifina að gerast formæl- endur þeirrar skoðunar, er þeir höfðu áður barist á móti og gæti það þá tæp- lega heitið nærgætnislegt af þeim, að geta ekki hugsað sér neina aðra á- stæðu til þess, en persónulega óvild, er aðrir fylgdu þeim ekki jafnharðan í skoðanasnúningnum. f*essi ónærgætni verður víst að skrásetjast á langa list- anum yfir breyskleika mannanna, en hún er engu að síður einn þeirra breyskleika, sem koma sér illa fyrir þá menn, sem eru settir yfir aðra. Hún gerir þá eitthvað svo álfalega. Og hún getur ekki síður komið sér illa fyrir það þjóðfélag, sem þeir eiga að ráða yfir. Sjái þessir höfðingjar enga aðra ástæðu til skoðanamunsins, en persónulega óvild, fer það að verða skiljanlegt að þeir grípi til þeirra ráða, til þess að bæla andmælendurna nið- ur, er ekki séu sem heppilegust, hætti t. d. til að setja þá hjá, er þeir eiga að úthluta þeim náðargáfum, er þjóðin hefir sett þá yfir, láti aðra óverðugri og óduglegri njóta þeirra, þjóðfélag- inu öliu til ógagns; auk þess sem hætta getur verið á, að kringum þá safnist hópur af hinum svonefndu »skriðdýrum«, fólki, sem forðast að mynda sér sjálfstæða skoðun, en tek- ur ætíð undir hugsunarlaust með höfð- ingja sínum, alt eftir þeirri skoðun, sem hann kann að hafa í það skiftið. Að slíkt sé ekki holt eða heppilegt fyrir þjóðfélagið sýnist ætti að liggja í augum uppi. Ekki er heldur að furða sig á, þó margskonar óþörf óvild og kali kvikni í því þjóðfélagi, er svo er stjórnað. Skoðanamunur einstaklinganna í þjóð- félaginu er ekki að eins óhjákvæmi- legur, en hann er líka nauðsynlegur til þess að glæða skilning alls þorra manna á því, sem rétt er og satt. Því fremur er nauðsynlegt að hann verði ekki að hatursmálum milli ein- stakra manna. En ekki er þetta sfður nauðsynlegt þegar um viðskifti þjóð- anna er að ræða. Ekki er það síður áríðandi þar, að báðir málsaðilar geti litið á málstað hins með sanngirni og án þess að nokkurt hatur komist þar að. Tökum til dæmis sambúðina miili Dana og Islendinga. Að vísu munu sumir það mæla, að ekki geri Dönum það mikið til hvern hug vér ölum til þeirra, þjóðar sem sé 30 sinnum mann- fleiri en vér, en varlega er þó bezt að tala um það, því oft hefir sú orðið raunin á, að lítil þjóðfélög hafa orðið hinum stærri til hins mesta ógagns, er þeim lenti saman í illdeilum, enda fer því fjarri að hægt sé að segja, að Danir sýni oss tómlæti um þessar mundir, hver sem málalokin kunna að verða þá er lýkur. En sé það nokkurs vert fyrir Dani að vér ölum ekki óvild til þeirra, þá er það auð- sætt að það er mikilsvert fyrir oss að þeir Ifti ekki á vorn málstað með óvildarhug. En fyrir það megum vér ekki láta oss detta í hug að gefa eftir réttmætar kröfur vorar, til þess að kaupa á oss hylli þeirra og því síður eigum vér að þola það, að sá skoðanamunur, sem áreiðanlega er á milli mikils meiri hluta hugsandi manna hér á landi og þess hluta dönsku þjóðarinnar, sem þar er rík- ust í landi, að því er snertir fram- tíðar sambandið milli landanna, sé lagður oss út sem hatursmál. Hér ber að því sama sem vér héldum fram áður, kröfunni um fult skoð- anafrelsi, án þess nokkuru hatri sé þar við dreift. Danahatrið svokallaða hér á landi, er sem betur fer ekki nema blóðlaus hugmynd nú sem stend- ur, þó margir bíði þess með óþreyju hvers kostar Danir vilji unna oss í stjórnmálunum. Deilur vorar hafa líka aðallega verið við stjórnmálamenn þeirra, en ekki við dönsku þjóðina. Af Dönum getum vér eflaust lært afarmikið, einkum þann félagsanda til allra framkvæmda sem þjóð vora brestur enn svo tilfinnanlega. En fyrir það viljum vér ekki vera undirlægjur þeirra, láta þá drotna yfir oss. Þetta þurfum vér að láta Dani skilja, án þess að draga þar nokkuð af, en umfram alt þurfum vér sjálfir að láta oss skiljast það, án þess fyrir það að hatast við þá. Hatrið getur aðeins orðið oss til óhamingju; í stað þess að efla kraftana og staðfestu vora dregur það úr hvorutveggja. Vér viljum fara fram á það, að Danir viðurkenni sjálfstæði vort. Með ofbeldi og vopnum ætlum vér ekki að vinna það. Til þess höfum vér engin önnur ráð en þau, að reyna til að sannfæra þá um að vér höfum réttan málstað. Vér viljum gera kröf- ur til þeirra, en gera þær eins og bróðir til bróðurs. Er það ekki hlá- Iegt að nokkrum skuli detta í hug að rugla þeim kröfum saman við hatur og óvild? Hitt er miklu sannara að þær kröfur lýsa afarmiklu trausti á réttsýni og göfgi dönsku þjóðar- innar, trausti, sem vonandi verður sér ekki til skammar, ef rétt verður að farið. En hvernig sem um það fer, þá er þó það eitt víst að stefnu- og skoðanamunur getur komið fram í þeirri mynd, en aldrei nokkurt hatur. s Samkomulag. Norðurland fekk í gær þá fregn með talsímanum, að samningar væru að komast á með Þjóðræðisblöðun- um syðra og Ingólfi, Lögréttu og Pjóðólfi, um sameiginlegt ávarp til þjóðarinnar um sjálfstæðiskröfur vor- ar gagnvart Dönum. Kunnugt var oss áður um, að flokksstjórnir þjóðræðis- og Land- varnarmanna hafa um nokkurt skeið unnið að því að ná samkomulagi f aðalatriðunum. Eftir því hefir þá Lög- rétta og Þjóðólfur slegist í hópinn. Nánara í næsta blaði. X Nýtt skólahús eru Vopnfirðingar nýbúnir að byggja, 16x12 álnir, tvílyft. Kenslustofurnar eru niðri, en íbúð uppi og jafnframt húsnæði fyrir þau börn úr sveitinni, er hafa heima- vist á skólanum. — Sigtryggur Jóhannes- son kaupmaður hér lét byggja húsið. Fyrlrlestur Snorra Snorrasonar skipstjóra, um sjómensku og þilskipaútgerð, sem aug- lýstur var hér í síðasta blaði, var mjög vel sóttur. Ræðumaðurinn tók fram mjög afdráttarlaust þann sannleika, sem annars mun vaka fyrir flestum þeim mönnum, er nokkuð hugsa um framtíð sjávarútvegsins, að bráðnauðsynlegt sé að fara að nota gufuaflið við veiðarnar, veiða hér á fiskimiðunum meðan þess er kostur, en leita svo til annara landa (Noregs) þegar veiðarnar hættu hér. Jarðskjálftar hófust hér að kvöldi hins 8. þ. m. kl. 10V4. Kom þá mjög snarpur kipp- ur, svo hús hristust til mikilla muna. Allan fyrri hluta næturinnar fram til kl. 3 voru jarðskjálftakippir meiri og minni. Voru taldir 8 eða 9 kippir alls. Langmest kvað að kipp sem kom kl. 1 og 20 m. Var hann bæði lengstur og snarpastur allra kippanna. Munu flestir bæjarbúar hafa vaknað við hann og stöku menn fóru á fætur. Messaö verður hér í kirkjunni á morgun kl. 12 á hádegi. Skipakomur. »EgilU kom 4. þ. m. »Kong lnge< kom 5. þ. m. Með skipinu voru á Ieið til útlanda Chr. Popp og Jóh. Norðfjörð kaupmenn á Sauðárkrók; ennfrem- ur hingað Sig. H. Sigurðsson kaupm. á Siglu- firði, Sveinn Árnason á Reykjum í Skaga- firði o. fl. Héðan fóru með skipinu Sigurður Sig- urðsson skólastjóri, verzlunarmennirnir Ó. F. Möller og Páll Jónsson og Kristján Krist- jánsson frá Litlu-Hámundastöðum, allir til útlanda. X Símskeyti til Norðurlands. Reykjavík 9. nóv< Smdbreyting á Noregsráðaneyti. Meiri- hluti Washingtonþings hefir stórminkað. Fjórir fingur hjuggust hér af fjögra vetru barni i rennivél. Hólar fóru héðan utan 7. þ. m. X VeÖurathusranir Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson 1906. Nóv. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. Loftvog (þuml.) Hiti (C.) íí -< 3 ro > Skýmagnl | Úrkoina | Fd. 2. 75.8 9.o 0 10 -f-2.7 Ld. 3. 76.i 6.o 0 10 3.i Sd.. 4. 76.6 5.3 0 5 2.o Md. 5. 76.5 1.5 0 10 -f-5.o Þd.. 6. 76.3 -f-l.I 0 10 -f-5.o Md. 7. 76.3 1.5 0 10 -f-7.o Fd. 8. 77.3 -t-4.3 0 10 -f-5.o Skjaldborg heldur fund í kvöld á »Hotel Akureyri*. Áríðandi að allir félagar hennar komi kl. 8V2. Mörg nýmæli! Vetraryfirfrakkar á kr. r8 og dýrari, Vetrarjakkar á kr. 15 og dýrari nýkomnir í verzlun Sn. Jónssonar. * Agætur cCaukur, á 8 aura pundið, fæst í EDINBORG. Truscoft. • 'C Hæstverðlaunaður allra mótora. £ • ‘E • n 3 o3 H. a. 3—64; o c u. þyngd 190-1800 pd. Xn 'O -+—> Verð 657-7500 kr. O co m o 5, 7 og 9 h. a. kosfa • 844, 1070, 1312 krónur. n Einhver durgur, berlega smeyk- ur við Truscott, augIýsirí»Vestra«: »Trúðu ekki skrumauglýsing frá Truscott; áreiðanlega hestöflin tvöfölduð samkv. verðlista.« — Skoðið þá verðlistana hjá mér eða umboðsmanni mín- um, áður þér kaupið annar- staðar. Það er mér nóg. Aðalfulltrúi Truscotts fyrir island Páll Bjarnarsoti, Presthólum. Jörð til sölu. Jörðin Saurbær í Siglufirði er til sölu á næstkomandi vori (07). Hún er 9,90 hndr. eftir nýjasta mati. Túnið gefur af sér tveggja kúa fóður. Utheysskapur er mikill og góður eftir stærð jarðarinnar. Jörðin liggur að sjó, hefir gott upprekstrarland og ó- þrjótandi mótak og torfristu; jörðinni fylgja 1 íveruhús 14x8. Það er 12 ára gamalt, vel vandað að öllu leyti, 5 peningshús og 1 heyhlaða. Lysthafendur snúi sér til undirrit- aðs eiganda. Saurbæ í Siglufirði 1 nóv. 1906. Jón Jóhannesson. Aklæðskerastofu Steins Sigurðs- SOnar í gamla leikhúsinu, er alltaf tekið á móti fataefni til að sauma. Ættu þeir sem þurfa að fá saumuð föt fyrir jólin að koma sem fyrst. Fljót afgreiðsla. Vönd- uð, vinna. Við opinbert uppboð, verður þ. 24. þ. m. kl. 10 f. h. selt hæstbjóðendum ýmis- legur nýr búðarvarningur, svo sem álna- vara, peysur, nærföt, línur, önglar og margt annað, ennfremur 3 bátar og margt fleira, Allt tilheyrandi dánarbúi Jóhanns heitins Vigfússonar frá Siglufirði. Uppboðið verður haldið hjá hotel Akureyri, og uppboðsskilmálar auglýstir þar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.