Norðurland - 24.11.1906, Side 2
Nl.
50
úr saltinu er mjög syo áríðandi að
þvo hann úr hreinum sjó og skifta
*m sjó í ílátunum undir eins og ó-
hreint fer að verða í þeim. Það þarf
naumast að taka það fram, að eitt
aðalatriðið við fiskiverkunina er að
þvo fiskinn vel úr saltinu, eins og í
það; jafnt roðið sem fiskinn og undir
öllum uggum. Ef að beingarður eða
blóð hefir orðið eftir, þegar fiskurinn
var flattur, skal skera það úr um leið
og fiskurinn er þveginn.
8. Fisk þann, sem menn eiga í salti
að haustinu og ætla sér að geyma til
vors, er nauðsynlegt að þvo út að
haustinu vel og vandlega, og umsalta
hann svo úr hreinu og góðu salti.
Með því móti geymist fiskurinn betur
og er lítil fyrirhöfn að þvo hann aftur
að vorinu til verkunar.
9. Þegar búið er að þvo fiskinn er
bezt að hann standi í stafla einn dag
áður en hann er breiddur. Þegar fiskur-
inn er fyrst breiddur (blautur) er vara-
samt að snúa honum ef heitt er.
Þegar hann er tekinn saman undan
fyrstu breiðslu skal setja hann í stakk,
en ekki láta hann f smáhrúgur. Áríð-
andi er að pressa fiskinn vel, og pressa
hann strax eftir aðra breiðslu, en þrá-
breiða hann ekki; bezt er að hafa
stakkana stóra, helzt ekki minni en
15—20 skippund, en gæta verður
þess að leggja þann fisk neðst í
stakkinn, sem efstur var við síðustu
breiðslu, og mjög áríðandi er að hafa
vatnsheld segl utan um stakkana.
Jafnvel þó að erfitt sé að gefa reglur
um fiskverkun í fám orðum, vona eg
að mér hafi tekist að gefa mönnum
nokkurnveginn ljósa hugmynd um hana
með þessum línum, og vona að menn
taki orð mín til athugunar; það verð-
ur þeim sjálfum til hagsmuna.
p. t. Akureyri 2I/n 1906.
Guðmundur Porbjörnsson.
X
Ójöfnuður.
11.
En ójöfnuður í viðskiftum og rétt-
ur þess sterkara finst einnig fyrir
vorum eigin dyrum. Það er bæði til
lögfestur ójöfnuður, félagskendur ójöfn-
uður, vanans ójöfnuður og ójöfnuður
milli einstakra manna; heitir sá síðast-
nefndi, þegar hann kemur fram 1' orði
og verki, eigingirni, ásælni, ofstopi,
hlutdrægni o. fl. Skal honum slept
hér. Hinum lögfasta ójafriaði verður
hér líka að sleppa, enda snertir hann
þegnréttindi þjóðar og stétta, sem er
allsherjar málefni, t. d. kvenfrelsið.
En flestir skilja hvað með því orði er
meint, að það er jafnrétti kvenna
móti körlum, sem nú er að vísu kom-
ið á dagskrá, en er fjarri fullum sigri.
En í félagsviðskiftum ríkir og ræður
sá ójöfnuður, sem oss stendur næst
og hér skal helzt bent á. Leiðir sá ó-
jöfnuður bæði af vana og gerræði, en
brýtur bæði reglur skynsemi og rétt-
lætis. Fæstir eru þeir, sem gjalda
konum jöfn verkalaun og körlum, þótt
jafnmiklu aíkasti samtímis og stund-
um kemur hinn sami ójöfnuður fram
við vistráðið kvenfólk; er oftlega minni
munur gerður milli duglegra og ódug-
legra kvenhjúa, en karla. Hvað veldur
því? Vani og rangsleitni. Sé konu
trúað fyrir sýslan eða starfa, sem
karlmönnum er annað hvort síður hent
að annast, eða þeim þykir auvirðilegt
að vinna, er venjulega borgað minna
fyrir það starf og stundum miklu
minna, en gildir karlmenn gerðu sig
ánægða með. Reglan er oftlega öfug
við hið rétta; erfiðustu verkin, eink-
um þau sem auvirðileg þykja, svo
karlmenn neita að gera þau, eru lak-
ast borguð og látin falla í skaut kven-
þjóðinni. Þar á ofan eru þau sett til
undirboðs, alveg eins og á sama stand-
hvernig verkið sé unnið, vinnist ein-
hver nauðleitarkona til að þiggja það
fyrir lægsta kaup. En þetta er því
rangari og heimskulegri aðferð sem
meira ríður á að störfin séu unnin
með dugnaði og trúmensku, t. d.
hjúkrunarstörf, hirðing húsa og her-
bergja fyrir börn og sjúka, svo og
öll þjónustubrögð. Og þetta kemur
þeim sem þetta ritar, til að benda
á hin lélegu laun, sem umsjónar- og
þjónustufólk spítalans hér hefir hingað
til orðið að sætta sig við. Spítali vor
hér er svo vel sóttur og í sjálfu sér
þýðingarmikill, að slíkt má með engu
móti valda umtali og óánægju, þó að
um starfið sé sótt af körlum og kon-
um, sem þörfin þrýstir til að leita sér
að framfæri. Allir heilvita menn sjá
þó að þar má ekki spyrja fyrst og
fremst um hvað þjónustan kosti, held-
ur fyrst og fremst um hverir verkið
takist á hendur. — Líf og líðan manna
er þar í veði. Konu sem ætlað er að
ræsta einn skólann hér í bænum og
halda þrem stofum hollum og hlýjum
fær fyrir það, að sögn, einar 40 kr.
allan skólatímann, og annan skóla með
fjölda herbergja annast um, þvær og
hitar ung ekkja með tveimur börnum.
Það starf er bæði óholt og erfitt, og
þótt hún fái lélega íbúð ókeypis í kjall-
ara hússins og 10 kr. mánaðarlega
meðan húsið er notað, finnst oss það
lítið kaup og mætti vel vera töluvert
ríflegra. Þegar ungar konur með börn-
um missa skyndilega menn sína í sjó-
inn, kemst og margur við og er því
fús til að líkna þeim eftir mætti. En
sú líkn og hjálpsemi gleymist heldur
á stundum þegar frá líður. Efnilegar
skipstjóraekkjur hefi eg horft á liggja
daglega flatar við gólfþvott fyrir svip-
lík mánaðarlaun og eg áðan nefndi.
Mundi mönnum þeirra þykja þær grátt
leiknar, ef þeir sviplega »risu upp af
bárum« og sæi ekkjur sínar og mæð-
ur barna sinna, við þann þvott og þau
kjör.
Að bæta kjör ekkna — sérstaklega
druknaðra manna, verður enn lengi
torvelt verk, úr því allar tilraunir til
að efla ekknasjóðinn hér bera svo sár-
iítinn ávöxt. Það mál, sem þó var
allrösklega hafið máls á þegar Kle-
mens Jónsson var hér sýslumaður, sýn-
ist síðan liggja í salti.
Einasta leiðin til verulegrar hjálpar
er og verður lífrentueignir kvongaðra
manna. Ætti sem fyrst að ákveða með
lögum, að enginn megi skipi ráða sá
er hefir ekki keypt sér og sínum við-
unandi iífstrygging að sér látnum.
Um margan annan ójöfnuð mætti
tala, en það bíður næsta tækifæris.
M.f.
Ut af þessari grein hins mikilsvirta
höfundar viljum vér leyfa oss að benda
á, að það hlýtur ætíð að vera nokkurt
álitamál, hver starfi sé vel borgaður
og hver illa. Eins og nú háttar í
heiminum skapar vinnuþörfin verðlag
vinnunnar. Kaupið er miðað við það,
hvað hægt er að fá verkið unnið fyrir
Svo að sæmilega sé af hendi leyst.
Þegar um störf í þarfir þjóðfélagsins
er að ræða, eða önnur störf til al-
mennings heilla, geta verið nokkurir
annmarkar á að borga vinnuna hærra
verði, en hægt er að íá hana unna
fyrir, svo vel sé. Þau störf, sem bet-
ur eru launuð en því svari, verða alt
of oft að bitlingum í höndum vald-
hafanna handa vinum þeirra og vensla-
liði. Fyrir þessu er svo mikil reynsla
í heiminum, að óþarfi er að færa til
dæmi upp á það. Með þessu er þó
alls ekki sagt, að ýms störf í þarfir
almennings séu ekki í raun og veru
of lágt Iaunuð, og of þröngur kostur
einstaklinganna verður þjóðfélaginu ætíð
til óhamingju, en það hefir að þessu sýnt
sig, að það er mjög hæpið að vinnuveit-
andinn einn ákveði kaupið svo rétt sé,
og hætt við, að svo verði og framvegis.
Eina ráðið við því er félagsskapur þeirra
er vinnuna leggja til, hvort heldur eru
karlar eða konur.
Ritstj.
X
Hraðskeyti til
Norðurlands.
Reykjavik 23. nóv.
Frá Danmörku.
Simskeyti i dag frá Kaupmanna-
höfn segir að Scavenius hafi á full-
trúafundi hœgrimanna verið andvigur
stöðulagabreytingu (sic), en Birck með
henni.
Sá kvittur hefir borist út frá kaup-
höllinni i Höfn, að miljónafélag nokk-
urt hafi keypt verzlanir Örum & Wulffs,
Gránufélagsins og fl. verzlanir á ís-
landi.
Stúdentar hefja einokunarmótmœli
á morgun.
Innlendar fréttir.
Jóhanna Oddgeirsdöttir kona Nlagn-
úsar Jónssonar sýslumanns í Vest-
mannaeyjum, er nýdáin (úr lungna-
bölgu).
X
JWeðferð á póstflutningi.
Jafnmikill skrælingjabragur og hér
tíðkast við meðférð á póstflutningi er
líklega ekki víða kunnar í heiminum. —
Þegar sunnanpóstur kom í fyrradag,
sáum vér blaðasendingar þær, er tekn-
ar voru upp úr einu kofforti. Fátt af
blaðabögglunum var óskemt, sumir
strangarnir voru alveg stálfrosnir, aðriri
meira og minna blautir. Sumir böggl-
arnir voru hálftánir upp af bleytu og
núningi, eins og hvolpar hefðu nagað
þá, á sumum var alveg ómögulegt að
lesa nokkurt mannsnafn, svo var papp-
írinn núinn og blautar umbúðirnar
duttu utan af þeim. Blöðin í þessu
kofforti voru að sögn engin undan-
tekning, meira og minna skemt í þeim
flestum eða öllum.
En það lakast er að þetta er eng-
in undantekning. Blöðin stórskemmast
í koffortunum á hverjum vetri, án þess
póststjórnin sýnist skeyta því að gera
við þessu. Blaðaútgefendur borga þó
á vetrum hátt gjald fyrir flutninginn,
en þessari meðferð mega þeir sæta
ár eftir ár.
Póststjórnin verður að sjá um að
koffortin séu vatnsheld. Hjá því verð-
ur ekki komist að gera þá kröfu, og
henni verður að fullnægja. Það er líka
sannast að segja ekki mikill gróða-
vegur fyrir landssjóðinn að flytja svo
og svo mikið af vatni og klaka í kof-
fortunum. Þegar póstunum er borgað
eftir þyngdinni á flutningnum, hækkar
kostnaðurinn að því skapi sem meira
er flutt í þeim af vatninu.
X
Skarlatssóttin.
Síðan vér gátum um hana hér í
blaðinu 15. þ. m. hefir hún útbreiðst
til muna hér í bænum. Nýju tilfellin
voru um miðjan dag í gær ekki færri
en 17, en auk þess 11 hálsbólgutil-
felli án nokkurs útþots og má víst
fullyrða að eitthvað af þeim sé skar-
latssótt. Sem stendur er vissa fyrir
sýkinni í 11 húsum, að sóttvarnar-
húsinu meðtölu, en þar eru nú 8 sjúkl-
ingar.
Uppslög hafa verið fest á útidyr
manna, þar sem sýkin er, að tilhlut-
un landsstjórnarinnar og mönnum bann-
að að koma þar inn.
Gagnfræðaskólanum, kvennaskólan-
um og baknaskólanum hefir öllum ver-
ið lokað til bráðabyrgða.
Ekki eru neinar horfur á því enn,
að veikin sé að stöðvast hér í bæn-
um, miklu fremur því gagnstæða. Og
verst er *hve afarörðugt er að halda
uppi sóttvörnum. Börn og fullorðnir
fá hálsbólgu, liggja 1 eða 2 daga og
ef til vill alls ekki og eftir nokkurn
tíma kemur upp að veikin hefir þó
verið skarlatssótt. Það eru þessi vægu
tilfelli, sem gera það svo atarörðugt
að stöðva sýkina.
Úr læknishéraðinu hefir ekkert nýtt
tilfelli verið tilkynt í þessum mánuði;
aftur er vissa fyrir veikinni í Svarf-
aðardal á einum bæ og grunur um
fleiri.
X
Tíminn er peningar.
Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo
vel og lofa Norðurlandi að flytja þessi
fáu orð.
/ litlum bœ eins og Akureyri, eru
flestir þeir, sem nokkuð geta og vilja
vinna fyrir bæinn sinn, meira og minna
önnum kafnir við margvísleg opinber
störf, auk skyldustarfa sinna og at-
vinnu. — Þetta ættu allir að hafa
hugfast. — En því er ekki að heilsa.
Ekkert er tíðara, en að menn sem lítið
erindi eiga, standi og sitji hjá mönn-
um þegar þeir hafa lokið erindum sín-
um og eyði alveg að ástæðulausu hin-
um dýrmæta tíma fyrir þeim og sjálf-
um sér. Þetta ætti ekki að eiga sér
stað. Menn sem vinna fyrir bæinn borg-
unarlaust, eiga heimtingu á því að
vinnutími þeirra sé ekki skertur að ó-
þörfu og engum til gagns. Menn ættu
að venja sig á að ljúka fljótt erindum
sínum og fara að því búnu, svo framar-
lega að húsráðandi hvetji þá ekki til
dvalar, því »tíminn er peningar.<
Timasár bœjarbúi.
Útflutninesskýrslur.
Mjög er það meinlegt, svo ekki sé
harðara að kveðið, hve allar skýrslur
um útflutning fólks héðan af landi eru ó-
fulikomnar, nálega fullkomið skýrslu-
leysi og sýnist bráð nauðsyn til að úr
því sé bætt. Útflutningurinn hefir þó
sannarlega verið svo þýðingarmikill fyrir
landið, að engin mynd er á því að vita
ekki nákvæmlega um hann. Framvegis
ætti að bæta úr þessu. Engum þeim
manni, er starfar að útflutningi, ætti að
vera heimilt, hér eftir, að flytja nokk-
urn mann út, nema hann gfefl land-
stjórninni nákvæmar skýrslur um út-
flutninginn, eftir reglum, sem land-
stjórnin setti, að viðlögðum háum sekt-
um, ef út af er brugðið.
Bœkur sendar NorOurlandi.
JÓNAS JÖNASSON. Reikningsbók. Ak.
Bókaverzlun Odds Björnssonar 1906.
GUNNAR GUNNARSSON: Vorljóð.
Ak. Prenlsm. O. B. 1906.
SAMI: Móðurminning Nokkur kvæði.
Ak. Prentsm. O. B. 1906.
ZACHARÍAS TOPELIUS: Sögur her-
Iceknisins III. bd. Frá dögum Karls XII.
Matth. Jochumsson þýddi. Kostnaðarm.
Sigurður Jónsson o. fl. ísafj. Prentsm.
Vestra 1906.
JÓN TRAUSTI: Halla. Söguþáttur úr
sveitalífinu. Arnbj. Sveinbjarnars. og Þor-
steinn Gíslason gáfu út 1906.