Norðurland - 20.12.1906, Blaðsíða 2
Nt.
66
Ávarp til Islendinga
frá
Heilsuhælisfjelaginu,
er stofnað var 13. nóv. 1906.
Berklaveikin er orðin hœttulegastur
sjúkdómur hér á landi. i öðrum lönd-
um deyr sjöundi hver maður af berkla-
veiki, en þriðji hver maður þeirra, er
deyja á aldrinum fimtán til sextíu
ára. Hér á landi er veikin orðin, eða
verður innan skamms álíka algeng,
ef ekkert er aðhafst.
Hinn mikli manndauði og langvar-
andi heilsumissir, sem berklaveikin veld-
ur, bakar þjóðfélaginu störtjón. í Nor-
egi er þetta tjón metið 28 miljönir
króna á ári; hér mun það, ef veikin
er orðin jafnalgeng, nema um eina
miljón króna á ári. Þar við bætist
öll sú óhamingja, þjáningar, sorg og
söknuður, sem þessi veiki bakar mönn-
um og ekki verður metið tit peninga-
verðs.
Berklaveiki var áður talin ólœkn-
andi, en nú vitum vér að hún getur
batnað og það til fulls, ef sjúkling-
arnir fá holla vist og rétta aðhjúkr-
un í tima i þar til gerðum heilsu-
hœlum. Það hefir og komið i Ijós,
að sjúklingar, sem dvalið hafa í heilsu-
hœlum, breiða manna bezt út rétta
þekkingu á vörnum gegn útbreiðslu
veikinnar, til stórgagns fyrir land og
lýð.
í öðrum löndum hafa verið stofn-
uð allsherjarfélög til þess að sporna
við berklaveikinni, og alstaðar hefir
slíkur fétagsskapnr borið þann ávöxt,
að veikin hefir stórum þverrað. Á Eng-
landi hefir manndauði afvöldum berkla-
veikinnar þverrað um helming á þrjá-
tiu árum.
Vér erum nú einráðnir i þvi, að
hefja baráttu hér á landi gegn berkla-
veikinni, og skorum á alla íslendinga
til fylgis, skorum á alla menn, unga
og gamla, jafnt karla sem konur, að
ganga i Heilsuhælisfélagið.
Berklaveikin er komin i öll héruð
landsins. Hættan vofir yfir öllum heim-
ilum landsins. Þess vegna teljum vér
vist, að hver maður, hvert heimili á
landinu muni vilja vinna að þvi, að
útrýma þessu þjöðarmeini. Og þess
vegna höfum vér sett árgjald félags-
ins svo lági, að allir, sem einhver
efni hafa, geti unnið með. Félags-
gjaldið er 2 kr. á ári, og vér von-
um, að hver og einn skrifi sig fyrir
svo mörgum fétagsgjöldum, sem efni
og ástœður leyfa. í stað vanalegs
félagsgjalds, eins eða fleiri, geta menn
greitt æfigjald; það er minst 200 kr.
Það er tilgangur Heilsuhælisfélags-
ins, að hefta för berklaveikinnar mann
frá manni og veita þeim hjálp, er
veikina taka, einkam með þvi; — 1)
aðgera sem flestum kunnugt eðli berkla-
sóttkveikjunnar og háttsemi berkla-
veikinnar, hvernig hún berst og hver
ráð eru til að varna því; — 2) að
koma upp heilsuhœli, er veiti berkla-
veiku fólki holla vist og læknishjálp
með vægum kjörum, eða endurgjalds-
laust, ef þess verður auðið og fátækir
eiga i hlut.
Heilsuhœli handa 40—50 sjúkling-
um mundi koma allri þjöðinni að
stórum notum, en kosta um 120 þús-
und krónur, og ársútgjöld nema milli
30 og 40 þúsund krónum. Ef hver
sjúklingur borgaði með sér rúma í
krónu á dag og flestum mun hœrri
borgun um megn, þá yrði tekjuhall-
inn 16—18 þúsund krónur á ári.
Nú vonum vér, að Heilsuhœlisfé-
lagið eignist að minsta kosti einn fé-
laga á hverju heimili á landinu, en
þá verða árstekjur þess um eða yfir
20 þúsund krönur og þá getur það
rekið heilsuhœli yfir 50 sjúkiinga án
nokkurs styrks úr landssjóði. Þá eru
og einnig líkur til þess, að komandi
þing mundi veita lán úr landssjóði
eða landssjóðsábyrgð fyrir láni til
þess að koma hælinu upp þegar á
næsta ári; enda göngum vér að því
vísu, að þingið muni styðja þessa
þjóðarstarfsemi með ríflegri hlutdeíld
i byggingarkostnaði heilsuhælisins.
Loks væntum vér þess, að heilsu-
hælisfélaginu áskotnist gjafir frá öðr-
um félögum, frá ýmsum stofnunum
og einstökum mönnum.
Reykjavík 24. nóv. 1906.
Yfirstjórn Heilsuhœlisfélagsins.
KL Jónsson,
landritari, formaður félagsins.
Björn Jónsson,
ritsljóri, ritari félagsins.
Sighv. Bjarnason,
bankastjóri, féhirðir félagsins.
Ásgeir Sigurðsson,
kaupmaður.
Eirikur Briem,
prestaskólakennari.
G. Björnsson,
landlœknir.
Guðm. Guðmundsson,
fdtœkrafutltrúi.
Guðm. Magnússon,
tœknaskólakennari.
Hjörtur Hjartarson,
trésmiður.
M. Lund,
lyfsali.
Matthías Þórðarson,
rítstjóri.
Ólafur Ólafsson,
frikirkjuprestur.
4
Aukaútsvör
á Akureyri árið 1907.
Hér tara á eftir útsvör þeirra gjald-
enda sem borga 12 kr. og meira. Til
samanburðar er sett á milli sviga út-
svar þeirra flestra frá síðasta ári. AUs
eru gjaldendur 702 (í fyrra 627), en
en aukaútsvörin 11,000 (í fyrra 7,330).
525 kr. Höepfners verzlun (375).
430 — Gránufélagið (330).
425 - J. V. Havsteen (300).
350 — Edinborg.
300 — Fridthjof Örtenblad. Reið-
ar (síldarútvegur).
220 — Gudm. Efterfl. verzl. (210).
200 — Kaupfélag Eyfirðinga.
185 — Vigfús Sigfússon (125).
180 - Jón Norðmann (130).
150 — Georg Craeg; Snorri Jóns-
son(i4o); OttoTuIinius(i 10).
145 kr. Wathnes erfingjar (50).
140 — Guðl. Guðmundsson (100).
120 — Anna Tómasdóttir (4 5).
Guðm Hannesson (100).
110 kr. Sigtryggur Jónsson (90).
100 — Chr. Havsteen (75); Sig-
urður Hjörleifsson (70).
90 kr. Jón A. Hjaltalín (75).
75 kr. Friðrik Kristjánsson (60);
Jón Jónsson í Múla (50); Magnús Krist-
jánsson (60).
70 kr. Jónas Gunnarsson (60); Metú-
salem Jóhannsson (50); Ragnar Ólafs-
son (46); O. C. Therarensen (50); Sig-
tryggur Jóhannesson (60).
65 kr. Júlíus Sigurðsson (45); Sig-
urjón Jóhannesson, Laxamýri; St. Step-
hensen (50).
60 kr. Geir Sæmundsson (55); Páll
Þorkelsson (50); Sigvaldi Þorsteins-
son (60).
. 50 kr. ívar Helgason; Kolbeinn
Arnason (40); Kristján Sigurðsson (40);
H. Schiöth (40); Sigurður Sigurðsson
kaupm. (40).
45 kr. Bogi Daníelsson (35); Ste-
fán Stefánsson kennari (35); Þórður
Thorarensen (35);
40 kr. Ásgeir Pétursson (40); Magn-
ús Blöndal (45); Davíð Sigurðsson
(35); Friðbjörn Steinsson (30); Vil-
helm Knudsen (25): Magnús Þórðar-
son (25); Oddur Björnsson (35); Verk-
smiðjufélag Akureyrar (35).
35 kr. Anton Jónsson (15); Bjarni
Einarsson, (30); Halldór Briem (30);
Davíð Ketilsson (25); Einar Gunnars-
son (30); Hallgrímur Davíðsson (30);
Stefán Ó. Sigurðsson (30).
30 kr. Aðalsteinn Halldórsson (20);
Guðmundur Vigfússon (22); Hallgrímur
Austmann; frk. Hólmfríður Jónsdóttir
(15); Jóhannes Þorsteinsson (30); Jón
Stefánsson (20); Eggert Laxdal (30);
Niels Liliendahl (20); Matth. Joch-
umsson (25); Sigmundur Sigurðsson
(15); Sigurður Bjarnason (20); Paul
Schmidt.
28 kr. Björn Jónsson (22).
25 — H. Bebensee (18); Arthur
Gook (15); Guðl. Sigurðsson (13);
Jakob Gíslason (25); Jóhannes Stefáns-
son (20); Jón Borgfjörð (22); Jósep
Jónsson (25); Axel Schiöth (20).
20 kr. Árni Árnason (15); Jóh.
Christensen (20); P. H. Dahl (17);
Eggert Einarsson (15); Eggert Mel-
stad (10); Einar Jónsson (10); Friðrik
Þorgrímsson (15); Guðmundur Ólafs-
son (12); Hallgrímur Einarsson (12);
Jóhannes Jósepsson (10); Jónas Jónas-
son próf. (12); Jón Guðmundsson (20);
Jón St. Melstad (10); Kristján Sigfús-
son (15); Lúðvík Sigurjónsson (12);
Nicolaj Midthun; Páll Jónsson kennari
(12); Pálmi Jónsson; Carl Schiöth (15);
Sigurður Sveinsson.
. 18 kr. Ág. Kr. Guðmundsson (16);
Ásmundur Bjarnason (15); Björn Guð-
mundsson; Einar Einarsson (12); Frí-
mann Jakobsson (15); Guðbjörn Björns-
son (10); Jón Dahlmann (12); Stefán
Jónasson.
16 kr. Jón Sigurðsson; Karl Finn-
bogason (12); Þorvaldur Atlason (12);
Þórarinn Magnússon.
15 kr. Baldvin Jónsson (15); Björn
Björnsson (12); Brauðgerðarfélagið (10);
Halldór Halldórsson (12); Hallgrímur
Kristinnsson; H. Jensen (12); Jónas
Gunnlaugsson (15): Jón Einarsson; Jón
Halldórsson; Jón Kristjánsson (10);
Jósep Jósepsson (12); Jósep Jóhannes-
son (15); Kristján Nikulásson (15);
Marteinn Bjarnarson; Matthías Hall-
grímsson; Olgeir Júlíusson (12); Sigur-
björn Sveinsson (10); Sigurður Sigurðs-
son bókb. (12); Sigurður Sumarliða-
son (15); Sigurður Þórðarson; Stefán
Björnsson (12); Lárus Thorarensen
(10); Þorvðldur Guðnason (12).
14 kr. Björn Jóhannsson; Jónatan
Jónatansson (10); Karl Sigurjónsson
(10); Kristján Markússon (12); Fr.
Möíler (10);
13 kr. Ásgrímur Guðmundsson ; Páll
Halldórson (10).
12 kr. Frk. Anna Erlendsdóttir (10);
Eggert Stefánsson (10); Friðrik Einars-
son; Frímann Frímannsson (10); Guð-
laugur Pálsson (10); Halldór Jónsson
(10); Jakob Lárusson (12); Jens Lárus-
son (12); Jóhann Ragúelsson (10);
Jóhannes Júlínusson; Jónas Jóhannsson ;
Jónas Stefánsson; Jónatan Jóhannesson;
Jón Baldvinsson; Jón Bæring; Jón Jó-
hannesson; Jón Jónatansson (10); Jón
Samsonarson; Jón Sumarliðason; Karl
Hansson; Kjartan Friðriksson; Krist-
inn Jónsson; Kristján Jósepsson; frk.
Lára Ólafsdóttir (10); Magnús Jó-
hannsson; Ólafur Sumarliðason; Páll
Jónsson Hrútf.; Zofonías Baldvinsson;
Steinn Sigurðsson; Einar Thomsen;
Valdemar Thorarensen; Vilborg Grön-
vold (10); Þorvaldur Sigurðsson (10);
Þórhallur Bjarnason.
liroOaleart slys.
Neð símanum fréttist hingað í vik-
unni að Eiríkur bóndi Ásbjörnsson á
Álfsstöðum á Skeiðum, hefði í byl og
náttmyrkri dottið ofan í hver rétt hjá
Reykjafossi í Ölfusi. Beið hann bana
af því eftir einn sólarhring.
Sklpkomur.
*Kong Helge« kom hingað með póst frá
Reykjavík og ísafirði 18. þ. m. Fór aftur
í nótt.
»Kong lnge« kom hingað í gærkvöldi,
Með honum komu frú Oddný Vigfúsdótt-
ir á Vopnafirði og Hallgrímur Einarsson
uiyndasmiður. Ennfremur kom af Siglufirði
BjarniEinarsson skipasmiður, Gísli Magnús-
gon smiður o. fl.
Síðustu fréttirnar.
Tíðrætt hefir ýmsutn hér orðið
um umrnæli sunnanblaðanna sumra
og útlistanir þeirra á ávarpi blaða-
mannanna. Eru orð þeirra óljósari
en æskja mætti um það grundvallar-
atriði málsins hvort þess sé krafist
að ísland sé réttarlega sjálfstætt ríki
eða sjálfstæðislaus hluti Danmerkur-
ríkis.
Með símanum bárust oss þær
fréttir í dag, að hér sé frekar að
tala um orðamun en skoðana og
að ávarpsblöðin syðra muni fylgjast
að í því að halda frarn fornum rétti
vorum sem sjálfstæðs ríkis.
Er það og auðsætt að kröfur vorar
um ríkisráðið, og sérstakan fánæhljóta
að byggjast á þessum grundvelli og
engum öðrum.
Verða það eftir þessum horfum
Heimastjórnarþingmennirnir og Lög-
réttuliðið, sem fær sómann af því að
berjast móti fornum rétti landsins
og leggja smiðshöggið á það með
lögmætum samningi, að ísland sé inn-
limuð sjálfstjórnarlenda Danmerkur.
Hafa þeir þá ekki til einskis bar-
ist og borið nafn með rentu.
4
Fánamálið á ísafirði.
Á fjölmennum borgarafundi, sem
haldinn var á laugardaginn 15. des.
1906, á ísafirði var samþykt svohljóð-
andi tillaga í fánamálinu frá Jónasi
Guðlaugssyni ritstjóra með öllum at-
kvæðum gegn einu, eftir nokkrar um-
ræður:
»Borgararnir í ísafjarðarkaupstað
skora á alla sanna íslendinga og
alla íslenzka kaupmenn að koma
sér saman um að taka upp fána
þann, er stúdentafélagið í Reykja-
vík hefir stungið upp á, sem er
hvítur kross í bláum feldi, svo fram-
arlega sem hann reynist ekki vera
fáni annarar þjóðar, þar eð bæði
hugmynd sú, er liggur á bak við
þann fána virðist heppilegust og
mest Iíkindi eru til, að allir íslend-
ingar geti orðið sammála um hann.
Sömuleiðis er skorað á alla þá, er
fána nota, að taka þenna fána upp
og veifa honum þegar konungur vor
kemur í sumar.«
Fyrir hönd fundarins.
Helgi Sveinsson, Guðm. Guðmundsson,
fundarstjóri. cand. phil., skrifari.
4
Jóhannes Jónsson
á Sandhaugum.
Eg las það í dagbókinni hans. Það var
vorið 1873 — 23. maí. »Sólskin fyrripart-
inn, norðar. krapahríð seinnipartinn«. Þau
Jóhannes Jónsson frá Sandhaugum og Krist-
ín Sigurðardóttir yfirsetukona frá Ingjalds-
stöðum héldu brúðkaupsveizlu að Stóru-
völlum í Bárðardal. Yfir 120 manns var
þar samankomið.
Hitt Ias eg ekki í dagbókinni hans, en
eg veit það samt jafnvel, að í nóvember
í fyrra haust, fylgdi hún og fjöldi manns
honum til grafar að Lundarbrekku. Eg
veit líka, að brúðkaupsveizlan og jarðar-
förin ljúga engu um það, hvernig þessi
hjón voru kynt í sveit sinni.
011 þessi ár (1873—1905) bjuggu þau
Jóhannes og Kristín að Sandhaugum í
Bárðardal og glöddu hvern, sem að garði
bar. Er það eitt til marks um gestrisni
Jóhannesar, að hann gekk jafnan í veg
fyrir þá, sem hann sá fara fram hjá garði
sínum — einkum á vetrum — eða kaliaði
til þeirra og bauð þeim heim til sín. Ekki
varð þeim hjónum barna auðið, en þrátt
fyrir það skorti aldrei ungmenni á heimiii