Norðurland - 09.03.1907, Síða 4
Nl.
11 2
Ungrmennafélasr
stofnuðu þeir Jóhannes Jósefsson og
Erlingur Friðjónsson fyrra sunnudag á
Árskógsströnd hér í sýslu, með 20 fé-
lögum. Félagið heitir Reynir.
Réttlndi kvenna.
Stjórn hins íslenzka kvenfélags í
Reykjavík hefir sent út áskorun til
ýmsra kvenna hér á landi, með ósk
um að þær útvegi undirskriftir kvenna
undir hana.
Áskorun þessi hljóðar svo:
»Vér undirritaðar konur í. . . hreppi
í . . . sýslu ieyfum oss hér með virð-
ingarfylst að skora á hið háttvirta
alþingi íslendinga að hlutast til um,
að konum, jafnt giftum sem ógiftum,
verði veittur kosningarréttur og kjör-
gengi til alþingis, ef þær fullnægja
sömu skilyrðum, sem sett eru, að
því er karlmenn snertir. Ennfremur
leyfum fér oss að skora á þingið, að
sjá um að kvenmenn njóti sama styrks
sem karlmenn á mentastofnunum lands-
ins, hafi sama rétt til embætta og
opinberra sýslana og njóti að öðru
leyti fylsta jafnréttis við karlmenn.«
Mjög fróðlegt verður að heyra hverj-
ar undirtektir áskorun þessi fær hjá
kvenþjóðinni.
Thorvaldsensfélagiö.
Vér leyfum oss að benda lesendum
blaðsins á auglýsingu frá félaginu hér
í blaðinu. Félagið hefir haft mesta
nytsemdarstarf með höndum, er það
hefir leitast við að efla heimilisiðnað-
inn, með því að útvega markað fyrir
hann. Það starf hefir áreiðanlega bless-
ast einkarvel og orðið félaginu til
sæmdar.
Vér höfum áður drepið á það hér í
blaðinu, hve æskilegt væri að konur
hér norðanlands — og þá einkum konur
þessa bæjar — sæju sér fært að halda
uppi hér á Akureyri líkri útsölu. Enn
þá mun ekki vera útgert um það mál,
en færi svo fyrst um sinn, að ekki
yrði af útsölu á íslenzkum iðnaði hér,
sýndist æskilegt að gengist væri fyrir
þvf að koma góðum munum héðan að
norðan á útsölu Thorvaldsensfélagsins.
%
Ræktunárfélagið.
I danska tímaritinu »Atlanten« hef-
ir landbúnaðarkandidat L. Frederiksen,
sem ferðaðist hér um land 1905, skrif-
aði mjög hlýlega grein um Ræktunar-
félagið. Skýrir hann greinilega frá
stofnun þess og starfsemi og lýkur
miklu lofsorði á framkvæmdir þess.
Kemst hann svo að orði: »Félagið
hefir verið svo bráðþroska og starfs-
svið þess er þegar orðið svo umfangs-
mikið, að þeir af stofnendum þess,
sem stórhugaðastir voru, munu tæplega
hafa gert sér vonir um, að það yrði
eins stórstígt og raun er á orðin. Hin
stutta saga félagsins líkist fremur æfin-
týri en sannri sögu«. Lýkur hann grein
sinni með þeirri ósk, að framtíð fé-
lagsins verði eins glæsileg og hin
stutta fortíð þess. Það er á valdi
Norðlendingar hvort það verður eða
ekki. Félagsstofnun þessi er þegar
orðin þeim til stórsóma, bæði inn-
anlands og utan og verður þeim þá
fyrst til varanlegs sóma og ómetan-
legs gagns, ef framhaldið verður líkt
byrjuninni. — Vér munum síðar minn-
ast á félagið og framtíðarhorfur þess,
sem nú mega teljast hinar vænlegustu.
*
Ur ýmsum áttum.
ætlar konsúll Thorbjörn
Botnvörpufisk yaage j stavanger að flytja
héðan frá landi f vor. Hefir hann gert
sanming við öll niðursuðufélög þar í bæn-
um og lofað þeim 2000 smálestum af fiski
á tímabilinu frá 2. apríl til maíloka. Þann
tíma eiga 5 gufuskip að ganga héðan til
Stavanger á hverri viku.
[„Verdens Oang"]
eða húsviltrahæli standa enn í
300 Alasundi, lík þeim sem hing-
að voru gefin. Bærinn er nú
að mestu risinn úr rústum, eftir brunann
mikla og er að miklu leyti af steini ger.
Þó eru timburhús allmörg. Virðingarverð
húseigna hefir aukist stórkostlega.
Norska blaðið Morgendæm-
Ný leikrit oe ..
kvœði efiir nngen Seg'r Þ SOgU’ efllr
Henrik Ibsen danska blaðinu Nationaltid-
ende, að kona ein í Álaborg
á Jótlandi, sem gædd sé miðilsgáfum, hafi
nýlega rltað upp ósjálfrátt tvö ný leikrit og
auk þess mjög mikið í bundnu máli. En
sá sem á að hafa samið alt þetta er skáldið
Henrik Ibsen og á hann að hafa gert það
alt eftir að hann andaðist. Eitt af kvæðun-
um er að sögn keimlíkt kvæðinu Þorgeir í
Vík, sem menn kannast við af þýðingu síra
Matthíasar Jochumssonar.
Það er tekið frain um konu þessa að hún
sé kona verkamanns eins, hafi ekki fengið
meiri mentun en aðrar stallsystur hennar
og aldrei fyr sett saman nokkura bögu, hvað
þá fengist við að semja leikrit.
^ ^ ^ ý> ^> ý> ^^> ý>
Gvistur
alls konar í
Gudm. Efterfl. verzluti.
Mustads
Export Margarine,
í eins punds stykkjum,
w er á við gott smjör- tw
co
c
‘55
CD
-2
&
co
c
<D
co
12
co
>
o
£—
co
M
03
CQ
>
(S)
C
xcT
n o
xo
55 ^
1 E
£ crS
ö/) '
<U
Æ
£
3
'C
'53
c:
3
£
C
iö" .2
c3 (S>
C ,-C
10 3
C ctf
t>S lO
-ií
C E
S S2
5/5 «-H
’cn
03
C
O
>»
cs C
c
3 cS
C
c
3 3T
XO
KO
o
,0
>0
OJO l—«
0 >
c 1-
c b
Z* XO
(S) u
>
xO
3 'cd
'"3 13
cr
£
3
3 3 .£
T3
C
03
ÖjO
UJ
3: oj >
3 i
-3 cS)
C
c
o
00 . tr-
ts §
3 o 03
to t()
f-S §
^5,
•Sií? c
isc >5 »
c E
c 3
10
3 .3
. <2
c
su 13
Co -K.
t; CO
2 '5
(S)
3 3
'<D
(!)
ö
.£ ^
■—• 03
■s |
0 -s
> c
S) (D
c —
<V *-3
MUSTADS ELDAVÉLAR
eru beztar.
Fást hjá Qtto Tulinius.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
„Dan“”moforinn.
Það hefir nú verið hlé á auglýsingum um þennan heimsfræga mótor,
og stafar það af því, að aðsóknin alt til þessa hefir verið svo
mikil, að verksmiðjan hefir tæplega haft undan, þrátt fyrir það
að hún er sú stærsta og hefir mest vinnuafl af slíkum verksmiðj-
um á Norðurlöndum, og þrátt fyrir meiri yfirvinnu nú en nokkuru
sinni áður. Það mætti ætla, að allur sá aragrúi af mótorverksmiðj-
um, sem síðustu árin hafa þotið upp eins og gorkúlur, hefðu dregið
frá þeim, sem fyrir voru, en það er ekki tilfellið.
Aðsóknin að „Dan“ hefir aldrei verið meiri en nú.
Þetta virðist hin áþreifanlegasta sönnun fyrir því, hvað »Dan«-
motorinn
um allan heim þykir bera af öðrum
steinolíu mótorum.
Englendingar, sem sjálfir eru með hagsýnustu og verkhygnustu þjóð-
um heimsins, og eru viðurkendir fyrir að grípa ekki til útlends Fabrik-
ats nema knýjandi nauðsyn beri til, þeir hafa þrátt fyrir fjölda mót-
orverksmiðja í landinu sjálfu, eftir nákvæma rannsókn, sem sjálf
stjórnin hefir hafið, ekki kynokað sér við að kveða upp þann dóm
að „Dan“ vœri yfirburðamesti mótorinn.
Japanar, sem í öllum verklegum greinum er mesta uppgangsþjóð,
hafa einnig fengið sér »Dan«-mótor til fyrirmyndar. Og í öllum
löndum heimsins ryður hann sér áfram með slíkum hraða, sem
engin dæmi eru til.
Það sézt varla útlent tímarit, verkfræðislegs efnis, sem nokkuð
kveður að, að ekki minnist það á »Dan«-motorinn. Og gerir hann
því Dönum mikinn heiður.
Þeir sem ætla að fá sér »Dan«-motor í vetur eða næsta vor,
eru vinsamlega beðnir, sem allra fyrst að snúa sér til næsta
agents »Dan«-mótorsins, svo mótorarnir geti orðið tilbúnir í tæka tíð.
Sérstaklega er nauðsynlegt að senda pöntun sem fyrst, ef bátar
eiga að fylgja með. Til þess að grynna á því sem senda þarf af
bátum frá Danmörku, verða í vetur smiðaöir bátar eftir pöntun, á
bátasmiðaverkstœði er undirritaður setur á stofn á Patreksfirði, og
verða mótorarnir líka innsettir þar. Til þessara báta verður að eins
notað gott efni, og úrvals smiðir. í Reykjavík, á Seyðisfirði og ef
til vill á Eyjafirði, geta menn einnig tengið smíðaða mótorbáta,
með því að snúa sér til »Dan«-mótora agenta á þessum stöðum.
Patreksfirði í ágúst 1906,
Pétur A. Olafsson
A Húsavík
er til sölu eða leigu frá 14. maí
næstkomandi, hús á bezta stað með
góðu túni. Húsinu fylgir gott fjós,
sem stendur á túninu. Menn snúi sér
til undirritaðs, sem gefur nánari upp-
Iýsingar og semur um sölu eða leigu.
Húsavík 14. febr. 1907.
St. Guðjohnsen.
Góða sokka °g
vetJinga
kaupir verzlun
SN. JÓNSSONAR
með HÁU verði í mót
vörum og peningum
eftir samkomulagi.
„Noröurland" kemur út á hverjum laugar-
degi og oftar þegar sérstök ástæða þykir til, að minsta
kosti 52 arkir um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4
kr. 1 öðrum Norðurálfulöndum, M/i dollar í Vestur-
heimi. Qjaiddagi fyrir miðjan júni að minsta kosti
(erlendis fyrir fram). - Uppsögn sé skrifleg og bund-
in við árgangamót; ógild nema komin sé til rit-
stjóra fyrir 1. júní og kaupandi sé skuldlaus við blað-
ið - Auglýsingar teknar i blaðið eftir samningi við
ritstjóra. Arsláttur mikill fyrir þá er auglýsi mikið.
Fiskimenn! Munið að Mustads
önglar númer jy
Extra Long*, eru veiðnastir.
Svfnslæri
reykt, annáluð að gæðum,
fást ennþá í
EDINBORG.
GUW
úseign Guðmundar Péturssonar,
á Svalbarðseyri,
ásamt vöruleyfum, skuldum og verzlunar-
áhöldum, er til sölu á næstkomandi vori.
Einnig verður húseignin seld sérstaklega, ef
viðunanlegt boð fæst.
Mjög aðgengilegir borgunarskilmálar.
Lysthafendur snúi sér til undirritaðs.
Akureyri, 21h '07.
r
Asgeir Pétursson.