Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 06.07.1907, Qupperneq 2

Norðurland - 06.07.1907, Qupperneq 2
Nl. 184 Sigurður Björnsson búfr. á Veðramóti. Arni Jónsson búfr. á Hafsteinsstöðum. Ingimar Sigurðsson búfr. á Akureyri. Hallgrímur Þorbergsson fjárræktarfr. á Einarsstöðum. Auk fulltrúa þessara mættu og á fundinum tveir ráðunautar »Búnaðar- félags íslands*, Guðjón Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson, og þar að auki fjöldi Húnvetninga. Búfjársýningardag- inn voru þar flestir; um 300 manns. Fundarstjóri var kjörinn formaður félagsins, til vara Gísli sýslumaður, en skrifarar Sigurður Sigurðsson kenn- ari og Sigurður Pálmason. Auk reikninga og ýmsra smámála var allmikið rætt um pöntunarstarfsemi félagsins og skal henni haldið áfram og sérstakur starfsmaður látinn annast hana framvegis og fái hann sér til að- stoðar, helzt einn mann í sýslu hverri til að taka á móti pöntunum; skal reikningum þeim, er þessu við koma, haldið fráskildum öðrum reikningum félagsins Samþykt var, að félagið skyldi láta einn eða fleiri af starfsmönnum sínum ferðast um á þeim tíma, er deildirnar halda fundi sína. Á fundinum bættust við 16 lífstíðar- félagar; 8 höfðu áður gerst meðlimir félagsins á þann hátt. Formaður átti samkvæmt lögunum að ganga úr stjórninni, ep var endur- kosinn í einu hljóði. Aðalsteinn Halldórsson tóvélastjóri beiddist lausnar úr stjórninni sökum ýmsra anna, er að honum kölluðu. í stað hans var kosinn Jón Norðmann kaupmaður á Akureyri. Endurskoðendur reikninga félagsins voru kosnir Friðrik Kristjánsson út- bússtjóri og Hallgrimur Kristinsson kaupfélagsstjóri á Akureyri. í sambandi við fundinn og sýning- una voru haldnir nokkrir fyrirlestrar. Ingimar Sigurðsson hélt fyrirlestur »um búnað og jarðrækt í Norðurbotnum í Svfþjóð*, annan um »tilraunastarfsemi Ræktunarfélagsins* og þriðja fyrirlest- urinn um »kjötsölu og horfur hennar«. Sigurður ráðunautur hélt fyrirlestur um »samvinnufélagsskap«. Guðjón Guð- mundsson um »búpeningsrækt« og Hall- grímur Þorbergsson um »sauðfjárrækt«. Auk þess voru margar styttri ræð- ur haldnar af ýmsum af fulltrúunum, ráða- nautunum og ýmsum mönnum úr Húna- vatnssýslu, svo sem: Birni Sigfússyni, Árna á Geitaskarði, Eggert Leví, Árna á Höfðahólum, sr. Stefáni á Auðkúlu, Hálfdáni próf. Guðjónssyni, Guðmundi á Torfalæk og ennfremur af Sigurði í Yztafelli, er ekki kom á fundinn fyr en í lok hans. Yfirleitt hafði fundurinn farið mjög vel fram, lýst fjöri og áhuga og ræð- ur manna hinar fróðlegustu. Ráðherraveizlan. Úr Reykjavík hefir Nl. verið skýrt frá því, að í veizlu þeirri, er ráðherrann hélt þingmönnum, hafi Magnús Steph- ensen fyrverandi landshöfðingi haldið svo hranalega ræðu í garð stjórnar- andstæðinga, að tveir úr Jæim flokki, Jóhannes sýslumaður og Stefán kennari, hafi staðið upp frá borðum og gengið burt og allir aðrir stjórnarandstæð- ingar skömmu síðar. Fallega byrjar nú samkomulagið! Og fáum mun finn- ast það samboðið Magnúsi Stephensen að efna til slíkra veizluspjalla. Uppspuni. Sú saga hefir gengið hér um bæinn undanfarna daga, að Einar Hjörleifs- son væri lagður á stað til Ameríku með alt sitt skyldulið og ætlaði að setjast þar að fyrir fult og alt. Fyrir þessu er engin hæfa sem betur fer. Hann hefir að eins fengið tilboð um að ferðast vestur og halda þar fyrir- lestra og mun það vera undirrót þess- arar sögu. Þingvallafundurlnn hafði gengið vel. Nálægt 100 full- trúar höfðu mætt þar. í sambands- málinu var samþykt tillaga, er var svip- uð þeim, er áður hafa verið samþyktar af þingmálafundunum og ákveðnast hafa verið orðaðar. Vart er treystandi orðum þeirra manna um fundinn, er frá fyrstu hafa fjand- skapast gegn honum. Guðm Hannesson náði ekki á fund- inn sökum tafa, er hann varð fyrir í Húnavatnssýslu. Hannesarstyrkurinn veittur Guðmundi Finnbogasyni til heimspekisnáms í 4 ár; 1000 kr. á ári. Mannalát Sveinn Eirfksson, prestur á Ásum í Skaptártungum, druknaði f Kúðafljóti 19. f. m.; hafði verið á leið til Reykavíkur. I. M. Hansen konsúll á Seyðisfirði sagður nýlátinn. Bráðkvaddur varð hér í bænum fyrir nokkurum dögum, Jón Helgason frá Vík á Flateyjardal. Skip. iHólart komu hingað á sunnudaginn var. Fóru aftur á þriðjudaginn. »Mjölnir♦ kom á mánudaginn og fór áftur sama dag. ’fslands Falk« og franska varðskipið komu hingað inn í fyrradag og dvefja hér enn.— »Prospero« kom í gærkvöldi. Mikill flskur sagður hér utarlega í firðinum, en aflast þó Iftið sökum beituskorts. All tilfinnanlegt er það, að ekkert íshús er hér við fjörðinn, þar sem hægt væri að fá beitu, þegar fisk- ur er nógur. Tíðin lengstum köld síðastl. 2 vikur. Gróðri fer hægt fram og horfur til sveita ekki glæsi- legar. Dágott veður þessa dagana. Mýra-læknishérað veitt frá 1. ágúst þ. á. Þórði Pálssyni lækni í Öxarfjarðarhéraði. Misprentast hefir í fánaræðu Karls Finnbogasonar í síðasta bl. Fálason fyrir Fólason. íslenzkt um við hana, án þess að hafa samið þar um, eða hafa brotið gerða samn- inga, aðvarast hérmeð um að hafa lokið skuldum sínum að mestu eður öllu fyrir þ. 20. þ. m., og þá jafnframt samið um það sem þá verður ógreitt. Þeir sem ekki sinna aðvörun þessari mega búast við því, að skuldirnar verði að þeim tíma liðnum innheimtaðar með tilstyrk laganna. Virðingarfylst Akureyri O., þ. 7. júlí 1907. Jóhannes Stefánssor). Kaupfélagsverzlun + + + Eyfirðinga fekk með s/s Fridtjof miklar birgðir af allskonar nauðsynjavörum: Flórmjöl, bankabygg, hrísgrjón, hafragrjón, kaffi, sykur o. ft. Ennfremur margar tegundir af kexi, grœnsápu, stangasápu, hand- sápu, álnavöru o. fl. o. fl. Enginn hygginn kaupandi gengur fram hjá pessari verzlun eftir að hann hefir kynt sér gæði og verð varanna. Talsimi nr. 28 a. Hraðskeytaárítun: Leon. O. NILSSEN& SÖN BERGEN. SÍIdarnet uppsett eða slöngur, börkuð eða tjörguð með koltjöru eða hrá- tjöru. Tilbúnar nætur og pokanætur úr hamp og bómuii. REKNETATRÁSSUR úr cocus og manilla. Fiskilínur. — Porskanet. Glerdufl. — Ijörutrássur. Tekið móti Síld og Fiski til sölu. Offo Monsfed8 danska smjörlfki er bezt. smjör Og kaupir Olgeir Júlíusson bakari fyrir peninga. Talsími nr. 7. PrentsmiSja Odds Björnssonar Smá-úrklippur úr viðurkenningum. Eg hefi um io ár þjáðst af maga- og nýrnasjúkdómum og leitað margra lækna, án þess að fá bata. Mér hefir batnað af því að neyta Kína-Lífs- Elixírs, og liðið einstaklega vel að staðaldri, og fyrir því ætla eg að neyta hans stöðugt. Stenmangle 7. júlí 1903. Ekkja J. Petersens timburmanns. Undirritaður, sem í mörg ár hefir þjáðst af lystarleysi og magakvefi, er nú orðinn albata við stöðuga brúkun á Kína-Lífs-Elixír herra Valdemars Petersen. Hlíðarhúsum 20. ágúst 1906. Halldór Jónsson. Eg hefi nálægt missiri iátið sjúk- linga mína endur og sinnum taka inn Kína-Lffs-Elixfr hr. Valdemars Petersens, þegar eg hefi álitið það við eiga. Eg hefi komist að raun um, að elixírinn er ágætt meltingarlyf og séð áhrif hans á ýmsa kvilla, t. d. meltingarleysi eða meltingarveiklun, samfara velgju og uppköstum, þrautum og þyngslum fyrir brjósti, taugaveiklun og brjóstveiki. Lyfið er gott og eg mæli óhikað með því. Kristjaníu. Dr. T. Rodian. Heimtið stranglega ekta IÚna-Lífs- Elixír frá Valdemar Petersen. Hann fæst hvaivetna á 2 kr. flaskan. Varið yður á eftirlíkingum. Tannlæknir Steinbach. Heima kl. ii —12 f. m. og 4—5 e. m. áreiðanlega. Hús Jóns ritstjóra Ste- fánssonar. Inngangur um vesturdyrnar.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.