Norðurland


Norðurland - 12.10.1907, Blaðsíða 2

Norðurland - 12.10.1907, Blaðsíða 2
Nl. 32 minnir að standi skrifað einhvers staðar að verða muni drýgt með öðrum hæst- virtum svívirðingum, það, að svikar- inn, lygarinn, þjófurinn fái hæstu nafn- bót hjá höfðingja þessa heims. Þetta væri ritgerðarefni handa Norðra. Petta væri umtalsefni fyrir Gróufólkið, merkilegra heldur en hitt, að það barn sé vanskapað, sem svo er gert, að munnurinn snýr þversum og hárram- urinn veit út. „ „ Cj. F. X Blöðin ög réttvísin. »NorðurIand« flutti 23. júní f. á fregn, sem blaðinu berst þá samdæg- urs, frá mikils metnum bæjarbúa hér í kaupstaðnum, sem þá var staddur í Kaupmannahöfn. Fregnin var sú að skipinu »Botníu« væri ekki ætlað að fara nema á 4 hafnir hér við land, á Seyðisfirði, Reykjavík, Stykkishólmi og ísafirði, til þess að sækja íslenzku þing- mennina, en þingmönnunum ætti að greiða ferðakostnað fyrir landferðina til einhvers af þessum 4 stöðum. Það hefir síðan verið sannað fyrir rétti, með vottorði þess manns sjálfs, sem góðfúslega gerði ráðstöfun til þess, að blöðin hér á Akureyrf fengju þessa fregn, að »Norðurland« hafði farið rétt með fregnina og hitt líka að fregnin var sönn. Þetta hafði verið ákvarðað svona og hafði veitt fullörðugt að fá þeirri ákvörðun breytt. Regar »Norðri« kom út viku síðar hafði hann vitanlega fengið fregnina eins og Norðurland, en jafnframt, með öðru skipi, þá fregn frá sama manninum, sem sendi fyrri fregnina, að búið væri að breyta ákvörðuninni, en — líklega í því skyni að efna heit sitt um heið- virða blaðamensku — notaði hann þetta til þess að gera lubbalega árás á »Norð- urland« fyrir ósannsögli, bregður því um að það fari með rangt mál og blekkingar við lesendur sína. Ritstjóri »Norðurlands« ætlaði að kom- ast hjá því að svara þessum áaustri blaðsins og sneri sér því til eins af rit- nefndarmönnum blaðsins »Norðra«, skýrði honum frá málavöxtum og fór þess á leit við hann að hann léti blaðið afturkalla aðdróttunina. Sú ferð gafst ekki eins vel og við mátti búast, þess- ari málaleitun var tekið fálega og svo kom »Norðri« út, að hann leiðrétti ekkert af ósanninda-aðdróttun sinni. Regar svo var komið málinu ritaði ritstjóri »NorðurIands« nokkur orð í blaði sínu til ritnefndar »Norðra«, sem ber siðferðislegu ábyrgðina á því, sem stendur í blaðinu nafnlaust. Er þar svo að orði komist, að hún láti »ó- þverralepp* sinn núa sér á »Norður- landi«, þar sem hún gefur f skyn að blaðið fari vísvitandi með rangt mál og blekkingar. Líkingunni um óþverra- leppinn er svo haldið áfram, ritnefnd- inni gefið það ráð að geyma leppinn í ruslaskúffu sinni og nota hann ekki nema hann sé áður þveginn vandlega o. s. frv. Eftir þessa grein helti »Norðri« yfir ritstjóra »Norðurlands« ýmsum ókvæð- is- og skammaryrðum úr orðabókar- forða Gjallarhorns og lét þá ritstjóri »Nls.« höfða mál gegnritstjóra »Norðra« fyrir þessi skammaryrði. Ritstjóri »Nórðra« var þá ekki seinn á sér og höfðaði mál gegn ritstjóra »NIs.« Vildi Norðra-ritstjórinn láta svo heita, sem átt væri við hann sjálfan með óþverraleppnum. Fanst honum sem slíkt væri auðskilið mál, þó hvergi væri hann nefndur á nafn. Þessi tvö mál hafa nú loks verið dæmd hér í undirréttinum. En þegar málin skyldi taka upp til dóms, veik hinn reglulegi dómari, ritnefndarmaðurinn Guðlaugur Guð- mundsson úr dómarasæti og var þá cand. Björn Líndal skipaður af stjórn- arráðinu til þess að dæma málin. Tók hann við þeim um sömu mundir sem Stór tombóla. Að fengnu leyfi hafa Qoodtemplarastúkurnar hér á Akureyri á- kveðið að halda tombólu til ágóða fyrir hússjóð peirra, seint í desember næstkomandi. Vænta pær pess að bæjarbúar styðji petta með gjöfum og með pví að sækja tombóluna. Alt kapp verður lagt á að hafa drættina sem bezta og eigulegasta. Akureyri 10/io ’07. Fyrir hönd Goodtemplarareglunnar á Akureyri Guðt. Guðmundsson. Friðbjörn Steinsson. Sigurður Hjörleifsson. Jón Guðmundsson. Lárus Thorarensen. Vilhelm Knudsen. »••••••*««»••»•• —-•-•■• •♦•••••• • • • •< hann tók við ritstjórn »Norðra« af rit- stjóranum Jóni Stefánssyni, þegar hann »reið suður á konungsfund*. Málalokin urðu þau hjá hinum setta dómara, að hann dæmdi Jón Stefáns- son í 30 kr. sekt og 15 kr. málskostn- að og helztu skammaryrðin ómerk, en málið um óþverraleppinn dæmdi hann svo, að hann tók þau rök gild sem rit- stjóri »Norðra« færði fyrir því, að átt væri við hann með þeim titli og skyldi ritstjóri »Nls.« greiða fyrir það 25 kr. sekt og 10 kr. málskostnað. Oþverra- leppurinn og þvotturinn á honum var og dæmdur ómerkur. Af því að ritstjóri »Norðurlands« hef- ir ekki eins mikla trú á þessum dómum herra Líndals, að honumólöstuðum, eins og ísraelsmenn höfðu forðum á dóm- um Salomons og af því honum þykir viðfeldnara að þeir dómarar, sem dæma mál hans séu ekkert riðnir við ritstjórn »Norðra«, þykir honum vissara að skjóta málum þessum — öðru hvoru eða báðum — til æðri réttar. 78 skiftum við dauða munka, sem gengu aftur, og hugs- uninni um bogalága glugga með löngum, náfölum tungl- skinsöndum. Og leikurinn sjálfur hætti þegar dimt var orðið og uglurnar tóku að væla. Þá söfnuðust þeir saman í þéttan hnapp og hræddu hver annan á hvítum vofum, sem þeir sáu í skugganum; og frá dómkirkjunni háturnuðu og dimma munkakjallaranum kom svo mikill óhugnaður og endemis-viðbjóður, að þeir röltu heim til að lesa.— — Þau voru stór og fögur, bækitrén í skólagarðin- um. En eitt sinn tók nyrsta tréð í garðinum að sýkj- ast, árið eftir dó það alveg, og hér og þar sýktust fleiri tré; stórar og sterkar greinar — fúnar að innan hrundu af þeim um veturinn. Allir þeir, sem eitthvert skynbragð báru á trjárækt, urðu nú önnum kafnir, og ýmsar tillögur og uppástung- ur komu fram. Sumir héldu að moldin væri troðin um of kring um ræturnar, og lögðu það til, að losað væri dálítið um hana. Aðrir vildu láta skafa stofninn, og nokkurir voru þeirrar skoðunar, að ekki kæmist nógu mikið af ljósi inn undir greinarnar, og lögðu það til að stýft væri ofan af toppunum. Enginn virtist vilja skilja það, að jarðvegurinn var úldinn og súr og trén gömul og fúin, svo engin íþrótt gat komið í veg fyrir visnun þeirra og dauða. En jafnframt vanþrifum þeim, er trén urðu fyrir, var eins og legðist vanheilsa nokkur á skólann sjálfan og æskulýð þann, sem þau skygðu yfir. Vöndurinn lék nú ekki lengur í léttstígum dansi með málfræðinni; hann var dottinn úr sögunni. Og eftir skilnað þenna sýndist málfræðin veslast upp eins og ekkja, sem mist hefir ágætan eiginmann. Latínan 79 vildi ekki þrífast hvernig sem að var farið; engum gat lengur dulist það, að þekkingunni á þessari ágætu tungu fór aftur ár frá ári. Og enda þótt þeir lærðu helmingi minna af latín- unni en fyrir þrjátfu árum, þá var þó æskulýðurinn fölur ásýndum og stúrinn af ofreynslu. Það var hörm- ung að sjá þessa roðbleiku dverga, sem nú á tímum gátu staulast með erfiðismunum gegnum ofur-fábreytt úrlausnaretni við stúdentspróf — og að hugsa sér svo snáðana fyr á tímum. Kennararnir voru hreint eins og afturgöngur. Skopleg- ur fiokkur visinna vesalinga, þar sem sinn var við hverja sérvizku bundinn, er gerði hann að skrípi, af þvf hið einmanalega æfistarf þeirra var að sitja við kennara- borðið og dreifa ryki yfir æskulýð, sem þeir skildu ekki. En margir veittu nú eftirtekt afturför lærðu skólanna. Úr öllum áttum bárust kvartanir og athugasemdir; þetta kom róti á alla skólamenn, þeir rýndu sig rauðeygða ofan í skjölin og þyrluðu á loft afarsmáu málfræðis- ryki, sem varð að ofurlitlum skýhnoðrum. Sumir héldu, að öllu væri vel borgið, ef nemendur fengju sérstakt borð að sitja við og grænmáluð penna- hylki; aðrir heimtuðu nýja pg fullkomnari loftræsingu; nokkurir þóttust sjá í anda nýja blómatíð bókvísi og heilbrigði meðal hins ástkæra æskulýðs, ef latínan hætti að vera þungamiðja námsins en grískan tæki við. Enginn virtist vilja skilja það, að fræðikerfið var úr- elt orðið og bókvísin sjálf rotin og fúin, svo engin í- þrótt var þess Iengur um komin að forða því að hið dauða eitraði það, sem enn þá var lifandi. Skólastjóri andvarpaði löngum á kvöldin, þegar tungl- ið skein um skólagarðinn og útyfir bæinn, sem óx og Hraðskeyti til Nls. • Reykjavík uho ’07, kl. 1,50 e. h. Við setningu rikisþingsins þökkuðu forsetarnir íslandi fyrir gestrisnina við heimsóknina i sumar. Steffensen kosinn forseti landsþings- ins. Sörensen Egaard, óðalsbóndi kon- ungkjörinn landsþingsmaður i stað Kolding-Hansens. Pýzka stjórnin hefir keypt loftfar Zeppelins greifa og reynist það ágœt- lega upp á stðkastið. Mislingar miklir í Reykjavík en vœgir. Ofsaveður 5—6 þ. m. siðan still- ingar. Slra Guðmnndur Helgason í Reyk- holti og slra Einar Þórðarson alþing- ismaður hafa fengið lausn frá prest- skap. Björn Stefánsson prestvígður að Tjörn. X Stórhríö brast hér á laugardaginn er var, síðari hluta dags og birti ekki upp aftur fyr en á mánudagsmorgun. Gekk hríð þessi yfir alt Norður-og Austurland. Fé manna var alstaðar úti og fenti víða mikið af því og voru menn að draga það úr fönn fram á fimtudaginn var, en þá blotaði vel og leysti nokkuð af snjónum. Flest hefir féð náðst lifandi úr fönninni hér um slóðir, en margt illa til reika. I hríð þessari hafði tekið þak af steinhúsi á Siglufirði, en síðan hrundu báðir stafnarnir á húsinu og bjargað- ist fólkið nauðulega út í hríðina. Flúsið átti Ólafur Sigurðsson skipstjóri. Símslltaöld hefir verið allmikil undanfarið eink- um vikuna sem leið. Höfðu báðir símarnir slitnað hér austur frá, mest á Smjörvatnsheiði, alls að sögn á 40 stöðum og víða höfðu einangrendur brotnað af staurunum. Tók það marga daga að gera við þetta, en flest hrað- skeyti til og frá útlöndum sátu á stöðvunum þar sem þau voru komin. Verður líklega mál til komið að fá stálþráðinn á símastaurana þegar hægt verður að koma honum á þá. Stál- þráðinn átti að leggja í sumar, en hefir farist fyrir og er hann enn ókominn til Iandsins. Ceres kom í gær til Rvíkur. Mlslinsrarnir eru komnir upp í 3 húsum her á Akureyri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.