Norðurland


Norðurland - 12.10.1907, Blaðsíða 3

Norðurland - 12.10.1907, Blaðsíða 3
33 NI. Skipstrand. 15 menn drlikna. Norskt skip, að nafni »Fridthjof« hafði strandað norðan til á Langanesi á Iaugardaginn var, um það leyti sem stórhríðin brast hér á. Skipið var frá Tromsö í Noregi og hafði verið norður í höfum, nálægt eyjunni Jan Mayen (hún er 550 kílómetrum fyrir norðan ísland), að litast þar eftir skipi sem vantaði. Skipið hafði laskast í ís þar norðurfrá og hleypt suður til íslands, en hrepti stórhríðina við Langanes og strandaði þar. Druknuðu þar 15 menn, en aðeins einn komst lífs af og liggur hann að sögn veikur á Skálum, yzta bæ á Langanesi. Líknarstarf. Berklaveikin í andlitinu er einn af hryllilegustu sjúkdómum mannkynsins, engu óhryllilegri en holdsveikin. Til allrar hamingju hefir þó lítið verið um þá sýki hjá oss. Einn sjúklingur með þessari veiki var þó hér í fyrra, rétt við »höfuðstað Norðurlands« ^og og gerði kvenfélagið »Framtíðin« það miskunarverk á henni í vor að koma henni á Ijóslækninga-stofnun Finsens í Kaupmannahöfn. Því sjúkdómurinn getur læknast, og með engri aðferð læknast hann jafnvel og með ljóslækn- ingu. Kvenfélagið lagði stúlkunni 6 til 700 kr. í farareyri, en nýlega hefir því borist bréf frá Iækni Ijóslækninga- stofnunarinnar; er þar skýrt frá því að stúlkan muni fá fulla lækningu, ef hún megi vera nógu lengi, að minsta kosti eitt ár. Félagið »Framtíðin« sendi þá stúlkunni enn 300 kr., en enn þá vantar töluvert fé, til þess að hún geti notið lækningarinnar nógu lengi. Hér er verkefni fyrir góðgjörðasem- ina. Félagskonurnar í »Framtíðinni« veita gjöfum til stúlkunnar móttöku með þakklátsemi. Formaður félagsins er konsúlsfrú Tulinius. Eitt dœmið enn. Maður fanst hér örendur í fyrra- morgun fyrir framan Hafnarstræti utan- til. Lá hann þar í flæðarmálinu og hafði sjór fallið undir hann. Maður þessi var Júlíus Jónsson lausamaður frá Litla-Arskógssandi. Hafði hann sézt hér daginn áður mikið ölvaður. Hefir hann hröklast fram af brautinni og ekki getað bjargast upp aftur. Upp- skurður á líkinu sýndi að maðuriun hafði druknað. Mannalát. Skafti Jóhannsson bóndi í Litiagerði í Dalsmynni í Þingeyjarsýsiu andaðist ný- lega hér á sjúkrahúsinu. Banameinið var krabbamein í maganum og varð hann að- eins miðaldra maður. Hann var sonur Jó- hanns bónda Bessasonar á Skarði í Dals- mynni og var maður vel greindur, sem hann átti kyn til. Mentun hafði hann og fengið góða á yngri árum. S Eftirmæli. Nýlega er dáin úr brjósttæringu Margrét Halldórsdóttir húsíreyja á Tréstöðum á Þelamörk, 55 ára að aldri. Hún var ein af okkar mörgu, ónafnkunnu alþýðukonum, sem vinna mikið verk í kyrþey. Hún laet- ur eftir sig 6 uppkomin og vel vinnandi börn, sem hún annaðist og uppfæddi ásamt bónda sínum við lítil efni, en mikla örðug- leika, án tilstyrks annara. Þeim sem lcunn- ugt er um hag og háttu bændalýðsins okkar og athugar hlutdrægnislaust, þeim einum er það fullljóst hve ótrúlegt afrek það er, sem bændakonur þær vinna í þarfir þjóðfélagsins, sem eiga og uppala mörg börn. Nágrannakona Margrétar sálugu mintist hennar með þessum stefum. Menn hengja’ ekki krossinn á konur, því kjörgripur mannanna er hann, en Alvaldur leggur sinn á þær og einkavel stundum þær bera ’ann. Þú stríddir á meðan þú máttir, unz mátt þinn var hvergi að finna, og lagðir fram alt sem þú áttir, af elsku til barnanna þinna. Þú fórst ekki víða til frama, þér fastri hélt skyldunnar-bandið. Þitt heimilislíf var þinn heimur, en himinn- Guðs vonanna-landið. Við Iífskröfur litlar og fáar þú lifðir og dóst eins og kona: Þitt eitt og þitt alt voru börnin, að elska þau, trúa og vona. Úr ýmsum áttum. Þráðlaus í sumar tókst að koma þeim loftskeyti. miklu lengri leið, en nokkurn- tíma hefir tekist áður. Var notuð til þess hin nýja aðferð Paulsens, fræga danska verkfræðingsins. Loftskeytið fór yfir 3300 kílómetra eöa 2060 enskar mílur, frá skipi, er var statt í miðju Atlantshafinu, alla Ieið til Berlínarborgar. Hafði það þá far- ið yfir hálft Atlantshafið, yfir írland, St. Georgssund, England, Norðursjóinn og Hol- land til Þýzkalands. Loftför /neð Wellmann tókst ekki að stjórn. ná norðurskautinu á þessu sumri, á loftfari sínu, svo sem hann hafði gert sér von um, en þó er heimurinn sí- felt að stríða við það verkefni að gera loftið að flutningabraut mannkynsins, ekki að eins fyrir hugsanir mannanna með loft- skeytum, heldur líka fyrir menn og muni. Hvað þar verður Iangt komist, er ekki gott að segja, en nú er að sögn búið að höggva sundur þann hnútinn á þeirri flækju, er þótt hefir torleystastur; því fullyrt er úr ýmsum áttum, að ráð séu fundin til þess að stýra Ioftskipum. Loftfar Zeppelins greifa (sbr. hraðskeytin) er eitt þessara nýju loftfara, sem stýrt er líkt og skipi á sjó. Mörgu tekur mannskepnan Menn fljúga. Upp.-U Brægur tveir í Óhio- fylkinu í Bandaríkjunum, er heita Wright, hafa tamið sér flug, frá því þeir voru á barnsaldri, en eru nú orðnir fulltíða menn. Hugmyndina fengu þeir af leikfangi einu, er faðir þeirra gaf þeim er þeir voru dreng- ir og hafa þeir síðan bætt hana og full- komnað. Til flugsins nota þeir flugvél, er þeir hafa látið sntíða sér og er hún að þyngd um 800 ensk pund og knýr mótor- vél hana áfram, en stýri er á henni að fram- anverðu. Varla tekst þeim að fljúga Iengur en 40 mínútur í senn. Þó hefir öðrum þeirra tekizt að fljúga 50 enskar ntílur, álíka lang- an veg og er frá Gjögurtá inn í Eyjafjarð- arbotn, á einum klukkutíma. Væri auðsjá- anlega ágætt að geta haft þá pilta í sendi- ferðir. FÓÐURRÓFUR fást í Tilraunastöðinni á Akureyri á 2 aura pundið. ersteinolían komin. Kaupið KRANANA góðu hjá Páli Jónssyni. KaupendurNorðiirlands hér f nærsveitunum mega bofga blaðið í Kaupfélagsverzluij Eyfirðiijga. 50 tegundii Karlmannafataefni TRJAVIÐ og margskonar selur Verzlun Sig. Sjarnasonar með Bssr GÓÐUM KJÖRUM. ~m Verzlun 3ig. Bjarnasonar Oddeyri kaupir rjúpur háu verði Í alt haust. Niður- suðu- dósir Skuldir þær við verzlun Ásgeirs Péturssonar, er ekki verða borgaðar, eða um þær samið, nú í kaup- tíðinni, verða, að henni lokinni, tafarlaust inn- heimtar með lögsókn á kostnað skuldunauta. Petta tilkynnist hérmeð öllum þeim er skulda við nefnda verzlun. með áskrúfuðu loki, sem áreið- anlega reynast góðar, eru ný- komnar í verzlun Sn. Jónssonar. Eiff herbergi er til leigu í húsi Ólafs Tr. Ólafssonar við Spítalaveg. Peningabudda, með nálægt 18 kr. í, týndist 10. þ. m. frá Gili að pöntunarhúsinu á Akureyri. Finnandi skili til kennara Páls Jónssonar, gegn fundarlaunum. Páll Halldórssorj. á 20 aura pundið fæst í verzlun Sn. Jónssonar. Minnispeningur úr gulli tapaðist í sumar nálægt búð Páls kaupmanns Porkels- sonar. Finnandi er beðinn að skila honum í búðina.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.