Norðurland - 02.11.1907, Síða 3
45
Nl.
Sjómaður i Reykjavik druknaði 28.
f. m. af bát frá Engey.
5 menn fórust af bát við ísafjarð-
ardjúp 14. okt.
Sunnanátt, 9 stiga hiti.
%
Etazráðin.
»Lögrétta« kemst svo að orði 23.
f. m.: »ísfirzki stórkaupmaðurinn, Ás-
geir Ásgeirsson, lét ríkmannlega í sum-
ar, að kaupa (konungsmóttökuskálana
á Þingvöllum), landinu að skaðlitlu og
í notum þess meðal annars mun hafa
getað nuddast fram etazráðs-dubbunin,
en höfðinginn gekk frá öllu, tilboðið
bara munnlegt, og hann bætti gráu á
svart með hlægilegu smánarboði, er
hann var intur efndanna.«
Hvað ætli blaðið hefði sagt um et-
azráðið okkar hérna á Akureyri, of-
sóknirnar fyr og síðar, leynt og ljóst
við konungsmóttökunefndina hér, og
það eftir að því hafði verið komið
svo laglega fyrir, að dönsku gestirnir
þökkuðu honum sérstaklega viðtök-
urnar hér á Akureyri, þó enginn vildi
nýta hann til neinnar forstöðu; svo
ófyrirleitin er þessi ofsókn nú orðin,
að smalað er undirskriftum til bæjar-
stjórnar undir skjal, þar sem ætlast
er til að bæjarstjórnin eða móttöku-
nefndin borgi úr sínum vasa allan
kostnað bæjarins við móttökuna og
neitað að borga nokkurn eyri, af því
þeir hafi ekki verið sérstaklega spurð-
ir leyfis til fjárframlaga.
Það eru fleiri bæir en ísafjörður,
sem eiga sér göfugan höfðingjann. í
því efni þarf Akureyri ekki neitt að
láta í minni pokann fyrir höfuðstað
Vestfjarða.
Mynd af FrlObirni Steinssyni.
Templarar hæjarins hafa gefið Templ-
arahúsinu hér í bænum stóra brjóst-
mynd af Friðbirni Steinssyni bóksala,
stofnara Goodtemplarreglunnar hér á
Iandi. Er svo fyrir mælt að myndin
skuli fylgja húsinu. Var hún afhent
fyrir skömmu á hátíðlegen hátt. Bæjar-
fógeti flutti ræðu, en Páll Jónsson
hafði ort kvæði.
Hneyxlisgrelnln á dönsku.
Hneyxlisgrein Jóns Ólafssonar um
dvöl konungsins á Þingvöllum hefir
verið þýdd á dönsku og prentuð í
«Extrabladet« og sjálfsagt í fleiri blöð-
um f Danmörku.
Blaðið furðar sig stórlega á að
stjórnarflokkurinn skyldi þrátt fyrir
greinina veita Jóni ríflegan landsjóðs-
styrk, telur það móðgun við Dani og
konunginn.
Þá furðar blaðið sig heldur ekki
minna á hinu, að Jón skyldi hafa átt
kost á, að hneyxlinu nýafstöðnu, að
sitja veizlu með. stjórnarflokki þings-
ins og ráðgjafa konungsins, en þó
einna mest á því, að einn af helztu
mönnum stjórnarflokksins skyldi standa
upp í veizlunni og mæla fyrir minni
Jóns Ólafssonar. Með því þykir stjórn-
arflokkurinn hafa bætt gráu ofan á
svart.
Tímar
hafa ekki verið í gagnfræðaskólan-
um nokkura daga sökum mislinga.
Hávaði nemenda sýktist um sama
leyti, og hafa sumir þeirra orðið all-
slæmir.
Tfmar byrjuðu aftur í skólanum á
fimtudaginn var.
Gísli Sveinsson
sagði fréttir frá alþingi 12. þ. m.
í Stúdentafélaginu íslenzka í K.höfn.
Stjórnarmenn voru þar engir, enda
eru þeir nú sárfáir hér aðrir en Bogi,
Finnur og Sigfús Blöndal.
[Úr bréfi.]
Prófessor Finnur Jónsson
hefir legið í taugaveiki að sögn, en
er nú sagður á batavegi sem betur
fer.
Jón Hjaltalín skólameistari
er heldur hresaari nú upp á síð-
kastið, en batinn fer því miður hægt.
Fream
sem flaug hér um bæinn um veik-
indi hjá Guðmundi Hannessyni og
margir hafa spurt oss um hvort sönn
væri — er tilhæfulaus ósannindi. Mun
það gleðja marga af vinum hans hér.
Gaarnfrœðaskólinn.
Nemendur gagnfræðaskólans á Akureyri
verða í vetur 52.
Páil Halidórsson
verzlunarstjóri Ásgeirs kaupm. Péturs-
sonar verður verzlunarstjóri Gránufélags-
ins á Siglufirði. Tekur við á nýári.
Motorvazn
Magnúsar Sigurðssonar á Grund kom
hingað um síðustu helgi.
Samkoma „Framfiðarinnar"
á sunnudaginn var, var mjög myndar-
leg, enda vel sótt. Ágóðann af henni fær
stúlkan með berklaveikina í andlitinu.
Steingrímur Matthíasson flutti góðan fyr-
irlestur um bakteríur, síra Matthías Jochums-
son las upp kvæði það, er prentað er hér
í blaðinu og hann hefir ort nýlega, en
þau ungfrú Karólína Guðtaugsdóttm og
Guðmundur Guðlaugsson léku dálítinn
leik.
Verzíun
SN. (ÓNSSONAR
kaupir
heil- og hálfsokka
með óvanalega háu verði.
Sigluneshákarl
WAVA'fAVAfAVAfXfl
fæst í
Kjötbúðinni.
Munið eftir að
Margarine
er bezt og ódýrast í
Edinborg.
Ajs Vestenfj.
Bjergnings- og
Dykkerselskab
Bergeij.
Telef.: 1907. - Telegr.-Adr.: Dykkerselskabet.
Udförer alleslags Bjergnings-
arbeider.
Overtager længere Slæbninger.
Kínversk
postulíns kaffistell
mjög sjaldgæf og falleg og
fleira því um líkt nýkomið í verzlun
Sn., fónssonar.
MJÚar — Múffur -Margskonar húfur
fyrir karia og konur. — Vetrarjakkar
Kvenslifsi, úrval mikið - Vasa- og Háls
klÚtar, verð frá 0.80 fyrir tylftina upp í 4.80 fyrir
stykkið — Karlmannahálstau — Líf
siykki — Axlabönd — Jakkar —
Vetrarfrakkatau — Silkivefnaður —
Karlmannafatatau ásamt margskonar annari
álnavöru
a ,
og ótal margt fleira er NYKOMIÐ í verzlun
^ Sn. Jónssonar. .
Svörf °9 mislif
SILKITAU
hafa adrei komið jafnfögur og fjölbreytt eins og nú í
Edinborg.
r
Ateiknaðir og ábyrjaðir
DUKAR, og margskonar
brodergarn silki
nýkomið í
Edinborg-.
Sandows-
böndin
heimsfrægu komin aftur í
Edinborg.
Svört regnkápa
hefir tapast nýlega á götunni frá Lands-
bankaútbúinu niður að húsi Jóns Borg-
fjörðs. Finnandi er beðinn að skila henni
til kaupfélagstjóra Hallgr. Kristinssonar
gegn fundarlaunum.
Hjá Einari Gunnarssyni er
ágætt herbergi
5x5'/2 al., með góðum
ofni, og fæði til leigu
strax fyrir einhleipan karl eða konu.
Stœrst og fjölbreyttast
úrval af
vindlum
15 tegundir, hefir verzlun
SN. JÓNSSONAR.
Rúmirj,
sem allir spyrja eftir, eru nú
komin.
Margbreytilegt úrval.
*
Ógrynnirj öll af
stólum
sem seldir verða ódýrar en nokk-
urntíma áður.
*
Linoleum
margar tegundir og fáséðar, sem
allir purfa að fá á gólfin sín.
*
Tröpputeinar
úr messing, ómissandi í hverju
húsi, og ótal margt fleira ný-
komið í
Guðbjörns Björnssonar.
Margar sortir af vönduðum vetrar-
húfum nýkomið til
MATTHÍASAR HALLGRÍMSSONAR.