Norðurland


Norðurland - 18.01.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.01.1908, Blaðsíða 1
N ORÐURL AND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 23. blað. j Akureyri, 18. janúar 1908. j VII. ár. Vesturför. Ferðapistlar eftir Einar Hjörleifsson. I. Eg hefi lofað Norðurlandi að segja því eitthvað ofurlítið af því sem fyrir mig bar í Vesturheimsför minni í sum- ar og haust. í því verður engin heild. Eg ætla að eins að rabba ofurlítið við lesendur Norðurlands, eins og kunn- ingja mfna, með þeim hætti, sem skraf- finnum er títt eftir ferðalög. Eg lagði af stað 10. júlí með Cer- es í bh'ðviðrum, og slapp við alla sjó- veiki. Eg var nokkuð þreyttur þegar eg lagði af stað, og eg einsetti mér að gera ekkert annað en hvíla mig, og þá meðal annars varast allar kapp- ræður. Nægur kostur þeirra hefði að jafnaði verið við máltíðir. Ýmsu var þar fram haldið, sem eg var ekki sam- dóma. Einkum var þar fjölyrt um, hver óhæfa það væri, að löggjöfin skifti sér nokkuð af áfengisbölinu. Sömuleiðis um það, hvert mein það sé, að danski læknirinn Hindhede hafi ekki verið hengdur fyrir löngu, af því að hann hefir verið að rannsaka, hvort ekki mætti komast af með langtum ó- dýrara viðurværi en nú tíðkast, og halda að mönnum ályktunum sínum um það efni. Enn fremur um það, hve íslendingar, einkum Reykvíkingar, séu hemjulaust ágengir við útlendinga. Og loks um það, að á íslandi ættu ekki hvítir menn að búa. Eg hlustaði á þetta og ýmislegt fleira af svipuðu tægi með mestu stillingu og algerðri þögn. Þetta voru danskar skoðanir. Og eg fann enga köllun hjá mér til þess að skifta mér minstu vit- und af þeim. Eg hafði ekki annað fyrir stafni en þessi venjulegu verk, sem ferðamenn Ieggja stund á úti á sjónum: að mat- ast, lesa ofurlítið og horfa út í sjón- deildarhringinn. Meðan ísland stóð upp úr sjónum, var nóg að sjá, nóga tign og nóga fegurð, í sólskininu og heið- ríkjunni. Líka nóg af botnvörpungum. Eg taldi þá þrettán á örlitlu svæði, nokkuð vestur af Vestmanneyjum, rétt upp í landsteinum, sýnilega langsam- Iega í landhelgi. Og eg fór að hugsa um, hvort þessi fjöll mundu ekki verða »konung!eg« eftir þrjár vikur, eins og þjóðin, sem hefst við innan um þau — hvort — Öræfajökull að minsta kosti mundi ekki fá einhvern konung- legan hefðartitil. Mér fanst vel við eiga, að hann yrði að minsta kosti sæmdur titlinum: »Konunglegt HiminfjalN, svo að einhver svipur yrði í orði kveðnu með honum og dönskum reginfjöllum. Og eg fór líka að hugsa um, hvað þakklátir botnvörpungarnir ættu að vera hinni dönsku strandgæzlu, ef eng- *r væru það aðrir. II. Eg kom til Leith snemma morguns. Par og í Edinborg dvaldist eg fram undir kvöld. Eg hafði komið þangað nokkurum sinnum áður, og séð alt, sem mér hafði leikið hugur á að sjá, og þar er á boðstólum — nema eitt. Eg þori naumast að stynja því upp innan um öll íslenzk nútíðarvísindi og íslenzka vitsmuni. F*að var nokkurs konar spákona. Eg hafði heyrt mikið af henni látið, og furðulegar sögur sagðar af henni. Ung stúlka átti að hafa komið til hennar, systir brezks manns, sem mik- il viðskifti hefir við íslendinga. Stúlk- an vildi láta spá fyrir sér. Konan neit- aði að gera það fyr en eftir mánuð. Stúlkan sótti málið fast. Konan sat fast við sinn keip. Að mánuði liðnum var stúlkan dáin. En þó að eg vissi ekki sönnur á öllum sögum, sem eg hafði heyrt af konunni, vissi eg það, að vinur minn hér í Reykjavík, einn af mest metnu borgurum höfuðstaðarins, hafði komið til hennar. Og hann sagði mér alveg furðulegar sögur um það, hvað hún hefði getað komið með úr lífi hans. Mér lék hugur á að hitta þessa konu, °g eg gerði það. Eg vissi, að hvað sem hún kynni að vita, þá gat hún ekkert vitað um mig. Gat hún þá sagt nokkuð af viti um mig? Mig langaði til þess að komast að raun um það. Hún auglýsir í blöðunum, hvenær hún veiti gestum viðtöku. Ekkert þarf að gera henni viðvart fyrir fram. Og eg gerði það ekki heldur. Eg kom inn af götunni sem hver annar aló- kunnur maður í þessari stóru borg. Mér var vísað inn í biðstofu; þar var enginn fyrir. Eftir drykklanga stund kom konan inn í dyrnar og bauð mér inn í aðra stofu. Eg sagði ekki nokk- urt orð, en fór þangað, sem mér var vísað. Konan var á að gizka á fimt- ugsaldri, fölleit mjög, en ekkert ó- hraustleg sanit. í stofunni, sem við komum nú inn í, var eldur á arni. Sólskin og sunn- anblíða var úti, svo að hitinn var mikill þarna inni. Hún lét mig setjast á stól við stofuborðið og settist sjálf á annan stól hægra megin við mig. Hún tók í hægri höndina á mér og hélt altaf utan um hana, meðan hún talaði við mig. En vinstri höndina á mér lét hún líggja fyrir framan sig á borðinu. Jafnframt hafði hún glerkúlu (»krystal«) fyrir framan sig. Hún virtist horfa til skiftis í glerkúluna og í vinstri handarlófann á mér. Krystallasýnir eru með hinum furðu- legustu fyrirbrigðum sálarlífsins. Þær hafa víst tíðkast frá ómunatíð. Einn af helztu vísindamönnum á Englandi á 16. öldinni, dr. Dee, ritaði um þær. Hér á landi hafa þær verið kunnar. Pað sýna sögurnar af Torfa á Klúkum. Tilbreytnin að eins sú hér — sem líka er altíð í öðrum Iöndum — að horfa í vatn í íláti í stað krystals. Sumir þurfa ekki annað en horfa í vel fægða borð- plötu, eða aðra skygða fleti, til þess að sjá einhverjar kynjamyndir. Pessar sýnir hafa verið rannsakaðar af mikill vísindalegri nákvmni á síðari áratugum, einkum á Englandi. F. W. H. Myers gizkar á, eftir sinni reynzlu, að hér um bil 20. hver maður muni geta tamið sér að sjá þær, og hann segist ekki þekkja nein önnur dularfull fyrir- brigði sáiarlífsins, sem séu hentugri til rannsókna í tilraunastofum vísinda- mannanna — meðfram fyrir þá sök, að slíkar tilraunir virðist vera með öllu hættulausar. Ressar sýnir eru með ýmsum hætti. Stundum virðast koma fram myndir af endurminningum, sem sokkið hafa niður í undirvitundina, geymst þar og dulist. Stundum birtast myndir af því, sem fyrir sjóöndunum vakir á þeirri stundinni, annaðhvort þeim vitandi eða óafvitandi. Og stundum verður ekki annað séð, en að sýnirnar standi í sam- bandi við fjarskynjunar- eða skygni- gáfu, og að vitneskja fáist með alt öðrum hætti en þeim, sem venjuleg- ast er um mennina. Alt þetta hafa menn athugað. Og menn hafa líka komist að raun um það, að þessar sýnir standa ekki í sambandi við neina veiklun tauga- kerfisins né æsing ímyndunaraflsins. En hins hefir enginn getað grein gert, hvernig á því standi, að þessar sýnir skuli hvergi koma fram, nema í kryst- öllum eða vatni eða skygðum flötum; né heldur þess, hvernig á því standi, að þær komi þar fram. Eg hverf þá aftur til konunnar, sem sat þarna með krystalinn og höndina á mér á borðinu fyrir framan sig. Eg 108 — »fallo, fefclli, falsum.c svaraði Maríus litli »Ó, guð minn, guð minn! Þetta hræðilega mál! Hvað hafa þeir gert veslings drengnum mi'num! — O, hann ætlar að deyja án þess að nefna nafnið hennar mömmu sinnar, aumingja mömmu, sem var svo hégómagjörn og hefir nú eyðilagt hann á þessum bölvaða lærdómi.* Hún þaut fram á ganginn í þeirri von, að læknirinn væri að koma; en þetta var bara einn leigjandinn, sem bjó uppi á lofti, og var nú að fara heim til sín. Hún sneri því aftur inn í svefnherbergið; en í dyr- unum sló hún saman höndum og hrópaði með miklum fögnuði: »Ó, guði sé lof! Nú líður þér víst miklu betur, elsku drengurinn minn, þú brosir svo ánægjulega.« »Mensa rotunda,« svaraði Marfus litli og dó. — VIII. Það var orðin venja hjá Michal Mordtmann að heim- sækja frú Wenche þegar hann kom frá verksmiðjunni um hádegisbilið. Fjölda verkamanna var safnað saman og skipað til verka við ruðningsstörf; skyldi byggja ramgjörvar stein- stéttir við ströndina og steypa reykháfa og undirhleðslur, þvf miklar voru byggingar þær, sem átti að reisa. Hlutafélagið var stofnað með 100,000 rfkisdala stofn- sjóði, og bæjarmenn gerðust að lokum svo stórhuga, að þeir ályktuðu, að ekki skyldi bjóða enska verzlunar- félaginu kaup á hlutabréfum, úr því það hefði dregið sig í hlé í fyrstu svona fyrirmannlega. Höfuðstóllinn allur var því eign manna í bænum, og verksmiðjan »Fortuna« — hún var heitin því nafni í 105 að lokum hjá honum þá hugsun, að f rauninni væri hann hið mesta úrþvætti, og að þeir væru víst að hugsa um að senda hann burt og koma honum niður á einhverri stofnun langt í burtu. Hann gérðist felmts- fullur og óframfærinn og dró sig mjög í hlé. Aldavinur hans, Maríus litli, lá nú líka veikur; hann hafði fengið heilabólgu. Skólastjóri vitjaði um hann nærri því daglega og var mjög hugsjúkur yfir litla pró- fessornum sínum. En í hvert skifti sem honum varð litið á Abraham Lövdahl í kenslustund, stóð honum uppnámið jafnan skýrt fyrir hugskotssjónum: Hin hóflausa óskamfeilni Abrahams gerðist svo nátengd veikindum Maríusar í meðvitund hans, að honum fanst á endanum, að alt þetta gæfuleysi væri Abraham Lövdahl að kenna. Hann talaði varla orð við hann. Prófessorinn gaf syni sínum gætur í laumi, og sann- færðist um, að aðferð sú ætlaði að koma að góðu haldi, sem hann hafði valið í samráði við skólann. Oft þegar Abraham laumaðist fram hjá honum fölur og óttasleg- inn, kendi hann sárt í brjósti um drenginn; en hann stilti sig lengi, þangað til honum fanst tftni til kom- inn að tala við Abraham. Þá sagði hann einu sinni: »Nú höfum við hugleitt málið, — við foreldrar þínir og skólinn; og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að reyna til þess að hafa þig kyrran hjá okkur og gera þig kannske enn þá að góðum og nýtum manni.« Abraham fleygði sér í faðm föður síns og grét beisk- lega. Hann hafði að lokum *verið nærri því örvita orð- inn; hann hafði hugsað, að í ráði væri að senda sig burt til ókunnugra, hann hafði hugsað — já, hugsað

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.