Norðurland


Norðurland - 18.01.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.01.1908, Blaðsíða 3
91 N1 1. Að því er snertir för konungs og hinna nefndu gesta að Hrafnagili, þá hefir bæjarstjórnin ætíð litið svo á, að kostnað þann, er af þeirri för leiddi sérstaklega, ætti eigi að greiða af sjóði kaupstaðarins, hcldur úr landssjóði. Sá kostnaður er, að frádregnum þeim IOOO kr. er þegar eru greiddar nál. 5900 kr. — Förin var ráðin án íhlut- unar af hálfu bæjarstjórnar og bæjar- stjórnin lítur svo á að alt sem í því efni var gert og til kostað, sé fyrir landið gjört, en ekki sérstaklega kaup- staðinn, að sínu leyti eins og land- ferðin um Suðurland. Þessu hefir mót- tökunefndin hér af hálfu bæjarstjórn- arinnar haldið fram í símskeytum og bréfum til aðalnefndarinnar í Reykja- vík og bæjarstjórnin heldur fast við þessa skoðun sína. (Samþykt í einu hljóði). 2. Um kostnað þann er á fallið hefir í kaupstaðnum sjálfum umfram þær 2000 kr. er greiddar hafa verið úr landssjóði er alt öðru máli að gegna. Bæjarstjórnin heldur að það hefði ver- ið óbótleg hneisa tyrir kaupstaðinn að skorast undan því að taka á móti konungi og gestunum. En hinsvegar, úr því enginn lét sér það í hug detta, þá reið á því, sóma kaupstaðarins vegna og álits í augum bæði lands- manna og útlendinga, að móttakan yrði ekki bæjarbúum til vansa. Að þessu leyti áleit bæjarstjórnin og á- lítur, að ábyrgðin hafi hvílt og hvíli á henni fyrir hæjarfélagsins hönd. Það getur því eigi komið til nokkurra mála, að bæjarstjórnin neiti að greiða þann kostnað, er af þessu hefir leitt, enda hefir því eigi verið haldið fram, að ofmikið hafi verið borið í móttöku þessa, eða kostnaðurinn við hana sér- staklega of hátt reiknaður (Samþ. í einu hljóði). 3. Eftir atvikum hefir bæjarstjórnin álitið rétt að leggja ekki þennan kostn- að á eftirkomendurna með lántöku, þar sem eigi er um stærri upphæð að ræða en mögulegt er að greiða í einu. (Samþykt í einu hljóði). 4. Hótanir þessara gjaldenda um neitun á greiðslu gjalda telur bæjar- stjórnin sér óviðkomandi og vísar frá sér að öllu leýti aðdróttunum þeim, er í skjölum þessum felast um ólög- legar aðgerðir í þessu efni, með skír- skotun til þess að stjórnarráð Islands hefir staðfest og samþykt fjárhags- áætlun kaupstaðarins fyrir 1908 og þar á meðal einnig það atriði "nennar, er snertir þráttnefndan kostnað. (Sam- þykt í einu hljóði). 5. Bæjarstjórnin lýsir megnri óánægju yfir framkomu þessara skjala og telur kaupstaðnum unninn vansa að ástæðu- lausu með slíkum áskorunum. (Sam- þykt með 8 samhljóða atkvæðum). X Jírefna Chorlacius. . Til föður hennar Til vorsólar er vegalengd frá vökunótt í október, og þoka og hrið á þcirri leið og þúsund bárur, ótal sker og eldheit tár, sem enginn sér, af öllum þeim, sem hlœja dátt. Svo margt er geymt í myrkri nátt sem múgnum öllum hulið er. Af hending einni þekkist það hve þungt var Agli á trega stund, er lokrekkjuna lagðist i með lifsins dýpslu sorgar und. Hann kom þó oft i krappan stað á kjalvegunum hér og þar; en mest að honum sorgin svarf, er son hans tóku bylgjurnar. Og Eglar margir eru til á öllum tímum, nœr og fjœr, er missa dýrsta sjóðinn sinn i samanlœstar dauðans klœr. Þar hittast menn af ýmsri cett; þeir auðugu og hinir með, sem ala falinn eld í sál, en eiga hvorki völd né féð. Af Ásgerði er engin sögn, en að eins trega Borgar hlyns, því sögur vóru ei sagðar þá af sálartíji hins betra kyns. En gera mundí henni heitt um hjartarœtur þessi sorg, þó fengi ekki krenkt í kör það kvenval mikla i Egils Borg. En þó að nú sé önnur öld og orðagjálfrið meira en þá, er sorgin enn þá œgidjúp, sem engin tœki stikað fá. Og hún er altaf eins og ný með öllum þeim, er missa sitt: þvi altaf getur hjartað hitt sú hönd sem stingur brjóstið i. Til vorsólar er vegalengd frá vökunóttum októbers og mundangshófið miótt er þar á millileiðum báru og skers. Til himinsins er hátt um of, og hafið dýpra, en þörf er á, þvi móðurauga er mœnir út, sem mœnir grýttri ströndu frá. Og mest er þeirrar móður raun i margskyns sára og táradal, er vakir hverja vetrar nótt hjá veiku barni í dánar-sat. — En finnur nokkur fegri sál og fremri Hrefnu. / riki Snœs? á fimta vetri orkti hún óð, og á þeim dögum var hún lces. * * * Eg kem til þín um kalda nótt og kalla inn um gtugga þinn. Eg veit þú munir vaka enn og vera ncesta harmþrunginn: Mig dreymdi þig um dimma nátt. og dapur varstu mjög að sjá; og mér fanst koma moldar-lykt að minum vitum, þínum jrá. U Eg veit hvað hefir valdið því: þú vildir geta dœgrin stytt og líkamanum fórstu frá. að finna dána barnið þitt. Og þú fórst niður í þröngan stað og þrýstir kossi á bleika vör. ÍJr þeirri sálar svaðiljör þú sótt!r mér i draumi að. Og þvi er eg með þessi stef, sem þér eru hvorki tjós né blóm, því engum get eg orðum mælt, sem eru nema ryk og hjóm. En það veit eg. að þó er nautn, að þyngsta trega og mestu sorg: þau dýpka bœði og hœkka hug og hurðir opna að stórri borg. % * * Eg þrái vorsins þrasta söng, en þröstinn get ei jafnast við, þó tökum instu tœki á, i töfra-ljúfum muna-klið. — En laufblað get eg lagt á gröf — eitt lítið blað, sem fölnar skjótt; því öllum blóma orkar falls hin öfundsjúka hélu-nótt. S. 7. X _ Bæjarstjórnarkosninz kærð. Á bæjarstjórnarfundi hér 14. þ. m. kom fram kæra yfir kosningu Sigvalda kaupm. Þorsteinssonar, sem kosinn var í bæjar- stjórnina með hlutkesti milli hans og verzl- unarstjóra Lárusar Thorarensen. Kjör- stjórnin hefði talið 2 þau atkvæði ógild, er greidd voru á þann lista, er L. Thorar- ensen var á og hefði L. T. hlotið kosn- ingu, ef þeir seðlar hefðu verið teknir gildir af kjörstjórninni. Bæjarstjórnin staðfesti gerðir kjörstjórnarinnar í málinu, sem sagt er að vísað verði til stjórnarráðs. U M. F. A. hélt mikla afmælissamkomu á laug- ardaginn var og bauð á hana ýmsum bæjarbúum. — Margar ræður voru fluttar. Kappglíma (grísk-rómversk) var háð á ísafirði fyrir skömmu. — Sigurvegarinn varð Jón Helgason frá Akureyri. Ritdeilan um sjálfstœðismálið. Einar Hjörleifsson, Dr. K. Berlin og Dr. Valtýr Guðmundsson. Ritlingur Einars Hj örleifssonar »Frjálst sambandsland« hefir verið gef- inn út á dönsku og nefnist: »Dan- mark og Island«. Vinur vor Henrik Ussing adjunkt hefir skýrt frá efni rits- ins í »Politiken« og að því er séð verðar aðhylst skoðanir Einars. En Dr. Knud Berlin sá er ritaði í sumar greinina í »Dansk Magasin« um sjálfstæðismál vort, hefir þar á móti ritað mjög harðorðan ritdóm um bækl- inginn í »Dannebrog«, blað Albertis. Heldur hann því fram að ekkert sé nýtt í bæklingnum, hann sé að eins uppsuða af ritum Jóns Sigurðssonar með öllum þeirra göllum og gæðum og svo frásaga um hina stjórnarbar- áttuna frá 1849, A þessari frásögu sé auðvitað talsvert að græða fyrir danska lesendur, en hún sé svo hlutdræg og ósanngjörn í garð Dana, að full þörf væri á að óvilhallur maður ritaði hana að nýju og nýr honum því um nasir að hann »taki upp þá kórvillu eftir Jóni Sigurðssyni að krefjast þess sem sögu- legs og lagalegs réttar að ísland verði svo að segja óháð Dönum«. En höf. lætur sér ekki nægja að níða rit Einars, heldur mótmælir hann beinlínis skoðunum þeim sem þar er haldið fram. Krafan um að ísland sé frjálst sambandsland Danmerkur og henni óháð hafi ekki við nein söguleg eða réttarleg rök að styðjast. — En í þessu sambandi tekur höf. það fram að »hefði Einar að eins haldið því fram að íslendingar hefðu þjóðlegan og eðlilegan rétt til þess að verða miklum mun óháðari en nú og mundu ekki verða ánægðir fyr en gagngerð breyting fengist á hinu ríkisréttarlega sambandi þeirra við Dani, þá hefði því ekki orðið mótmælt með sögulegum og lagalegum rökum, en þá hefði að eins komið til þeirra kasta Dananna, að yfirvega hvort timi væri nú þegar til þess kominn að gera nokkurar frek- ari breytingar í þessa átt og að hve miklu lcyti það yfirleitt gæti samrýmst skipulagi, er viðunandi væri fyrir Dan mörku.« — Þetta ætti að vera nóg til þess að sýna hversu höf. þessi er inn- an rifja í vorn garð. — Sögulegun Og lagalegan rétt höfum vér engan til sjálf- stœði og fjarstœða og misskilningur að láta sér detta slíkt í hug. Þjóðlegan og eðlllegan rétt megum vér nefna, en Danir ráða auðvitað hvert tillit þeir taka til þess, það verður algerlega að fara eftir því sem þeim hentar bezt, — Þetta er kjarninn í þessari Berlins grein. Og þetta er aðalráðanautur stjórnarinnar dönsku í sambandsmálinu. Hann hefir verið fenginn til þess að rita heila bók um málið og hana ætlar Dansk- urinn að reka í höfuð neíndinni fs- lenzku, strax og hún kemur að landi, eins og Sæmundur rak saltarann í haus Kölska forðum. Ætla mætti að heimastjórnarmenn- irnir íslenzku sem búsettir eru í Höfn hefðu fundið ástæðu til þess að gera athugasemdir við þessa ritsmfð. En þeir þögðu, því miður. Aftur á móti andmælti Dr. Valtýr greininni í sama blaði nokkurum dögum síðar og sýndi mjög rækilega fram á ýms vfllandi ummæli í grein Berlins, en segist ekki \ vilja, að svo komnu máli, rökræða sambandsmálið í heild sinni, þar sem nefndin eigi innan skamms að setjast á rökstóla. Hann lætur þess getið að skoðanir þær sem Einar haldi fram séu ekki að eins í samræmi við skoð- un stjórnarandstæðinga, heldur muni margir stjórnarsinnar aðhyllast þær. Rökstyður hann þessi ummæli sín svo ekki verður á móti mælt. Dr. Berlin svar- aði Valtý í sama blaði og fór undan í hálfgerðum flæmingi. — En Valtýr var ekki af baki dottinn og sýndi með ljósum rökum að Dr. Berlin hefði ekki rétt fyrir sér í því að það væri rangt hjá Einari Hjörleifssyni að stefnuskrá sjálfstæðismannanna íslenzku væri hin sama og Þjóðfundarins 1851. Berlin gerði enn tilraun til að verja sitt mál, en mæltist til þess að lokum að þeir legðu niður vopnin og fór lofsamleg- um orðum um orðleikni andstæðings síns og »hugprudhed«. Dr. Knud. Berlin hvað vera gáfað- ur maður, fróður vel og ritfær. Og þótt hann riði ekki feitum hesti frá orðasennu þeirra doktoranna, þá má búast við að hann verði oss »óþægur ljár í þúfu« í viðskiftum vorum við Dani, þeim er í hönd fara. X * Islenzkar glímur við olympiska leiki. Fyrir orð þeirra manna, sem strengdu þess heit á ársafmæli U. M. F. A. í fyrra, að íslendingar skyldu innan fimm ára taka þátt í hinum olympisku leik- um, eigum vér nú kost á að sýna ís- lenzkar glímur við hátíðina í London, sem á að fara fram í júlí í sumar. Af þeirra hvötum gerði eg fyrirspurn til yfirumsjónarmanns leikfimis- og í- þróttakenslu í Danmörku K. A. Knud- sen, hvort vér mundum ekki geta komið þangað með vora þjóðlegu íþrótt, glím- urnar. Málinu kreyfði hann á fundi þeirra manna, sem hafa allar framkvæmdir á hendi fyrir þátttöku Danmerkur í olympisku leikunum, og voru allir fljótt á einu máli um það, að sjálfsagt væri að koma því máli í framkvæmd að glímurnar yrðu sýndar, og honum því falið að biðja mig að gefa til kynna hverir vildu takast það á hendur að sýna glímurnar. Æskilegast væri, að fyrst og fremst Ungmennafélögin og þá öll glímufélög og þeir sem vilja styðja að þessu fyrirtæki, gætu komið sér saman um að velja og senda glímumenn til há- tíðarinnar. Gæti oss tekist að sýna glímurnar við olympisku leikina og látið oss farast það vel úr hendi, sem eg efast ekki um, þá mundi það hafa afarmikla þýðingu, ekki einungis fyrir sjálfar glt'murnar, sem ef til vill yrðu sjálf- stæður þáttur leikanna upp frá þvf, heldur og alt íþrótta Iff á íslandi. Með því mundum vér auka sjálfstraust vort og takast að hrinda af oss miklu af því, sem á oss er borið um veikl- un og vesaldóm. Með því munum vér vinna þjóðinni nafn, heiður og álit. Sögur vorar, sem vér höfum sagt, skrifað og geymt fram á vora daga, eru nú þýddar á mörg tungumál og komnar út á meðal þjóðanna. Þeim eigum vér það mikið að þakka, sem vér þó erum, og fyrir þær höfum vér nafn hjá þjóðunum. Þær hafa lært að skilja þær og færa sér þær í nyt og átt mestan þáttinn í þvf að opna augu vor fyrir ágæti þeirra. Glímurnar, þessar fornnorrænu menj- ar, eru eftir. Þær eiga eftir að komast út fyrir landssteinana og geta oss frægðar. Þá mun það fyrst renna upp fyrir oss hvers virði þær eru, og vér munum þá verða fúsari til þess að æfa þær að nyju.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.