Norðurland - 18.01.1908, Blaðsíða 2
Nl.
QO
hafði enn ekki sagt nokkurt orð, og
hún tók til máls. Fyrst kom lýsing á
lunderni mfnu, allnákvæm, og eg hygg,
að hún hafi verið mjög nærri lagi. Eg
sleppi henni hér, af skiljanlegum ástæð-
um, skal að eins geta þess, að hún
sagði, að eg hefði alveg óvenju-ríka
tilhneiging til þess að kynna mér það,
sem dularfult væri í tilverunni. Tví-
kvæntur sagði hún að eg væri, hefði
skamma stund átt fyrri konuna, en
nokkuð mörg ár hina síðari. Hún lýsti
báðum konunum að nokkuru, og lýs-
ingin var rétt, það sem hún náði. Með-
an og hefði verið milli kvenna, hefði
þriðja konan, eitthvað 36 ára gömul,
verið óvenjumikið riðin við líf mitt.
Pað var satt; eg naut um þær mundir
hinnar mestu ástúðar einnar af hinum
ágætustu konum Vestur-íslendinga. Prjú
börn sagðist hún sjá að eg ætti á lífi
með síðari konunni, en hún gæti ekki
sagt með vissu, hvort þau kynnu að
vera fleiri. Hún kvaðst sjá, að eg hefði
komið til Bandaríkjanna, og að eg kæmi
þangað bráðlega aftur. Innan 7 daga
yrði eg kominn út á haf; hún sagðist
sjá mig á skipinu. Nýlega hefði eg hætt
við það starf, sem eg hefði meSt fengist
við um æfina. Veikindi sæi hún að
kæmu upp á heimili mínu, meðan eg
væri að heiman, en enginn mundi
deyja. Um það varð hún svo sannspá,
að sex manns lögðust á heimilinu í
fjarvist minni.
Alt sagði hún þetta hiklaust, eins
og hún talaði af óyggjandi vissu. Enga
tilraun gerði hún til þess að fá nein-
ar vitneskjubendingar frá mér; enda
fekk hún þær engar. Og þetta er ekki
nema sýnishorn þess, sem hún sagði.
Hún sagði ýmislegt fleira, sem ekki
er þess eðlis, að það verði sett í
blöð. Alt sagði hún rétt, að því leyti,
sem eg gat vitað.
Eg legg engan dóm á það, hvernig
konan hefir getað farið svo nærri um
það, sem hún var að tala um. Enda
veit eg ekkert um það. Eg skýri að
eins frá því, sem fyrir mig bar.
%
Kostnaðurinn við
konungsmóttökuna
á Akureyri.
Á bæjarstjórnarfundi hér í bænum
14. þ. m. var lesið upp svohljóðandi
skjal.
Vér Akureyrarbúar, sem ritum nöfn vor
undir þetta erindi, leyfum oss hér með að
snúa máli voru tll háttvirtrar bæjarstjórnar
Akureyrarkaupstaðar þannig.
1. Vér Iýsum yfir því, að það er hiklaus
sannfæring vor, að kostnað þann allan, er
leiddi af komu konungs vors og hinna
dönsku gesta landsins beri landssjóði að
borga, án nokkurs tillits til þess, hvort
kostnaðurinn hefir verið gerður hér á Akur-
eyri eða annarsstaðar á íslandi.
Af því að:
a. Konungur kom af eigin hvöt til Akur-
eyrar og annara staða á íslandi, en ekki
eftir boðskap eða beiðni nokkurs manns
eða sveitarfélags. Hann heimsótti landið
og var gestur þess á meðan hann dvaldi
hér.
b. Ríkisþingsmönnunum dönsku bauð
alþingi til íslands og þeir voru að sjálf-
sögðu gestir landsins að öllu leyti og á
kostnað landssjóðsins.
c. Þessum sjálfsagða skilningi var fram
fylgt á Suðurlandi. Þar hefir ekki þótt
koma til mála, að sveitarfélög þau og sýslu-
félög, er konungur og gestirnir fóru um
eða heimsóttu, bæru nokkurn hlut af kostn-
aðinum við móttökuna.
d. Vér höfum fyrir satt að mikill eða
mestur hluti þess, sem hér á Akureyri
var framkvæmt og kostað til móttökunnar,
hafi verið gért eftir beinum fyrirmælum
móttökunefndarinnar í Reykjavík, sem al-
þingismenn höfðu kosið til að sjá um
móttökuna fyrir landsins hönd. En þeir
gáfu móttökunefndinni ekki rétt til þess
að leggja skatt á oss Akureyrarbúa. Þeir
höfðu auðvitað ekki heldur vald til þess.
2. Samkvæmt þeirri yfirlýsingu vorri,
sem skráð er hér að framan, skorum vér
á háttvirta bæjarstjórn Akureyrar að sjá
svo um að bæjarsjóður kaupstaðarins þurfi
ekkert að greiða af þessum móttökukostn-
aði, heldur heimti hún af móttökunefndinni
í Reykjavík fulla borgun fyrir allan þann
kostnað, sem móttakan hafði í för með
sér hér á Akureyri. Alþingi hefir gefið
móttökunefndinni í Reykjavík fult vald
til þess, ásamt ráðherra íslands að borga
allan kostnað af komu konungs og hinna
dönsku gesta hingað til lands. Er bæjar-
stjórninni óhætt að reiða sig á fylgi vort
í þessu efni og það jafnvel þótt það verði
að koma til aðgerða og úrslita dómstól-
anna.
3. Sjái bæjarstjórnin sér ekki fært að
sinna þessari málaleitun vorr^, þá látum
vér hana hérmeð vita, að vér erum stað-
ráðnir í því að halda eftir af útsvörum
vorum, hver fyrir sig, nálægt einum fimt-
ungi, tiltölulega jafnmiklu af útsvari hvers
af oss, sem móttökukostnaðurinn er af
öllum útsvörum bæjarbúa samanlögðum.
Munum vér svo, ef lögtaki verður beitt
við oss út af þeim hluta útsvaranna, er
vér höldum eftir, Iáta dómstólana skera
úr því, hvort þessi móttöknkostnaður sé
réttilega Iagður á oss Akureyrarbúa og
um leið leitast við að fá ótvíræðan dóms-
úrskurð um það hvort bæjarstjórnin hafi
öldungis takmarkalaust vald til að eyða
fé gjaldenda bæjarins um fram það er
Iögleg áætlun gerir ráð fyrir og ennfremur
um það, hvott réttur gjaldenda til að kæra
yfir áætlun og skylda bæjarstjórnar til að
fá samþykki háyfirvalda til hækkunar á
bæjargjöldum, er hvorttveggja fórm citt,
þannig að landsstjórnin telji sér skylt að
samþykkja hverja þá hækkun, er bæjar-
stjórn fer fram á hversu langt sem hún
kann að fara fram yfir það, er lög til
taka.
Undir þett skjal voru ritaðir 290
gjaldendur þessa bæjar og tökum vér
svo til orða, af því að vissa er fyrir
því, að ekki voru öll nöfnin vel fengin.
Aðalfrumkvöðlar þessa máls hafa
þeir verið taldir J. V. Havsteen, etats-
ráð, Jón Jónsson alþingismaður og Egg-
ert Laxdal kaupmaður, og hafði þeim
tekist að fá ýmsa góða borgara bæj-
arins í lið með sér.
Eins og kunnugt er hér í bæ hefir
þessi kostnaður verið aðalumræðuefni
fjölda manna í bænum um langau tíma,
en það einkennilegasta við þær um-
106
svo margt óttalegt, þegar hann lá andvaka í rúmi
sínu. Og nú, þegar hann fekk að vera kyr heima, fanst
honum svo mikið til um náð og mildi föður síns, að
því varð ekki lýst með orðum.
Prófessorinn þagði um stund og lofaði orðum st'num
að festa rætur í næði. Því næst mælti hann: »Já, lát-
um oss vona það með drottins aðstoð, að þú valdir
okkur nú ekki svo þungum raunum framar.«
Nei, það skyldi áreiðanlega ekki koma fyrir nokkurn-
tíma framar! Abraham var beygður og hjartað bljúgt
og sundurkramið; hann varð gagntekinn af þakklátsemi
yfir því nð vera tekinn í sátt aftur; aldrei framar skyldi
hann sýna hinn minsta vott þverúðar eða þrjózku. —
— En heima hjá henni frú Gottwald var eyðilegt og
og hljótt. Kólfurinn í dyrabjöllunni var vafinn líni, og
hún hafði fengið stúlku til hjálpar í búðinni.
Því Maríusi litla versnaði alt af. Bentzen læknir haiði
sagt víð Lövdahl prófessor, að óskandi væri að dreng-
urinn fengi að deyja; hann mundi aldrei fá vitið aftur.
Frú Gottwald vissi þetta ekki, og nótt og dag mælti
hún við sjálfa sig: »Hann má ekki deyja, hann má ekki
deyja.« Það var þó ómögulegt og óhugsandi, að nú
ætti að hrífa frá henni hið eina dýrmæta, sem hún átti
í eigu sinni; hún hatði þó tekið nóg út.
Maríus litli lá í sænginni og hnýtti rottuhnúta á rekk-
voðina; höfuðið var brennheitt og augun hálf lokuð.
Hann tautaði nærri því þrotlaust fyrir munni sér, hneig-
ingar, sagnbeygingar, reglur og undantekningar,—vesl-
ings heilinn hans var svo innvafinn f orðkrókavefjur
Madvígs, að hvergi sá smugu, og fálmaði óttasleginn
umhverfis sig í myrkrinu.
Þetta var um vorið, og dagarnir fagrir og bjartir,—
107
veðrið blítt og vekjandi vonir í hug. Frú Gottwald gekk
fram og aftur; alt af þráði hún að sjá þá fagnaðar-
sjón, að nú tæki að bregða til bata.
En eitt kvöld varð henni það Ijóst, að hann mundi
ekki^eiga langt eftir. Maríus litli varð órólegur og muldr-
aði nú hraðar en nokkuru sinni áður.
»Maríus litli, — Maríus, elsku Iilli drengurinn minn,
þú mátt ekki deyja frá henni mömmu þinni, — þú mátt
það ekki, þvf þú hefir ekki hugmynd um það, hve dýr-
mætur þú ert henni mömmu þinni. Segðu, að þú viljir
ekki íara frá mér — segðu það!«
»Monebor,
moneberis,
monebitur,
menebimur,
monebimini,
monebuntur,«
svaraði Maríus litli.
»Já, þú ert duglegur piltur, — þú ert duglegastur
í latínu af öllum í bekknum, það sagði skólastjóri aftur
í dag, þegar hann kom hingað. En þú þelctir hann ekki;
en þú þekkir mig — er ekki svo, Maríus litli? Þú þekkir
mömmu, — segðu — er ekki svo; — þú þekkir mig?«
»Ad, adversus, ante, apud, circa, circiter,« sagði
Maríus litli.
»Nei, nei, elsku litli drengurinn minn, — ekki latínu,
þá ertu góður. Eg held eg viti, hve duglegur þú ert,
og eg er svo heimsk eins og þú veizt. En segðu mér
bara að þú þekkir mig, að þér þyki vænt um mig, að
þú viljir ekki fara frá mér, að eg sé elsku mamma þín,
segðu bara þetta — segðu bara: elsku mamma, — segðu
bara: mamma —.«
ræður er það, að þær koma allar eftir
»dúk og disk«. Þeim er ekki hreyft
áður en gestirnir koma til bæjarins
og ekki fyr en búið er samþykkja fjár-
hagsáætlun bæjarins, fyrir yfirstand-
andi ár. Fyrstu mótmælin koma inn á
fund bæjarstjórnarinnar samhliða sam-
þykki stjórnarráðsins á fjárhagsáætl-
uninni.
Annað er einkennilegt við þessar
undirskriftir. Þær hafa frá fyrstu ekki
tekið minsta tillit til aðgerða bæjar-
stjórnar og móttökunefndarinnar hér
í þessu máli. Áður en nokkur hreyfing
komist á málið hér, hafði móttökunefnd-
in með hréfi dags. 16. sept. f. á., skýrt
móttökunefndinni í Reykjavík frá kostn-
aðinum eins nákvæmlega og þá var unt.
Þar er komizt svo að orði:
»Vér lítum svo á, að þótt kostnaðar-
eftirstöðvarnar á Akureyri verði miklar
(c. 3000 kr.), sé sanngjarnt að bær-
inn greiði þær, en hvað kostnaðinn á
Hrafnagili snertir, þá viljum vér benda
á að móttakan þar var samkvæmt fyrir-
mælum ráðherra og aðalmóttökunefnd-
arinnar og viljum vér því fara þess á
leit, að sá kostnaður verði borgaður
úr landssjóði. Ætti slíkur kostnaður
að lenda á bænum, mundi það verða
honum til tilfinnanlegs hnekkis.«
Þessari málaleitun var tekið líklega
af mönnum úr aðalmóttökunefndinni,
en ákveðið svar hefir ekkert komið,
og var litið svo á að það stafaði að
nokkuru leyti af því, að ráðherra ís-
lands var fjarverandi.
En það allra einkennilegasta við
málið er þó það, að jafnframt því
sem verið er að æsa borgara þessa
bæjar, til þess að sýna þann kotungs-
hátt, að vilja ekkert fé leggja fram
til þess að standast kostnað við mót-
töku á konungi landsins hér í bænum
og fylgdarliði hans og ginna þá til
þess að neita að borga lögleg gjöld,
er iegið í eyrunum á stjórnarráðinu
og unnið af öllum mætti móti því, að
það geti veitt samþykki sitt til þess
að kostnaðurinn verði borgaður af lands-
fé. Slíkt drengskaparbragð er að eins
fáum mönnum ætlandi. T. d. hafði
kaup eins manns, er vann fyrir mót-
tökunefndina, verið sagt stjórnarráðinu
þrefalt til fjórfalt hærra en það var
og að móttökunefndin hefði borgað
leigu fyrir hesta þá, er bændur í
Eyjafirði riðu konungsmóttökudaginn,
sem allir vita að er tilhæfulaus ósann-
indi — Stjórnarráðið gerði þarft verk
ef það tilkynti Akureyrarbæ hverir
það eru, sem hafa borið því slíkar
sögur, svo hin verðskuldaða fyrirlitn-
ing bitnaði ekki jafnframt á saklausum
mönnum.
Vér teljum alveg sjálfsagt að þegar
þeir borgarar bæjarins, er ritað hafa
undir skjalið, fá að vita sanna mála-
vexti, detti þeim ekki í hug, lang-
flestum, að neyða lö^reglustjórnina til
þess að taka gjöld hjá þeim lögtaki,
en jafnsjálfsagt teljum vér hitt, að ef
svo skyldi reynast — sem vonandi
kemur alls ekki til, — að aðalmóttöku-
nefndin, eða Iandsstjórnin sýni bænum
yfirgang og neiti að borga kostnað-
inn á Hrafnagili, að borgarar bæjar-
ins og bæjarstjórn kaupstaðarins haldi
þvf máli fram til sigurs svo sem frekast
eru föng á.
Ut af bréfi hví, er henni hafði borizt
um þetta mál, samþykti bæjarstjórnin
svohljóðandi ályktanir: