Norðurland


Norðurland - 29.02.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.02.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 29. blað. j Akureyri, 29. febrúar 1908. j VII. ár. 'jartanlega pakka eg öll- um þeim, sem með ná- vist sinni og á margvís- legan annan hátt heiðr- uðu útför mins ástkœra eiginmanns, Zóphoníasar prófasts Halldórssonar. Einnig þakka eg öllum þeim, sem bréflega og munnlega hafa sýnt mér hluttekningu og talað til mín hugg- unarorðum. Viðvík 4. febrúar 1908. Jóhanna Jónsdóttir. Kí“S" Unga ísland? Útsölumaður á Akureyri: V. Knudsen. Bannlög Finnlendinga gegn dfengi. Hverjum augum sem menn annars kunna að líta á aðflutningsbann og hvernig svo sem kjósendur þessa lands ætla sér að greiða atkvæði sitt 10. sept. í sumar um aðflutning á áfengi, þá mun þó öllum koma saman um það, að lög þau er Finnlendingar samþyktu 31. október f. á. sé eftirtektaverður viðburður í löggjafarsögu þjóðanna og það því fremur sem lög þessi voru samþykt í einu hljóði. í desember síðastliðnum hélt einn af merkustu bindindisfrömuðum Finnlands Dr. Matti Helenius ræðu um lög þessi í hátíðasal háskólans í Krisjaníu og um undirbúningsstarfið undir þau. Þetta undirbúningsstarf sagði Dr. H. hefði staðið yfir í nærfelt 40 ár. Fyrsta skrefið var það, að bönnuð var brenni- vínsgerð í heimahúsum. En afleiðingin varð sú, sem við mátti búast, að þá risu upp brennivínsbrenslu- og ölgerð- arhús, hvert á fætur öðru og fljótt varð bindindismönnum það Ijóst að ekkert dygði annað en fullkomið bann á til- búningi og aðflntningi áfengra drykkja. Margar tilraunir voru gerðar til þess á þingi Finna að fá þetta samþykki. En þing þetta var mjög einkennilega samsett, líkt og tíðkaðist á Frakklandi áður en stjórnarbyltingin hófst. Pingið var fjórskift, eða í fjórum deildum. í einni deildinni sátu fulltrúar bændanna, en í annari fulltrúar borgaranna. Priðja deildin var skipuð aðalsmönnum, en andlegrar stéttar menn skipuðu fjórðu deildina. Gat ekkert orðið að lögum nema það væri samþykt af þrem deild- unum. En þegar lög þessa efnis voru borin upp í þinginu fór jafnan á sama hátt: Frumvarpið var samþykt í bænda- og klerka-deildinni, en borgara- og aðals- manna-deildirnar feldu þau. þessu fór fram þangað til 1905. Það ár er blessunarríkasta árið í sögu Finn- lendinga, að minsta kosti á síðari tím- um. Stórviðburðirnir hófust með al- mennu verkfalli; það var örþrifaráð vopnlausrar þjóðar. En fylgt var því fram með svo mikilli festu og ein- drægni að Rússar sáu sitt óvænna. Þeir áttu þá meira en fult í fangi við Japana og treystust ekki til þess að beita kúgunarráðum við Finna. Rússastjórn gaf þeim frjálslegri þing- stjórn en víða tfðkast enn í hinum þingfrjálsu löndum. Á meðan á verkfallinu stóð fór engin áfengissala fram, að minsta kosti í Hel- singfors, höfuðstað landsins. Rað var þjóðarviljinn, sem hafði fyrirboðið að selja það. Og svo einkennilega brá við að verkfallsdagana, þegar hugir allra manna voru sem æstastir, þurfti lögreglan í Helsingfors að eins að hafa afskifti af einum einasta manni á götunum. Við þetta breyttust hugir margra. Reir sáu hve mikla blessun áfengisbannið gat haft í för með sér og þeir sáu að hægt var að framkvæma það. Hugir manna snerust að því að láta alla áfengissölu hætta. Kvenþjóðin á Finnlandi átti mjög góðan þátt í því að áfengisbannið komst á. Nýju kosningalögin höfðu veitt konunum atkvæðisrétt til þing- kosninganna og þær létu ekki bjóða sér þann rétt tvisvar, fremur en þær mundu hafa gert það hér á landi, ef stjórnarflokkurinn hefði ekki synjað þeim um þenna rétt á síðasta sumri. Atkæði kvennanna urðu fleiri en at- kvæði karlmannanna, og konurnar studdu mjög að því að bannlögin kæmust á. Lögin banna allan tilbúning, sölu og innflutning þeirra drykkja, sem hafa inni að halda meira en 2 af hundraði af áfengi. Frá þessu er þó gerð sú undantekning að leyft er að selja áfengi á lyfjabúðum eftir lœknis- fyrirsögn og sömuleiðis til iðnaðar- þarfa en þá sölu hefir þó ríkið tekið að sér. Ennfremur er svo sagt frá lögum þessum, að þau kveði svo á, að eng- inn megi hafa áfengi á heimilum sín- um, nema hann geti sannað, ef þurfa þykir, að það hafi verið þar áður en lögin voru samþykt. Lögreglunni er leyft að gera áfengisleit í húsum manna og geti þá eigandinn ekki sannað að hann hafi haft það áfengi áður, er uppvíst verður um að hjá honum sé, getur það varðað sektum eða jafn vel fangelsi. — Rað er og eftirtektavert að lögin gera ekki ráð fyrir neinum skaða- bótum þeim mönnum til handa, er áð- ur höfðu stundað ölgerð eða brenni- vínsbrenslu og má þó búast við því að lögin hafi bakað þeim mikið eigna- tjón. Rað styður nijög baráttuna gegn áfenginu á Finnlandi, að þessi barátta er einn liður í baráttu þjóðarinnar fyrir réttindum hennar og frelsi. Þjóðin veit það fullvel að við ofurefli er að etja þar sem Rússar eru og finnur til þess að ef hún kastar burtu fjármunum sín- um til skaðlegra nautna og veikir sið- ferðis- og líkamsþrek barna sinna með þeim, þá styður hún að því sjálf að fyrirgera þessum réttindum og þessu frelsi. Verkamennirnir og hinn ungi mentalýður hafa þar tekið höndum saman við foringja þjóðernis þeirra. íslenzka þjóðin, sem geldu fyrir á- fengi 7 — 8 kr. skatt fyrir hvert manns- barn í landinu, hefði ef til vill gott af því að íhuga þetta dæmi Finn- lendinga. \ Stössel dæmdur til dauða. í símskeyti úr Reykjavík hingað til blaðanna í þessari viku segir svo frá, (eftir fregnmiða er Austri lét gefa út í Reykjavík) að Stössel yfirhershöfð- ingi Rússa við Port Arthur hafi verið dæmdur til dauða af herréttinum í St. Pétursborg, er settur var til þess að rannsaka og dæma um þá vörn, er hann veitti Japönum úr kastalanum og hvort ekki hefði mátt halda þeirri vörn lengur áfram, sem Rússum var svo á- ríðandi, svo herdeildir Japana gætu ekki náð að taka höndum saman. Jafn- framt er þess getið að herrétturinn leggi til að dómnum sé breytt á þann hátt að Stössel sé settur í 10 ára her- fangelsi. Pað lítur út eins og ofurlítil örlaga- kýmni að Austri, sem gumað hafði óhóflegast af hreysti Stössels og hug- prýði, þegar enginn vissi hér neitt um hann eða Port Arthur annað en það að kastalinn væri talinn nær óvinnandi og virkisforinginn héti Stössel, að ein- mitt Austri skuli verða til þess að flytja þjóðinni fregnina um þenna dóm. Hinsvegar má búast við því að þess- um tíðindum verði tekið fálega í garð Rússa víða í hinum mentaða heimi. Vér höfum áður skýrt hér í blaðinu 128 »Já, til þess að búa hann undir fermingu, góða mín! Manstu ekki, að hann er nú bráðum sextán ára?« »Eg held það sé nú öllu heldur svo, að þú munir ekki eftir því að það hefir alt af verið samkomulag milli okkar, að Abraham skyldi ekki verða íermdur.« »Samkomulag? Nei, Wenche, það hefir aldrei verið.« »En hefi eg þó ekki sagt hundrað sinnum, að hann skyldi ekki verða fermdur?« »Jú, en það er ekkert samkomulag.* »En þú hefir verið mér sammála, — þú hefir aldrei haft á móti því með einu orði.« »Eg hefi aldrei viljað eyða orðum um þetta mál fyr en að því kæmi. En hinsvegar hlýtur þú sjálfsagt að vita það Ijóst og greinilega eftir því sem þú þekkir mig, að eg mundi vilja, að drengurinn yrði fermdur samkvæmt því, sem alsiða er hjá fólki.« »En að þú skulir viðhafa önnur eins orð, Karsten, í svona alvarlegu máli!« »Við skulum nú reyna, Wenche mín, að tala um þetta alvarlega málefni ákafalaust, þvf af ákafa og bráðlyndi leiðir ekkert gott. Hugsaðu nú um, hvort þú hafir rétt til þess að bregða þannig frá almanna venju að því er son þinn snertir, sem mundi verða honum til skapraunar og farartálma í lífinu á ýmsan hátt.« »En það er nú einmitt sá mesti velgerningur, sem eg vil veita syni mínum, að gera hann fráskilinn öllum þeim, sem eru hræsnarar og ósannindamenn.« »Stór orð, Wenche mín! Eg held þú hugsir altaf að sonur þinn sé ekki og geti aldrei orðið annað en partur af sjálfri þér.« »Við hvað áttu?« »Hefirðu aldrei hugsað þér, að það gæti komið fyrir, 125 Svo bað skólastjóri faðirvor, og nú var þessi hátíð- lega athöfn loksins á enda. Nú varð þröng á þingi, því allir vildu komast út. Ekkert vald gat haldið drengjunum í skefjum, enda þó að svo væri fyrir mælt, að nemendur skyldu bíða kyrrir, unz kvenfólk og aðrir áheyrendur væru komnir út; skyldu þeir síðan ganga burt með góðri skipun og hver bekk- ur í sínu lagi. En nú ruku fleiri og fleiri úr sætum sínum, tróðu sér gegn um kvennaskarann og hurfu í einni svipan. Loksins komust mæðurnar út grátbólgnar og þrútnar af hita, — feður voru þarna mjög fáir —; það hafði svo góð áhrif að sjá æskulýðinn safnast þannig saman og heyra hve skólastjóri talaði fagurt og alvarlega. Reyndar hefði hann nú mátt sleppa þessari bendingu í lok ræðu sinnar um það, að allmikið kæruleysi um starf skólans virtist ríkja meðal sumra foreldra um þessar mundir. Að minsta kosti átti þetta ekki heima hjá neinni þeirra. Miklu fremur mætti beina þvílíkum orðum að þeim foreldrum, sem ekki höfðu verið við- staddir þarna, — t. d. frú Lövdahl. Það var þó hálf hart, ekki sízt af því, að maðurinn hennar var nú líka eftirlitsmaður. En auðvitað kom hún aldrei þangað, þar sem farið var með guðsorð. Börn og fullorðnir streymdu út í skólagarðinn. Sið- látir sveinar gengu stillilega við hlið foreldra sinna með vitnisburðarblaðið samanbrotið í hendinni. Sumir gengu á bak við húsið, rifu þar vitnisburðinn sinn í tætlur og tröðkuðu sneplana undir fótum; nokkurir þutu á stað með óhljóðum og gauragangi. En fjór- menningarnir í velsniðnu svörtu frökkunum gengu á

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.