Norðurland - 19.03.1908, Side 2
N1.
126
Aðalfundur
KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA
verður haldinn á Hrafnagili Iaugardaginn 28. marz næstkomandi
og byrjar kl. 11 f. h.
28/2 ’08.
Félagsstjórnin.
að þær 14000 kr. sem ætlaðar voru
til nefndar þessarar og skattanefnd-
arinnar muni ekki hrökkva.
Um samkomulagið milli íslenzku
nefndarmannanna getum vér ekkert
sagt. Það mun líka sannast að segja,
að lítið hafi á það reynt ennþá. Pó
þykir oss ekki vert að dyljast þess,
að víða að heyrum vér ummæli, er
benda til þess að ráðherrann hafi
verið horfinn að því ráði, að halda
kröfum sínum sem allra næst þeim
kröfum, er gerðar voru í ávarpi
blaðamannanna og af Þingvallafund-
inum. Sé þetta satt teljum vér það
hin mestu gleðitíðindi, en ennþá er
valt að treysta slíkum fréttum. Síð-
ast í sumar sem leið, talaði ráðherra
vor um þessar kröfur hér á þing-
málafundi sínum á Akureyri og
sagði að þá (með ávarpi blaðamann-
anna) hafi dunið yfir „skæðadrífa af
kröfum og kenningum, sem gengu
langt um lengra en nokkurntíma
hefir verið farið í allri stjórnarbar-
áttu vorri frá upphafi og sumar þess
eðlis að þær gátu í svipinn ekki gert
annað en særa og fæla og spilla
samkomulagshug, svona snögglega
fram bornar og undirbúningslaust
eins og þær voru".
Með þessum vinarhug talaði ráð-
herrann þá um ávarp blaðamann-
anna, svo breytingin er orðin mikil,
ef hann nú er orðinn því fylgjandi.
X
Trjárækt á íslandi.
C. E. Flensborg: Traeplant-
ning paa Island. Sér-
prentun úr »Tidskrift
for Skovvæsen XIX.M
Kaupmannahöfn 1907.
C. E. Flensborg skógtræðingur, sem
nokkur undanfarandi sumur hefir dval-
ið hér á landi og flestir íslendingar
hafa oftsinnis heyrt getið, hefir ritað
greinarstúf í danskt tímarit um trjá-
ræktina hér á landi.
Finst honum gleðilegur áhugi vera
að vakna hjá oss íslendingum fyrir
trjáræktinni, jafnframt skilningi á þýð-
ingu hennar og gagni því, er af henni
muni leiða fyrir landið.
Um trjáræktarstöðina á Akureyri og
Ræktunarfélagið farast honum þannig
orð:
Árið 1900 var komið á fót trjá-
ræktarstöð á Akureyri um 3 vallar-
dagsláttur að stærð. Var það aðallega
fyrir forgöngu Páls heitins Briems amt-
manns og Sigurðar Sigurðssonar skóla-
stjóra á Hólum. Til fyrirtækisins var
lagt fram fé bæði af amtinu og af
Búnaðarfélagi íslands. Sigurður skóla-
stjóri hafði á hendi hinar verklegu
framkvæmdir þess. En þegar hann
nokkuru seinna, árið 1901 sigldi til
Danmerkur, til þess að afla sér víð-
tækari þekkingar á búfræði fekk amt-
maðurinn Jón dbr. Stephánsson á Akur-
eyri til þess að annast trjáræktarstöðina
og síðan hefir hann gegnt-þeim starfa
með stakri alúð og hirðusemi. Með
einstökum áhuga hefir hann varið
mestum hluta tíma síns að sumrinu,
til þess að hirða allan þann fjölda
af plöntum, sem hann gerir tilraun
með í trjáræktarstöðinni.
Árangurinn er líka góður, og nú
þegar hefir hann talsvert af skrautleg-
um plöntum, sem Akureyrarbúar geta
fengið og gróðursett í görðum sínum.
Með bóklestri og með vinnu sinni
hefir J. St. aflað sér frábærrar þekk-
ingar á eðli og eiginleikum trjáteg-
unda þeirra, sem hann hefir haft undir
höndum og hann hefir sýnt hverju
hirðusemi og nákvæmni fá áorkað í
trjáræktarstöð nyrzt á íslandi.
Þar er 3—4 ára gamall reyniviður,
sem er 2 — 2V2 meter á hæð með fögr-
um beinum stofnum og alblómguðum
krónum á sumrin. Ennfremur eru þar
fallegar, ungar birkihríslur, hlynur, elri,
víðir og margar runnategundir. Af barr-
trjám eru nokkur ung og þroskamikil
lævirkjatré og nokkurar Cembra-furur,
sem þó eru æði gulleitar eins og í
trjáræktarstöðinni hjá Grund. Einnig
eru þar margar álitlegar plöntur af
rauðgreni, fjallafuru, skógfuru, lævirkja-
trjám, reynivið, birki. Þær eru 4 ára
°g yngr' °g standa enn í fræbeðun-
um, því svo margar plöntur eru af
hverri tegund, að J. St. getur ekki
flutt þær allar til vegna þrengsla og
tímaleysis. Reynslan hefir sýnt það
sama hér sem annarsstaðar, að fjalla-
fura, reyniviður, lævirkjatré og birki
þrffast vel. Aftur á móti Iítur greni
vel út í fræreitunum í hæfilegum skugga,
en þegar plönturnar eru fluttar til, 4—5
ára gamlar, verða þær gular og lit-
daufar og halda aðeins áfram að vaxa
á meðan þær standa í vel ræktuðum
jarðvegi og eru nákvæmt og vel hirt-
ar. Það eitt gæti eg sett út á þessa
trjáræktarstöð, að plöntunum líði ef
til vill alt of vel, jarðvegurinn sé of
góður og hirðingin sömuleiðis, og að
þær þar af leiðandi ekki þoli að flytj-
ast út á víðavanginn, þar sem þær
eiga að sjá fyrir sér sjálfar. Aftur á
móti eru þessar plöntur vel fallnar til
að vera gróðursettar í görðum, þar
sem þær geta fengið jafnnákvæma
hirðingu og þær eru vanar við að fá.
Trjáræktarstöðin liggur í ágætu skjóli,
með kirkjuna á eina hlið, hús á aðra
og háa brekku á þriðju hlið, auk þess
sem hún er afgirt með girðingu úr
bárujárni, sem er um 1V2 meter á
hæð. Inni í sjálfri stöðinni eru einnig
raðir af runnum, með hæfilegu milli-
bili, sem veita trjábeðunum skjól.
I trjáræktarstöðinni miðri er stór
reitur, þar sem ræktaðar eru rósir og
ýmsar skrautjurtir. Þar er einnig dálít-
ill gosbrunnur. Stöðin er einkar blóm-
leg, hefir góð áhrif á mann og er
mesta bæjarprýði. Hún vinnur Ii'ka
trjáræktinni á Norðurlandi mikið gagn,
því allir, sem koma til Akureyrar á
sumrin, sjá þessa litlu en snotru trjá-
ræktarstöð og dást að henni.
* „ *
*
Ræktunarfélag Norðurlands vinnur
einnig að því að auka trjáræktina á
Norðurlandi. Framkvæmdir þessa fé-
lags hefir Sigurður skólastjóri á Hól-
um á hendi. Það hefir komið upp
stórri tilraunastöð hjá Akureyri og er
henni mjög vel stjórnað. I nokkurum
hluta hennar eru ræktuð tré. Tilrauna-
stöðinni var fyrst komið á fót árið
I9°3 °g hefir hún því enn þá ekki
haft trjáplöntur til sölu, en nú þegar
hefir hún talsvert af ungum plöntum
af birki, reyni, furu og greni, sem
vaxnar eru upp af fræi. Árið 1906
var mesti fjöldi af plöntum fluttur úr
fræreitunum og gróðursettur annars-
staðar.
Ráðgert er að félagar Ræktunar-
félagsins fái góðar plöntur frá tilrauna-
stöðinni annaðhvort ókeypis eða fyrir
lágt verð, til þess að gróðursetja þær
í görðum og við bæi. Að lokum hefir
það mikla þýðingu að lærisveinar frá
búnaðarskólanum á Hólum fá að vinna
í tilraunastöðinni og þekkingin á rækt-
un trjáa og garðjurta breiðist þannig
út um landið.
Vinnan í tilraunastöðinni stendur í
nánu sambandi við kensluna í búnað-
arskólanum. Yfir veturinn fá nemend-
urnir bóklega fræðslu á Hólum og á
vorin og yfir sumartímann vinna þeir
undir umsjón kennara sinna með kappi
og áhuga að hinum margbreyttu störf-
um í tilraunastöðinni á Akureyri, þar
sem gerðar eru vísindalegar tilraunir
með grasrækt og rófnarækt og fleira,
sem landbúnaðinum má að gagni verða.
Jafnframt eru þar gerðar áburðartil-
raunir til þess að sýna áhrif hinna
ýmsu áburðarefna á vöxt og viðgang
jurtanna.
Tilraunastöðinni er stjórnað af Sig-
urði skólastjóra og er auðvitað aðal-
áherzlan lögð á grasrækt og matjurta.
Það er mjög ánægjulegt að sjá til-
raunastöð þessa, svo vel sem henni
er fyrir komið. Henni er skift niður
eftir þörfum og vatn leitt um hana
alla. Vatnsleiðslan gæti efalaust verið
til fyrirmyndar á mörgum íslenzkum
sveitabæjum, því að á Norðurlandi er
víða brýn þörf fyrir vökvun yfir sumar-
tímann. Henni er þannig fyrir komið,
að vatninu er safnað í vatnsþró uppi
í brekkunni og þaðan er það leitt í
pípum um tilraunastöðina, en hér og
hvar er útbúnaður til þesS að skrúfa
á þær vatnsslöngur, sem svo er vökvað
með. Þetta er mjög einfaldur og ó-
dýr útbúnaður, en er til ómetanlegs
gagns fyrir rófur og garðjurtir.
I tilraunastöðinni hefir verið bygt
verkfærahús fyrir nokkur nýtízku verk-
færi og vélar. Árið 1906 var loks
reist hús með kenslustofum og skrif-
stofu ásamt íbúð fyrir stjórnanda til-
raunastöðvarinnar.
Auk þessarar aðaltilraúnastöðvar hefir
félagið aukatilraunastöðvar hér og hvar
á Norðurlandi. Þannig hefir það kom-
ið upp smátilraunastöðvum á Húsa-
vík, Sauðárkróki og víðar. Eiga þær
að leiðbeina mönnum í ræktun margs-
konar jurta og beint að sýna að rækt-
un þeirra sé möguleg.
X
Húnavatnssýslu 1. marz ’08.
Það eru svo fáir, sem nú skrifa frétta-
pistil úr þessari sýslu, að eg finn hvöt
hjá mér til þess að senda »Norðurlandi<
ofurlítinn pistil.
Á þessum vetri hefir verið mjög góð
tíð: lítil frost, snjólétt jörð, oft hlákur og
engar stórhríðar. Líklegt því að bændur
komist vel af, þó víða væru lítil hey í
haust og sennilegt að líka slarkist af hjá
þeim, sem setja á guð og gaddinn.
Verzlunin á síðasta ári var yfir höfuð
að tala heldur góð, þó hún væri vitund
Iakari en í fyrra. Þá mun það eins dæmi
í sögu Iandsins, að hvergi á landinu hef-
ir verið lægra verð á útlendri vöru held-
ur en hér á Blönduósi. Nú mun t. d. korn-
vara vera alment seld 2—3 kr. ódýrari
hver tunna en á Sauðárkróki. Bændur hér
eru margir vel stæðir og hafa talsverðan
áhuga fyrir velferðarmálum sýslunnar. Þeir
hafa nú ákveðið að byggja 2 sláturhús,
annað á Hvammstanga, hitt á Blönduósi.
Yfirleitt virðast allir hafa áhuga á verzl-
un, en því miður eru eigi allir jafnheitir
fyrir búnaði og framförum í þá átt. Rjóma-
búin störfuðu lítið sem ekkert á síðast-
liðnu sumri, að eins 12 samlagsmenn frá
Vatnsdælingabúinu, en Torfalækjarhrepps-
búið hvíldi sig algjörlega. — Um miðjan jan-
úar hélt Hrossaræktunarfélag Húnvetninga
aukafund á Blönduósi, og var sagt að sá
fundur hefði verið einn sá allra vitlaus-
asti fundur, sem haldinn hefir verið af
nokkuru félagi þar á staðnum nú í háa
herrans tíð. Annars kvað vera mjög tíðir
fundir á Blönduósi, fremur venju, því þar
eru nýstofnuð mörg félög. Öflugast þeirra
félaga er vafalaust bindindisfélagið »Til-
raun«, sem nú á síðastliðnu ári hefir ráð-
ist í að byggja hús, sem ætlað er fyrir
barnaskóla, og í samráði við landlækni
bygt með sérstöku fyrirkomulagi í þeim
tilgangi. Húsið er 16x14 ál. og alt úr
steinsteypu, tvílyft, með járnþaki.
Glímufélag hefir »TiIraun« líka gengist
fyrir að stofna. Á hverju kvöldi eru glím-
ur æfðar í húsi félagsins. Sjónleiki ætla
»Tilraunar«-menn að halda um sýslufund.
Barnaskóla hefir félagið haldið uppi í
vetur og er hann í 2 deildum og við hann
2 kennarar. Börnin eru flest fátækra manna
börn og fá kensluna ókeypis í því trausti
að hið opinbera hjálpi til með styrk að
einhverju leyti. Nýlega fstaðinn barnadans-
leikur, sem Tilraunarmenn gengust fyrir.—
Kvenfélagið Hringur, stofnað í fyrravetur,
hefir starfað með áhuga á þessum vetri.
Goodtemplarafélagið og Tilraun keppa
hvort við annað óg ýmsir veita hvoru
fyrir sig þó lágt fari. í Templarafélaginu
er talið að bindindisbrotin séu sjaldgæf-
ari, en slíkt er eigi tiltökumál, því þar
eru 4/5 hlutar kvenmenn, námsmeyjar af
kvennaskólanum. Sagt að þær hafi margar
verið teknar í félagið án þess þær borg-
uðu nokkurn inngangseyri, og mun það
fágætt þar sem stúkur eru. Þetta félag
lifir að eins á vetrum, en liggur í dái á
sumrin, ætti fremur að heita dansfélag því
þar er dansað á öllum samkomum að sagt
er. — Málfundafélag Húnvetninga hélt fund
á Blönduósi nýlega. Þar var rætt nokkuð
um bryggjumálið og sýslunefndinni falið
að sækja um styrk þann er síðasta þing
lofaði til að lengja bryggjuna, og vísað
til sýslunefndar að hún hryndi málinu á-
leiðis til framkvæmda.
Á fundi þessum var rætt um aðflutn-
ingsbannsmálið, og gengið til atkvæða um
það.
Tillaga sem mælti með því var samþykt
með öllum greiddum atkvæðum, sem þá
voru á fundi. Hinir höfðu brugðið sér burtu,
til þess að fá sér kaffibolla.
Fleira skal eg síðar skrifa ef Norðurland
vill heyra fleira en þetta frá þeim, sem
aldrei skrifar annað en beiskan sannleik-
ann, ef með þarf.
Norðurlandi er ánœgja að pví, að fá fleiri
btéf frá höfundinum, því blaðinu er kœrt að
flytja fréttir úr Húnavatnssýslu. Ekkert ótt-
ast blaðið það þó sagður sé >beiskur sann-
leikurinn<, en geta vildi það þess, að séu
kveðnir upp óvœgilegir dðmar um menn eða
málefni, ætti höfundurinn að taka sjálfur
að sér ábyrgð slíkra orða. Sé t. d. sagt að
einhver fundur sé >vitlausasti fundur sem
haldinn hefir verið«, getur blaðið ekkert um
það dœmt og enga ábyrgð á því borið.
Ritsfj.