Norðurland


Norðurland - 04.04.1908, Síða 2

Norðurland - 04.04.1908, Síða 2
Nl. 134 Um aðflutningsbannið eftir Porstein bónda Gíslason. Ritað að tilhlutun »Bindindissameiningar Norðurlands.c I. Sá tími fer að nálgast er þjóðin sjálf á að skera úr því með atkvæðagreiðslu, hvort hún vill losna við hið margvís- lega böl og eyðileggingu, sem áfengið hefir valdið henni um langan aldur. Lítill vafi er á því, að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill að bannaður sé ekki að eins tilbúningur áfengra drykkja hér á landi, heldur sé líka bannað að flytja áfengi til landsins. Mætti hver maður á landinu, karl og kona, sem kominn er til vits og ára, greiða at- kvæði sitt um þetta mál, þá er eg í engum vafa um að meiri hlutinn með aðflutningsbanninu yrði stórkostlega mikill. En til þessa mun ekki vera ætlast. Þeir einir munu eiga að fá að greiða atkvæði um málið, sem hafa kosning- arrétt til löggjafarþings þjóðarinnar og vita allir hve naumlega sá réttur er skamtaður. Atkvæðagreiðslan sem í hönd fer, getur því ekki orðið sannur spegill þjóðarviljans. Hún getur aðeins sýnt það eitt hvernig kjósendurnir líta á málið. En hvernig ætli þeir líti á málið ? Eg skal engu um það spá, en það þykist eg mega fullyrða, að málið standi hallara fæti í höndum kjósend- anna, en ef það hefði verið borið undir atkvæði allra fullveðja manna í land- inu. í flokki kjósendanna er tiltölulega mikið af hinum eldri mönnum, en vín- nautnin á flesta áhangendur sína í flokki eldri kynslóðarinnar. Sárt er til þess að vita, að einmitt þessi hluti þjóðarinnar, sem á að ráða lögum og lofum í landinu og leiða hana fram á menningarbrautina, gera hana sjálfstæða, andlega og efnalega, skuli að nokkurum hluta vera því mótfall- inn, að þjóðin losni við áfengisnautn- ina, einmitt þá nautn, sem reynsla þessarar þjóðar og allra annara þjóða hefir sýnt og sannað, að ekkert gott getur af leitt, heldur hafi hún valdið ómetanlegu tjóni. Fyrir þessu þykist eg ekki þurfa að færa neinar sannanir; eg held að allir viti þetta og séu reyndar nokk- urnvegin sammála um það; dagleg dæmi og reynsla sanna það áþreifan- lega að vínnautnin er til tjóns bæði þeim sem neita vínsins og auk þess aðstandendum þeirra og þjóðfélaginu í heild sinni. Þess vegna er það líka að vínnautn- in á svo fáa formælendur, þeirra sem vilja kannast við það opinberlega að þeir telji hana vera til góðs. Vinir vínnautnarinnar treysta sér blátt áfram ekki til þess. En þá er önnur leið far- in, sú leiðin að gera aðflutningsbannið tortryggilegt, telja það óráðlegt og ó- gerlegt að gera það að lögum. Sjálfsagt er að athuga allar þær á- stæður, sem andstæðingar aðflutnings- bannsins hafa fram að flytja. Vona eg og veit að margir verða til þess að ræða þetta mál í blöðum vorum. Eg skal hér tilfæra nokkurar algengustu ástæðurnar, þær sem mest er á lofti haldið og reyna til að sanna hve veiga- Iitlar þær eru. 1. Tekjumissir landssjóðs. Sú ástæðan er af mörgum talin aðalástæðan og þarf því sérstaklega að svara henni. Eg skal þá fyrst leyfa mér að benda á það, að verzlunarmagn landsins hefir á sfðari árum aukist stórkostlega mik- ið og hafa landssjóði aukist tekjur til muna af því á margan hátt. Nú er það auðsætt að því meira sem þessar tekjur aukast, þess minna gætir þeirra tekna tiltölulega, sem landið fær af innflutningi áfengis. Flestir vonast víst líka eftir því að þessar tekjur geti fremur farið vaxandi en minkandi, bú- ast við því að gjaldþolið af rekstri atvinnuveganna vaxi fremur en minki og er þá auðsætt að minna munar í raun réttri um áfengistollinn, sem ekki er líklegt að geti vaxið til muna úr þessu, jafnvel þó tollurinn væri hækk- aður; svo mikið hefir bindindisstarf- semin í landinu þegar að gert og ger- ir vonandi betur hér eftir, ef þörf verður á. Ennfremur má telja það víst, að ef aðflutningsbann væri lögleitt, mundi innflutningur af öðrum tollskyldum vörum aukast töluvert við þetta bann. Líklegt er að kaffi- og sykurkaupin mundu eitthvað aukast og tóbakskaup- in jafnvel líka. Drykkjumennirnir mundu margir hverir þurfa að fá eitthvað í staðinn fyrir staupið sitt, svona fyrst um sinn og er þá auðsætt að lands- sjóður fengi meiri tekjur en áður. Sjálf- sagt væri það æskilegt, ef hægt væri að gera ráð fyrir því, að kaupin á annari munaðarvöru ykjust ekkert við aðflutningsbannið, en ekki tel eg rétt að gera ráð fyrir því. Landssjóður fengi því þegar nokkuð í skarðið; en þó þær tekjur séu ekki hinar æski- legustu, væru þær þó miklu betur fengnar en víntekjurnar; þau útlát yrðu þjóðinni til miklu minni óhamingju. Þessi tekjuauki mundi þó ekki hrökkva til þess að bæta landssjóði upp tekjumissi sinn af vínkaupum. Yrði breytingin engin önnur, má búast við skakkafalli fyrir landssjóðinn. En þá er að gæta að því, að það fé sem neytendur vínsins greiða í lands- sjóð, er aðeins nokkur hluti af því, sem þeir verða sjálfir að borga fyrir vínið. Maður sem t. d. eyðir 300 kr. fyrir vín árlega, borgar varla meira en 100 kr. af þeim í landssjóðinn. Hinar 200 krónurnar verða eyðslueyr- ir. Þessar krónurnar sparast, ef vín verður ekki flutt til landsins, nema 130 gæti í veg fyrir þetta val. Hvernig getum við þá breytt ráðvandlega við son okkar öðruvísi en að segja við hann: viltu nú prófa sjálfan þig í þessu máli, — eða hefir þú fyrirfram valið um?« »Nú ertu farinn að rangfæra, Karsten.< »Nei, það geri eg ekki. Abraham er nógu stór orð- inn til að skilja hverju þetta skiftir; þessvegna hefi eg beðið svona lengi. Látum hann sjálfan velja um, hvort hann vill fermast eða ekki. Það finst mér þú hljótir að fallast á með fögnuði, þar sem þú lætur þér svo ant um frelsi og réttlæti.* »Jæja þá, — það er bezt að láta hann velja um!« hrópaði frú Wenche, en bætti þó samstundis við: »Æ nei, ■— hvaða gagn ætli sé í því? Svona mikið barn, — hann kýs auðvitað að vera eins og aðrir, til þess að geta verið í friði. Nei, nei, Karsten! Það er stór synd af okkur, ef við sendum son okkar vísvitandi beint af augum inn í ósannindin og alt þetta kák.« »En segðu mér nú, Wenche, — hve iengi hefir þú hugsað þér að halda áfram með að velja fyrir son þinn? Ætlarðu líka, þegar að því kemur, að velja konu handa honum?« »Hvaða vitleysa Karsten! Eg, sem einmitt held því alt af fram að hann eigi að vera frjáls.« »Það er undarlegt frelsi! — Ef Abraham vill nú í raun og veru láta ferma sig —.« »Þá er það af því að hlann hefir ekki meiri skilning nú.« »Og ef hann skyldi svo að nokkurum árum liðnum hafa skilning ekki betri en svo, að hann vildi fá sér konu, er þú værir óbifanlega sannfærð um — eins og 131 þú ert vön að vera — að steypa mundi syni þínum f botnlausa ógæfu, — hvað ætti þá að gera?« »Það er sannarlega kvalræði að tala við þig, Karsten, því að þú blandar öllu saman.« »Við skulum nú ekki fara í ofsa til einskis gagns. Mér fanst, að við töluðum svo rólega og blátt áfram um þetta núna. Ætli það sé eg, sem blanda saman? — Ætli það sé ekki öllu heldur hugsanlegt, að einmitt þú blandir saman við ást þína til Abrahams dálitlu af þeirri harðstjórn, — fyrirgefðu, — sem er óaðskiljan- Ieg allri ást? Ætli þú viljir nú ekki með allri umhyggju þinni fyrir því að veita honum jafnan það sem bezt er, sækjast eftir því að velja ávalt fyrir hann? Og þó hef- irðu margsinnis sagt, að manninum sé það bezt að fá að velja sjálfur.« »Eg vil fegin vera róleg, Karsten, og eg segi þetta ekki í þeim tilgangi að særa þig; en þvf er nú svona farið, — það er verulega hættulegt að tala við þig, því að þú snýr mér í hring og hefir hausavíxl á öllu. Aldrei hefði eg búist við því að eg gæti hugsað til þess með frjálsum vilja, að sonur minn yrði fermdur. En nú finst mér nærri því eins og eitthvað sé hæft í því, sem þú segir.« »Já, eg held nú, að eg sé sá maður í þetta skiftið, sem næst er í samræmi við meginstefnu þína,« mælti prófessorinn; hann var nú alklæddur og ætlaði að fara. »En það ætla eg að segja þér,« hrópaði frú Wenche hvatlega þegar hann fór út úr dyrunum; »að þann dag, þegar Abraham á að fara til kirkjunnar og vinna þetta vansæla heit, vil eg hafa rétt til þess sem móðir hans að spyrja hann, hvort hann viti hvað hann ætli að gera; og verði hann þá ekki hiklaust sannmáll og hvað gera má ráð fyrir því að eitt- hvað gangi til nýrra munaðarvörukaupa og mun það varla verða meira en 50 kr. Þá er eftir helmingurinn. Þeim helmingi getur hann þá varið árlega til þess að auka eign sína. En við það að eignin eykst í landinu aukast tekjur landssjóðsins á margan hátt. Velmegun þjóðarin narvex þámeð hverju árinu hraðar en áður og mun afleið- ingin verða sú, að að fám árum liðn- um mundi landssjóður ekki aðeins hafa fengið tekjumissi sinn fullkomlega bætt- an, en hann mundi reyndar fá miklu meiri tekjur, einmitt vegna aðflutnings- bannsins. En hér er svo sem ekki alt talið enn. Auk fjárins sem árlega er borg- að fyrir áfengi, missir þjóðfélagi árlega afarmikinn vinnukraft, vegna áfengis- nautnarinnar og jafnframt missir lands- sjóðurinn tekjur. Alls konar óregla fylgir áfengisnautninni, sem spillir hag þjóðfélagsins; hún veiklar heilsu margra manna og margir tína Iíka lífinu henn- ar vegna árlega. Alt rýrir þetta tekj- ur landssjóðs. Sumir líta á drykkjumennina svo sem væru þeir nokkurs konar píslar- vottar þjóðfélagsins. Við skulum lofa þeim að drekka, greyunum, þeir borga þá með því gjöld í landssjóðinn, segja sumir. Þeir halda því að drykkjumenn- irnir muni að einhverju Ieyti létta gjöldunum af þeim sjálfum. Þeir gæta þess ekki, að ef drykkjumaðurinn kast- aði ekki burtu efnum sínum, heilsu sinni og viti sínu fyrir áfengið, þá væri hann betur fær um að borga hærri skatta en öllu því fé nemui sem hann ver til áfengiskaupa. Drykkju- maðuiinn er enginn píslarvottur þjóð- félagsins að þessu Ieyti, hann er að- eins píslarvottur Bakkusar. Drykkju- skapurinn er ekki nein sönn tekjugrein fyrir þjóðfélagið, eða landssjóðinn, held- ur átumein þjóðfélagsins, sem gerir þjóðina fátækari, volaðri og ósjálfstæð- ari og sviftir landið árlega miklum tekjum. Þá er því haldið fram að útlend- ingar borgi nokkuð af vínfangatollin- um og því komi gjöldin léttara niður á Iandsbúum. Satt er það að vísu að útlendingar drekka nokkuð af því víni, sem flutt er til landsins, þó þeir drekki fráleitt meira hjá oss, en við drekkum hjá þeim á útlendu veitingahúsunum, sem eru á floti alt árið, í kringum strendur landsins. Mér finst samt þessi kenning óvenjulega ómannúðleg, rétt eins og þjóðfélagið hafi enga ábyrgð á þeim mönnum, sem eru gestir lands- ins. Margskonar óregla leiðir líka af þessum drykkjuskap útlendinganna, sem halda, þegar þeir eru orðnir druknir, að alt sé þeim leyfilegt hér úti á ís- landi. Lagabrot drukkinna útlendinga og siðspilling sú er drykkjuskap þeirra fylgir, bitnar á þjóðfélaginu og óbein- línis á landssjóði. Eg held þessvegna að hann þurfi ekkert að sjá eftir þeim krónum, er hann fær nú frá þeim fyrir áfengiskaup þeirra. Að endingu skal eg benda á það, að nú á að endurskoða alla skattalög- gjöf landsins. Tækifærið er því eink- ar hentugt til þess að afnema vínfanga- tollinn. Skattanefndin hefði létt verk að vinna, ef spurniflgin um vfnfanga- tollinn væri örðugasta viðfangsefnið. X

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.