Norðurland


Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 40. blað. Akureyri, 16. maí 1908. VII. ár. Sænskt timbur, vel þurt, nýkomið til Gránufélagsverzlunar á Oddeyri. 8. árg. Norðurlands (sbr. augl. í síðasta blaði) kostar á Islandi kr. 1.25 í öðrum Norðurálfulöndum kr. 1.75 í Vesturheimi 60 Cent. Félagið Skjaldborg heldur fund í stóra salnum í Templara- húsinu á sunnudaginn næstkomandi hinn 17. þ. m. og hefst fundurinn kl. 6 e. h. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. Sambandslaga- frumvarpið. Simskeyti til Nls. Reykjavík 14. maí 1908, kl. 5,25 e. h. Uppkast að lögum um ríkisréttar- samband Danmerkur og íslands. I. ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. Rað er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eftir orðið »Danmerkur« »og ís- lands«. II. Skipun sú, er gildir í Danmörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum lönd- um, trúarbrögð konungs, myndug- leika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það er kon- ungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda, að því er til íslands kemur. III. Þessi eru sameiginleg mál Dan- merkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til kon- ungsættarinnar. 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðar- samningur, er snertir ísland sér- staklega skal þó gilda fyrir ís- land, nema rétt stjórnarvöld ís- lenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó og landi, ásamt gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórn- arskrárinnar 5. janúar 1874.* 4. Oæzla fiskiveiðaréttar þegnanna, að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland eftir samkomulagi við Dan- mörku. 5. Fæðingarréttur. — Löggjafarvald hvors lands um sig getur þó veitt fæðingarrétt með Iögum og nær hann þá til beggja landa. 6. Peningaslátta. 7. Hæsti réttur. Pegar gerð verður breyting á dómaskipun landsins getur Iöggjafarvald íslands þó sett á stofn innan lands æðsta dóm í íslenzkum málum. Meðan sú breyting eigi er gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæsta- rétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekking á íslenzkri löggjöf og kunnugur sé íslenzk- um högum. 8. Kaupfáninn út á við. IV. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsamband og ritsímasamband milli landanna, ráða dönsk og ís- lenzk stjórnarvöld í sameiningu. Sé um löggjafarmál að ræða þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. V. Danir og íslendingar á fslandi og fslendingar og Danir í Dan- mörku njóta fulls jafnréttis. Pó skulu forréttindi íslenzkra náms- manna til hlunninda við Kaupmanna- hafnarháskóla óbreytt. Svo skulu og heimilisfastir íslendingar á ísiandi hér eftir sem hingað til vera undan þegnir herþjónustu á sjó og Iandi. Um fiskiveiðar í landhelgi við strend- ur Danmerkur og íslands skulu Dan- ir og íslendingar jafnréttháir meðan 4. atriði 3. greinar er í gildi. VI. Pangað til öðruvísi verður ákveð- ið með lögum, er ríkisþing og al- þingi setja og konungurinn stað- festir, fara dönsk stjórnarvöld einn- ig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg samkvæmt 3. grein, að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öllum sínum mál- um. VII. Meðan ísland tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, * Sú grein hljóðar svo: Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins eftir því, sem nákvæmar kann að verða mælt þar fyrir um með lagaboði. tekur það heldur eigi þátt í kostn- aðinum við þau; þó leggur ísland til fé á konunggborð og til borð- fjár konungs ættmenna hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir- fram um 10 ár í senn, með kon- ungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands undir- skrifi. Ríkissjóður Danmerkur greið- ir landsjóði íslands í eitt skifti fyr- ir öll 1,500,000 kr. Eru þá jafnframt öll skuldaskifti, sem verið hafa að undanförnu milli Danmerkur og íslands fullkomlega á enda kljáð. VIII. Nú rís ágreiningur um það, hvort málefni séu sameiginleg eða ekki, og skulu þá stjórnir beggja land- anna reyna að jafna það með sér. Takist það eigi skal leggja málið í gjörð til fullnaðarúrslita. Gjörðar- dóminn skipa 4 menn, er konungur kveður til, tvo eftir tillögum ríkis- þingsins (sinn úr hverri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. Gjörðar- mennirnir velja sjálfir oddamann. Verði gjörðarmennirnir ekki á eitt sáttir með kosningu oddamannsins, er dómsforseti hæstaréttar sjálfkjör- inn oddamaður. IX. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafizt endurskoðunar á lög- um þessum, þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu í gildi. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sáttmála innan þriggja ára frá því, er endur- skoðunar var krafizt, má heimta end- urskoðun að nýju á sama hátt og áður, að 5 árum liðnum frá því nefndur 3 ára frestur er á enda.- Nú tekst ekki að koma á samkomu- lagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan 2 ára frá því endur- skoðunar var krafizt í annað sinn, ákveður konungur þá með 2 ára fyrirvara eftir tillögu um það, frá ríkisþingi eða alþingi, að samband- inu um sameiginleg mál þau, er ræðir um í 4. 5. 6. og 8. tölulið 3. greinar, skuli vera slitið að nokk- uru eða öllu leyti. Úr nefndaráliti: Island er stillet ved Siden af Danmark som en sær- lig Stat; udöver udelukkende Raadig- hed over alle sine övrige Anliggen- der, deriblandt Sagernes Foretag- else for Kongen, samt de islandske Ministres Udnœvnelsesmaade. Ranzur texti. Vér bendum mönnum á að lesa nefnd- arfrumvarpið í Norðurlandi, þó þeir hafi lesið það áður í Norðra. Orðalagið í Norðra er sem sé vitlaust á ekki færri en io stöð- um. Nefndarfrumvarpið. i. Frumvarp millilandanefndarinnar hef- ir, að því er vér höfum til spurt, orð- ið mönnum sár vonbrigði. Þessi vonbrigði fréttast ekki aðeins frá Seyðisfirði (sbr. yfirlýsinguna á öðrum stað hér í blaðinu), heldur líka alveg eins sunnan úr Reykjavík og hið sama heyrum vér menn tala hér á Akureyri. Og þessi vonbrigði ná ekki aðeins til stjórnarandstæðinga, heldur áreiðanlega líka til ýmsra heima- stjórnarmanna. Ástæðan er nokkurnvegin auðsæ. Hraðskeyti hafa verið send blöðunum, að ráði íslenzku nefndarmannanna og þau hraðskeyti hafa sagt, að »úrslitin hafi orðið góð«, að »fyrirkomulagið nálgist Personalunion* og að »niður- staða Þingvallafundarins hafi sigrað*. Mönnum finst eitthvað annað. Það fyrsta sem vér þó vildum leggja til þessa máls er það, að skora á alla þá menn, er þessi orð mega sjá, að athuga málið með stillingu, leitast við að gera sér sem allra ljósasta grein fyrir frumvarpinu sjálfu og íhuga þau rök, er færð verða með og móti því. Það verður hverjum einum drjúgast til frambúðar. Fyrst þarf þó að vita vel hvað er í boði, áður en menn ráða við sig að ganga að eða hafna. Hvað sem annars má segja um frum- varpið, þá viljum vér telja það vfst, að nú sem stendur eigum vér ekki kost á betri kjörum hjá Dönum. Vér ef- umst ekki um að nefndarmennirnir hafi gert það, sem í þeirra valdi stóð, til þess að fá Dani til þess að bjóða oss sem aðgengilegust kjör, að þeir hafi beitt til þess öllu því viti og þeirri lægni, sem þeim var gefin. Skoðun sjálfra þeirra á réttindum landsins hef- ir ef til vill orðið hált á þessari við- leitni. Þeim hefir ef til vill að síðustu orðið það ríkast í huga, að fá ein- hvern enda bundinn á þetta mál. 'Sex—af sjö — nefndarmönnum vor- um hafa samþykt frumvarpið. Vér verð- unt því að ganga að því vísu, að þeir telji það allir aðgengilegt. Þeir hafa setið lengst yfir frumvarpinu og því mætti ætla að þeir vissu betur en aðrir hvernig eigi að skilja það. Sjálfsagt er því rétt, þangað til þeim gefst kostur á að geia oss grein fyrir sínum skilningi, að reyna til þess að setja sig í þeirra spor, reyna til að búa sér til þann skilning, er helzt mætti ætla að nefndarmennirnir sjálfir hafi á frumvarpinu, reyna til að geta sér til hversvegna þeim þyki frum- varpið aðgengilegt, og bera þann skiln- ing saman við skilning sjálfra vor. Lykilinn að þessum skilningi þeirra

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.