Norðurland


Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 4

Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 4
/ NI. 160 Sam ban dsþing Ungmennafélaga íslands 1908 d Akureyri og i Reykjavík. Þingið hefst á Akureyri fimtudaginn 4. júní (og næstu daga) og verður síðan haldið áfram í Reykjavík og hefst þar laugardaginn 20. sama mánaðar. Úrslit sameiginlegra mála fara eftir samtölu atkvæða þeirra fulitrúa, er atkvæði greiða á hvorum staðnum fyrir sig. Engu slíku máli verður því ráðið til lykta á Akureyri, hddur verður þeim atkvæðum, sem þar verða greidd (með og mót) bætt við atkvæðatöluna í Reykjavík. Eugu síður er áriðandi að öll slík mál verði send til Akureyrar til meðferðar þar. Búist er við að félög austan-, norðan- og vestanlands, sendi vfulltrúa sína til Akur- eyrar en félög sunnanlands til Rvíkur F>ó er æskilegt að fulltrúarnir mæti á báðum stöðum. Félögin áminnast um að undirbúa sem rækilegast þau mál er þau ætlast til að borin verði upp á Sambandsþinginu. Jafnframt eru öll ungmennafélög á landinu hvött til að gariga i Sambandið. Akureyri, Reykjavik þ. 10. maí 1908. Sambandsstjórnin. JVyja ljósmyndasfofu opnar kngl. hirðljósmyndari PÉTUR BRYNJÓLFSSON í Reykjavík hér í bœnum í Lækjargötu 3. Miðvikudaginn 13. maí. Vélar eftir nýjustu tízku, og frdgangur allur d mynd- unum hinn vandaðasti. Myndirnar verða áreiðanlega afhentar eftir því sem umsamið er, og verð d þeim eins og alment gerist. Myndir verða teknar frá kl. 10—4 d hverjum degi, en afhentar daglega frá kl. 8—7. pr. Pétur Brynjólfsson Aí. Kisum Enginr) sjúklingur má láta farast fyrir að reyna China Livs Eliksir frá Waldemar Petersen í Fredrikshavn, Kjöbenhavn, því Eliksirinn er útbreiddur um allan heim og hvervetna í miklum metum hafður, og allir þeir sem heilbrigðir eru og vilja varðveita heilsu sína, sem er bezta skilyrðið fyrir glöðu og farsællegu lífi, ættu daglega að neyta þessa heimsfræga matarbitters. China Livs Eliksir er búinn til úr þ_im jurtum eingöngu, sem mest eru styrkjandi og læknandi fyrir mannlegan líkama, þeirra sem læknis- fræðin hefir reynt til þessa dags og veitt viðurkenningu sína; þess vegna er hann hið frábærasta matarlif, sem heldur meltingunni í reglu og hreinsar blóðið og endurnýjar það og þess vegna sjá menn þau stórmerki við daglega neyzlu China Livs Eliksirsins, að giktveikir menn fá aftur krafta sína og þanþol, taugaveiklaðir verða værir, skapsjúkir verða glaðir og á- nægðir og þeir menn sem óhraustir eru útlits verða bragglegir og hraust- legir yfirlitum. Hin mörgu verðlaun og medalíur, sem China Livs Eliksirinn hefir fengið á flestum hinum stærstu heimssýningum, sýna það, ljóslega, að hann hefir hvervetna staðist reynsluna, sem hið ágætasta matarlyf gegn allskonar veikl- un, en enn þá betri sönnun fyrir ágæti Eliksirsins eru þó þau þakklætis- bréf, þúsundum saman, sem í sífellu streyma til þess manns, er býr hann til, frá fólki sem losast hefir við ýms meinlæti við það að taka hann inn, svo sem giktsýki, kvef, jómfrúgulu, magakrampa, burðarlegsýki, steinsótt, mátt- leysi, taugaveiklun, svefnleysi, hjartslátt o. m. fl. Neytið því allir, bæði sjúkir og heilbrigðir, þessa ágæta meltingarlifs China Livs Eliksirs, en þó eink- um hér á íslandi, þar sem veðráttan er svo óstöðug, ætti hann að vera á hverju eínasta heimili. China Livs Eliksir fæst hvervetna á fslandi, en varið yður á lítil- fjörlegum eftirstælingum, sem ekkert verðmæti hafa, gætið þess vandlega að á einkunnarmiðann er prentað vörumerkið, sem verndað er með lögum, en það er Kínverji með glas í hendinni og auk þess nafn verksmiðjueigand- ans, Waldemars Petersen, Fredrikshavn, Kjöbenhavn og enn fremur merkið y p ... ■ " ■■■— ... " " 1 ■ ~F~ í grænu lakki á flöskustútnum. Læknisvottorð. Mér hefir verið hent á China Livs Eliksir þann sem búinn er til af Waldemar Petersen og hefi notað hann vtð sjúklinga mina og. hefi veitt því eftirtekt að hann hefir lœknandi kraft að ýmsu leyti. Eftir að mér hefir verið skýrt frá samsetningi Eliksirsins get eg vottað það, að jurtaefnin i honum eru mjög gagnleg fyrir heilsuna. Caracas Venczuela T. C. Luciani. Dr. med. Andþrengsli. Eg undirritaður hefi í mörg ár þjáðst af andþrengslum, en við að taka inn China Livs Eliksir hefir mer batnað til muna og get eg því mœlt með lyfi þessu við hvern þann er þjáist af þessum sjúkdómi. Feder • skósmíðameistari. Lökken. Oíto MonsfecT danska smjörliki - er bezt. Spíritus-Kompásar hentugir á mótorbáta fást í verzlun Sig. Bjarnasonar. T ▲ ▲ i Loftrósettur af ýmsri gerð (um 20 til- breytingar) fást í verzlun Sig Bjarnasonar. ▲ Húsgagnaverzluq | Guðbjörns Björnssonar H ; hefir œtíð nœgar birgðir af :: | flestum algengum húsgögn- Íj um. Sérlega mikið af stólum, linoleum, gfólf- H j vaxdúkum, rúmstæðum jj o. m. fl. Jómfrúgula. Eg hefi í 10 ár þjáðst af jómfrúgulu, sem svifti mig heilsunni hvað sem eg reyndi. Lœknír minn réði mér þá til þess að reyna China Livs Eliksir og við það að nota hann hefi eg orðið hcil heilsu. Sofie Guldmand, Randers. Lífsýki. Þegar kulda hefir slegið að mér hefi eg oft fengið ákafa lijsýki. Mér var ráðlag að neyta hins heimsfrœga China Livs Eliksirs og af öllu þvi sem eg hefi reynt er þessi eliksir eina meðalið, sem hefir getað komið lagi á meltingu mina. Genf 15. mai 1907. G. Lií), verkfræðingur. Magakvef. Eg undirritaður hefi í mörg ár þjáðst af uppsölu og haft óhraustan maga og leit- að lœknishjálpar árangurstaust, en við það að neyta China Livs Eliksirs er eg orð- inn alheilbrigður. Lemvig 6. december 1906. Emil Vestergaard kaupmannsþjónn. Máttleysi. Undirritaður hefir í mörg ár þjáðst af máttleysi og veiklun, svo hann gat ekki gengið, en við það að brúka China Livs Ehksir er eg orðinn svo heitsugóður að eg ekki að eins get gengið, heldur lika farið á hjólum. D. P. Birch, úrsmiður, Hrognés pr. Holeby. ▲ Prentsmiðja Odds Björnssouar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.