Norðurland


Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 16.05.1908, Blaðsíða 3
159 Nl. ^lótmæli gegn nefndarfrumvarpinu. Þegar Seyðfirðingar fréttu um úr- slitin í millilandanefndinni hélt Stjórn- málafélag Seyðisfjarðar þegar fund og samþykti svohljóðandi fundarályktun: Stjórnmálafélag Seyðisfjarðar telur frumvarp millilandanefndarinnar beina árás gegn frelsisbaráttu þjóðarinnar. Konungssamband eitt ófáanlegt. Skiln- aður þvi sjálfsagður. Þjóðfundur á að fjalla um málið. Þá hélt félag landvarnarmanna í Reykjavík fund í fyrradag og urðu þar miklar og heitar umræður. Fund- urinn samþykti svohljóðandi ályktun f einu hljóði: Landvarnarfélagið i Reykjavik telur frumvarp millilandanefndarinnar óað- gengilegt með öllu og skilnað einn fyrir hendi, ef konungssamband eitt fæsí ekki. X Hraðskeyti til Nls. Reykjavík ,6/s '08, kl 9 f. h. Þilskipaafli hér ágœtur; meðalafli 20000 fiskar. Fálkinn handtók i gœr botnvörpung sem heitir Marguerite frá Boulogne. Sá fekk 1200 kr. sekt, en afli og veiðarfæri voru dæmd upptæk. Hólar komnir til Eskifjarðar, ólekir. Gufubáturinn Reykjavik, sem tekið hafði að sér ferðir um Breiðafjörð i sumar, sökk við Skógarnes 13, þ. m. Með bátnum var mikið af óvátrygðum varningi einstakra manna. Konungurinn för 9. þ. m. i heim- sóknarferð til Austurríkis. Heimkoma hans er ákveðin í lok þ. m. X Millilandanefndin. Undirnefnd sú, skipuð fjórum mönn- um, er áður var getið hér í blaðinu, var kosin af annari undirnefnd, er skipuð hafði verið áður. í þessari undirnefnd voru allir Islendingarnir í nefndinni og auk þeirra 6 Danir, þeir J. C. Christensen, H. N. Hansen, P. Knudsen, Chr. Krabbe, H. Matzen og N. Neergaard. Þessi 13 manna nefnd samþykti í einu hljóði frumvarp 4 manna nefnd- arinnar.. Matzen prófessor gerði þó fyrirvara og Skúli Thoroddsen áskildi sér rétt til þess að koma fram með breytingartillögur, Þegar þær breyt- ingartillögur komu voru þær — að sögn 8, en ekki höfum vér heyrt orðalag þeirra. X Guðjón Guðmundsson ráðanautur Búnaðarfélags íslands varð bráðkvaddur í Reykjavík á miðviku- dagskvöldið er var. Allir sanngjarnir menn viðurkendu að hann væri mjög vel að sér í ment sinni, enda liggur ekki lítið eftir hann, þau fáu ár er honum auðnaðist að starfa, sem sjálf- stæður maður. Drengur var hann góður og hafði brennandi áhuga á frelsi og framför- um fósturjarðar sinnar. X Prestkosningin í Viðvíkurprestakalli fór svo að síra Þor- leifur Jónsson á Skinnastað fekk 80 atkv., síra Jónmundur Halldórsson á Barði 60 atkv. og Ástvaldur Gíslason 49 atkv. — Ganga má að því vísu að síra Þorleifi verði veitt kallið. Fermingarkort ljómandi falleg og ýmiskonar önn- ur kort fást í Bókaverzl. Kr. Guðmundssonar á Oddeyri. í verzlun Edinborg kom nú með s/s „Ceres" ógrynni öll af allskonar vörum, svo sem matvöru, ný- lenduvöru, kryddvöru, járnvöru, álnavöi u, leirvöru, þak- járni o. fl. Nánara auglýst siðar. Tóbaks- «* vindlaverzlui). Eg undirritaður leyfi mér hér með að tilkynna öllum almenningi að í dag byrja eg í Hafnarstrœti 35. á sérverzlun með munntóbak, reyktóbak, vindla, tóbakspípur o. fl. þar að lútandi. Virðingarfylst Jóh. Hagúe/sson. Saumur frá 'h’—8’ fæst í verzlun Sig. Bjarnasonar. 44 tegundir af ,Betrœkkf óvanalega ódýru og fallegu og þar á meðal »betrækki« (0ŒT sem má þvo fæst í verzlun Sig. Bjarnasonar. / verslun J. Gunnarssonar fæst moforolfa (smurningsolía 5 tegundir á 20 — 25 aura pundið og motortvistur á 38 aure pundið. / stórkaupum mikið minrta. ísfirzkur kolkrabbi ágætur til beitu er til sölu hjá Magn- úsi H. Lyngdal í Tungötu i. I Goodfemplarahúsinu fæst daglega: Kaffi. chocolade, cacao og the. Margar tegundir af limonade, ensku og dönsku. Ennfremur yfir 20 tegundir af óáfengum vfnum og öli. Vindlar og vindlingar. Smurt brauð (prentaður brauðseðill). Fæði selt um lengri og skemri tíma, einnig sérstakar máltíðir. Kjóla- Og kjóllífatau 1 margar tegundir nýkomnar í verzllUl Jósefs Jónssonar. í skóverzlun Suöl. Sigurðssonar Strandsrötu 1. JVíýkomið: ^ Karlm. Boxcalfstigv. frá . . 9.45 — Spalt- og Hestal,- stigv. frá .... 7 8n „Betrœk“ tfcíS" sem má þvo fæst í verzlun J. Gunnarssonar. Rúllan kostar frá 50 aurum og uppí 2 kr. 25 aura. — Spalt- og Hestl.skór frá. 5.85 Kvenm. Boxcalfstigv. frá . . 8.45 — Hestal.stigv. frá. . 7.15 — Cheoreauxstigv. frá 7.80 — Skór með bandi frá 4.25 — Skór reimaðir og hneptir mjög ódýrir. — Brúnelsskór frá 2.30—3.60 Drengjavatnsstígvél frá 6.25 Nyff skóverksfæði. Við undirritaðir tökum að okkur að gera alt sem að skósmíði lýtur. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. Pö ódýrata en annarsstaðar. Virðingarfylst. Hafnarstræti 95. Friðb. Nielsson. M. H. Lyngdal. #6 Sfærsf úrval QJ v/ UA/1 U 1 111 V U1 hefir Vefnaðarvöruverzlun Gudm. Efterfl. S" af alls konar Álnavöru, Skófatnaði, vtri og innri fatnaði handa konum, körlum og • börnum, höttum, húfum, sjölum, klútum og mörgu fleira. w V,i) mr Lœgst verð. ~m Æ \ Á klæðskeraverkstæði verzlunarinnar er 8 saumaður kvenna- og karlafatnaður alls < Wy konar eftir nýjustu tízku. -J mr Fljót afgreiðsla. ~m P •

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.