Norðurland


Norðurland - 23.05.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 23.05.1908, Blaðsíða 2
Nl. séu sameiginleg. Geti slíkt ekki sam- ist með góðu, er hæstarétti annars málsaðilans (Dana) falið að dæma. Það hefir líklega ekki mátt fara út fyrir takmörk alríkisins, til þess að fá odda- manninn, þótt of mikil viðhöfn við undirríkið. * * * En hvers vegna hafa Danir orðað þetta frumvarp einsog það er og ekki öðruvísi? Getum vér komist hjá því að leggja þá spurningu fyrir oss ? Vér eigum sjálfsagt að reyna að svara spurning- unni. Og svarið virðist liggja beint við. Samningurinn er stílaður svo í því skyni, að Danir hafi framvegis og um ókomnar aldir yfirráðin yfir gögnum og gæðum þessa lands. Hugsunin er þessi: Vér (o: Danir) fyllum fiskimið landsins með dönskum skipum og jafn- framt leggjum vér fé í atvinnufyrirtæki landsins. Samningurinn veitir oss öll þau réttindi, er vér þurfum, til þess að notfæra oss afurðir landsins og bægir líka frá útlendum mönnum. Við þetta myndast talsverður innflutningur af dönskum mönnum í landið, sem draga vorn taum gagnvart landsmönn- um við þingkosningar og aðrar þýð- ingarmiklar atkvæðagreiðslur í landinu og með því að veita innlendum mönn- um atvinnu, fáum vér tækifæri til þess að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu þeirra. Nægi ekki næstu 25 árin, sem íslend- ingar eru múlbundnir, til þess að tryggja oss full yfirráð yfir landinu, höfum vér enn 12 ár til þess að hlaupa uppá og á þeim árum látum vér skríða til skarar um yfirráð vor yfir íslenning- um, þessum fáu hræðum. Oss kemur ekki til hugar að sleppa nokkurn tíma réttinum til landhelginnar, oss kemur ekki til hugar að sleppa fæðingarrétt- inum og oss kemur heldur ekki til hugar að kaupfáninn eigi nokkurntíma að verða annar en danskur. Þessi eru hin órituðu orð sáttmál- ans, orðin sem lesa má á milli línanna, eins og þau séu rituð þar með því blóði, sem ekki verður skafið út. S Fyrlrlesturs-nefnu. hélt candídat Björn Líndal hér í Templarahúsinu á þriðjudaginn er var, um frumvarp millilandanefndarinnar. Ræðumaður fór yfir mestan hluta frumvarpsins, en ekki munu menn hafa þózt fara fróðari af þeim fundi en þeir voru áður. Ekki þóttist B. L. ætla að leggja dóm á frumvarpið, en öll ræða hans hneig þó að því einu, að reyna til að telja áheyrendurna til þess að aðhyllast það. í lok ræðu sinnar taldi hann það mjög illa farið ef þá menn, er vildu samþykkja frum- varpið, skyldi henda það mótlæti að verða f minnihluta. Aftur taldi hann það engan skaða að þeir menn fengju ekki sitt mál fram, er ekki vildu ganga að frumvarpinu óbreyttu. Bótin væri sú, að þeir yrðu að þegja í 25 ár. Reynt var til að fá áheyrendurna til að klappa á eftir, en til þess urðu sárfáir. Nokkurir stöppuðu en flestir voru þeir, sem ekki virtu þessa ræðu svo mikils, en gengu burtu þegjandi. Matth. Jochumsson hefir nýlega verið gerður heiðurs- félagi í hinum svo nefnda Víkinga- klúbbi (Vicing Club) í Lundúnum. Forseti þess fornfræðisfélags er hinn lærði vinur íslenzkra bókmenta Ker prófessor. Varaformenn félagsins eru, meðal annara, þeir Eirfkur Magnússon og dr. Jón Stefánsson. M. J. Kristjánsson skrifar grein í 20. tbl. »Norðrac með fyrirsögninni: »TempIarafimmið«. Margir heiðvirðir menn hafa talið sér vel sæma að skrifa í blöðin, án þess að uppnefna aðra. — Ef til vill Iítur M. J. Kr. svo á að hann hafi einkaréttindi til þessa vegna þing- mennsku-hæfileikanna miklu, er blað hans »Norðri« gumar svo mjög af. Við teljum okkur aftur í móti ekki hafa þessi einkaréttindi; álítum það líka sæmd okkar miður samboðið að upp- nefna M. J Kr., þótt létt verk hefði það verið. »Eg hygg,< segir M. J. Kr., »að »þeir verði margir, sem við nánari »íhugun málsins verði mér samdóma »um að heillavænlegast sé að gæta »hófs í þessu máli sem öðrum.« Við spyrjum höfundinn: I hverju höfum vér Templarar og aðflutnings- bannsvinir ekki gætt hófs? Það hefir margsinnis verið tekið fram, bæði í ræðu og riti, að ýið ekki vildum láta lögleiða aðflutningsbann, nema mikill meiri hluti þjóðarinnar væri því eindregið fylgjandi. Þetta hlýtur M. J. Kr. að vita. Ummæli hans geta því ekki skilist öðruvísi en svo, að hann telji það eitt hóf, að vera eindreginn andstæðingur þessa máls, undir öllum kringumstæðum. Enn fremur segir M. J. Kr. að um- mæli sín um þetta mál gefi enga heim- ild til að fullyrða að hann sé ákveð- inn andstæðingur aðflutningsbannsmáls- ins undir öllum kringumstæðum. »Og er yfirlýsing Templara því ó- sönn,« bætir hann við. Við spyrjum M. J. Kr. enn: Sagði hann ekki á fundi nú fyrir nokkuru í áheyrn okkar og fjölda annara mannn, að hann hefði verið, vœri og mundi verða andstæðingur þessa umrædda máls, og að hann taki þetta svona skýrt fram, til þess að varna misskiln- ingi síðar? Eða hefir M. J. Kr. nokk- uð breytt um skoðun síðan? Og þó hann léti svo; hvað er á því að byggja samkvæmt þessum tilfærðu ummælum hans sjálfs? Og svo þykir M. J. Kr. undarlegt að við skyldum ekki fara að semja við sig um þetta mál, þrátt fyrir yfir- lýsingar sjálfs hans á nefndum fundi og ýms ummæli hans önnur, snertandi þetta mál, sem hann — svo varlega sé talað — hefir ekkert vaxið af. Þess skal líka getið að einn okkar— Frb. Steinsson—hefir átt tal um þetta við M. J. Kr. og var þá skoðun hans í þessu máli algerlega sjálfri sér sam- kvæm; teljum við því varlega treyst- andi fyrir M. J. Kr., að honum verði trúað betur en Frb. St. Að Templarar líti of einhliða á að- flutningsbannsmálið eins og M. J. Kr. segir, er því að eins rétt, að þeir hafi ekki tekið til athugunar þau rök andstæðinga sinna, sem nokkurs er um vert. En hver eru þá þau rök? Vill M. J. Kr. benda á þau? Þar sem M. J. Kr. kallar okkur vini sína í niðurlagi greinarinnar, þá finst okkur satt að segja, grein hans ekki bera þess neinn vott, að hér sé um mikla vináttu að ræða, enda vitum við ekki til að sambandi okkar við M. J. Kr. sé öðruvísi háttað en alment ger- ist, það er að segja, að þar sé hvorki um vináttu eða óvináttu að ræða. Að endingu skal það tekið fram að sízt kemur okkur til hugar að eyða orðum við B. L. í »Norðra«. Það er sýnt að hann ber ekki meiri virðingu fyrir sanleikanum en svo, að ástæður eru engar fyrir því að virða hann svars. Ólíklegt teljum við heldur ekki að einhver af aðstandendum »Norðra« banni B. L. að eyða meiru af rúmi blaðsins til þess að rita um aðflutn- ingsbannsmálið jafn-fáfræðislega og hingað til. Akureyri 21. maí 1908. V. Kjiudstn. Lárus Thorarensen. Davíð Ketilsson. Frb. Steinsson. Lárus J. Risl. Tekjur landsins af tóbaki. — Tóbakseinkaréttur. Ræða flutt í fél. Skjaldborg 17. þ. m. eftir Sigurð Hjörleifsson. I. I kvöld ætla eg að tala um tóbakið. En það er svo fjarska margt sem um það mætti segja; mér dettur ekki í hug að reyna að segja það alt. Þess gerist heldur ekki þörf. Eg skal segja það strax hvað það er sem fyrir mér vakir. Eg býst við að mönnum lítist misjafnlega á það. Eg vil benda á tóbakið sem þann gjaldstofn, sem sœmi- lega vel mœtti hœkka á og jafnframt rœða þá uppástungu að landið taki að sér allan innflutning og tilbúning á tóbaki. Tóbakið hefir lagt undir sig heim- inn. Engin þeirra jurta, er jörðin fram- leiðir, hefir fengið almennari útbreiðslu en tóbaksjurtin. Kaffi og te hefir ekki náð jafnmikilli útbreiðslu og það. Jörðin gefur af sér á ári hverju yfir 1000 miljónir punda af tóbaki og það eru íbúar jarðarinnar sem því valda. Þeir þykjast þurfa alt þetta tóbak. Og þó hefir verið barist á móti því af miklu kappi. Spánverjar fluttu tóbaksnautn- ina til Norðurálfunnar snemma á 16. öldinni frá Vesturheimi og tóbakið fann náð fyrir vitum mannanna, en brátt snerist kristna kirkjan á móti tóbaksnautninni og kvað svo ramt að því að á 17. öldinni hótaði páfinn því að bannfæra þá, sem hefðu þá óhæfu í frammi að láta tóbakið upp í nefið á sér. Verzlega valdið tók síðan hönd- um saman við kirkjuna. Menn voru sektaðir fyrir tóbaksnautnina, settir í fangelsi eða gapastokk; menn voru jafnvel reknir af landi burt eða líf- látnir. En þrátt fyrir alt þetta lagði tóbakið heiminn undir sig. Fljótt fóru menn því að veita því eftirtekt að tóbakið var ágætur skatt- gjaldsstofn. Tóbakið er munaðarvara og sé þess neytt óhóflega verður nautnin skaðleg. Frá hagfræðislegu sjónarmiði er því naumast ástæða til þess, að löndin taki ekki skatt af tóbaki. Það þolir líka háan skatt miklu fremur en svo margir aðrir skattgjaldsstofnar. Það kostar tiltölu- lega lítið að framleiða það í þeim löndum, sem annars hafa náttúruskil- yrðin til þess. Það getur því tæpast heitið að tóbakið verði mjög dýrt, þó lagður sé á það tiltölulega hár skatt- ur eða tollur Enginn efi er á því að háir skattar eða tollar draga nokkuð úr nautninni og verður það þjóðunum og einstaklingunum til góðs, en ekki draga þeir þó fjarska mikið úr henni. En auk þess er tóbakið nær því ein- göngu notað mönnum til munaðar og er því talsvert öðru máli að gegna um það en t. d. spíritils, sem notað- ur er til eldsneytis og til margs kon- ar iðnaðar. I mínum augum hefir það þó mesta þýðingu, að eg get ekki betur séð en að það sé réttlátara að landið hafi háar tekjur af tóbaki heldur en ýms- um þeim vörum öðrum, sem það hefir háar tekjur af, og það þær tekjur, sem mest dregur um fyrir landssjóð- inn. Tóbakstollurinn er t. d. ólíkt sanngjainari en sykurtollurinn. Fátæk- asti fjölskyldufaðirinn í landinu, sem að eins verst sveit, verður að borga jafnháan toll af hverju sykurpundi, sem hann ver til heimilisþarfa eins og ríkasti maðurinn. Því fleiri sem börnin eru, því fleiri eru munnarnir til að láta molana upp í og því meira verður hann að borga í landssjóðinn. Sykurtollurinn er gjald, sem þetta mannsnauða land leggur á mannfjölg- unina í landinu. Sykurtollurinn erbarna- tollur. En sykurtollurinn er líka fá- tækratollur, af því hann kemur þyngst niður á fátæklingunum, sem að jafn- aði eiga flest börnin. — Alt öðru máli er að gegna um tóbakstollinn. Hann hvílir að mestu á þeim mönnum, sem arður og afrakstur heimilanna er bund- inn við, á heimilisföðurnum og mönn- um í meira eða minna sjálfstæðri stöðu. Hann vex ekki á heimilinu fyrir það að börnunum fjölgar. Að einu leyti er þó þessi tollur mjög ósanngjarn, eins og stendur. Hann er miðaður við þyngd vörunnar, en ekki við verðmæti hennar, sami tollur t. d. tekinn af vindli sem ekki kostar nema 3 aura eins og vindli sem kostar 50 aura, eða meira, ef þeir eru jafnþung- ir, sami tollur borgaður af dýrasta reyktóbakspundinu eins og því ódýr- asta o. s. frv. Þessi rangindi er þó innanhandar að lagfæra, ef landið hefir einkarétt til innflutnings, en varla á annan hátt svo vel fari. Ríkin ná tekjum sínum af tóbakinu aðallega með þrennu móti: 1. Með tolli. Tollur er lagður á það tóbak, sem flutt er inn í landið. Þessi aðferð tíðkast nú í Englandi, Danmörku, Svíaríki, Noregi, Hollandi, Svisslandi og Egyptalandi. A Eng- landi er þessi tollur ákaflega hár og auk þess verður hver tóbakssali að borga hátt gjald til þess að fá leyfi til þess að verzla með tóbak. Á Norð- urlöndum eru tollarnir miklu lægri og á Hollandi og Svisslandi mega þeir teljast mjög lágir. 2. Með afgjöldum. Sá siður tíðkast einkum í þeim löndum sem vel eru fallin til tóbaksræktunar. Er þá annað- hvort borgað ákveðið gjald t. d. fyrir hverja dagsláttu, sem tóbak er ræktað á, eða þá fyrir tóbaksaflann í heild sinni árlega eftir þyngd. En ein aðferð- in er sú að leggja þá fyrst gjöldin á tóbakið, þegar búið er að gera úr því verzlunarvöru. 3. Með ríkis-einkarétti. Ríkin hafa þá einkarétt til þess að rækta tóbak og gera það að verzlunarvöru og enn fremur til þess að flytja tóbakið inn í landið og selja það í landinu. Þessi aðferð tíðkast nú í Austurríki, Ung- verjalandi, Bosniu, Herzegovinu, Frakk- landi, Rúmeniu, Tyrklandi, Spáni, Portu- gal og Ítalíu*. Vér íslendingar þyrft- um svo sem ekki að verða spéhræddir þó vér leiddum í lög einkarétt handa landinu til þess að flytja inn tóbak og gera úr því verzlunarvöru, eg segi þó vér dirfðumst að gera þetta, án þess að taka Dani oss til fyrirmyndar. Vér getum þó bent á ýmsar sæmilega * Þessi iög um einkarétt ríkjanna til þess að fiytja inn tóbak eru þó. að minsta kosti í sumum þessum löndum, ekki strangari en það, að einstakir menn geta fengið leyfi stjórnanna til þess að fiytja inn tóbak og vindla handa sjálf- um sér, en til þess verða þeir þá að borga háan toll af tóbakinu og að auki tiltölulega hátt árgjald. Það verða þá ekki aðrir en ríkismennirnir, sem leika sér að því að ganga fram hjá tóbaks- verksmiðjum ríkjanna.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.