Norðurland - 23.05.1908, Blaðsíða 3
i63
Nl.
mentaðar þjóðir, sem hafa gert þetta
á undan oss.
^ótmæli gegq
nefndarfrumvarpinu.
Austri frá 15. þ. m. flytur mjög
eftirtektaverða grein eftir ritstjórann um
nefndarfrumvarpið í sambandsmálinu.
Vér leyfum oss að prenta hér upp
kafla úr grein þessari, er hljóðar svo:
„Það mun óefað mega telja það víst, að
þessu frumvarpi millilandanefndarinnar muni
verða tekið með almennum óhug hér á landi
og ekki nokkur minstu líkindi til annars,
en að þjóðin muni hafna því með miklum
meiri hluta atkvæða og þá að sjálfsögðu full-
trúar hennar á alþingi líka.
Vér getum ekki betur séð, en að hér sé
stórt spor stigið aftur á bak frá sjálfstseði
voru, þar sem vér eigum að binda oss um
aldur og æfi við Danmörku og megum al-
drei sjálfir ráða utanríkismálum vorum. Sumt
er það auðvitað í frumvarpi þessu, sem er
til bóta, frá því sem nú er, en þetta: að
ísland skuli vera ætíð og æfinlega hluti úr
„alrikinu danska", og láta Dáni jafnan hafa
á hendi utanríkismál vor, — það er óhaf-
andi, og hneisa fyrir oss að binda slíkan
klafa um háls vorn.
Og vér teljum sennilegt, að eigi verði
mikill flokkadráttur um mál þetta, og menn
verði að mestu samtaka og Iítið hjáróma í
því að hrópa hér: ,Vér mótmælum allir'."
Hér á Akureyri var haldinn fjöl-
mennur fundur 17. þ. m. í félaginu
Skjaldborg og var þar samþykt svo-
hljóðandi ályktun:
Félagið Skjaldborg á Akureyri telur frum-
varp millilandanefndarinnar bygt á alt öðr-
um grundvelli en kröfur Þingvallafundar-
ins. Fáist þeim kröfum ekki framgengt tei-
ur það ekki annað fyrir höndum en fullan
skilnað.
Stúdentafélagið í Reykjavík hefir
samþykt mótmæli gegn frumvarpi milli-
landanefndarinnar.
Sagt er að blöðin Pjóðólfur, ísa-
fold, Ingólfur, Fjallkonan og Rjóðvilj-
in séu öll á móti því að samþykkja
frumvarpið óbreytt. Austri hefir þegar
lýst sinni skoðun skörulega. Náttúrlega
verða blöðin Reykjavík, Lögrétta og
Norðri með frumvarpinu. Um Austur-
land og Vestra er enn ókunnugt.
Hraðskeyti til Nls.
Reykjavtk >8,'5 ’OS
Flestdönsk blöð mœla með nefndarfrum-
varpinu, þó fer blaðið „Vort Land“ um
það þessum storkunaryrðum: (líklega til
að hrœða oss frd að gera frekari kröfur).
„Milli þessara iveggja skoðana, hefir
nii komisf d samkomulag i nefndardlitinu
á þann einfalda hátt að íslenzka skoðun-
in hefir í öllum atriðum orðið ofan á.“
Blaðið ber danska hlutanum i nefndinni
á brjtn hugleysi, uppgjöf og blygðunarvert
athœfi. Segir blaðið að það sé eina vonin
að íslendingar verði svo hrokafullir af
hinum heillavœnlegu málalokum nefndar-
innar, að alþingi dirfist að bera fram nýj-
ar kröfur og að frumvarpið verði felt af
þeirri ástœðu, svo alt standi óbreytt eins
og mi er.
Útlend blöð, ensk og þýzk, skoða ís-
land viðurkent fullveðja riki.
Ragnar Lundborg segir að ísland sé
viðurkent fullveðja konungsriki. Samband-
íð sé nálega hið sama sem milli Noregs
Sviþjóðar. Óuppsegjanlegu málin séu hin
sömu sem á milli Austurríkis og Ungverja-
lands. Þessu taki þjóðrœðismenn óefað
og landvarnarmenn œttu að gera það
líka.
Prófessor Hagerup sendiherra Norð-
manna í Khöfn hefir leyft að hafa það
eftir sér að island sé með frumvarpinu
viðurkent futlveðja rlki (Suverœn Stat).
Sannsözlin í Norðra.
Síðasta blað Norðra skýrir frá því að
Reykvíkingar ætli að halda veizlu fyrir
íslenzku nefndarmönnunum. þegar þeir
koma til Reykjavíkur og að yfirdómar-
arnir Kristján Jónsson og Jón Jensson séu
meðal þeirra, er til veizlunnar stofna.
Vér gerðum þegar fyrirspurn til Reykja-
víkur um hvort þetta væri rétt hermt um
þá yfirdómarana og svarið var að það
væri tilhæfulaus ósannindi. — Önnur frétt
úr Reykjavík segir að þeir yfirdómararnir
hafi verið beðnir að vera í forstöðunefnd
slíkrar veizlu, en þeir hafi neitað því báðir.
Þá skýrir Norðri frá að heimastjórnar-
félagið >Fram« í Rvík. hafi samþykt í
einu hljóði á mjög fjölmennum fundi þakk-
lætisyfirlýsingu til nefndarinnar fyrir störf
hennar, en skýrir jafnframt frá því að á
fundi landvarnarmanna, sem getið var um
í síðasta blaði, hafi verið »mjög fáment«.
Reykjavíkurbúi, sem frétti eitthvað af þess-
ari sannsögli, hringdi nú í vikunni upp
kunningja sinn hér í bænum, til þess að
láta hann vita að á Framfundinum hefði
verið um 60 manna, en á fundi landvarn-
armanna á þriðja hundrað. —Geta má þess
ennfremur að þessi fundur landvarnar-
manna hafði staðið fram á nótt og voru
því nokkurir gengnir af fundi er til at-
kvæðagreiðslu kom og var Guðm. Hannes-
son á meðal þeirra, en talað hafði hann
á móti frumvarpinu á fundinum, svo ekki
er til neins fyrir Norðra að reyna til að
blekkja menn á því, að hann hafi verið
frumvarpinu fylgjandi eða þá óráðinn.
Fnjóskárbrúin
á að verða steinbogi, gerður úr
steinsteypu, 4 álna breiður milli hand-
riða og um 80 álnir á lengd. Brúar-
smíðinni verður lokið í haust.
Campbell Bannerman.
Einn af sessunautum hins nýlátna yfirráð-
herra Englands, Campbell Bannermans, segir
um hann: „Flver sá maður, sein átt hefir
einhver viðskifti við þann mann, mun trega
hann eins og trygðavin sinn. Eg hefi aldrei
þekt mikihnenni í háu sæti um mína daga,
sem ávann sér eins og hann hvers manns
hollnustu og elsku, sem nærri honum komu.
Fiann var ekki einungis heiðraður og hátt
metinn, heldur fylgdi honum hjartanleg
ástúð manna og aðdáun. Þorri vorrar fjöl-
mennu þjóðar, einkum og sérílagi þeir, sem
bágt eiga, hafa í honum látíð það mesta
mannval, sem þeir áttu nokkru sinni í
hárri valdastöðu í þessu landi. Hluttekning
hans við ólánsfólk og mæðumenn var sár
og viðkvæm, aldrei uppgerð eða endaslepp.
Hann var stórmenni, gæddur stóru höfði
(o: mannviti) og enn þá stærra hjarta (o:
manngæzku). Og hann var undantekningar-
laust sá einarðasti skörungur í landsstjórn-
armálum, er eg hefi þekt. Hann kunni
aldrei að hræðast svo meiri ofurhugi hefir
vart verið til. 4/ j
Sigluneshákarl
fæst enn þá í
KJÖTBÚÐINN.I
Ungur, bráðviljugur
KLÁRHESTUR
fæst keyptur hjá
Kristjáni Nikulássyni.
JVIótorbáts-
formaður
duglegur
getur fengið atvinnu strax við þorsk-
veiðar og sömuleiðis
2 HÁSETAR.
Otto Tulinius.
Búnaðarfélag íslands
vill veita einni kenslukonu styrk til umferðarkenslu í hússtjórn
og matreiðslu á Norðurlandi eða Austurlandi næsta vetur, 60 kr.
á mánuði. Umsóknir um styrkinn er óskað að sendar séu Bún-
aðarfélaginu sem fyrst.
Hvergi á öllu
Norðurlandi
er eins stórt úrval af
Karlmanna™
fafaefnum
Og
Peysufata-
klœði
og i
VEFNAÐARVÖRUVERZLUN
Sudmanns £fterf/.
Gott saltað
sauðakjöt
rúllupylsur
tólg og
saltfiskur
fæst í verzlun
8N. JÓNSSONAR.
rjónagarn,
\ kristalingarn
l I schetlands-
I garn, broder-
garn, heklugarn «g
Jj^ zephyrgarn fæst í
Kaupfélagsverzluninni.
Olíufatnaður
fæst í verzlun
Sn. /ónssonar.
Aðalfundur
vBindindissameiningar Norður-
lands verður haldinn, laugard.
20. júní n. k. að Svalbarði á
Svalbarðsströnd.
Stjórnarnefndin.
Dauðimj yfirvinst
ekki, en menn verða Ianglífari og
lífið farsælla ef menn gæta þess að
halda meltingunni í lagi og blóðinu
hreinu og nýju; þetta geta menn gert
með því að neyta daglega hins frá-
bæra matarbitters „China Livs Eliks-
irs" frá Waldemar Petersen í Fred-
rikshavn Köbenhavn.
Garnakvef.
Eg hefi i 3 ár þjáðst af þessum sjúk-
dómi og var svo illa farinn, að eg gat
ekki unnið léttustu verk. Eftir að eg nú
hefi brúkað China Livs Eliksir, er eg orð-
inn sem alheilbrigður og er það sannfcer-
ing min að eg haldi við heilsunni með því
að halda áfram að taka þetta lyf inn.
J. E. Peterserj.
Vansæt í Noregi.
Krampi.
Undirritaður hefir í 20 ár þjáðst af
krampaflogum i öllum líkamanum, en eftir
að eg hefi tekið inn 12 flöskur af China
Livs Eliksir yðar er eg orðinn laus við
þenna sjúkdóm og bið yður hér með að
senda mér 12 flöskur handa öðrum manni,
þvi mig langar til að allir sem sjúkir eru
reyni þetta lyf.
Carl J. y\ndersoi).
Norra Ed, Kila í Svíaríki.
Varið yður á eftirstælingum
Kaupið enga flösku nema á ein-
kunnarmiðanum standi Kínverji með
glas í hendinni og nafn verksmiðju-
eigandans Waldemars Petersen, Fred-
rikshavn Kjöbenhavn og á flösku-
stútnum merkið ^-í grænu lakki.