Norðurland


Norðurland - 20.06.1908, Side 1

Norðurland - 20.06.1908, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 46. blað. j Akureyri, 20. júní 1908. j VII. ár. Þar sem að eins sóknar- nefndin mætti á fundi þeim, sem hún hafði boð- að til 14. þ. m., þá er hér fneð á ný boðað til almenns, safnaðarfundar fýrir Akureyr- arsókn, að aflokinni messu næstkom- andi sunnudag 21. þ. m. í kirkjunni hér. Allir fullveðja menn, konur og karlar, hafa atkvæðisrétt. Skorað er á menn að sækja fundinn. Akureyri 15. júní 1908. Sóknarnefndin. • sem bækur hafa af 1 bókasafninu á Akur- * j eyri, eru beðnir að skila þeim fyrir 30. d. júnímánðar. Annars verða bækurnar sóttar heim til þeirra á þeirra eigin kostnað. Stjórnin. Ágrip af rœðu ritstjóra Norðurlands um sambandslagafrumvarpið. Áður en eg fór á fundinn hrip- aði eg upp tillögu um málið og hljóöar hún svo: Fundurinn jáiar því fúslega að frum- varp millilandanefndarinnar bjóði oss þýðingarmiklar réttarbœtur, sem var- hugavert sé að hafna, en lítur hins- vegar svo á að það hafi ýmsa athuga- verða galla. Telur hann málið ekki enn- þá i.œgilega rœtt og rannsakað frá öllum hliðum og það sérstaklega hvort ekki megi að einhverju leyti ráða bót á göll- unum, áður en frumvarpið yrði gert að lögum. Með þessari tillögu er tekin fram aðstaða mín til málsins, eins og hún er nú, en eg skal taka það fram strax, að eg lít svo á sem okkur liggi ekk- ert á því að greiða atkvæði um mál- ið. Ennþá er talsvert langur tími til kosninganna og ennþá lengri tími þangað til þing á að koma saman, svo ennþá gefst okkur langur frest- ur til þess að segja af eða á um þetta mál, þýðingarmesta mál þjóð- arinnar, langþýðingarmesta málið, sem þeir menn, sem nú eru á lífi, hafa nokkurn tíma greitt atkvæði um og líklega þýðingarmesta málið, sem þeir nokkurn tíma þurfa að greiða atkvæði um. í slíku máli ætti mönnum ekki að vera of laus hendin og mér finst þeir menn hafi verið of fljótir á sér, sem hafa dæmt frumvarpið óhafandi( að lítt hugsuðu ráði og hinir ekki síður, sem hrapað hafa að því að rétta hendina til himins til vitnis um að þeir teldu frumvarpið ágætt í alla staði. Tillaga mín er að minni hyggju hæfilega ákveðin, eða öllu heldur hæfilega óákveðin. En eg skal geta þess, að verði ekki bornar fram neinar aðrar tillögur í málinu á þessum fundi, er mér það ekkert á- hugamál að greidd séu atkvæði um hana.* Annars þykir mér þeir menn fara bæði of geist og óvarlega, sem vilja heimta það af okkur að ganga þeg- ar að frumvarpinu og breyta ekki einu orði. Slíkt er illa samboðið valdi þings og þjóðar og það er alveg gagnstætt því, sem gert var ráð fyrir áður en þessi nefnd var sett og skýrt var tekið fram af táð- herra íslands á fundi hans hér á Akureyri í fyrra sumar og víst sömu- leiðis' af honum á þinginu. Þá var hún ekki til komin skelfingin fyrir því að alt mundi gliðna í sundur, ef haggað væri einu orði. Mér finst líka að það væri undar- legt óhreinlyndi gagnvart Dönum ef löggjafarþing þjóðarinnar léti ekki vita hvað það er, sem oss þætti at- hugaverðast, auk þess sem það væri að gera sig lítilmótlegan að hafa ekki einurð á því. Mér skilst líka syo sem málstaður okkar yrði betri, ef við segðum til hreinskilnislega og drengilega hvað okkur þætti að. Hann yrði þá betri við síðari samn- inga. Ef við þá samt sem áður geng- jum að frumvarpinu, þá mætti öllum vera auðsætt að við gerðum það * Um tillöguna var ekki gengið til atkvæða, en hitt samþykt með ölluni greiddum atkvæðum gegn 4 að láta atkvæðagreiðslu ekki fara fram. af því við hefðum ekki átt annars kosti í þetta sinn. Eg ætla ekki að gera nema nokk- ur atriði frumvarpsins að umtalsefni, enda hefi eg áður gert grein fyrir skoðun minni á ýmsum greinum þess. — W — Þó vildi eg minnast lítillega á það sem sagt er, að með frumvarp- inu sé ísland viðurkent fullveðja ríki. Nefndarmennirnir segja okkur þetta fullum fetum og sjálfur hefi eg verið nærri þeirri skoðun. En eg veit að það dregur úr mörgum að trúa þessu, að þegar tillaga var borin upp í nefndinni um að fá þessa viðurkenningu skýrt orðaða, þá var þessi tillaga feld, ekki aðeins af öllum dönsku nefndarmönnunum, heldur líka af íslenzku nefndarmönn- unum, 6 af 7. Mönnum þykir það eitthvað ískyggilegt að ekki megi segja það í frumvarpinu, sem ætlast er til að lesið sé út úr frumvarpinu. En reyndar er það svo, að þó þetta væri felt í nefndinni, að nefna ís- land fullveðja ríki, þá er ekki sann- að með því að ísland sé ekki full- veðja ríki, eins og hitt er heldur engin sönnun fyrir þessu, að nefnd- armennirnir segja það á þeim fund- um, sem þeir halda með kjósend- unum út um landið. Hér talar t. d. ráðherrann að eins sem þing- maður, en ekki sem ráðherra. Meiri þýðingu hefir það ef ráðherrann, sem einn ráðgjafanna í ráðaneyti Christensens, segir þetta skýrt á lög- gjafarþingi þjóðarinnar. Ummælin fá þá meira gildi, er þau eru töluð á þeim stað. Nú sýnist ekki rétt að geta annars til en að ráðherrann segi hið sama á þinginu, sem hann hefir sagt kjósendum sínum. En fari svo, að því er þetta atriði snertir, má þá ekki búast við því að sjálf- ur forsætisráðherra Dana vildi gefa hina sömu yfirlýsingu á þingi þeirra? Getur hús þeirra ráðherranna verið sjálfu sér sundurþykt? Getur for- sætisráðherranum verið nokkur út- lát í því að segja það í danska þing- inu, sem einn af ráðgjöfum hans segir um slíkt mál f íslenzka þing- inu? Sé þetta eins auðsætt og ótví- rætt eins og þeir segja, eru þá lík- ur til þess að forsætisráðherrann vildi ekki lýsa yfir þessu á þinginu? Eða ætti hann ekki að þora að gera það Dana vegna? Ættu.þá dönsku þing- mennirnir að vera þau flón, að ekki mætti segja þeim það hver sé hugs- un frumvarpsins, eða er þeim ekki ætlandi að sjá það sem okkur er ætlað að sjá? Eg bendi á þetta af þvf að slík yfirlýsing frá forsætisráðherra Dana á þingi þeirra, hefði mikið gildi og væri hægt að fá hana, mundi það sætta margan þann við frumvarpið, sem nú er því andvígur, og það án þess að nokkrum staf þess sé breytt með henni. Sé hins vegar slík yfirlýsing ófá- anleg geri eg ráð fyrir að það auki 152 í heilögum anda, handleiðsla, ljós og hvatning og kraft- ur hins sanna anda; frelsun frá hegningu syndarinnar og yfirráðum, frá reiði guðs, frá bölvun og oki lög- málsins, frá valdi dauðans og djöfulsins og helvítis, frá heiminum og vondri samvizku; úrslit og niðurstaða allra hluta, jafnvel beiskustu þjáninga, hinum trúuðu til góðs, lifandi von um sáluhjálp; og á endanum fylgir því svo hin ósegjanlega eilífa gleði og dýrð á himnum og svo framvegis!« »Þarna geta menn séð það!< hrópaði Sparre prófast- ur himinlifandi glaður og skrifaði í litlu bókina sína; »eg hugsaði nú reyndar að þú værir hreint ekki svo blár, Ásmundur! Þér gengur kanske ekki eins vel að skiljá spurningaraar eins og drengjunum hérna í bæn- um, en þú kant þó talsvert, drengurinn minn! Haltu nú bara áfram að vera iðinn og eftirtektasamur, og þá skaltu sjá, að alt gengur vel fyrir þér<. Latínusveinum brá í brún; þeir höfðu átt von á góðri hláturskviðu í þetta sinn. En allir á langa bekkn- um lutu áfram og horfðu á Ásmund öldungis steinhissa. Sjálfur sat hann með opinn munninn og glápti á prestinn. Aldrei hafði annað eins komið fyrir hann, aldrei hafði hann fengið nokkurt hrósyrði eða von; en aldrei hafði heldur nokkur prestur áður uppgötvað þenna mikla og eina andlega sjóð, er hann átti um * náðargjafir fagnaðarboðskaparins. Ásmundur Ásbjörnsen frá Sauðamýri hafði reynt marga presta, og slitið upp til agna — enginn vissi hvað — mörgum lærdómsbókum. Frá því er hann byrjaði á því fjórtán, fimtán vetra gamall, að hafa bókina með sér í hjásetunni úti á 149 »Að eins einn einasti guð,< svaraði Óli Marteinn Pe- tersen; hann var einhver sá bezti á langa bekknum. »Hvernig hefir hin guðlega vera opinberað sig í orði ritningarinnar?< »Að eins sem ein vera: faðir, sonur og heilagur andi, sem þó eru allir eitt og kallast til samans heilög þrenn- ing.< »Getum vér nú skilið þetta vel með skynsemi vorri, að guð sé þetta hvorttveggja, bæði einn og þrennur?< »Nei, það er langt yfir skynjun vora — enda þótt það sé ekki á móii henni; þess vegna er þetta trúar en ekki skynjunaratriði; og guð væri ekki guð, ef vér gætum skilið hann með skynsemi vorri.< »Þetta er mjög gott, ÓIi Marteinn! Þú kant vel, bara ef þú hugsar þig um. Jæja — Mons Monsen! Eru þá þessi þrjú orð: faðir, sonur og heiiagur andi, þrens- konar mismunandi nöfn eða eiginleikar guðs og ekkert annaðf< »Jú, — það er meira en bara mismunur á nöfnun- um eða eiginleikum, því ýmislegt sérstakt er hverju þeirra gefið, sem ekki heyrir hinum til.< »Ekki svona fljótt, drengurinn minn! — í hverju er svo þessi mismunur fólginn?< »Ekki í eðlinu, sem kallað er,< — svaraði Mons Monsen ákaflega óðamála og lét hvergi staðar numið, — »ekki í eðlinu, sem kallað er, en — en orðið, sem er sameinað vatninu —<. »Nei, nei, Mons! Nú ertu kominn út í alt annað; gættu nú að: ekki í eðlinu, sem kallað er, heldur í vissum —.< »— heldur í vissum, persónulegum innri verkunum,

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.