Norðurland - 04.07.1908, Side 4
Nl.
190
og nýsleginn túskildingur eftir allan þenn-
ah tíma, ófúið og óbreytt, alveg eins og
fyrir 56 árum.
Sagan um skipið, sem heitir Investiga-
tor, er á þessa leið.
Um miðja fyrri öld hófu Bretar tvívegis
leiðangur norður í íshaf til þess að leita
að Sir John Franklin norðurfara, sem hafði
orðið þar til. í síðara sinnið voru tvö skip
send, Investigator og Resolute, er sigldu
norður í höf milli Ameríku og Grænlands.
Investigator komst upp í'flóa nokkurn er
nefndur var »Miskunarflói« og þar sat
hann fastur í ís og komst ekki út aftur.
Skipverjar höfðust lengi við í skipinu en
fór að lokum að skorta vistir og auk þess
tóku veikindi að leggjast á þá. Vildi þeim
það til lífs að skipverjar af Resolute björg-
uðu þeim og fluttu þá til Englands, en
skipið urðti þeir að skilja eftir í ísnum.
Var það talið af og féll svo algerlega í
gleymsku.
Nú nýlega hafa hvalamenn er fóru um
þessar slóðir flutt þá fregn að skipið sé
þarna ennþá í ísnum og sé með öllu ó-
skemt. Hafa þeir farið og skoðað það og
segja jafnvel að það muni vera hægðar-
Ieikur að ná því út. Þykir Englendingum
þetta næsta furðulegt og langar til að ná
aftur í þennan merkisgrip þó úreltur sé,
því Investigator er seglskip af gamalli
gerð og næsta ólíkt nýtízkuskipunum f
flota Breta.
,, . er áreiðanlega lakari en
Hagur vinnu- &
lýðs í Japan * flestum öðrum siðuðum
löndum, kaupið afarlágt,
vinnutíminn langur, vinnuharka mikil. í
Tokío, stærstu borginni, þar sem kaupið er
hvað hæst, er það sem stendur þetta:
Spunameistarar í baðmullar-
verksmiðjum.....tæpl. i.oo á dag.
Meðalkaup verksmiðjustúlkna 0.35 - —
Trésmiðir allrahæst kaup . . . 2.00 - —
Múrarar..................i-S° * —
Skósmiðir................°-9° • —
Almennir verkamenn.......0.60 - —
Lögin ákveða ekkert um það hve lang-
ur vinnutími skuli vera og hann er oft
hóflaust langur. Þannig verða járnbrautar-
þjónar að vinna 24 tíma í strikloku milli
þess er þeir sofa. í verksmiðjum er venju-
Iega unnið 13 tíma en að eins örfáar mín-
útur eru gefnar til þess að borða.
Það er ekki furðaþó fjöldi Japana streymi
til Ameríku og annara landa, því meðal-
kaupið þar er miklu hærra en þeir þekkja
heima og allur aðbúnaður margfalt betri.
ii*imtnt»*UTTTT
Ágoetar
saumavélar
bæði með og án kassa, fást í
Kaupfélagsverzluninni.
J'JýKomið
/ bókaverzlun Frb. Steinssonar
útiendar skemti- og frœðibœk-
Ur, með mjög niðursettu verði, eftir
fræga höfunda, svo sem: Georg Ebers,
Tolstoy, Amicis og Boccacio.
VERZLUN
Sig. bigurðssonar
Akureyri
kaupir allar íslenzkar vörur
háu verði
Nýlegt, ^ | er til sölu nú þegar.
Ritstj. vísar á seljanda.
vandað
orgel
Frá þrotabúi verzlunarhússins
JVl. B. Rosenthal & Co. > Beriin
hefi eg keypt miklar birgðir af
KARLMANNA- og
DRENGJAFA TNAÐI
svo sem: Yfirfrakka, stórtreyj-
ur, jakkaföt og sérstakar buxur.
Fatnaður þessi verður seldur —* meðan
endist með ótrúlega lágu verði.
Gudmanns Efterfi
Island »« DanmörK
og reyndar allur hinn mentaði heim-
ur eyðir árlega fjarska miklum mæli
af hinum frábæra heilsu-bitter „China
Livs Eliksir" og mun það vera bezta
sönnunin fyrir hinum ágætu kost-
um hans.
Vottorð.
Undirrituð hefir iil margra ára verið
þjáð af illkynjuðum nýrnasjúkdómi; en
eg hefi fengið aftur futla heilsu, eftir
að eg fór að reyna »China Livs Eliksir«
Waldemars Peiersens og gerði eg það
eftir ráði lœknis míns.
Frú Larsen, Lyngby.
Vottorð eins og þetta og önnur
þvílík streyma daglega inn frá mönn-
um, sem losnað hafa við sjúkdóma
sína við það að taka inn „China
Livs Eliksir" og notið áhrifa hans
á meltinguna og blóðið, sjúkdóma svo
sem jómfrúgulu, máttleysi, krampa,
hjartveiki, giktveiki, tæringu, maga-
kvef, legsjúkdóma o. m. fl.
Hver sá er hefir mætur á heilsu
sinni á daglega að taka inn „China
Livs Eliksir".
„China Livs Eiiksir" hefir fengið
meðmæli lækna.
Varið yður á eftirstælingum: Oæt-
ið þess vandlega að á einkunnar-
miðanum standi Kínverji með glas
í hendi og nafn verksmiðjueigand-
ans Waldemars Petersen, Fredriks-
havn, Kjöbenhavn og að á flösku-
stútnum standi stafirnir 'Qf- í grænu
lakki.
Siglufirði er til sölu eða
leigu, með eða án veið-
arfæra, 1 kútter að öllu
leyti í góðu standi, enn
fremur 1 skauta, með eða án
veiðarfæra. Lysthafendur getafeng-
ið nánari upplýsingar hjá for-
manni Bakkavíks á Siglufirði sem
semur um kaup á skipum pess-
um^ík^gefur^t^ónssor^iátÞ
ari upplýsingar.
Oddeyri 27. júní 1908.
Sn. Jónsson.
Tí
verzlun
Skófafn-
aður
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns Efterfl.
Kaupfélagsins
fæst enn:
spaðkjöt
rullupylsur,
smjör
0g kœfa.
Ljáaklöppur - Steðjar
áreiðaniega lang-beztar í
verzlun Sig. Sigurðssonar.
Þúsund
á bollapör
rnjög ódýr eftir gæðum;
einnig stórt úrval af
blómstjökum °s skálum
nýkomið í verzlun
Jósefs Jónssonar
Oddeyri.
Fortepiano frá H. Lubitz í Berlirj
og
Orgel-Harm. frá K. j\.. Anderssog,
í Stocholm.
eru áreiðanlega hin hljómfegurstu, vönduðustu og beztu hljóðfæri
sem til landsins flytjast og jafnframt ódýrustu eftir gæðum, enda er
salan feykilega mikil. Aðeins fáein vottorð, af fjöldamörgum, læt eg
birta hér frá háttvirtum kaupendum o. fl., sem reynt hafa hljóðfærin.
Um undanfarin 10 dr hefi eg haft viðskifti við herra organista Jón Pálsson
í Reykjavik með kaup á Orgel-Harmonium frá K. A. Andersson i Stockholm,
bœði fyrjr sjálfan mig og margar kirkjur í prófastsdœmi mínu, og get eg vottað,
að þau hafa eftir vitnisburði þcirra, er þau hafa haft með höndum, reynzt mjög
vel, enda hlutfallslega ódýr eftir gœðum.
Holti undir Eyjajjöllum 3. okt. 1907.
Kartan Einarsson, prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi.
Við, sem hvor um sig höfum fengið Piano (frá H. Lubitz í Berlin) hjá herra
organista fóni Pálssyni i Reykjavík, vottum hér með, að þau hafa reynst á-
gœtlega og cru svo vönduð og góð i alla staði, að við vildum ekki skifta á
þetm fyrir önnur miklu dýrari, þó í boði vœri með jöfnu verði. Auk þess teljum
við naumast unt að komast að betri borgunarskilmálum en hann veitir, og vilj-
um við því eindregið ráða hverjum þeim, sem eignast vill gott Fortepiano, að
skifta við hr. fón Pálsson.
Reykjavík 21. janúar 1907.
Ólafur Sveinsson, guiismiður. Ben. S. Þórarinsson, kaupmaður.
Heiðraðir kaupendur eru beðnir að minnast þess, að ágætur kaup-
bætir fylgir hverju Orgel-Harm. (frá 4 — 15 kr.) sé borgað við mót-
töku, að engan eyri þarf að borga fyrirfram, að áreiðanl. kaupend-
um veiti eg langan afborgunarfrest án nokkurrar verðhækkunar og
að yfir höfuð er hyggilegast að eiga kaup við mig á Orgel-Harm.
og Fortepianoum.
Væntanlegir heiðraðir kaupendur á Norðurlandi geta einnig snú-
ið sér til hr. verzlunarstjóra PÁLS HALLDÓRSSONAR á Siglufirði.
* Jóti Pálsson, organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Oíío Monsfed3
danska smjörlíki
er bezt.
Prentsiniðja Odds Bjömssouar.