Norðurland


Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 1

Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 52. blað. j Akureyri, 1. ágúst 1908. J VII. ár. ^/linni Einars Hjörleifssonar, frúar hans og dóttur. /Vkureyri 21. júlímánaöar 1908. thugunarverð viðurkenning. Sú var ein af aðalkröfum Þing- vallafundarins, að vér mættum segja Dönum upp þeim málum, er vér fælum þeim á hendur. Ekkert þeirra mála skyldi vera bundið nema um ákveðinn tíma. Með því eina móti þótti hugsanlegt — og var hugsan- legt — að vér gætum fengið fullveldi yfir öllum vorum málum. Nákvæmlega sama hugsunin var tekin fram í erindisbréfi þjóðræðis- flokksins. Par er sagt: Fela má Dön- um að fara með ýms mál fyrir ís- lands hönd, meðan um semur. Það getur því ekki verið neinum vafa bundið, að það var uppsegjan- leiki málanna, sem fyrir mönnum vakti. Án hans þótti þjóðinni ekki gangandi að samningum við Dani. íslenzku nefndarmennirnir tóku þessa kröfu til greina. Þeir héldu henni fram í þeim upp- köstum, er þeir báru fram fyrir Dani, þangað til seint í aprílmánuði. Það er fyrst í 4 manna nefndinni, sem þeir voru í sýslumennirnir Lárus H. Bjarnason og Jóhannes Jóhannesson, að nokkur íslenzku nefndarmann- anna var oþinberlega við það rið- fnn, að víkja frá þessari kröfu. Fyrir þetta hefir nefndarmönnun- um verið þakkað, að þeir fylgdu þó um nokkurn tíma fram kröfu þjóð- arinnar og það lof hefir enginn sann- gjarn maður hingað til viljað af þeim hafa. Mönnum brá því heldur en ekki í brún, á fundinum í Galtarholti í Mýrasýslu, þegar sjálfur ráðherrann lýsti þar yfir því, að þeim nefndar- mönnunum hefði aldrei verið full alvara með þessa kröfu. Þeir hefðu aðeins haldið henni fram til þess að hafa eitthvað til þess að slá af við Dani. Þeir hefðu sem sé aldrei til þess ætlast, að hún næði fram að ganga. Þessum ummælum ráðherrans var strax svarað á þá Ieið á fundinum, að þetta væri bending fyrir þjóðina um að gína ekki við þessum samningi nú strax. Eðlilegast væri, úr því ráð- herrann ætlaðist ekki til þess að kraf- an væri uppfylt, að fela þá öðrum en honum að semja við Dani um hana, mönnum sem mætu kröfuna einhvers og ætluðust til þess að henni yrði framgengt. Og óneitanlega verður ekki' ann- að séð en að sú röksemdafærsla sé réttmæt og eðlileg í alla staði. Með þessari viðurkenningu hefir ráðherrann sjálfur brugðið þeim skugga yfir störf nefndarinnar, sem engjnn andstæðinga hennar hefir, oss vitanlega, gert áður í fuilri al- vöru. En íhugunarverð er þessi viður- kenning og það á fleiri veg en einn. Hafi þjóðin ekki verið sannfærð um það áður, er líklegt að hún sannfærist um það hér eftir, að síð- asti liðurinn í samþykt Þingvalla- fundarins hafi ekki verið saminn ó- fyrirsynju. Sá liður hljóðaði svo: „Sökum þess að alþingi var eigi rofið þegar afráðið var að skipa samninganefnd í sjálfstæðismálinu, skorar fundurinn á alþingi og stjórn að sjá um, að nefndin verði eigi skipuð fyr af íslands hálfu, en kos- ið hefir verið til alþingis af nýju." Óhamingja íslands leyfði ekki að farið væri eftir þeirri áskorun. En hitt er ekki síður vert að í- huga, að eklci verður betur séð en að ráðherrann hafi fengið þeim kröfum öllum fullnægt, er hann sjálfur hafði áður borið fyrir brjósti og reyndar töluvert meiru. Það gefur oss von um að betur mætti til takast, ef annar ætti með að fara, sem gerði réttindi landsins að enn þá meira áhugamáli sínu, en hinn núverandi ráðherra, og ætl- aðist til þess að allar réttmætar kröfur vorar skyldu ná fram að ganga. Feröamenn Sigurður Ólafsson sýslumaður í Kald- aðarnesi í Arnessýslu og Sigurður Briem póstmeistari í Reykjavík komu hingað til bæjarins á sunnudaginn er var og höfðu farið Sprengisandsveg. Þeir fóru héðan aftur suður sveitaleið, á þriðjudaginn. „Ruddak sem jarlar,“ kappinn kvað, Glúmur þá hjörvi i hönd heimti sín Pverárlönd. En hvorki dugðu vopn né vél: auðnan varð ill við Glúm, Einari gaf hans rúm. Af þvi að Einar meira mat ráðsnild en reiddan nað, réttvtsi en ójafnað. Enn eru lög um Eyjafjörð: Einar skal eiga rúm eftir hvern Víga-Glúm. — Velkominn, Einar, vina til! Eig þú við Eyjafjörð óðar þins beztu jörð! Heimild þú átt til óðals þess: skáldmcerings gögnin gild, göfgustu sagnasnild. Ef Pverá enn ei liggur laus, tak Shakespeare, Hugó, Húme,: og hrek hinn forna Glúm. Hann er að visu víðsjáll karl, lœvis með laga prett, leikinn við hnefans rétt; * Frb. Sjekspir, Hýgó, Hjúm. Og kann að „yrkja“ — eins og þú. en hvorki ijóssins lönd, lífgrös né hugarströnd. Þú kant að „yrkja“ þessi lönd; stærri þú ræktar reit en rekka nokkur veit. Einar og húsfrú Hjörleifsson, syngur nú vinaval: Velkomin hér i sal! Sé þessi veröld völt og fleyg, með samhug, ást og yl eilífð vér búum til! Setjumst svo hátt á sjónarhól; þá sýnist svell og strönd sólroðin Gósenlönd! Lifi! þú sálna-sameining, „ryð“ til vors réttar arfs i riki mannkyns starfs! — Hér þarf að „ riðja “ hundrað ból, út reka ofsa og prett, inn setja vit og rétt. Heill sé þér, vin, til hjálpar oss! Heill sé þér, horska drós! Heill sé þér, meyjarrós! (M. J.) 176 rúm konu hans var kalt og autt, rauk hann aftur á fætur í ofboði, kveikti ljós og litaðist um. Alt var hljótt; klukkan var rúmlega þrjú; hann sá engar menj- ar eftir konu sína, nema kjólinn sem hún hafði farið úr. Karsten Lövdahl fanst hjartað hætta að slá, og hon- um varð það ljóst, að nú mundi þó eitthvað ekki vera með feldu. Hann herti sig upp og brynjaðist allri þeirri stillingu, sem lá f eðli hans, og lífið og starf hans hafði styrkt og þroskað. Hálfklæddur tók hann Ijósið, og fór á stað til að leita að henni. í stofunni sá hann, að ljósrák lagði út úr skrifstof- unni; hurðin stóð í hálfa gátt. Hann varð að láta stað- ar numið litla stund, en svo gekk hann í fáum skref- um að dyrunum; hann vissi nú hvaða sjón hann fengi að sjá. Þó varð hann að styðja sig við af afli og kertastjak- inn var nærri því hrotinn úr hendi hans. í stóra hægindastólnum hans lá frú Wenche örend með útrétta arma. Kertið á borðinu var nærri því brunn- ið upp; og úr hendi hennar, sem hún hafði rétt út á borðið, hafði oltið ein af litlu flöskunum hans, sem hann kannaðist við. Hann setti frá sér ljósið og langaði til að fleygja sér ofan yfir hana. En alt í einu datt honum nokkuð í hug, sem gerði hann sterkan og kaldan; nú reið á því að hugsa um, hvað hægt væri að gera, hverju enn þá væri unnt að leyna; nú þurfti á því að halda að vera maður að gagni. Og aftur bældi hann niður geðshræringuna með öllu hinu margæfða taumhaldi á sjálfum sér og brá spegli fyrir vit henni, enda þótt hann vissi reyndar að hún 173 handviss maður skammaðist hann sín fyrir það að hafa nú brugðið upp þeirri mynd af sínum innri manni, sem hann vildi fyrir hvern mun halda leyndri, því undir þvf áleit hann heiður sinn kominn. Gagnvart konu sinni fyrirvarð hann sig jafnvel öllu minna, því hann vissi með sjálfum sér, að hann hafði ekki meint þessi þungu orð í alvöru; og líka var hann alveg sannfærður um það, að hún sjálf mundi fljótt átta sig á þvf, samstundis og hún færi að íhuga það, að orð þessi hefði hann talað bara fyrir óhug þann, sem greip hann, þegar hann sá, hvað um var að vera. Því óneitanlega var það ljóta sagan að eiga nú von á barni. Hann var nú í mörg ár orðinn svo vanur við að hugsa að eins um þenna eina son. Bæði sem fátækra- læknir og hagfræðingur hafði hann séð svo margar hörmulegar afleiðingar af þessum barnafjölda hjá fólki. Og hann hafði sjálfur bæði talað og skrifað margt og mikið á móti þessu. Mundi hann nú ekki hálfgert verða að athlægi, þeg- ar hann færi eftir fimtán, sextán ára skeið að breyta þannig á móti kenningu sinni, roskinn og ráðinn mað- urinn? Öll þau hæðiyrði, sem hann yrði nú að þola, bros, dylgjur og auðskilin græska! Og svo í ofan á lag alt það uppnám, sem yrði í húsinu, — öll þau óþægindi og Ieiðindi, sem af þessu leiddi! Það var ekki mikið á meðan maður var ungur og alt þetta var nýnæmi. En nú var öðru máli að gegna; það yrði bara til að koma ruglingi á alt og kollvarpa þeim friði og næði, sem nú var fengið. Alt þetta hafði í einu vetfangi flogið í huga hans og fundið frjóvan jarðveg í hinu illa, æsta skapi, sem

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.