Norðurland


Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 2
Nl. 204 Skrásetning út/endra skipa. Mjög mikla gremju hefir það vakið hér hjá titgerðarmönnum til síldveiða, að 7 skip hafa verið skrásett sem innlend eign, en munu öll vera eign norskra útgerðarmanna, sem telja sig- btisetta hér á landi. Mál þetta er afar mikilsvert fyrir innlenda titgerðarmenn og ekki sfzt eins og nú er ástatt. Síldin hefir und- anfarið gengið mjög nærri landinu. Fyrir því er aflavonin langmest í land- helginni. Eðlilega þykir þá innlendu titgerðarmönnunum ekki vænt um að fá titlenda keppinauta við hlið sér og það því fremur, sem þeir hafa ástæðu til þess að óttast það að sú sfld, sem þeir afla sjálfir, verði mjög lítils virði, ef útlendingar ausa hér upp ógrynni af síld. Flestir urðu íslenzku tigerðar- mennirnir fyrir tilfinnanlegu tjóni af síldveiðinni síðasta ár, ekki af því að aflinn væri lítill, heldur af þvf að svo mikið barst á erlendan markað af ís- lenzkri sfld, að síldin féll afarmikið í verði. Þeim finst nú 3em íslenzk lög- reglustjórn megi ekki stuðla að því að eins illa takist til í þetta skifti; nóg sé áhættan samt við þenna at- vinnurekstur. Utgerðarmenn hér hafa sent kæru til stjórnarráðsins yfir þessari skrá- setningu, en undir hana hafa þessir 5 menn ritað: Eggert Laxdal, Chr. Havsteen, Snorri Jónsson, Pétur Pét- ursson og Otto Tulinius. Telja þeir að eigendur skipanna og skipstjóra vanti nauðsynleg skilyrði og ýmsir þeirra séu áreiðanlaga þegnar ann- ara ríkja. Segja þeir að atvinnuveg- ur sjálfra þeirra eyðileggist nema þetta verði hindrað tafarlaust. Óska þeir þess að stjórnarráðið veiti engar undanþág- ur frá ströngustu skilyrðum fyrir skrá- setning og skipstjórastöðu og að stjórn- arráðið skipi tafarlaust rannsóknardóm- ara í málið á þeirra eigin ábyrgð og um- bjóðenda sinna. Nú er svo ákveðið í lögum frá 13. des. 1895 um skrásetning skipa, að »til þess að skip geti með skrásetn- ing á íslandi öðlast rétt til að hafa danskt flagg, verða að minsta kosti 2/3 hlutar þess að vera eign innbor- inna manna, er ekki eru þegnar ann- ars ríkis, eða þeirra manna, er fengið hafa dönsk þegnréttindi með því að vera orðnir heimilisfastir á íslandi eða í Danmörku. Sé skipið eign hlutafé- lags, þá á stjórn þess að hafa aðset- ur sitt á íslandi eða í Danmörku og félagsmenn að fullnægja skilmálum þeim, sem settir eru hér að framan.« Af þessari lagagrein virðist mega ráða að hæpið sé að lögreglustjóri geti neitað um að skrásetja skip þeirra manna, sem taldir eru hér bú- settir, þó ekki sé nema að yfirvarpi, en fullnægi þessi skip ekki þeim fyrir- mælum, sem ákveðin eru í lögum frá 26. okt. 1893 um atvinnu og siglingar, svo sem að skipstjórar hafi þau próf er þeim ber, virðist auðsætt að skrá- setningin ein veiti þeim ekki rétt til að fiska í landhelgi. En það er á valdi stjórnarráðsins, hvort slíkt leyfi eða undanþága verður veitt. Skip þau, sem hér ræðir um, hafa þó flest eða öll að sögn veitt í land- helgi síðan þau voru skrásett og lát- ið danska fánann hlífa sér. En nú er að vita hvort stjórnar- ráðið og Fálkinn skakka ekki þenna leik. Skattanefndln hefir hér aðsetur sitt fyrri hluta þessa mánaðar. Þeir Klemenz Jónsson landritari og Aug. flygenring kaup- maður komu hingað í fyrrinótt á Fálk- anum, en þeir Ólafur Briem og Pétur Jónsson eru væntanlegir um þessa helgi. Fimti nefndarmaðurinn er bæj- arfógetinn hér, Guðl. Guðmundsson. Til Hjósenda í Húnavatnssýslu. Síra Hafsteinn Pétursson sendir kjós- endum í Húnavatnssýslu þessa tilkynn- ingu og hefir beðið Norðurland að birta hana: Heiðruðu kjósendur. 24. f. m. fekk eg tilmæli frá nokk- urum mönnum hér í sýslu um að koma heim til íslands og bjóða mig fram til þings við alþingiskosningar þær, sem nú fara í hönd. Eg fór því með fyrstu skipsferð frá Kaupmannahöfn til Islands og er nýkominnn hingað í sýslu. Eg er Húnvetningur, borinn og barn- fæddur hér í sýslu. Ef eg næ kosningu, þá tek eg mér bústað á íslandi. í alþjóðlegri pólitík er eg lýðveldis- maður og hefi verið það í mörg ár. Eg er því auðvitað eindregið með bæði orðabreytingum og efnisbreyt- ingum á uppkasti millilandanefndar- innar. Frá því get eg eigi vikið, þótt allir aðrir samþykki uppkastið óbreytt eða með lítilvægum breytingum. Eg get fært fram fjölmargar ástæður fyrir breytingunum. 1. Danski og íslenzki textinn eru ó- samhljóða í mörgum atriðum. 2. Uppkastið er óskýrt og tvírætt. 3. A uppkastinu þarf að gera fjöl- margar efnisbreitingar. Sem dæmi upp á þær má nefna breytingartil- lögur Skúla Thoroddsens, sem all- ar ganga í rétta stefnu. Eg get öðrum fremur stuðlað að því, að breytingar fáist á uppkastinu ís- landi í hag, ef eg verð kosinn alþing- ismaður. Eg ætti þá kost á að tala máli íslendinga á pólitískum fundum í Danmörku, áður en uppkastið kemur fyrir ríkisþing Dana. Þetta atriði er næsta þýðingarmikið og þess vert, að kjósendur íhugi það vel, er til kosn- inga kemur. 174 hann hafði gengið f um sinn, og alt þetta hafði svift hið stilta prúðmenni fótfestunni og valdið því, að hann talaði þau orð, sem að vissu leyti komu upp leyndustu hugsunum hans, enda þótt langt væri frá því í raun og veru að hann hefði meint það, sem hann sagði, á þann hátt, er frú Wenche virtist hafa skilið það. En á morgun varð þetta alt saman betra viðfangs. Að því er meginatriðið snerti, þá var auðvitað ekkcrt hægt að gera, og Karsten Lövdahl var víst áreiðanlega maður til að taka á móti þvf, sem ekki varð komist hjá, með allri háttprýði. Hann var líka við því búinn að bera í bætifláka fyrir sig og vcita konu sinni fulla rétting þessara mála; en alt saman rólega, hálfgert í gamni, eins og meiri maður, — á morgun. Hann slökti ljósið; það var í rauninni langréttast að fara að sofa. En það vildi ekki ganga vel; hann gat ekki sofnað. Þvert á móti varð hann alveg glaðvakandi; hann var æstur og óþreyjufullur og honum gerðist heitt; — hann hlustaði eftir hverju hljóði, og honum fanst hann alstaðar heyra einhver hljóð í næturkyrðinni; — bær- inn svaf f ró og að eins heyrðist hverfandi skóhljóð úti á götu. Og einhver hræðsla tók að þróast í myrkrinu, hrað- ara og hraðara, og brá upp fyrir hugskotssjónum hans ýmsum kynjamyndum, gerðist honum æ nærgöngulli og þrengdi að honum þyngra og fastara á hverjum fimm mínútum, sem fundust honum vera fjórðungur stundar; hann kveikti á eldspítu. Hvað gat orðið af henni? — og klukkan meir en hálf tólf! 'Nú hlaut eitthvað verra að vera á seyði. Seinasta samtalið þeirra, ópið, sem hún rak npp, 175 þegar hann flýði af því hann óaði við að halda áfram samræðunni — alt þetta stóð honum nú skýrt fyrir hugskotssjónum. — Og hún sem var svo ákaflynd og óvægin. Þetta fjarstæðufulla öfgafólk! Hann þekti svo sem skaplyndi þess, — það var bágt að vita, hvað því gæti dottið í hug. Hvar var hún á þessari stundu? — hann sundlaði alveg. Gekk hún villiráfandi úti í nátt- myrkrinu, — eða lá hún kanske þegar á mararbotni einhversstaðar út með skriðum? Hann þaut upp úr rúminu og kyeikti ljós. Hann tal- aði við sjálfan sig friðandi orðum eins og við sjúkling, en það kom að engu haldi. Loksins heyrði hann til hennar í framdyrunum. Hann slökti ljósið þegar í stað, lagðist útaf aftur og dró andann hægt og reglulega eins og hann hefði sofið lengi. Honum fanst, sem nú létti af sér blýþungu fargi og brosti að hræðslunni í sjálfum sér. Frú Wenche kom inn og kveikti ljós; síðan fór hún úr kjólnum og virti mann sinn vandlega fyrir sér á meðan; hann svaf fast og rólega. Hún lagði höndina á lyklakippu hans svo hljótt og varlega, að ekki hringlaði í neinum lykli, tók Ijósið með sér og gekk út úr svefnherberginu. Hann varð þess var, að hún fór út aftur, en hugsaði ekki frekar um það. Nú var hún komin heim, áhyggja hans var á enda, á morgun skyldi alt saman lagast. Og þar sem hann lá nú þarna rólegur aftur og þreytt- ur eftir geðshræringuna og lét sem hann svæfi, þá sofnaði hann í raun og veru og svaf fast og rólega í tvær eða þrjár stundir. En þegar hann vaknaði aftur og varð þess var, að Þekking mtn í pólitík er af ensk- um rótum runnin. Hún getur komið að gagni í þessu sambandsmáli. Eg er fús á, ef eg næ kosningu, að leggja þingmensku niður, hvenær sem kjósendur æskja þess. Virðingarfylst. Hafsteinn Pétursson, p. t. Gunnsteinsstöðum 15/7 1908. X 6inar skáid Jfjörleifsson gaf Akureyrarbúum þrisvar tækifæri til að hlýða á sig þá fáu daga er hann dvaldi hér, og sagðist í hvert skiftið ágætlega. Tvisvar las hann kafla úr allstórri skáldsögu, er von mun á að bráðum verði prentuð. Mun það flestra ætlan, sem á heyrðu, að verði sagan öll jafnvel samin, frum- leg og skemtileg eins og kaflar þeir þóttu, verður sú bók mikill fengur fyrir bókmentir vorar. Efnið var ó- brotið, allar lýsingar eðlilegar og sam- töl' lipur og eftir eðli og lunderni þess er talaði. En á bak við söguna eða hennar gang sázt skáldið, sem bæði kann listamannlega með sögur að fara, og fullur er siðlegrar alvöru og umvöndunar gagnvart göllum og ranglæti mannlífsins. Stingur og höf. helzt þar á kýlinu, sem mest er hol- grafið undir. Það er kýli hræsni og yfirdrepskapur í trú og líferni. En ekki skal hér snerta hið einstaka, heldur geyma atriði sögunnar, unz hún sjálf kemur á sjónarsviðið. Óskum vér al- þýðu til heilla með þetta nýmæli, sem eflaust verður mörgum til góðra hvata, auk ánægjunnar að lesa sannfagra og siðbætandi sögu. — í þriðja skifti flutti E. H. fyrirlestur um dularfull fyrirbrigði. Þótti víst öllum sem hann heyrðu afar- fróðlegur. En ekki skal fleira um hann segja að sinni. M. J. X Fundir um sambandsmálið. Sveinssfaðafundurinr). Á sunnudaginn er var 26. f. m. var fundur haldinn um sambandsmálið á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, eftir fundarboði, er birt hafði verið um alla sýsluna Iöngu áður. Voru þar komnir saman um 100 kjósendur. Fundar- stjóri var kosinn Gísli ísleifsson sýslu- maður á Blönduósi, en fundarskrifarar þeir síra Bjarni Pálsson í Steinnesi og Magnús Pétursson frá Gunnsteins- stöðum. Umræður stóðu yfir frá kl. 3 e. h. til miðnættis. Þessir töluðu með frumvarpinu ó- breyttu: Hannes Hafstein ráðherra, Jón Jónsson héraðslæknir, Þórarinn Jóns- son á Hjaltabakka og Jón Hannesson á Undirfelli. — En þessir töluðu fyrir breytingum á því: Björn Sigfússon á Kornsá, síra Hálfdán Guðjónsson á Breiðabólsstað, Árni Árnason í Höfða- hólum, Bjarni Jónsson frá Vogi, Egg- ert Leví og síra Hafsteinn Pétursson. Á fundinum höfðu þeir boðið sig fram til þingmensku fyrir sýsluna síra Hafsteinn Pétursson og Þórarinn á Hjaltabakka. En annars hefir verið tal- ið að flestir Húnvetningar hefðu auga- stað á þeim Birni Sigfússyni á Kornsá og síra Hálfdáni Guðjónssyni á Breiða- bólstað og er fullyrt að þeir muni

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.