Norðurland


Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.08.1908, Blaðsíða 3
bjóða sig fram til þingmensku. Þá er og mælt að Arni Arnason á Höfða- hólum muni og bjóða sig fram. Er því talað um 4 frumvarpsandstæðinga sem frambjóðendur, en ekki nema einn af stjórnarliðum. Þegar miðnætti var komið voru margir fundarmenn farnir af fundi og þótti því ekki rétt að láta ganga til atkvæða, en fullyrt er það við oss að ekki hafi fleiri en 10—20 af fundar- mönnum fylgt frumvarpinu óbreyttu og engar líkur séu til þess að neinn frum- varptmaður nái kosningu í Húnavatns- sýslu. Frá Sveinsstöðum lagði ráðherrann aftur á stað vestur á bóginn og hafði ferð hans verið heitið nú fyrst vestur í Strandasýslu. Hefir hann miklar á- hyggjur og umsvif um þessar mundir. Kórekssíaðafundurinn. Um síðustu helgi var fundur hald- inn um sambandsmálið að Kóreksstöð- um í Norður-Múlasýslu. Ræðuroenn þar voru þeir Jóhannes Jóhannesson sýslu- maður og Björn Kristjánsson kaup- maður í Reykjavík. Um 60 kjósendur voru á fundi, en atkvæðagreiðsla fór þar ekki fram. Fundir á Snæfellsnesi. Þá eru enn komnar fregnir af 2 fundum er haldnir voru á Snæfellsnesi, eftir að Lárus Bjarnason hafði haldið þar 5 fundi sína. Annar sá fundur var haldinn að Slaðastað 19. f. m. Þar komu 22. kjósendur og tjáðu sig alla andvíga Uppkastinu óbreyttu. Tveim dögum síðar, 21. júlí, var þingmálafundur haldinn að Arnarstapa. Þar töluðu gegn frumvarpinu þeir síra Sigurður Gunnarsson og Einar Þor- kelsson, landsskjalaritari í Rvík, en með því Guðm. Eggerz sýslumaður og Bjarni Jónsson frá Knerri. Atkvæða- greiðsla fór svo að 21 atkvæði var greitt fyrir breytingum, en ekki nema 2 með Uppkastinu óbreyttu. X Sambandsmálsfundurinn í Winnipegr. í Lögbergi frá 2. f. m. má sjá fundarboð það, er varð tilefni til fund- ar þess í Winnipeg um samband ís- lands við Danmörku, er frá var skýrt í síðasta blaði Nls., eftir hraðskeyti. Undir þetta fundarboð höfðu ritað ekki færri en 31 hinna merkustu íslendinga í Winnipeg af öllum flokkum, prestar, læknar, ritstjórar, málfærslumenn og helztu atvinnurekendur íslenzkir þar í bænum. Benedikt Svelnsson ritstjóri koin hingað til bæjarins á mánudaginn, úr ferð sinni í Norður- Þingeyjarsýslu í þingmensku-erindum. Hann fór héðan áleiðis suður á mið- vikudaginn, ásamt Einari Hjörleifssyni. B. S. hafði verið á þingunum í Norður-Þingeyjarsýslu. Var þar höfð hin sama aðferð sem í Suður-Þingeyj- arsýslu, þingin notuð tii þess að boða mönnum frumvarpið. Fer sá siður að tíðkast harla mikið hér á landi að valdsmenn noti þessar skuldheimtu- ferðir sínar í þarfir landssjóðsins, til þess að reka jafnframt stjórnmála- og flokkaerindi og ætti sá ósiður að leggj- ast niður sem fyrst. En fremur höfðu Norður-Þingeying- ar tekið frumvarpinu dauflega og varð ekki annað séð, en að meira en helm- 205 N! ingur þeirra væri því fráhverfur að ganga að því breytingalaust. Þórði Thoroddsen lækni og bankagjaldkera, sem talinn var viss að ná kosningu í Reykjavík, sem þingmannsefni sjálfstæðismanna, var synjað um það af bankaráðinu að bjóða sig til þingmensku, nema hann segði af sér stöðu sinni sem banka- gjaldkeri og hafði þó aðalbankastjór- inn tekið þeirri málaleitun líklega. Það er rétt eins og hérna hjá oss. Hér er bæjarfógetinn og sýslumaður- inn rekinn til þess nauðugur að bjóða sig fram til þingmensku fyrir Austur- Skaftafellssýslu, þó allir viti, og hann bezt sjálfur, að embætti hans leyfir honum engan tíma til þess að sitja á þingi. En það er sitt hvað ef stjórnarliði eða stjórnarandstæðingur á í hlut. Jóhannes Jósefsson hafði glímt í grísk rómverskri glímu í Lundúnum og staðið sig mæta vel. En síðasta daginn sem glíma þessi fór fram var hann veikur. Aður hafði hann glfmt við fjölda manna, og felt þá alla, en aldrei fallið sjálfur. Hefði ekki þetta óhapp komið fyrir, eru víst ekki litlar líkur til að hann hefði orðið sigurvegarinn ísfenzku glimurnar í Lundúnum gengu vel. Voru þær sýndar á leiksviði olympisku leikanna í viðurvist fjölda áhorfenda. Búist við að sýna glímurnar aftur að 14 daga leikunum afstöðnum. Ráðnir höfðu glímumennirnir verið til þess að sýna glímur í Edínaborg, Newcastle og Glasgow og taldar líkur til þess að þeir færu til Hafnar í sömu erindum. Ensk blöð hafa flutt myndir af glímumönnunum, að minsta kosti þeim glímuköppunum tveimur, Jóhannesi og Hallgrími. U. M. F. í A sambandsþingi félagsins (á Akur- eyri og Reykjavík) var þessi stjórn kos- in: Formaður HelgÞValtýsson kennari, ritari Svafa þórhallsdóttir, ungfrú, gjald- keri Þórhallur Bjarnarson prentari á Ak- ureyri. í varastjórn voru kosnir Jóhannes Jósefsson, frú Karólína Guðlaugsdótt- ir og Arni Jóhannsson biskupsskrifari. Framvegis verða sambandsþingin háð 3. hvert ár að Þingvöllum og íþrótta- mót í sambandi við það. Var nefnd kosin til þess að undirbúa íþrótta- mótið 1911. • Meðal annars var það samþykt að fela sambandsstjórninni að reyna að koma á einum sérstökum skógræktar- degi um land alt árlega innan vébanda Sambandsins. Þinsmannsefni Reykjavíkur eru þessir taldir: Af stjórnarliðum Guðm. Björnsson landlæknir og Jón Þorláksson verkfræðingur, en fyrir hönd andstæðinga Uppkastsins þeir Magnús Blöndahl verksmiðjustjóri og dr. phil. Jón Þorkelsson skjalavörður. Kirkjufélag: Vestur-fslendingra. Síra Jón Bjarnason í Winnipeg hefir að þvf er skýrt er frá í Lögbergi 25. júnf, neitað að taka við endurkosn- ingu, sem forseti íslenzka kirkjufélags- ins í Vesturheimi og hafði kirkjuþingið kosið í hans stað síra Björn B. Jóns- son. Síra Jón Bjarnason var forseti kirkju- félagsins í 23 ár, ' eða síðan það var stofnað og gegndi því starfi með frá- bærum skörungsskap. Eftirmaður hans, síra B. B. J., hafði lýst yfir því á þing- inu, að hann fylgdi stefnu síra J. B. í kirkjumálum í öllum greinum. Norsk-íslenzkt hlutafélas: allstórt var stofnað nýlega í Niðar- ósi, með 430,000 kr. höfuðstól, er Norðmenn, ýmsir helztu fésýslumenn þar í borginni m. fl., eiga í 200,000 kr., en hitt íslendingar, og mun vera mikið af því fólgið í eignum félaganna Völundar, Mjölnis, Högna og Báta- smíðastöðvar Reykjavíkur, en þær stofn- anir allar eignast hið nýja hlutafélag. Það ætlar að reka verzlun á alls kon- ar húsagerðarefnum, einkum trjávið frá Noregi, og standa fyrir húsasmíði. Enn fremur ráðgert, að það stofni gangvélaverksmiðju og fáist við hafna- gerð. Þeir hafa gengist fyrir að koma félagi þessu á fót, Einar Benedikts- son sýslumaður, Friðrik Jónsson kaup- maður og Magnús Blöndahl verksmiðju- stjóri. Fyrir félaginu ræður 5 manna stjórn, einn Norðmaður, konsúll Bratt í Niðarósi, og 4 íslendingar, þar á meðal Magnús Blöndahl, og er hann framkvæmdarstjóri þess hér á landi. Það heflr aðalaðsetu í Reykjavík. Ný ráðaneytisskipun er nú á komin í Danmörku í ráða- neyti Christensens. Er Högsbro orð- inn dómsmálaráðherra í stað Alberti, Anders Nielsen landbúnaðarráðgjafi, Neergaard- fjármálaráðgjafi og Sönde- rup samgöngumálaráðgjafi. ..Agder“ var nú í vikunni sendur austur á Eski- fjörð með beitusíld, því þar er sfld ekki fáanleg nú, þó nóg sé af henni hér. — Ó- víst að annað skip hefði fengist með síldina og sýnir þetta að skipið getur orðið að miklu almennu gagni. SkólastjórastarfiO við barnaskólann hér á Akureyri er veitt ungfreyju Halldóru Bjarnadóttur, er dvalið hefir hin síðari ár við kenslu í Moss í Noregi og þykir ágæt kenslu- kona. Qansandi suOur fjöll fóru þeir á miðvikudaginn var, Stef- án Björnsson teiknikennari, Lárus J. Rist leikfimiskennari, Jóhann Sigur- jónsson skáld og Magnús Matthíasson bankaritari. Höfðu þeir fylgdarmann með hest er ber farangur þeirra tvær dagleiðir fram á fjöllin, en sjálfir ætla þeir að bera hann úr því. Ferðinni er heitið að Hveravöllum. Hvítárvatni, Gullfossi, Geysi, Þingvöllum, Eyrar- bakka og þaðan út Reykjanes til Reykjavíkur. SíldarveiOarnar hér norðanlands gengu framan af misjafnlega og voru fremur litlar, en undanfarna viku hefir aflinn verið góð- ur og hjá sumum ágætur. Um miðja þessa viku er talið að búið hafi verið að veiða um 50 þús- und tunnur alls. Meira en helmingurinn af þeirri síld hafði verið fluttur til Siglu- fjarðar en hitt inn á Eyjafjörð, til Hjalt- eyrar og Akureyrar. Af þessari síld eiga íslendingar nálægt því 12 þúsund tunnur. Ólafsvíkurpresfakall er veitt guðfræðiskandídat Guðmundi Einarssyni, samkvæmt kosningu safnaðar- ins. Sfaður í Sfeingrímsfirði er veittur síra Guðlaugi Guðmundssyni á Dagverðarnesi. Viðvíkurpresfakali er auglýst laust aftur, með því að síra Þorleifur Jónsson vildi ekki taka við þvf er til kom. Umsóknarfrestur er til 5. sept. >••• ••••••••••••••• kaupir þar sem hann fær mest fyrir peninga sína. Hygginn maður kaupir þar sem hann veit að vörurnar eru beztar. Hygginn maður kaupir þar sem mestu er úr að velja. r r r Allir, sein til þekkja, vita að Vefnaðarvöruverzluij Gudmanns Efterfl. fullnægir þessum skilyrðum öll- um. — Þar er ávalt Stærst úrval, lægst verð. Um skóggræðslu °g skógrækf heldur umsjónarmaður skógræktarinnar hérá landi, Kofoed-Hansen, FYRIRLEST U R í Gagnfræðaskólanum sunnudagskvöld 2. ágúst, kl. 82. Ókeypis aðgangur.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.