Norðurland - 05.09.1908, Page 3
A»ar tóbakstegundir
ódýrastar í tóbaks- °g vindlaverzlun
Jóh. Ragfúelssonar.
Hafnarstrœti 35.
Það mundi verða látið falla ef meiri
hlutinn væri því andvígur að ganga
að því án breytinga, en gæti hins
vegar ekki komið sér saman um þess-
ar breytingar.
Vér viljum ekki gera ráð fyrir því
að sú óhamingja komi fyrir þjóðina,
né sú óvirðing fyrir þingið.
Réttmætt væri það að fella frum-
varpið, ef því fylgdu t. d. þau skila-
boð frá Dönum, að ekki mætti breyta
í þvf einum staf.
En slfkt væri ósæmileg móðgun
við þjóð og þing og því viljum vér
heldur ekki gera ráð fyrir slíku, þó
Alberti léki þann leik 1902.
Vér getum því ekki betur séð en
að hið sama hljóti að vaka fyrir Vestur-
íslendingum eins og oss, að þeir vilji
ekki að vér göngum að frumvarpinu
óbreyttu, eða án þess að miklar um-
bætur séu á því gerðar.
En þökk sé Vestur-íslendingum fyrir
þá bróðurhönd, er þeir rétta oss.
s
Gamli sáttmáli.
Síðan Uppkastið birtist hafa nokk-
urir íslenzkir fræðimenn látið hafa sig
til þess, að reyna að koma þeim skiln-
ingi inn hjá íslendingum, að Gamli
sáttináli hafi jafnvel verið miklu verri
oss til handa og svift oss meiri rétt-
indum, en ráð er gert fyrir í Upp-
kastinu. Er það mál sótt með allmik-
illi frekju, bæði af Jóni sagnfræðing
og fleirum.
Dómar þessara manna um þetta
má! geta því að eins haft nokkura
þýðingu fyrir íslenzku þjóðina, að þeim
beri saman við þá dóma, sem þessir
sömu menn hafa áður kveðið upp um
þetta. Engar skýringar eða skýrslur
hafa fram komið um Gamla sáttmála
á síðustu tímum, er virðist gera það
réttmætt að gerbreyta skoðun vorri á
honum.
Það er því varla ástæðulaust að
líta svo á, nú á þessum tfmum, ef
þessir fræðimenn tala nú alt öðru vísi
um Gamla sáttmála, en þeir gerðu
áður, er þeir rituðu í nafni vísindanna
og sögðu það eitt er þeir vissu satt
og rétt, að flokksfylgið og ofstækið
stýri nú penna þeirra.
Fyrir 5 árum sfðan farast Jóni sagn-
fræðing svo orð í »íslenzkt þjóðerni« :
»íslendingar gangast undir þrent
með þessum sáttmála (»G1. sáttmála*),
að gjalda konungi skatt,' þingfararkaup
og þegnskyldu; að viðurkenna æzta
dómsvald konungs f vissum málum Og
að halda trúnað við konung.«
Hér er þá alt upp talið og úr því
vér höfum orð Jóns sagnfræðings sjálfs
fyrir því, að það hafi ekki staðið í
Gamla sáttmála fyrir 5 árum, að vér
höfum með honum afsalað oss í hendur
konungi og Norðmönnum, hvorki utan-
rfkismálum né hermálum, þá er lík-
lega hættulítið að treysta því að það
standi þar ekki heldur nú, hvað sem
Jón ritar um þetta nú, Uppkastinu til
dýrðar og sjálfum sér til kjörfylgis.
Og þar sem því nú er haldið fram,
bæði af Dönum og þjónum þeirra og
þýjum hér á landi, að ísland hafi geng-
ið Noiegi á hönd með Gamla sáttmála,
þá er oss næsta skylt að minnast þess,
II Nl.
að einn hinn fróðasti og mest metni
vísindamaður vor, Björn M. Olsen pró-
fessor, hefir í hinu nýja riti sínu »Um
upphaf konungsvalds á íslandi« mót-
mælt þessari kenningu með mjög á-
kveðnum orðum. Ummæli prófessors-
ins hafa enn meiri þýðingu fyrii oss
af því, að enginn mun gruna hann um,
að hann vilji ranglega hafa af Dönum
nokkur yfirráð yfir landi voru.
Ummæli dr. Olsens eru þessi:
»Það liggur í auguin uppi að allar
skuldbindingar íslendinga í þessum
sáttmála, eru eingöngu miðaðar við
persónu konungsins og að þeir ganga
honum sjálfum á hönd, en ekki Nor-
egs ríki. Enginn Norðmaður annar en
konungur sjálfur, hefir eftir sáttmál-
anum neitt yfir íslendingum að segja.
Það má jafnvel segja að Norðmenn
séu afskiftir í þessum sáttmála gagn-
vart íslendingum, sem fá ýms ný hlunn-
indi í Noregi, en Norðmenn engin á
íslandi. Annars eru Norðmenn og ís-
Iendingar hvorir öðrum óháðir og hafa
ekkert annað sameiginlegt en konung-
inn. Sambandið milli landanna er hreint
persónusamband.«
%
Spádómsgáfa J'íorðra.
í öngum sínum út af því að geta
ekkert lagt til af viti til þeirra mála,
sem þjóðin á nú að fjalla um, fór
Norðri að gefa sig við spádómum hér
á dögunum. Því fylgir sá kostur fyrir
blaðið, að ekki er hægt að sanna það
beinlínis, samstundis, að blaðið fari
með vitleysu. En væntanlega kemur
það f Ijós bráðlega hvort, blaðið hafi
meira af þeirri gáfnategund en öðrum.
Það spáði því að frumvarpsmennirnir
ynnu sigur í flestum kjördæmum lands-
ins við kosninguna 10. september.
Væntanlega á blaðið eftir að taka
marga af þessum spádómum aftur,
þegar fréttist um kosningar, en einn
spádóminn er það búið að taka aftur
strax, þann að sýslunefdnarmaður Kr.H.
Benjamínsson á Ytri-Tjörnum nái kosn-
ingu. Nú spáir blaðið því að hann
muni ekki að eins falla, heldur fá sára
lítið fylgi.
Hvor af þessum spádómum blaðs-
ins reynist réttut, eða þeir reynast
báðir vitleysa, skulum vér ekkert um
segja.
En fyrst þetta er orðið að blaða-
máli þykir oss rétt að geta þess, að
vér teljum það hyggilega ráðið at Ey-
firðingum að kjósa Kristján. Hann er
fastur maður og einbeittur, prýðilega
skýr og líklegur til þess að geta orð-
ið góður þingmaður. Ætti hann að
geta orðið eyfirzkum bændum til sæmd-
ar á þingi.
Hann mun láta sér fremur hægt
með að gefa upp ákveðna skoðun á
frumvarpinu, þó ekki sé hann því frá-
hverfur að sögn. Þykir það heillavæn-
legra að athuga vandlega og rannsaka,
en að haga sér eins og fíflin, sem
gleypa við frumvarpinu umhugsunar-
laust, af því að einhver segir þeim að
það hafi svo og svo mikla kosti til
að bera.
Eyfirðingar ættu því í þetta sinn
að greiða Kristjáni H. Benjamínssyni
atkvæði sitt.
X
Ný þýðingarmikil hraðskeyti.
Kristjaniu 3. sept. ’08 kl. 6. siöd.
Gjelfsvík kveður Uppkastið innlimun
Islands og Morgenstjerne (sem mun hafa
lagt frumvarpinu liðsyrði) ofstœkisfullan
hœgrimann, með engri tiltrú.
Kaupmannahöfn 4. sept. kl 9 síðd.
Morgenstjerne játar l „Aftcnposten" að
eftir Uppkastinu verði ísland ekki „suve-
rœnt" og sambandið geti ekki einu sinni
heitið „Realunion”,
Strákaháttur.
Norðri flytur í síðasta blaði stráks-
lega níðgrein um Guðmund lækni Hann-
esson, til hefnda fyrir það að hann
taldi Magnús Kristjánsson ekki vel
fallinn til þingmanns fyrir Akureyrar-
bæ. Náttúrlega stendur undir »Kjós-
andi á Akureyri.« • Manninum þykir
viðfeldnara að koma ekki of langt
fram í dagsbirtuna.
Þegar blaðið var að ljúga því í
sumar, að G. H. væri orðinn fylgjandi
frumvarpinu, kvað við annan tón. Þá
hélt blaðið að réttast væri fyrir flokks-
bræður hans »að elta hann þegjandi.«
Ekki vantar samkvæmnina, fremur en
vitið.
í þessu sama blaði biður Norðri
afsökunar á annari strákslegri grein
f næsta blaði á undan, eftir annan
»Kjósanda«. Væntanlega biður blaðið
þá fyrirgefningar í næsta blaði á eft-
ir, á þessari grein um G. H
Vegna þrengsla í blaðinu kemst frétta-
pistill E. H. ekki að í þetta sinn.
Strokuhestur
jarpur að lit og markaður: stúfrifað
h. sneiðrifað aftan v. kom hingað
seint i fyrra mánuði og hefir verið i
geymslu hér síðan.
Óska eg að eigandinn vitji hans
sem fyrst og borgi um leið áfallinn
kostnað.
Hrisum 20. ágúst 1908.
Björn Arnþórsson.
Niðursuðudósir
með
skrúfuðu loki,
fást nú, einsog undanfarin haust í
verzlun
Sn. Jónssonar.
Steingrímur JVlatthíassori læknir
hefir nú fengið
gleraugu
til sölu og velur þau handa fólki
Nykomið í verzlun OTTO
TULINIUb Jarðepli, ný, ágæt. Ö/^
óáfengt, margar tegundir. Chocolade.
Cacao. Flnt brauð, margskonar.
Niðursoðin matvæli, margskon-^
ar. Niðursoðnir dvextir..
Margskonar ► krydd <A
og önnur nýlendu-
vara. % % % %
* * * *
* * *
Hjúkrunarkonusfarfið
á spítalanum á Akureyri er laust. Prifin og dugleg stúlka getur
fengið stöðuna strax, ef hún hefir góð meðmæli.
Spítalanefndin.
M ótorpartar
til Dan-motora og
gggj- Ljósker
handa mótorbátum, fæst hjá
Otto Tulinius.
Nýkomið
L. Sig. SJgurðsson ar
Kaffibrauð, margar tegundir, margarine, plöntufeiti, ostar, súpu-
jurtir, epli °g margt fleira-
Akur-
eyri,