Norðurland - 10.10.1908, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
9. blað.
Nœrsveitamönnum
gefst kostur á að borga
„NORÐURLAND“
við verzlun
Kaupfélags Eyfirðinga
á Akureyri.
Háttvirtir kaupendur
„Norðurlands(í
sem skifta um bústað
eru ániintir um að tilkynna hvert
peir flytja.
mr Gjalddagi -m
á
8. ÁRGANGI
. Norðurlands
er nú í októbermánuði.
Eins og áður hefir verið auglýst kost-
ar hann aðeins
Kr. 1.25.
Frá Danmörku.
Alberti-hneykslið.
Fyrv. dómsmálaráðherra Dana hef-
ir nú setið rúman mánuð í fangelsi
fyrir ólöglegan fjárdrátt og falsanir.
Hinn 8. f. m. gekk hann af eigin
hvötum upp til lögreglustjóra Kaup-
mannahafnar. Sá var ekki heima og
ekki heldur næsti undirmaður hans,
en ekki lét Alberti það tefja sig frá
því að Ijúka erindi sínu og erindið
var hvorki meira né minna en það,
að framselja sjálfan sig í hendur
lögreglunni fyrir glæpsamlega með-
ferð á annara fé og falsanir á skjöl-
um.
Eins og kunnugt er, voru þessi
fjársvik fyrst talin um 9. miljónir
króna, brátt komust þau upp í 15
miljónir og nýlega voru þau sögð
um 27 miljónir, þó varia sé enn
komin áreiðanleg fregn um að upp-
hæðin sé orðin svo há.
Blöð þau, sem hingað eru kom-
in frá Danmörku ná ekki nema til
16 f. m. og er þá talið líklegast að
fjársvikin sé um 15 miljónir, en
hinsvegar auðsætt að þá var engan
botn búið að finna i þeim svika-
potti.
Annars tala blöð þessi varla um
annað en Alberti og þær afleiðing-
ar, sem orðið hafa af giæpum hans.
Til þess er tekið hve rólegur
hann hafi verið, þegar hann gaf
sig á vald lögreglunni. Nokkuð
hafði hann þó verið fölleitari en
hann átti vanda til, en ekki bar á
honum að öðru leyti. Ekki hafði
hann heldur haft tal af nokkurum
manni, hvorki skyldum né vanda-
lausum, um það hvernig málum
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Tæknir.
Akureyri, 10. október 1908.
hans var komið, áður en hann hitti
lögregluna. Hann var giftur í ann-
að sinn fyrir skömmu og hafði
áður skilið við konu sína, en ekki
hafði hann skýrt ungu konunni
frá högum sínum með einu orði.
Vissi hún því ekki fyrri um það
en aðrir, að maður hennar hafði
gengið á vald Iögreglunni. Heim-
sótti hún þá þegar Alberti í fang-
elsinu og var óhuggandi. Ekki
hafði hann heldur beiðst eftir neinni
undanþágu frá almennri fangafæðu,
en brátt fekk hann ritfæri til að
semja yfirlit yfir ganginn í glæpum
hans. F*ó er svo að sjá sem minna
hafi orðið um það, en búist var við
í fyrstu, því síðustu dagana, sem
sögur fara af honum, var hann ó-
hraustur og jafnframt lítt fær til
verka fyrir deyfð og þunglyndi.
Fjársvikin koma að því er blöð
þessi herma, þyngst niður á tveim
stofnunum, er Alberti var formaður
fyrir. Annað þeirra er félag bænda
til útflutnings á smjöri. í því félagi
eru full 50 mjólkurbú á Sjálandi og
Fjóni og flytja út ógrynni öll af
smjöri. Af því félagi hafði Alberti
haft um 4 miljónir króna. Hin stofn-
unin er sparisjóður bænda á Sjálandi
og var þar kunnugt um 9 miljóna
fjársvik, en getur vel verið meira.
Næsta djarfur hafði hann verið í
þeim svikum. Hafði falsað viður-
kenningarskjal frá »Prívatbankan -
um« í Höfn, með undirskrift tveggja
bankastjóra bankans, fyrir skulda-
bréfum uppá margar miljónir, er
hann þóttist hafa komið þar fyrir,
en bréf þetta hafði hann reyndar
ritað sjálfur og sömuleiðis nöfnin
og ekki haft neitt fyrir því að
breyta rithönd sinni. Pó tóku end-
urskoðunarmennirnir skjal þetta gott
og gilt. Svo fjarri var það hug þeirra
að gruna Alberti um nokkra pretti.
Auk þess veðsetti hann ólöglega
skuldabréf sparisjóðsins svo miljón-
um skiftir, sumpart í ríkissjóði og
sumpart í þjóðbankanum, en féð
sem hann fekk fyrir þau, notaði
hann til eigin þarfa. Fjártjónið lend-
ir því á sparisjóðnum, en ekki þess-
um stofnunum, að því er fé þetta
snertir, en einhverju tapar þó ríkis-
sjóður Dana við hrun þetta, því '/2
miljón kr. hafði hann fyrir nokkrum
árum síðan lánað sparisjóðnum, án
þess að heimta fyrir því nokkra
tryggingu.
Fjársvikin og fjártjónið er þó ekki
nema ein hlið á máli þessu. Hitt
skiftir varla minna máli hver áhrif
það hefir á stjórnarskipunina í Dan-
mörku. Ráðaneyti J. C. Christen-
sens hefir, sem kunnugt er, haft
fylgi mikils meiri hluta þjóðkjör-
inna þingmanna í Danmörku og
notið svo stuðnings hinna hóflegri
hægrimanna í landsþinginu, að það
hefir haft þar dálítinn meiri hluta.
En nú gerðu bæði hægri blöðin og
eins blöð jafnaðarmanna og hinna
framsæknari vinstri manna harða
atrennu að ráðaneyti Christensens.
Báru þau á það þungar sakir, en
einkum á forsætisráðherrann sjálf-
an, fyrir meðhald með Alberti og
hóflaust eftirlitsleysi með bralli
hans, þrátt fyrir það að flokkar
þessir höfðu sótt fast málin á hend-
ur honum á síðasta þingi og Alberti
ekki komist klaklaust frá þeim við-
skiftum. Enda er það á allra vitorði
nú og var reyndar þegar í sumar,
að það var ekki fyrir heilsubrest,
heldur fyrir þessar árásir að Alberti
sagði af sér völdunum. En rétt um
þetta sama Ieyti, er J. C. Cristen-
sen var fjármálaráðherra Dana, um
stundarsakir, eftir fráfall Lassens
fjármálaráðherra, lánaði hann Alberti
H/2 miljón króna úr ríkissjóði, en
þó gegn fullri tryggingu í skulda-
bréfum sjóðsins. Pykir Cristensen
hafa farið þar óvariega, er hann
kynti sér ekki betur fjárhag sjóðs-
ins áður, er svo margar og þungar
sakir höfðu verið bornar á Alberti.
Pað þykir og grunsamlegt að Cristen-
sen heimtaði samt sem áður veð fyr-
ir fé því er hann lánaði sjóðnum,
eins og hanri tryði ekki Alberti fylli-
lega, því ekki hefir það verið til
siðs áður að ríkissjóður Dana lán-
aði fé gegn tryggingu. Ekki þótti
hæfa að hann lánaði nokkurri þeirri
stofnun fé, er ekki þætti svo góð,
að enga tryggingu þyrfti að taka.
Ráðaneyti Christensens ætlaði þó
ekki að víkja úr völdum, taldi fjár-
svik einstaks manns sér óviðkom-
andi og vissi sem var að það hafði
meirihluta þingmanna á sínu bandi
og þótti ekki Iíkur til að breyting
yrði á því í bráð. Varð þetta heyr-
inkunnugt, en við það espuðust
mótstöðumenn þess og demdu blöð
þeirra háði og hrakyrðum yfir for-
sætisráðherrann og svo er að sjá
sem hugir manna hafi víða snúizt
á þá sveif að ráðaneytið ætti að
víkja. Pó lét Christensen ekki und-
an síga, en þá vildi honum það ó-
happ til, að einn af ráðherrum hans,
utanríkisráðgjafinn, Raben greifi,
heimtaði sig leystan úr ráðaneytinu.
Er svo að sjá sem þeim félögum
hans hafi ekki þótt árennilegt að
fá hæfan mann í stað hans, eins
og þá var komið málum. Varð þetta
til þess að alt ráðaneytið sagði af
sér, en skyldi þó vera við völdin,
þar til þingið kæmi saman 28. f.
m. Er því líklegt að Norðurland
flytji þaðan nokkur tiðindi, áður en
blað þetta fer alt í hraðpressuna.
En eftirtektavert er það, að það
er talið á valdi þingsins, og þess
eins, að ráða fram úr um hvert
ráðaneyti skuli vera við völdin.
Konungsvaldið í Danmörku sýnir
þar hið sama hóf, sem nú er títt í
öðrum stjórnfrjálsum löndum.
4
VIII. ár.
Jónas Þórir Þorvaldssoij,
fæddur 30. marz 1897, dáinn 22. sept. 1908.
Horfinn! dáinn! Þessi orð hafa hljómað
fyrir eyrum flestra dnhvern tíma á œfinni.
Þeim fylgir ávalt djúp sorg og söknuður.
Þessi orð hljómuðu fyrir eyrum minum
er eg kom hingað til Akureyrar fyrir fám
dögum, og frétti að Þórir litli Þorvalds-
son vœri dáinn. Eg hafði kent honum einn
vetur, þá hann var á niunda ári, og þar
hafði eg fundið þroskaðasta ag fegursta
barnssál. Eg hafði von með, að hann yrði
siðar meir til gagns þjóð vorri, því að
upplag hans var frábœrt, en þá hljóma
alt i einu þessi orð: dáinn! horfinn!
Þórir minn, þú ert farinn, en hvert?
Til fullkomnunar i sólrikari tönd. Minn-
ing þin skal haldast helg og hrein hjá
oss, sem þektum þig og vorum vinir þínir.
Autt er nú eitt, áður vel skipað sœti
her á Ákureyri, þótl það vœri barn, sem
skipaði.
Hinn mikli andlegi þroski Þóris litla
virðist hafa bent til, að hann œtti ekki
að lifa íengi, en þó hlýtur hann að lifa,
því að ekkert verður að engu þótt breytist.
pt. Akureyrí 8. okt. 1908.
Þorsfeinn M- Jónsson.
*
Þar er ungi Þórir
þrautum leystur frá;
sorg og tregi svellur,
særðri móður brá.
Honum.rís úr hafi
heilög morgunsól;
hennar röðull rennur
ránar bak við stól.
Sveigir sveinninn prúði
seglin björt við rá;
grátin brúður biður
beði tómum hjá.
Unga farmanns etni,
upp þín segl við hún!
sjáðu sælustaðinn
sólar upp við brún.
Fyrir kvöld þú finnur
fagurglæsta strönd;
þar á Iand þig leiðir
ljúfust föðurhönd.
Gott á andinn ungi
eftir slíka þraut,
laus og frjáls að fljúga
föður síns í skaut.
Heim frá hrygð og böli,
hjartaprúði sveinn!
Gakk til göfgra frænda,
glaður, skýr og hreinn.
Arf þinn allan tókstu
upp með þér á braut;
allan auðinn fríða,
andi þinn sem hlaut.