Norðurland - 17.10.1908, Síða 2

Norðurland - 17.10.1908, Síða 2
Nl. 34 Jón Á. Hjaltalín skólameistari, R. af Dbr. er dáinn. Við lát hans á landið á bak að sjá einum sínum nýtasta og bezta syni og atkvæðamesta skólamanni. Hjaltalín var fæddur á Stað í Súgandafirði 21. marz 1840. Foreldrar hans voru Andrés Hjaltason, síðast prestur í Flatey á Breiðafirði, og kona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs kaupmanns eldra á ísa- firði. Hann útskrifaðist úr latínuskólanum 1861 með 1. einkunn. 23. maí 1863 kvæntist hann Margréti Guðrúnu dóttur Jóns landlæknis Thor- stensens. Hún lézt á Akureyri 12. júní 1903. 1864 útskrifaðist hann af presta- skólanum, einnig með 1. einkunn. Árið 1866 sigldu þau hjónin til Englands og dvöldu í Lundúnum næstu ár, nema veturinn 1868 — 69 voru þau í Kaup- mannahöfn. Þessi árin fekst hann við kenslustörf og ritstörf, er einkum snertu íslenzku og hélt fyrirlestra í ýmsum bæjum á Bretandi um ísland og íslenzkar bókmentir, sem hann jafnan lagði mikla stund á. 15. desember 1871 varð hann undirbókavörður við Advocates Library í Edinaborg og gegndi því starfi þangað til 19. nóvember 1879 að hann gjörðist undirbókavörður við University Library þar í borg- inni. 30. júní 1880 var hann skipaður forstöðumaður hins nýstofn- aða og nýreista skóla á Möðruvöllum og kom heim í ágúst sama ár, eftir 14 ára dvöl erlendis. Hafði hann oft átt erfitt uppdráttar þessi árin, einkum fyrst framan af og mikið þurft á sig að leggja, en heilsan var þá góð og kjarkurinn óbilandi, og það alt þangað til fyrir ári síðan að hann kendi vanheilinda og varð aldrei heill heilsu upp frá því. Frá 1. þessa mán. var honum veitt eftir ósk hans lausn frá skólameist- arastarfinu, enda var þá hin mikla lausnin í nánd. Á miðvikudaginn var hann á ferli og ekkert lasinn fremur venju, en um miðjan morgun dag- inn eftir þ. 15. þ. m. vaknaði hann með krampadráttum og kvartaði um að sér væri ilt í höfði. Eftir skamma stund seig á hann blundur, er varð hans síðasti, því um dagmálaleyti fekk hann annað krampakast og var þegar örendur. — Fegar andlátsfregnin barst út um bæinn voru fán- ar hvervetna dregnir í hálfa stöng og á gagnfræðaskólanum var kenslu hætt þann daginn, að afstaðinni stuttri sorgarathöfn í samkomusal skólans. Pegar Hjaltalín kom heim og tók við skólanum var hann á bezta aldri, rétt fertugur, og hugsaði hann gott til þess'að geta varið kröftum sín- um í þarfir fósturjarðarinnar, það sem eftir var æfinnar. Hann gekk því að hinu mikilvæga starfi sínu með lífi og sál og helgaði upp frá því skólanum krafta sína óskifta, að því einu undanteknu að hann gaf sig nokkuð við landsmálum eitt skeið og sat á þingi sem konungkjörinn 1887 — 97. Sveitastjórn og héraðsmál lét hann sig engu skifta. Skóla- störfin sátu í fyrirrúmi fyrir öllu, þau urðu líka aðallífsstarf hans. Hjaltalín var heldur enginn meðalmaður sem skólastjóri og kennari. Þekking sú hin mikla og lífsreynsla, sem hann hafði aflað sér þau árin, sem hann dvaldi með einni hinni atkvæðamestu og göfugustu menningar- þjóð heimsins, kom honum og skólanum að góðu haldi. Flestir af skólamönnum vorum hafa notið mentunar í Danmörku og skólar vorir hafa því líkst mjög dönskum skólum. En Hjaltalín var orðinn brezkur í anda og leit á alt með brezkum augum og þeim oft smáum, ekki sízt á það sem danskt var eða af dönskum rótum runnið. — Hann hikaði sér því ekki við að brjóta bág við ýmsar venjur í skólastjórn og kenslu, þegar honum sýndist annað betur fara. Hann vildi umfram alt gera lærisveina sína að nýtum og sjálfstæðum mönnum og bezta ráðið til þess taldi hann það, að láta þá vera sem sjálf- ráðasta, láta þá sjálfa hafa sem mesta ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Hjaltalín batt ekki námið við ákveðið blaðsíðutal í einhverjum bók- um í ákveðnu broti, heldur við það eitt, að nemandinn hefði gagn af því sem hann lærði eða læsi, hvort sem það væri mikið eða h'tið að vöxtun- umj hisn mentandi og þroskandi áhrif námsins voru honum fyrir öllu. Ymsaraf nýbreytingurn Hjaltalíns, sem hann gerði venjulega að stjórn og þingifornspurðu, eru nú orðnar að lögum. Hans verður því ekki aðeins minst sem föður gagnfriæðaskólans norðlenzka, heldur mun hann verða talinn, í skólasögu landsins, meðal þeirra manna, sem rutt hafa nýjar brautir í skólamálum vorum.. Pað má óhætt fullyrða að lærisveinar Hjaltalíns, nálega undantekningarlaust, minnast hans með ást og virðingu og er það Ijós- astur vottur þess, hve mikilhæfur hann var sem skólamaður. Allmikið liggur eftir Hjaltalín á prenti. Hann samdi tvær kenslubækur í ensku og tvö orðasöfn enskt-íslenzkt og íslenzkt-enskt. En langstærsta ritverkið sem eftir hann liggur er bókaskrá í mörgum kvartbindum yfir Advocates Library. Auk þess ritaði hann fjölda blaðagreina bæði í ís- lenzk og ensk blöð. Hjattalín var maður rólyndur og fastlyndur. Skapmaður var hann, en hversdaglega gæfur, en þegar honum mislíkaði, varð hann oft bistur og stóryrtur, og það stundum um skör fram, einkum við þá menn, sem ekki voru að hans skapi, enda var hann oftast fár við þá, og ekki ó- sjaldan önugur. En við kunningja sína, og þá menn, sem honum voru geðfeldir, var hann hinn kátasti, og skifti sjaldan skapi sínu. — Framan af, og alt fram að síðustu árunum, var Hjaltalín gleðimaður, og band- aði ekki við bikar nautnanna, þegar því var að skifta og það kom ekki í. bága við skyldustörf hans, því hann var frábærlega skyldurækinn. í þjóðmálum var Hjaltalín afturhaldssamur og taldi sig sjálfur aftur- haldsmann; þótti honum það fremur sæmd en læging. Hann viidi að þjóðin færi gætilega, og sæi fótum sínum forrráð. í þessu og fleiru kom honum sanian við Magnús landshöfðingja Stephensen, sem óefað var sá mað’ur, er hann unni og virti mest allra manna. — Hjaltalín átti ekki marga vini, en var tryggur þar sem hann tók því. Mótgerðum átti hann erfitt með að gleyma og ekki lét hann hlut sinn fyr en f fulla hnefana, viéí hvern sem var að skifta. — Hann var orðheldinn og hrein- skiftinn — í einu orði sagt — hann var drengskaparmaður í hvívetna. Síðustu mánuðina bjóst Hjaltalm við dauða sínum á hverri stundu og beið hans rólegur. Trú hans á annað líf var örugg og óbifanleg. st. Sf. I beið hans r< Mánudaginn 26. október verður á »Hotel Akureyri" auka-aðalfundur haldinn í Verksmiðjufélaginu á Ak- ureyri kl. 4 e. h. Á fundi þessum parf að taka ýmsar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð félagsins, sem verða bindandi fyrir félagið í heild sinni, og er því hérmeð skorað á félagsmenn að mæta alment og stundvíslega á fundi pessum. Akureyri, 10. októbr. 1908. Stjórn Verksmiðjufélagsins. Öpinbert uppboð verður haldið í „Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands" mið- vikudaginn 21. þ. m. og verður par selt hæstbjóðendum 40 — 50 tur.nur af fóðurrófum, hey o. fl. tilheyrandi Ræktunarfélaginu. Uppboðið byrjar kl. 10. f. h. og verða söluskilmálar birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn á Akureyri, lö. okt. 1908. Guðl. Guðmundsson. »Ofurefli.« Hvers vegna er »Ofurefli« selt í svona ónýtu bandi? Pví var bókin ekki höfð í stærra broti, svo hún væri meðfærilegri og smekklegri? Sannarlega á sagan miklu betra skilið. Éf þetta hefði verið einhver efnislaus og illa samin skrudda, sem engan lifandi mann gæti lang- að til að líta í nema einu sinni, þá var sök sér að gera hana svona úr garði. En nú er alt annað en svo sé. Hún verður lesin enn og aftur, og þá mun sannast, að blöðin reyn- ast bandinu ofurefli. Mína hef eg lesið tvisvar, og blaðað dálítið í henni að auki, og hún er orðin svo raunalega hrukkótt og slitleg — rétt eins og Imba vatnskerling. Pó hef eg farið vel með hana, því mér þyklr vænt um hana. Eg ætla að eiga hana meðan eg get átt eddur og íslendingasögur, þrátt fyr- ir þetta. Pað eru tveir flokkar manna í heiminum. Annar vill verja lífi ann- ara — og auðvitað sínu líka — fyrir sig, hinn vill verja lífi sinu fyrir aðra. Sagan ér gerð um þessa flokka, og fer fram í Reykjavík á einum vetri. Aðalpersónur sögunnar eru tvær: Porvaldur Ounnarsson dómkirkju- prestur, og Porbjörn Ólafsson kaup- maður. Báðir eru þeir mikilhæfir menn, en hvorugur gæfumaður. Báðum verða áformin ofurefli, og þó með ólíkum hætti. Porbjörn kaupmaður er vel val- inn fulltrúi hins fyrnefnda flokks. Hann er síngirnin sjálf — konga- nefjuð og loðbrýnd og síðskeggjuð og handstór og hjólfætt. Hverjum manni er hann hæfari til að ráða yfir múgnum og stjórna. »Jafnvel í myrkrinu var eins og menn sæju það, að hann var til þess kjörinn að segja öðrum fyrir verj<um.« Og hann veit vald sitt og notar það út í yztu æsar. Hann lætur einskis ófreistað til að koma sínu fram. Hann hjálpar ýmsum, en að eins til þess að þeir geti hjálpað hon- um aftur. Allir verða að borga með rentu og renturentum það sem hann lánar þeim —í hvaða mynd sem það Nýir fyrirlestrar. Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 6 byóar síra Matth. Jochumsson að segja ferðasögur og annan fróðleik í sal herra Boga Daníelssonar. Inngangur kosiar 25 aura. Hvítir og svartir ballskór mjög fallegir eru nýkomnir í shóuerz/un Suðl. Sigurðssonar. Strandgata l. er, því Porbjörn er kaupmaður í húð og hár. Og ef nokkur skorast undan að gjalda það, sem gert hef- ir verið fyrir hann, þá er sjálfsagt að beita hörðu: »Hann skal, karl minn . . . hann skal.« Porbjörn seg- ist »elska smælingjana« — það er að segja »þá smælingja sem eru gæddir kristilegri auðmýkt og vilja fara að ráðum skynsamra manna«. En þau ráð fást eiginlega hvergi nema í búð Porbjarnar Ólafssonar. Porbjörn er um sextugt og hefiral- drei gift sig. Hefði hann gert það, mundi hann hafa orðið að offra of miklu fyrir aðra. Pess vegna býr hann alt af með ráðskonum, og sendir þær burtu, þegar hann er búinn að fá nóg af þeim. »Alt af má fá annað skip og annað föru- neyti,« segir skáldið. Svo hugsar Porbjörn og breytir. Hann elskar engan og ekkert nema sig, því hann einn er maður. Aðrir eru aðeins verkfæri, sem hann grípur til þegar þörf er á, og kastar burtu aftur, ef þau bila, eða þegar hann er búinn að nota þau. Svona hefir Porbjörn lifað alla sína daga — eins og vík- ingur, í bardaga fyrir auði og völd- um. Pó er eins og honum leiðist víking og hann langi til að »bæta ráð sitt« á sextugsaldrinum. Pá býð- ur hann ráðskonunni sinni eigin- orð. Pó gerir hann það ekki fyr

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.