Norðurland - 20.10.1908, Síða 2

Norðurland - 20.10.1908, Síða 2
Nl. 42 ingu á Laugarnesspítala. Til hennar munu hafa gengið 2000 kr. í fyrstu, og nú í sumar var að sjá sem ómái- að væri.< Vaxandi hugur er á því að koma upp steinkirkjum, og mun Rögnvaldur húsameistari Ólafsson styðja að því. Og ýmsar varnir, áður ókunnar eða ónotaðar, hefir hann gegn rakanum neðan frá, og utan að. Aðalvörnin nokkuð dýr, hitunin, en óhjákvæmileg með siðmenningunni. Það er skiljan- legt að margir hafa ótrú á stein- kirkjum. Þær eru flestar illa leiknar af slaganum, en við því er að gera. X JVlentabúriö. Svo kallar >Nýtt kirkjub!að« hús það hið mikla, er reist hefir verið fyr- ir söfnin í Reykjavík. Blaðið lýsir því á þessa leið: »Tveir eru þar salir mestir, í miðju húsi, náttúrugripasafnið á heima undir, en lestrarsalur bókhlöðunnar er yfir. Hvor salurinn er fullar 300 ferálnir. Skuggsýnt verður á náttúrugripasafn- inu, gluggaop vart tíundi hluti gólf- flatar, og þykkir kampar að, sem næst sniðlausir. Mest er borið í lestrarsal- inn, geta þar 60 átt sæti. Vegghæð- in 10 álnir. Fimtíu eru þar vindaug- un uppi í loftinu og fylgir sú sagan er sýnt ei, að sá Vindsvalur hafi leik- ið um konunglegu bókhlöðuna nýju í Höfn, að ailir bókaverðir hafi sýkzt fyrstu vikurnar. Lessalurinn verður stórfagur og bjartur, súlur eru og skot fyrir göflum. Veggir tréklæddir neðanvert. Landsskjalavörður ræður ríkjum í vesturenda hússins. Lestrarsalur hans tekur 16 í sæti. Alt er húsið úr steini og járni, og innanbúnaður af tré lítill, fyr en kemur á efsta iofti. Þó eru til varúðar eldtraust byrgi hér og hvar fyrir dýrustu skjöl og bækur. Stórmik- ið geymslurúm er enn til viðbótar í kjallara neðanjarðar. Forngripasafnið á alt háaloftið. Er það ákaflega mikið rými, með skotum og skápum, sem eigi verður tölu á komið. Reykháfar og loft ganga upp um mitt húsið, eykst við það stórum veggrýmið, en gæzlan verður alimann- frek, svo örugg sé. Utsýni er þar hið fegursta úr þakgluggum. Birta kemur þar og að ofan. Neðan á hásúð eru festar hitunarpípurnar. Auk geymslu-herbergjanna eru inni allmörg fyrir starfsmennina í menta- búrinu. Hleinar ganga fram hvoru megin höfuðdyra, og eiga þeir að standa á þeim Jónas Hallgrímsson og Jón Sig- urðsson. Yfir dyrum verður fálka- skjaldarmerkið og kóróna. Þá verða steypt nafnspjöld, með áratöium: er fæddust og létust, og fest utan á húsið. Á framhliðinni mót suðri eru þessi nöfn; Ari fróði og Snorri Sturlu- son og Guðbrandur Þorláksson og Hall- grímur Pétursson. Á norðurhlið eru þeir Eggert Ólafsson og Jón Espólín. Á aust- urstafni verður nafnspjald Jóns Hall- dórssonar prófasts í Hítárdal, en á vesturstafni Sveinbjarnar Egilssonar. Nöfnin virðast vera vel valin, en marg- ir munu sakna Sturlu lögmanns Þórð- arsonar. Snorri frændi hans varð heims- frægur, en engu óþarfari var Sturla vorri sögu, og þetta snildarskáld. Tvö hundruð þúsund krónur ganga til húss og búnaðar, og betur þó að líkindum. Enginn ætti að sjá eftir því. Mentabúrið verður oss til gagns og gamans.< X Innbrotsbiófnaður var hér framinn 1' nótt, brotist inn í búð Sigurðar kaupmanns Sigurðs- sonar og stolið þar töluverðu af pen- ingum. Einlægt batnar það. Hjónaband. Landritari Klemens Jónsson og frú Anna Vigfússon, f. Schiöth, voru gefin saman í hjónaband á föstudaginn var, í Reykjavík. Ný lyfsöluskrá er nú komin út að tilhlutun land- læknis og gildir frá 1. oktober 1908. Ánægjulegt er að sjá að hún er á íslenzku, nú í fyrsta sinn og meira að segja á góðri íslenzku. Sá sem gæti sagt mér hvar lent muni hafa 4 síðustu deildir Árbóka Espó- líns, sem mér hafa horf- ið úr láni, skyldi fá góða þóknun hjá mér. Matthías Jochumsson. Rjúpur fást mjög' ódýrar í verzlun Sn. Jónssonar. I^augardagskvöldið 10. oktber. n. 1. tapaðist frá Hótel Akureyri góð hnakktaska með hakkavél í, ásamt fleiru dóti. Finnandi er beðinn að skila fyrgreindri tösku til veitinga- manns Vigfúsar Sigfussonar á Ak- ureyri. Á Hannesson. Sandowsböndin |\^ heimsfrægu komin aftur í Edinborg. Epli h vítkal laukur og sömuleiðis niðursoðnir ávextir nýkomið í verzlun Sn. Jónssonar. Goodtemplara-reglan á /Vkureyri heldur TOMBÓLU tii ágóða fyrir Tempiarahúsið, laugardaginn og sunnudaginn hinn hinn 7. og 8. nóvember næstk. Vonast eftir góðum stuðningi bæjarbúa. Edinborg Ákureyri. SSi fJýKomnar vörur: Kornvörur allskonar. J^ýlenduvörur: svo sem kaffi, sykur, rúsínur, fíkjur, chocolade, cacao o. fl. Brauð, fleiri tegundir en nokkuru sinni áður. Margarínið ágœta. Svínafeiti, svínslœri (reykt). Ostar: Eidamer-, Gouda- og Mysuostar. Ávexfir: Epli og vínber. Margskonar niðursoðnir dvextir. Kálmefi: Kálhöfuð (hvít og rauð), blómkál, og „Rödbeder“. — Laukur og jarðepli. Sápur: svo sem þvottasdpa, handsápa (margar tegundir), skeggsápa, tannsápa og silfursápa. Ylmvöfn, ótal tegundir. „Kvillayabörkur“ og „Blegvatn“ nauðsynlegt til þvotta. Tóbak;: Munntóbak, reyktóbak og neftóbak. Álnavörur, nýjar tegundir, ný munstur. Dömuúrkeðjur. — Flibbanœlur. Manchett-, flibba- og brjósthnappar. Leirvörur, smekklegar og ódýrar og ótalmargt fleira. Allir vita, að bezt er að verzla í Edinborg Til útsölumanna Norðurlands og bóksala út um land Hin ágæta skáldsaga ,Eitur‘ eftir Alexander L. Kielland, sem staðið liefir undan farið neðantnáls í Norðurlandi, er nú út komin á vandaðan pappír. Yerð 2 krónur. Útsölumenn og bóksalar fá 25°/° í sölulaun. Einstakir menn geta fengið bókina senda, með því að senda ritstjóra Norðurlands 2 kr. í peningum eða frímerkjum. Þeir útsölumenn og bóksalar, sem vilja sinna pessu, eru beðnir að senda ritstjóra Norðurlands skeyti um pað sem fyrst, hve mikið peir vilja láta senda sér, pví upplagið er lítið og hætt við að bókin verði fljótt uppseld. Mjög gott Maísmjöl til sölu í verzlun Sig. Sigurðssonar Prentsmiðja Odds Bjðrnssonar.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.