Norðurland

Issue

Norðurland - 23.01.1909, Page 1

Norðurland - 23.01.1909, Page 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 3. blað. Akureyri, 23. janúar 1909. Nýir Kaupendur að 9. árgangi Norðurlands, fá í kaupbæti, þegar þeir borga blaðið, 2 söQur, sem eru um 3 kf- virði. Árgangurinn kostar aðeins 3 kr. fiingkosningarnar síðustu. 11. Að minu áliti hefir hr. S. F. sýnt með grein sinni, að það er töluverð- um erviðleikum bundið, að færa fram gildar sannanir fyrir forsjá og þekk- ingu frumvarpsmanna. En aftur á móti er til ein sönnun fyrir óforsjálni flokks- ins og vanþekkingu, sem er svo vax- in, að allir verða að beygja sig fyrir henni, því hún hefir það til síns á- gætis, er allar sannanir skyldi hafa, að vera ekki sniðin úr hinu hráa og teygjanlega skinni álitamálanna. Sönn- unin er fólgin í því, að hann beið ó- sigur við kosningarnar 10. sept. síðastl. Að hann beið annan eins ósigur, án þess að hafa hinn minsta grun um annað, alt fram á þennan hinn síðasta og versta dag sinn, en að ganga sín þá yrði einber sigurför landið í kring. »Lögrétta« fiutti grein rétt fyrir kosn- ingarnar, þar sem hún gleiðprentaði þá fullyrðingu í upphafi og enda henn- ar, að frumvarpsmenn mundu sigra og »Norðri« prentaði þingmannaefnalist- ann og stjörnumerkti alla þá, er hann taldi líklega að ná kosningu, en þar af var yfirgnæfandi meiri hluti úr flokki trumvarpsmanna. Má af þessu sjá, að leiðtogar flokksins virðast lítið frekar en blindir menn hafa haft hugmynd um, út á hvaða forað þeir voru komn- ir með fylgismenn sína. Virðist hið forna spakmæli hafa í fyllingu sinni ræzt á flokknum, er svo hljóðar, að frá þeim, sem guðirnir ætla sér að tor- tíma, taka þeir fyrst vitið. Sé farið að rýna eftir því, hverjar sé orsakir til ófara stjórnarflokksins, eða frumvarpsmanna, við kosningarnar síð- ustu, þá mun það koma í ljós, að þær (ófarirnar) standa bæði á gömlum og nýjum merg. Þær standa á gömlum merg, að því leyti að á undan því er sambands- frumvarpið kom til sögunnar, hafði stjórnin og flokkur hennar á mjög ó- forsjálan hátt aflað sér óvinsælda al- mennings, með því að lítilsvirða og hafa að engu tillögur og vilja almenn- ings í ritsímamálinu, eins og hann kom fram á þingmálafundum, bændafundin- um sunnlenzka og áskorunum víðsveg- ar um land; þar við bættist framkoma flokksins og biaða hans gagnvart Þing- vallafundinum 1907, er þau spöruðu ekki að lítilsvirða og draga dár að, þótt augljóst mætti vera, að meiri hluti þjóðarinnar stæði á bak við hann, er á honum voru tulltrúar úr flestum hér- uðum landsins. En aðallega standa ófarirnar á nýj- um merg. Það er að segja: orsakir þeirra eru aðallega fólgnar f því, að öll barátta flokksins fyrir framgangi sambandslagafrumvarpsins hafði ekki einasta mikils til of mikinn blæ á sér af því að vera erindarekstur Dana og áleitni á landsréttindi vor, heldur var hún það í raun og veru. Flokkurinn hefir auðsjáanlega haft meiri tilhneig- ingu til að véfengja hinn sögulega sjálfstjórnarrétt vorn og hampa sams- konar skoðunum útlendinga, heldur en að halda gildi hans fram og gera mönn- um kunnar ástæður þeirra manna er- lendra, er snúist hafa á þá sveif. Og hann hefir gert annað meira og verra en það, að áleitni á landsréttindi vor og véfenging hins sögulega réttar vors sé hæfileg og viðeigandi orð um það: Með baráttu sinni fyrir sambandslaga- frumvarpinu hefir flokkurinn gert sig sekan í þeirri óhæfu, að ryðja þar að odd og egg, að vér afsöluðum full- veldi voru og yfirráðarétti hinna þýð- ingarmestu máiefna í höndur fjarlægr- ar og ókunnrar þjóðar, án þess að hún sé- á nokkurn hátt skuldbundin til þess að skila honum í höndur oss aftur, fyr en henni sjálfri sýnist. Þessu til dæm- is má taka utanríkismálefni vor, er Danir samkvæmt frumvarpinu eiga að hafa til meðferðar. Gagnvart þessu nýt- ist það ekki að kasta því fram, að með- ferð utanríkismálefna vorra hafi Danir nú hvort sem er og muni hafa fyrst um sinn, oss að þakkarlausu. Þetta nýtist ekki, segi eg, vegna þess, að réttur, sem haldið er fyrir oss með ofbeldi, er mikið betri en enginn rétt- ur, því þennan rétt vorn tökum vér aftur með illu eða góðu, hvenær sem tækifærið býðst, og það býðst ein- hverntíma. En sá réttur, sem vér er- um búnir að afsala oss, er ekki fram- ar til og vér fáum hann aldrei aftur, nema þá kannske fyrir náð Dana, en á henni viljum vér ekki lifa og get- um það ekki heldur. Þessu réttindaafsali frumvarpsins neita frumvarpsmenn og kannast ekki við, að það eigi sér stað, svo langt sem þeirra skilningur nái; en það er jafn-þýðingarlaust fyrir þá og hefir jafnmikla tiltrú hjá meiri hluta þjóð- arinnar eins og þótt einhver neitaði því að hann sæi sólina, þá er hún er sem hæst á lofti í heiðskíru veðri og þó er alkunnugt um, að hefir fulla sjón. Þessi barátta frumvarpsmanna fyrir afsali þjóðréttinda vorra, eru svo mikil stjórnmálaleg firinverk, að það er mjög miklum erfiðleikum bundið, að gera sér glögga grein fyrir hvötum þeirra til að takast hana á höndur. Að kenna varmensku þeirra um, er mjög erfitt a.ð sætta sig við. Sú skýring hefir nýlega verið sett fram (ísaf. 7. nóv. þ. á ), að hin hulda ástæða flokksins, sú er ekki hefir ver- ið orðum klædd, sé vantrú hans á þjóð og landi: Sökum fámennis vors og fá- tækis treysti þeir ekki þjóðinni til að takast á höndur skyldur og réttindi sérstaks ríkis; stuðning og vernd ann- ara þjóða verðum vér að hafa, og hana sé ekki að fá, nema gegn afsali og af- slætti sjálfstæðisins. — Enginn efi er á, að þetta vantraust sökum fátæktar og fámennis er á engum rökum bygt, af þeirri einföldu ástæðu, að þótt sjálf- stæðið kunni að vera dýrt, þá er ó- sjálfstæðið og yfirráð annarar, ókunn- Jarðarför Gunniaugs heit- ins Oddsens, er ákveðin frá sjúkrahúsinu miðviku- daginn 27. þ. m. og hefst kl. 11 f. h. í umboði fjarverandi ættingja. Guðm. Vigfússon. 'Firri w rrTtTmrr; ugrar þjóðar þó ennþá dýrara. Sjálft lífið er ekki það hnoss, að það verði ekki ot dýru verði keypt; en þá verð- ur það, ef ósjálfstæði og áþján kemur á móti. Vera má að frumvarpsmenn hafi einn- ig hugsað sem svo: I rauninni varðar það engu, hversu vandað er til samn- ings, er lengi skuli standa þjóðfélaga á milli, og hvernig hann er úr garði gerður. Endirinn verður sá, að þá er þeirri þjóðinni, sem meiri máttar er, þykir hann koma í bága við hagsmuni sína, þá brýtur hún hann óhikað; aðal- atriðið er að afla sér hagsmuna fyrir yfirstandandi tíma og þá, er næst standa fyrir dyrum. Auðvitað er þessi skoðun bygð á ofmiklum sannindum, þótt ófögur sé — hún er nefnilega sama sem að halda því fram, að í við- skiftum þjóða á milli hafi ráðið og muni ráða algert siðleysi, — en húti er samt svo mikið ýkt, að vér viljum ekki byggja á henni sjálfstjórnarmál vort íslendinga. Ritað í des. 1908. Jóhannes Þorkelsson. X VÖKsrurnar osr likkisturnar. Fleiri gerast þær hjá oss á hverju ári vöggurnar en líkkisturnar, sem betur fer. Árið 1907 var samtala fæddra sveina og meyja 2370, en af þeim fæddust 66 andvana. Aftur dóu á ár- inu 1462. Af þeim dóu voveiflega 89, höfðu 12 af þeim fyrirfarið sér, en 55 druknað. (Mftingar. Árið 1907 eru þær taldar 495 á öllu landinu. Voru 483 árið 1906. IX. ár. Peir sem skulda Norðurlandí (og þeir eru margir) áskrifendagjöld eða fyrir auglýsingar, eru ámintir um að borga skuld sína. .»■ nmi hze Trúmáladeilan vestan hafs. 11. Eg sný mér þá frá ræðu síra Hansar að erindi því, er síra Jón Bjarnason flutti á sama kirkjuþingi gegn síra Friðrik. Um það get eg verið stutt- orður, vegna þess, að því hefir áður verið nákvæmlega lýst í »ísafold« og mig minnir víðar. Sá er munur þess og ræðu síra Hansar, að þar er ekki lokleysum og hugsunarvillum hrúgað saman í eina bendu, en þar kennir annara grasa. Þar er hrúgað saman þeim ódæmum stóryrða og fúkyrða, að fyrnum sætir. Það má segja líkt um erindi þetta, eins og kveðið var forð- um um »Buslubæn«, að »það kallast ekki kristnum leyft, að kveða þegar dagsett er«. Orð þau, er höfundur not- ar um hina »nýju guðfræðinga« og þá, er ekki fyrirdæma þá ineð öllu, eru tæpast hafandi eftir. Þeir eru nefndir »Hrappar«, »Merðir«, »sauðaþjófar« og flestum illum nöfnum. Mér rís hugur við, er eg hugsa til þess, að þetta skuli hafa verið flutt af prédikunarstól innan um bænahöld og áköllun drott- ins. Síðar hefir síra Jón ritað nýja grein í »Sameiningunni«, sem hann nefnir »Afturgangan«, en það eru »Breiða- blik«, tímarit síra Friðriks, er hann titlar svo. Eftir því sem sjá má af greinum síra Jóns, hefir haan verið farinn að hafa einhverja von um, að »Breiðablik< mundu hætta að koma út sökum fjárskorts, en svo brást honum sú von. Ymsir góðir menn urðu til að styðja þetta ágæta tímarit, er al- menningslof hefir hlotið, bæði vestra og hér á landi. En nú varð síra Jón hamstola, _því þarna sá hann, að síra Friðrik gat komið fyrir sig vörn. Hann hefir án vafa helzt óskað, að glíma við hann slyppan. í bræði sinni getur hon- um ekki skilist, að aðrir hafi getað gerst stuðningsmenn »Breiðablika«, en

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.