Norðurland - 23.01.1909, Blaðsíða 2
Nl.
io
illir andar, og nefnir hann þar til:
monsjör >Glám«, »Þórólf bægifót* og
aðra slíka kumpána.—Þegar menn at-
huga málið, þarf engan að furða á þessu.
Djöflatrú síra Jóns hefir ært hann svo,
að hann sér illa anda ganga ljósúm
logum um hábjartan daginn. Hann sér
alstaðar öfl hins illa umhverfis sig, en
síður þess góða, og því fær hann ekki
skilið, að góðir menn hafi orðið síra
Friðrik að liði, heldur komist hann það,
sem hann kemst, fyrir fulltingi myrkra-
höfðingjans.
Síra Jón reynir að snúa flestu fyrir
síra Frlðrik á verra veg og rangfæra
orð hans. Eg vil t. d. benda á hin
saklausu orð síra Friðriks í »Breiða-
blikum«, er hann kallaði nokkra kirkju-
þingsmenn: »nokkrar fyrst-lútherskar
hræður*. Sfra Jón lætur í grein sinni
einhverja »fyrst-lútherska konu« taka
þessi orð sem uppnefni í sömu merk-
ingu og: »varphræða«, án þess að leið-
rétta þann misskilning. Hann virðist
þvert á móti halda því fram, að sú hafi
verið merkingin. Enginn frýr síra Jóni
vits eða lærdóms, og því er tæpast
annað hugsanlegt, en að hann fari hér
með rangt mál gegn betri vitund. Það
er enginn vafi á því, að hann veit
betur. Hver sem nennir að fletta upp
orðabók Geirs kennara Zoega, getur
séð, að í þessu sambandi er orðið
hræða eigi í iliri merkingu. Hann út-
leggur orðin: »ekki ein hræða« þann-
ig: »not a living soul«. Varphræðu-
lestur síra Jóns er því næsta óþarfur,
en sýnir þó allvel bardagaaðferð hans.
Síra Jón reynir að koma í veg fyrir,
að nokkur verði til að styðja mál síra
Friðriks. Hann vill einangra hann, eins
og hann bezt getur. Lítilmannlega ferst
honum, er hann ininnir Þórhall biskup
á nokkuð hörð orð, er sfra Friðrik við-
hafði eitt sinn um stefnu hans, og gef-
ur í skyn, að hann hafi viðhaft þau
um biskup sjálfan, sem þó er ekki satt.
Hann hlakkar yfir því, að biskup minn-
ist nú þessara ummæla, og leggi síra
Friðrik ekki liðsyrði. En ekki erum vér
þeirrar skoðunar, að biskup sé eins
mikið lítilmenni og síra Jón gerir ráð
fyrir.
Síra Jóni þykir það ókarlmannlegt
af sfra Friðrik, að kvarta undan þeirri
meðferð, er hann hefir orðið fyrir, þótt
þeir hafi svift hann embætti alsýknan
og að ástæðulausu. Hann skipar hon-
um »að láta sér nægja hið ríkulega
hól, sem þeir herrar þar fyrir handan
haf setja á hann í málgögnum sínum«.
• Naumast kemur nú f seinni tíð nokk-
ur póstur,« bætir hann við, »að ekki
hafi hann einhver blöð meðferðis frá
félögunum þar með þess konar lof-
gerðum um bróður vorn síra Friðrik
Bergmann.« — Þar sprakk blaðran.
Þetta hefir síra Jón ekki þolað, sízt
að sfra Friðrik væri talinn honum
snjallari rithöfundur. Þarna er þá kom-
in ástæðan fyrir því, að honum var
bolað frá »Aldamótum«, og annar mið-
ur hæfur tekinn í staðinn. — Að vísu
er það satt, að síra Friðrik hefir ver-
ið unnað sannmælis og oft fengið verð-
skuldað lof, en ekki frekar en hann átti
skilið. Hann hefir með ritsmíðum sín-
um unnið hinni íslenzku þjóð mikið
gagn, og verið henni stórum til sæmd-
ar. En ekki teljum vér það rétt af síra
Jóni, að sjá ofsjónum yfir metum síra
Friðriks, því hann hefir og oft sjálfur
hlotið hrós fyrir ritverk sín, og oft að
maklegleikum. Og ekki teljum vér síra
Jóni það minstu hneisu, þótt honum
hafi þótt lofið gott, eins og Guðmundi
ríka, en hitt teljum vér löst, ef hann
einn vill sitja að því, og »getur eng-
an á hauðri vitað heiðri tignaðan, nema
sig«. Síra Jón hefir sannarlega verið
látinn njóta sannmælis, engu síður en
síra Friðrik. Stundum hefir ritsmíðum
hans jafnvel verið hrósað um skör
fram, að mínu áliti. I einni ritgerð
sinni í »A!damótum« var síra Jón að
berjast við það, að líkja guði við Ör-
æfajökul. Það var næsta fáránleg sam-
líking og miður heppileg. Samt varð
einhver til að bera lof á ritgerð þessa.
Það getur því enginn sagt, að síra Jón
hafi farið varhluta af lofinu.
Síra Jón segir, að ekki hittist nokk-
ur lúthersk kirkjudeild í Vesturheimi,
sem aðhyllist stefnu hinnar »nýju guð-
fræði«, og ætlar hann að sanna með
þvf, hve lítið fylgi hún fái. Þetta kem-
ur ekki vel heim við grein síra Jó-
hanns Bjarnasonar í sama tölublaði
Sameiningarinnar. Hann kemur þar með
langa rollu um »Andover«-prestaskól-
ann, og segir, að »nýja guðfræðin«
hafi verið þar í hávegum höfð. Annar-
hvor þeirra síra Jóns eða síra Jóhanns
hlýtur því að fara hér með ósatt mál.
«
Ernest Rutherford.
Verðlaun þau, er stofnun Nobels
úthlutar ár hvert fyrir afraksverk
mannsandans, hafa jafnaðarlega hlotið
menn, sem voru komnir á efri árin.
Einstöku sinnum er þó brugðið út af
þeirri venju, svo sem þegar Hollend-
ingurinn Zeeman fekk hálf verðlaunin
í eðlisfræði fyrir hina víðfrægu upp-
götvan að skifta Ijósinu sundur með
segulafli. Hann var þá eitthvað 34
ára. Nú hefir aftur ungur vísindamað-
ur hlotið verðlaunin í efnafræði; það
er eðlisfræðingurinn Ernest Ruther)ord
í Manchester. Hann er fæddur 1871
í bænum Nelson á Nýja Sjálandi við
Astralíu. Um uppvaxtarár hans er
mér ókunnugt, en hann hefir eflaust
skarað fram úr öðrum þá þegar, því
að afloknu háskólanámi er hann send-
ur til Englands, til að fullkomnast í
eðlisfræði. Hann verður þar lærisveinn
snillingsins J. J. Thomsons í Cambridge.
J. J. Thomson hefir einnig hlotið verð-
laun Nobels og er frægastur allra
eðlisfræðinga, er nú eru uppi; ef til
vill má telja Rutherford honum næst-
an. Rutherford gerðist síðan háskóla-
kennari í Montreal f Kanada og fyrir
einu ári fluttist hann svo til Man-
chester á Englandi; þar er hann há-
skólakenaari nú.
Aðalstarf Rutherfords eru rannsókn-
ir hans á geisiaefnunum nýju (radíum
og líkum efnum) og er varla ofmikið
í lagt, þótt honum sé eignaður meira
en helmingur alls þess, sem menn
vita nú um þau efni, og hafa þó
margir unnið að þeim rannsóknum
allkappsamlega. Má af því marka, í
hve miklum metum Rutherford er
meðal vísindamanna, að bæði Eng-
lendingar og Þjóðverjar sendu til
Montreal marga efnilegustu eðlisfræð-
inga sína þau fáu ár, sem Rutherford
var þar háskólakennari; hafa og marg-
ir þessara manna gert frægustu upp-
götvanir sínar þar, því að það er oft
svo um afarmennin, að öðrum vex
ásmegin, er þeir komast í kynni við
þau. />. />.
fiingtíðindin.
Eins og kunnugt er, sjá menn þau
ekki út um land, fyr en hálfu ári eftir
að þing er háð, og dregur það æði-
mikið úr því gagni, sem þjóðinni er
ætlað að hafa af þeim. Áður en þing-
tíðindin koma, hafa allir, sem nokkurn
áhuga hafa á landsmálum, kynt sér
það, sem blöðin hafa að flytja af þing-
fréttum, og með þann fróðleik, sem þau
flytja, láta langflestir sér nægja; þing-
tíðindin lesa ekki nema örfáir menn.
Hinsvegar er það víst, að spara mætti
allmikið af þingkostnaðinum á hverju
ári, ef hætt væri að gefa út þingræð-
urnar, látið sitja við það að gefa út
skjalapartinn svonefndan, ef til vill
eitthvað fyllri en nú gerist, svo þar
mætti sjá atkvæðagreiðslur manna með
nafnakalli.
Ekki skal borið á móti því, að þeir
mundu verða nokkrir, sem sæju eftir
þingtíðindunum. En vel er þó vert að
gæta þess, að þjóðin hefir enga minstu
Þyggingu fyrir því, að það sem í þing-
tíðindunum stendur, hafi verið sagt á
þinginu. Þingmönnum er leyft að breyta
þingræðum sínum og mundi varla tjá
að neita þeim um það að gera það,
þegar þess er gætt, að þingið sér sér
ekki fært, kostnaðarins vegna, að láta
hraðrita ræðurnar og gefa þær þannig
út. En af þessu hefir leitt, að sumir
þingmenn breyta ræðum sínum heldur
ósparlega, svo varla getur heitið að
þingtíðindin flytji það sem þeir hafa
sagt, heldur það, sem þeir ætluðu að
segja, eða jafnvel það, sem þeir vildu
sagt hafa, þegar þeir voru búnir að
heyra rök annara. Slíkar »þingræður«
verða fremur óljós spegill af þinginu.
Sá ókostur fylgir því líka, að prenta
þingræðurnar, að ýmsir þingmenn leggja
það í vana sinn, að fylla þingtíðindin
með þarflausri mælgi, er þeir reyna til
að vinna sér til frægðar með, en láta
landssjóðinn borga fyrir. Kjósendurnir
og aðrir landsmenn eiga svo sem að
sjá, hve miklir þinggarpar þeir séu.
Englendingar og Frakkar prenta ekki
upp þingræður á kostnað ríkissjóðanna.
Þó gera Frakkar það um einstöku þing-
ræðu, sem mikilsvert þykir um, að þjóð-
in kynnist sem bezt, og er hin prent-
aða ræða þá fest upp víðs vegar út um
landið.
Vér ættum að komast á það stig,
að nota blöðin eingöngu til þess að
flytja þingræður. Þau ættu að geta
flutt þær svo greinilega, sem þörf er
á, og þau flytja þær margfalt fljótar
en þingtíðindin, einmitt á þeim tíma,
sem telja má víst, að þjóðin kynni sér
það sem talað er á þingi. Þó þingið
verði nokkru fé til þess að gera blöð-
unum hægra fyrir, að flytja þingfréttir,
væri því fé ekki illa varið.
Aftur mætti spara stórfé, tiltölulega,
með því að hætta að prenta þingræð-
ur á kostnað landsins. Við það má
spara miklar skriftir á þingi, bæði þing-
skrifara og þingmanna, ritstjórn á þing-
tíðindunum, prentun, pappír og útsend-
ing. Eins og nú er komið mætti víst
óhætt m'eta þennan sparnað 10 þúsund
kr. á hverju þingi og telja þó ýmsir
hann meiri.
Virðist þá næsta íhugunarvert, hvort
ekki verði komist hjá því, að prenta
þingtíðindi og hvort 10 þúsund kr.,
að minsta kosti, væri ekki betur var-
ið til einhvers annars.
Skozk hugvekja.
Skozkir kennimenn hafa mjög snúið við
blaðinu í frjálsu áttina. í blaðinu »Glasgow
Herald«, stóðu margar greinir í vor og
sumar er leið, er skoruðu á háskóla og
klerka, að gera sem fyrst gangskör að
því að bæta hina fornu rétttrúan á hinu
gamla Kalvínstrúar landi. Hér fylgir þýð-
ing einnar slíkrar greinar, og mundu marg-
ir klerkar vorrar þjóðar — að eg ekki
nefni trúboðana nýju — hafa einkar gott
af eftirfarandi athugasemd:
•Skoðanir manna á sannleikanum eru
ávalt breytingum undirorpnar; minna og
minna af því, sem átti við liðna tíð, er nú
fullnægjandi. Leifar einar verða eftir og
þær leifar þurfa nýja búningsbót. Það sem
löngu liðnir tímar hafa oss eftirlátið, er
hið sennilegasta, sem þá þótti — brot af
trúarskoðunum eftir skilningi og þekkingu
manna þá. En því má með engu móti við-
hlýta öllu nú, sem þá hafðist upp úr
trúardeilum manna. En gott er það, að
mannkynið hefir aldrei varpað góðum hlut-
um fyrir borð fyrri en betra var fundið.
Hið sanna er nú þetta: MikiII fjöldi skyn-
samra, ráðvandra og guðrækinna manna
hafa Iitla eða enga trú á þeirri guðfræði,
sem enn þá varir, sem lögmæt kenning
og kirkjutrúarfræði hér á landi. Yfir heimi
vorum drotna lög, sem aldrei umbreýtast,
né munu nokkuru sinni ganga úr skorð-
um, en vér höfum lagt margar bernsku-
legar hugmyndir aftur og aftur í deigluna
og æ fengið aftur sömu steypuna. Hinar
hræðilegu villur mannlegs hugarburðar um
guðs reiði ættu nú t. d. loks að rýma sæti fyrir
einhverju helgara, indælla.og algæzkunni
líkara. Vér þörfnumst minna og minna af
prédikunum um uppruna-syndina, en meira
og meira um uppruna-réttlætið og hina
miklu, möguleika vors manneðlis. Mann-
eskjunum verður ekki lyft upp frá lægra
og lakara eðli þeirra, með því að segja
þeim að þær geymi í sér engan guðræknis
neista, heldur með því, að innræta þeim,
að kjarni guðdómsins búi einmitt í eðli
þeirra.
Vér þurfum að endurbæta allar skoðanir
vorar á innblœstri og opinberun. Guðs veg-
ir og fyrirætlanir eru óumbreytanlegir hlut-
ir, svo aldrei hefir til verið annar inn-
blástur en sá, er vér höfum enn í dag.
Það eru ekki aðrir, en hugsunarlausir
menn, sem dirfast að neita því að guð-
Iegur andi hafi ekki andað yfir spámenn
og stórskáld vorra daga. Shakespeare,
Burns, Carlyle og Emerson hafa sannlega
heyrt óm himneskra sannleiksradda eins
skýrt og hreint sem hinir fornu spámenn
Gyðinga. Innblástur andans getur ekki
hugsast framar takmarkaður við trúarflokk,
stund og stað, heldur hlýtur að vera tak-
markalaus. Og veröldin fær enn í dag
eins sannar opinberanir eins og nokkuru
sinni á umliðnum öldum. Guð skapar
manninn, lifandi anda, og maðurinn held-
ur áfram að vera það, einungis ef hann
lifir á >sérhverju því orði sem framgeng-
ur af guðs munni«. Hinar fornu bíblíur
voru þær beztu bækur, sem fyrri menn
gátu samið og hinar gömlu trúarjátniagar
hafa unnið ætlunarverk sitt. Enn þurfum
vér hjálpar hinna gómlu, helgu bóka, en
einnig og ekki síður innblástur hinna
nýju, helgu bóka, sem frá guðs hendi
birtast. Andi sannrar guðrækni, eftirþrá
heilags lífernis og sannleika, góðleiks og
göfuglyndis minkar aldrei, heldur eflast
og lifa þó að búningur hugmynda vorra
og skoðana breytist sífelt. Manneðlið hróp-
ar æ hærra og hærra eftir betra trúar-
formi. Það verður að koma fullkomið
hugsunarfrelsi handa hverjum manni, með