Norðurland

Issue

Norðurland - 23.01.1909, Page 3

Norðurland - 23.01.1909, Page 3
því að engir aðrir en frjálsir menn finna sannleikann, elska sannleikann, gera sann- leikann. Kirkja sem trúir á innblástur nú, hún ákallar guð, reynir og prófar alla hluti við ljós skynsemi og samvizku, vill meiri verða en hinir fornu heilögu og skíra börn sín með nýjum anda.« Ritstjóri blaðsins bætir þeirri athuga- semd við þessa grein: »Astand kristninn- ar í heiminum er orðið alvarlegt, ef ekki hræðslugæði. Af staðháttum má sjá, að það er sífeld afturför ekki einungis hvað tölu þeirra snertir, sem sækja kirkjur, heldur og tína trúarflokkarnir sjálfir töl- unni. Eftir áreiðanlegu kirkjublaði hafði Welseyskirkjan mist 8,000 áhangendur (á Skotlandi) árið, sem leið, Baptistar 5,000 og Fríkirkjan ekki færri en 18,000 altaris- fólks.í En hvað ríkiskirkjuna snertir, seg- ir sama blað: >Sérhverjum manni er kunn- ur hinn sífeldi harmasöngur yfir rýrnun kirkjunnar og fækkun prestsefna til kall- anna. Loks kveða safnaðarkirkjurnar (Con- gregatíónalistar) við sama tón: >Kirkjur vorar eru að glata sjálfu því fólki, sem verið hefir máttur og megin safnaðanna.* M.J. % Rödd úr sveitinni. Um þessar mundir er verið að jafna niður um alt Island prestsgjöldum og útsvörum á okkur bændurna. Alt á að borgast í peningum, en sá er gallinn á, að peningar eru mjög óvíða til um þessar mundir. Bændurnir kvarta og kveina, ekki þó að ástæðulausu, yfir þessum gjöldum, sem þeir vita ekki hvernig þeir eiga að borga. Þó að menn hafi dálítið af búfé undir höndum, þá e^ ómögulegt að selja það fyrir peninga, jafnvel þó það sé boðið fyrir hálfvirði. Til dæmis hafa lambsfóður verið boðin upp í einu prestakallinu móti peningum og fekst þar ekki hærra boð, en — segi og skrifa — kr. 2.50, en gildir þó í verðlagsskránni kr. 4.09. Ær hafa lika verið boðnar móti peningum, fram- gengnar, fyrir jafnvel 12—13 kr. Þetta eru alvarlegir tímar, sem við lifum nú á. Þingið og landsstjórnin skipa að borga alla skatta og gjöld í peningum á þeim tímum, þegar bank- arnir eru peningalausir, skuldirnar upp fyrir höfuð á fólkinu og verzlunin hin versta. — Ofan á þetta hleður lands- stjórnin auknum gjöldum, eys út fé landsins, eins og gnægð sé til af öllu og lætur sig litlu skifta hvort fjár- austur þessi er til nokkurra hagsmuna fyrir þjóðina. Að finna ráð' til að kippa þcssu í liðinn er mikill vandi. í fyrsta lagi álít eg óhjákvæmilegt, að krefjast þess af þinginu og þjóðinni að fara gæti- lega, leggja ekki nú fyrst um sinn út í nein stór fyrirtæki, er auki mönn- um gjöld, heldur spara fé landsins. A þessu ári hefir skattanefndin verið að sjóða saman heljar mikinn lagabálk til að pressa peninga út úr þjóðinni, til þess að auka tekjur landssjóðs. Margt er athugavert við þetta. frum- varp, sem eg hefi nú ekki tíma til að gera mínar athugasemdir við; að eins legg eg það til, að þjóðin fái að yfirvega það mál betur, að hún fái að átta sig á því að minsta kosti í 4 ár. Hún þarf að hafa nægan tíma til að gagnrýna jafn-yfirgripsmikið og flókið málefni, svo að hún geti á sín- um tíma borið fram sínar góðu og gildu athugasemdir, og svarað því 11 Nl. greinilega, hvort hún sé fær um að bera aukin gjöld. I öðru lagi legg eg það til að fé landsins sé sparað fyrst um sinn, meir en gert hefir verið í tíð þeirrar stjórnar, sem nú hlýtur innan lítils tíma að hrökklast frá völdum. Margir góðir menn hafa álitið, að við gætum sparað stórfé með því að fækka prestum á landinu; t. d. í Skaga- fjarðarsýslu eru 8 prestar, sem eftir nýu launalögunum fá í fastar tekjur c. 12,000 kr. og að auki lausar tekj- ur, er munu nema alt að 2,000 kri En nú vil eg spyrja: er það tilvinn- andi fyrir sýsluna, að gefa svona mik- ið út fyrir það gagn, er prestarnir vinna? Eg segi nei og aftur nei; eg álít að fullnægja muni þessari sýslu 3 prestar eftir kröfum nútímans. Kenslu- málin heyra undir hreppsnefndirnar, sem útvegu sveita- eða barnaskóla- kennarana; prestarnir hafa aðallega á hendi að vera við vorpróf barnanna, auk vanalegra embættisverka. Mér finst engum skaði í því, að prestarnir hætti að hafa á hendi sveitastjórnir, odd- vitastörf, deildarstjórastörf, verzlunar- störf, agentsstörf fyrir tóvinnuvélar og útlend verzlunarhús, lífsábyrgðarfélög og allskonar störf, er þeir geta krækt í, sem gefa af sér peninga, auk bú- skaparumhyggju í smærri og stærri stíl. Hér í sýslu má fækka kirkjum þannig, að leggja niður Reynistaðar- Víðimýrar- Reykja- Silfrastaða- Flugu- mýrar- Rípur- Viðvíkur- og Holtskirkju. Einn prestur getur þjónað í Hofsós- læknishéraði að Hofstaðakirkju fremstri; annar prestur: Miklabæjar, Mælifells og Goðdalasóknum. Dalamenn munu gera sig ánægða með að fá 3 messur á ári. Þriðji prestur sæti á Sauðár- krók, þjónaði þar og auk þess Glaum- bæjar og Hvammskirkjum og messaði þrisvar á ári í Ketu á Skaga. Svo má raða niður hinum gömlu sóknum eftir áliti beztu manna. Eg vil nema burt allar óvissar lausar tekjur prest- anna, og launa þá hvern með 2000 kr., sem borgist þeim í peningum, án innheimtufyrirhafnar? af þeirri upp- hæð munu þeir geta lifað góðu lífi, með búskapnum, sem þeim er innan- handar að stunda. Barnaskírnir í fjar- lægð presta geta verið skemri skírnir, gerðar af ljósmæðrum þegar hver vill. Önnur prestsverk sé eg ekki að séu því til fyrirstöðu, að prestarnir búi í fjarlægð, því að fólk er hætt að neyta sakramentis á deyjanda degi, en sækir heldur læknirinn til hjálpar lífinu, eins og reynslfin hefir sýnt að betur hefir gefist. Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að breyting f þessa átt er vel framkvæm- anleg, og með tilliti til fjármála sýsl- unnar, mun hún geta sparað 8000 kr. á hverju ári. Þó að þessi uppástunga falli prest- um okkar ekki vel í geð, vona eg að bændurnir og aðrir gjaldendur finni fulla nauðsyn til þessa. Þegar eg sá hin nýu launalög prestanna, hafði eg á orði, að þessi breyting mundi verða næg til þess að rýmka um prestastétt- ina hér á landi og mundi verða hin bezta undirrstaða til þess að aðskilja ríki og kirkju; sýnist mér aðskilnaður hinn æskilegasti; þá getur samkomu- lag presta og gjaldenda orðið hið eðlilegasta, að dæmi Ameríkumanna og annara þjóða, sem komnar eru á hærra menningarstig en við erum enn. Skagfirzkur bóndi. Ingimar Sigurðsson. Þó missir og söknuður missi’ ekki gráí —hið mista’ er oss gagnlegt að þreyja— nú verður ei myrkur við mannanna lát, þvi mennirnir hreint ekki deyja. Þó ógnunum bregði upp hjarnið og hel og hjörtu’ okkar meðaumkun fylli, þitt helstríð er búið, nú vegnar þér vel, nú vermir þig mannanna hytli! Eg minnist—og stari’ á þitt fullþroska fjör, á fallegu limina knáu, á drengilegt andlit, á djarfmannleg svör, á dáðríku augun þín fráu. Nú liggur á hjarninu líkið þitt eitt, i líkhjúpi fannanna sefur. í „borðið" mitt leggurþú lifsmark þitt heitt og lifandi svörin mér gefur.- Eg sendi ’onum kveðju, hann kom á minn fund. með kœrleik til ástmanna sinna. Ó, hefði eg lag á að lœkna' ykkar und: að táta’ ykkur nálægð hans finna! En gott átt þú, móðir, er syrgir þinn son því sorgirnar heldjúplð brúa! Og gott er að unna og gleðjast af von, og gotl er að þora að trúa. DULTRÚl. % Álitsskjöl skattanefndar. vi. Um sveitargjöld. Samkvæmt 2. gr. laga 31. júlí 1907 er það eitt af verkefnum skattainála- nefndarinnar að athuga, hvort hagan- legt muni vera að breyta gildandi á- kvæðum um sveitargjöld. Gæti þá leg- ið nærri, að taka jafnframt bæjargjöld í kaupstöðum til athugunar, enda er það vitanlegt, að í þar að lútandi lagaákvæðum er allmikið ósamræmi og þeim áfátt í ýmsum greinum, svo að full þörf væri á að endurskoða þau. Neíndin verður þó að telja eðli- legast, að bæjarstjórnirnar hafi frum- kvæði í þeim málum eins og öðrum, er bæjarfélögin varða sérstaklega. Enn- fremur eru líkur til, að skoðanir kaup- staðaborgara um gjaldaálögur til bæj- arþarfa séu næsta sundurleitar, svo að fyrir þá sök þurfi lengri tíma til að undirbúa hagkvæm lög um það efni en skattamálanefndinni er ætlað að starfa. Af þessum ástæðum bindur nefndin að svo stöddu tillögur sínar við sveit- argjöld í eiginlegum skilningi eða með öðrum orðum gjöld til sveitarsjóða í hreppum. Hinn eini fasti skattur, sem nú er greiddur í sveitarsjóð, fyrir utan hunda- skattinn, sem ekki er beint á lagður í því skyni að afla sveitarsjóði tekna, er fátækratíundin af fasteign og lausa- fé. Eftir reikningum sveitarsjóðanna fyrir árið 1902—1903 er upphæð tí- undarinnar 22411 kr., en við hliðina á tíundinni er aukaútsvar eftir niður- jöfnun að upphæð 241180 kr. Þetta sýnir, að fasti skatturinn er jafnvel ekki Vio móts við niðurjöfnunargjaldið. Og eftir því sem útgjöld sveitarsjóð- anna aukast, og þá um leið sú upp- hæð, er jafna þarf niður árlega, hlýt- ur tíundin, sem að miklu leyti stend- ur í stað, að verða tiltölulega minni hluti teknanna. Þetta fyrirkomulag er næsta óhagfelt fyrir það, hversu niður- jöfnun eftir efnum og ástæðum er miklum vandkvæðum bundin. Og þeir annmarkar hljóta að koma því fremur í ljós, því meiri sem upphæð sú er, sem þarf að fást á þennan hátt. Fyrst og fremst getur ekki hjá því farið, að menn þeir, sem um það mál fjallá, séu misjafnlega vandvirkir og sam- vizkusamir, og hafi þar að auki mis- munandi skoðanir um, hvað aðallega beri að leggja til grundvallar fyrir gjaldaálögum, og loks er oft og tíð- um mikill misbrestur á því, að menn þessir hafi svo náinn og víðtækan kunnugleik, sem nauðsynlegur er, til þess að trygging sé fyrir því, að niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum, sem ekki er neinum reglum eða tak- mörkum bundin, íari jafnan vel úr hendi. Þótt ekki verði hjá því komist að halda slíkri niðurjöfnun að einhverju leyti, er það þó óhagkvæmt, að hún sé sama sem eina leiðin ti! að útvega sveitarsjóðunum auknar tekjur. Nú er það fyrirsjáanlegt, að útgjöld sveitar- sjóða og sýslusjóða íara vaxandi, ekki að eins fyrir almenna framsókn þjóð- arinnar, heldur einnig fyrir það, að með lögum eru stórvægilegar byrðir lagðar sveitarfélögunum á herðar, til dæmis til fræðslumála, vega o. fl. Það verður því að teljast öldungis nauð- synlegt að auka fastar tekjur sveitar- sjóðanna, og kemur þá til álita, hverir tekjustofnar séu hagkvæmastir. Því hefir verið hreyft, að hagan- legt gæti verið að veita sýslunefndum heimild til að leggja toll á aðfluttar vörur í viðbót við tollgjöld til lands- sjóðs. En það er hvorttveggja, að eins og nú stendur, verður landssjóður sak- ir eigin þarfa að fara á fremstu grös í tollálagningu á einstakar vöruteg- undir, enda mundi sú tilhögun, sem hér er bent á, reynast örðug í fram- kvæmdinni fyrir það, að menn sækja iðulega verzlun til kauptúna utan sýslu, og yiðu þá að greiða tollinn til ann- annars sýslufélags, en þeir væru bú- settir í. Það getur því í þessu sam- bandi naumast verið umtaismál um annað en beina skatta, og er nefndin þá ekki í neinum vafa um, að þeim verði bezt hagað á sama hátt og lagt er til um landssjóðsskatta. Til grund- vallar fyrir þeim tillögum liggur sú viðleitrii, að gera öllum stéttuui og atvinnuvegum sömu skil. Og þó að reyndin svari ekki til hugsjónarinnar þegar í stað, eða fyrst um sinn, þá er markið sett, sem allir geta stefnt að, og markmiðið er það, að enginn eða sem fæstir dragi sig í hlé að bera sameiginlega útgjaldabyrði. Þessum til- gangi er einmitt hægra að ná með því, að láta sveitarsjóði hafa sömu gjaldstofna og landssjóð, með því að síður er hætt við undanbrögðum í til- liti til sveitargjalda fyrir kunnugléika innsveitismanna, og sakir þess að all- ur undandráttur einstakra manna kem- ur þá fram við samsveitunga þeirra í auknum gjöldum. Þetta á einkum við þá skatta, sem bygðir eru á framtali, svo sem tekjuskatt og eignarskatt. Um fasteignarskatt er að þessu leyti nokkuð öðru máli að gegna. En aftur eru aðrar giidar ástæður til þess að láta sveitarsjóð hafa beinar tekjur af öllum fasteignum, sem liggja í hreppn- um. Auk þess sem það er eðlilegt, að fasteignirnar séu einn af aðaltekju- stofnum þeirra sveitarfjelaga, þar sem þær liggja, svo er það og nauðsynlegt til þess að tryggja fjárhagslegt sjálf- stæði þeirra, þegar svo stendur á, að margar jarðir í sama hreppi eru eign utansveitarmanna, er byggja þær fé- lausum mönnum, sem ekki geta borið nema lítið aukaútsvar, með því að heimildin í 36. gr. sveitarstjórnarlag- anna, að leggja aukaútsvar á ábúð á jörð eða jarðarhluta og leiguliða-afnot af jörðu, þótt engin ábúð fylgi, kem- ur þá ekki að fullu hatdi. Að því er snertir tekjur sýslusjóðs, þykir rétt að halda óbreyttu því fyrir- komulagi sem nú er, að láta þau gjöld greiðast úr hreppssjóðum eftir árlegri niðurjöfnun sýslunefnda. En reglum fyrir þeirri niðurjöfnun þarf auðvitað að breyta í samræmi við þá tekju- stofna, sem gjöldin leggjast á. Síra Ární Björnsson á Sauðárkrók er skipaður prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mannalát? Gunnlaugur Oddsen verzlunarmaður hér í bæ andaðist um síðustu helgi.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.