Norðurland - 17.04.1909, Side 2
Nl.
58
Hprhprni fyrir einhleypan
íltJIUtJiyi tilleigufrá 14m
n. k. hjá
Jóh. Ragúelssyni.
vilja sýna og reyna, hvort heldur er
að synda ákveðna vegalengd á ein-
hverju sérstöku sundi, bjarga, synda
í kafi eða sýna sundlistir o. s. frv.,
en gera skulu sundmennirnir nefnd-
inni aðvart um það, hvað þeir vilja
synda eða reyna.
Síökk. Kept verður um hámark í
hástökki og langstökki, bæði með til-
hlaupi og án þess. Stökkin fara fram
á sléttum fleti, yfir streng og á milli
merkja og er stökklagið fijálst.
Ganga og hlaup. í þessum íþróttum
geta menn kept eftir vild og sett há-
mark í þeim. Vegalengdirnar verða að
líkindum 50, 100, 200 500 eða 1000
metrar eftir ósk þátttakenda. Jleglur
viðvíkjandi þessum íþróttum verða gefn-
ar á mótinu áðurenn þær fara fram.
Handahlaup, ýmiskonar stökk og fim-
leikar verða sýndir sérstaklega.
Kpppróður. Þátttakendur leggja sér
til báta og keppa á höíninni ákveðna
vegalengd.
Knattleikar geta farið fram, bæði fót-
boltaleikur, langboltaleikur og fleiri,
og vonumst vér eftir því að íþrótta-
félögin beiti sér fyrir því að þeir verði
leiknir.
í hverri íþróttagrein verða skipaðar
sérstakar nefndir til þess að dæma
um Ieikni manna og vinninga. Vonandi
sér fjórðungsstjórnin sér fært að heita
verðlaunum og sýnist margt mæla með
því að verðlauna ekki eingöngu ein-
staka menn, sem skara framúr, heldur
öllu fremur íþróttafélögin sjálf, eftir
því hve mikin og góðan þátt þau taka
í mótinu, eftir ástæðum þeirra.
Fyrirspurnum um íþróttamótið og
íþróttirnar sjálfar má beina til mín, og
Skal eg svara þeim svo greinilega og
fljótt sem mér er unt.
Sendið mér nöfn yðar helzt fyrir 14.
maí, og skýrið mér frá hvern þátt þér
viljið taka í mótinu. p j pfysí
í
BæKur.
Lióðmæli eftír Krístján
Jónsson. Útgef. Biörn
B. Jónsson í Minnesota,
Minneota Ameríku.
Þetta er í þriðja sinn að kvæði
skáldsins hafa verið prentuð síðan
hann dó 27 ára gamall 1869; er það
eins dæmi. Útgefandinn er bróður-
sonur Kristjáns, prestur og nú forseti
Kirkjufélags Vestur-íslendinga. Hefir
hann látið prenta kvæðin í Washing-
ton, D. C. (o: höfuðstað Bandaríkj-
anna), hjá S. Th. Westdal íslenzkum
manni. Prentun og frágangur góður
og villur ekki teijandi. Mynd af skáld-
inu fylgir eftir hinni alkunnu, gömlu
ljósmynd, en ívið daufari en hinar,
og svipurinn enn þreytulegri. Ritið
flytur ekki nærri því öll kvæði höf-
undarins. Segir útgefandi sér hafi þótt
óþarft að halda á lofti sumu því, er
áður hafi verið prentað, enda mundi
höf. sjálfur aldrei hafa látið prenta
það. Er það eflaust satt. Líka vantar
hér fjölda af öðrum kvæðum skálds-
ins, er höf. segir að »ekki hafi neitt
alment gildi*. Tvö kvæði eru ný í
bókinni, sem ekki hafa staðið í, eldri
útgáfunum, kvæðin »Kveldljóð« og
»Herðubreið«.
Um flesta þá kveðlinga, sem slept
hefir verið, er enga rekistefnu vert að
gera; en fáeinna ljóðmæla, sem feld
hafa verið, verður samt af mörgum
saknað, og minnist eg helzt vísnanna
um »Pelann«, og stakanna:
• Hróbjartur, Hróbjartur
hniginn er nú.<
Slíkum og þvílíkum kveðlingum er
synd að sleppa; þeir sýna höfundinn
betur, ef til vill, heldur en nokkuð
annað, sem eftir hann liggur, enda
munu geymast þegar annað flest fer
að gleymast.
Höf. lætur kvæðunum fylgja vel
ritaða grein um frænda sinn og hefir
tilfært í henni frásöguþátt um æsku
skáldsins frá bernsku. Er það átakan-
leg en einföld lýsing á gáfubarni sem
auðnan réttir ískaldar stjúpmóður hendur
Kvæðum Kristjáns þarf hér ekki að
lýsa, þau eru öllum kunn. Ef kvæði
skálda ná að komast »inn á hvert
heimili* þjóðar þeirra, þá er með
því bezt sýndur verðleiki hvers skálds
eða gildi. Þó mun það einkum hafa
verið tvent, er mest hefir valdið vin-
sældum kvæða Kr. J. það fyrst, að
hann orðaði með svo einkennilegum
alburðum flest, sem hann kvað; og
svo hitt, að hann kvað svo stöðugt og
alvarlega um raunir og vonbrigði, tóm-
leik og trúarskort—þær skuggamynd-
ir, sem einmitt á hans dögum leynd-
ust eins og Óttar á hurðabaki í hug-
skoti ærið margra. »Betri er belgur
en barn,« má segja um þau andans
börn tímanna, er kallast skáld. Þeim
hættir meira við en »belgjunum«, þ.
e. hversdagsmönnunum, að segja frá
og syngja um ýmislegt óþægilegt,
sem þægilegt, sem aðrir ýmist ekki
þekkja, eða kjósa að láta liggja í
þagnargildi — svo það hneyksli engan.
Að öðru leyti hygg eg ekki að
skáldið í Kristjáni hafi náð fullum
fermingaraldri á sinni örstuttu æfi,
því síður fullkominni aldurshæð.
En vel má vera, að sumt hafi hann
kveðið tvítugur svo vel, að sumir aðr-
ir sem skáld eru kallaðir, kveða ekki
betur sextugir, sjötugir, áttræðir. Gáfu
listarinnar má Iaga, en ekki gefa.
Matth. /ochumsson.
*
Vörn 02 viðreisn. -
Tvær ræður efttr síra
Harald Níelsson- Rvík
1909•
Ræður þessar eru um bindindismálið.
Fyrri ræðuna, er nefnist »Vogin þín
1 o. september«, flutti höf. á umræðu-
fundi um aðflutningsbannsmálið 8. sept.
1908, en hina síðari, »Sannleikurihn
mun gera yður frjálsa«, hélt hann í
dómkirkjunni í Reykjavík 10. jan. síð-
astl. á 25 ára minningarhátíð Góð-
templara.
Ræður þessar eru hvor annari fall-
egri og betri, og ógleymanlegar munu
þær verða öllum þeim, er lesa þær.
Fáist menn aðeins til að lesa þær,
getur ekki hjá þvf farið, að þær verði
til mikillar efiingar bindindis- og að-
flutningsbannsmálinu.
Ræður þessar ættu allir að lesa.
X
Kristján Stefánsson.
Dáinn aðfangadag jóla siðastliðinn.
— i nafni móður hans. —
Hörð voru jólin minn hjartkæri son!
„Hvað varð af syninum minum ?“
hrópaði i hörmungum sinum,
hjartað i barminum mínum,
örþjáð af óþreyju og pinum.
Hvar er nú Ijósið og lifandi von,
lausnari á himninum þínum?
Fœrðu mér son minn i faðmitþinum!“
„Egþekti hansskóhljóð, ogskjálfandi beið :
Ó skelfing hve langt var að þreyja,
örvingluð, alein að þreyja,
striðandi, sturluð að þreyja.
friðtaus og fá ekki að deyja!
Ljá mér nú skimu i skerandi neyð,
skapari, og lát mig svo deyja, —
vita um hann, sjá hann, ogsiðan deyja!“—
En ekki hvarf vo'nin, því aldregi brást
endrar nœr hvar sem var staddur,
hvort hann var hungraður, saddur,
heill eða veill eða gladdur,
hress eða í hrösunum staddur,
vitjaði’ hann œ mín með viðkvœmri ást,
sem vœri hann af aísnœgtum saddur,
ogsœlan sighugði efhjá fhér var staddur.—
Og enn á eg von ejtir alt mitt fár;
þvi andinn í djúpunum sinum,
sálin í skelfingum sínum,
hjartað í hörmungum sínum,
elskan í almœtti sínum,
skapar i myrkrunum skinandi ár —
í skerandi hugraun og pinum;
syngja mér guðsorð frá syninum mínum.
Eg á ekki von um nein veraldarljóð,
að víðfrœgi soninn minn dáinn;
þeir segja, hann sé kominn i sjáinn,
sama sé flestum um náinn,
hart sé að horfa út i bláinn.
Þeir vita’ ei að syngja mér ódáins-óð
engtarnir, Vonin og Þráin:
„Hann lifir, hann lifir, þótt löngu sé dáinn."
Þín auðna var stopul, eg á ekki von
að orðstýr þinn berizt i tjóði.
En það segi’ eg hátt og í hljóði:
i hjaría þins göfuga sjóði
áttir þú gull þó ei gióði.
Fríðleiks og atgerfis, elskaði son,
unni þér skaparinn góði, —
alt það, alt það, áttu í sjóði.
Og eg á í sjóði elskaði son,
þann arðinn, er sorgina greiðir,
sorgin, er samlífið deyðir,
sorgin, er kröftunum eyðir,
sorgin, er sálina neyðir
að flýja til Hans i heilagri von,
sem harmana stóru greiðir.
Himnunum hœrri eru lífsins leiðir.
Matth. Jochumsson.
X
ísland fyrir íslendinga?
Kæra Norðurland!
Eg þakka fyrir góðar viðtökur í
síðasta blaði og get ekki stilt mig
um að bæta við nokkrum línum ef eg
má. Þú og þínir menn segja: Island
fyrir Islendinga, en eg segi: Vér er-
um ekki sjálfum oss nógir, og höfum
aldrei verið það, og getum ekki orðið
það, fyr en vér höfum unnið landið
og gert oss náttúru þess undirgefna.
En til þess þarf mannafla mikinn og
hann fáum vér seint með því að girða
oss kínverskum múr samkvæmt kenn-
ingunni ísland fyrir íslendinga. Eg get
skilið háttalag skipsbrotsmannsins sem
þverneitaði félaga sínum að komast á
kubbinn með sér og bjargast frá drukn-
un, svo framarlega sem kubburinn var
altof lítill til að bera báða, en mann-
hundur hefir hann verið ef kubburinn
var í rauninni nógu stór fyrir þá báða.
Og eins finst mér það vera meinsemi
af oss íslendingum að meina öðrum
þjóðum aðgang að landinu ef landið
er eins gott og af því er látið og
það rúmar með hægu móti miklu fleiri
en þar eru nú fyrir. Nei, Island fyrir
íslefldinga tel eg vera ófrjáislynda
aíturhaldspólitík, sem á heima langt
fram á horfinni öld og getur komið
að liði skrælingjum og öðrum óment-
uðum þjóðum, sem ekki þola að veita
móttöku straumi menningarinnar, en
hún á ekki við hjá okkur íslendingum
sem — eg leyfi mér að segja — höf-
um meðtekið heilagan anda nútíðar-
menningar og framfara. Japanar byrgðu
sig lengi inni eins og sníglar í kufung-
um og leyfðu engum barbörum að
vaða inn á sig, sama' hafa Kínverjar
gert til skams tíma og sama gera
Tíbetsbúar enn þann dag í dag. Er
þeirra dæmi svo lofsvert að vér Islend-
ingar eigum að gera slíkt hið sama?
Ekki get eg séð það. Eg gæti skilið
stefnu þeirra sem halda þessu fram
ef það væri álit þeirra að vér íslend-
ingar værum ekki menn til að geta
melt nútíðarmenninguna fremur enn
Eskimóar og Indiánar, sem hún er um
megn og leiðir til glötunar. Heim-
skautafarinn Amundsen sem nýlega er /
kominn heim úr Gjöaleiðangrinum norð-
ur um Ameríku segir það vera sann-
færing sína að þeir Eskimóar lifi far-
sælustu lífi, sem öldungis eru sneydd-
ir allri menningu og lifa lengst fjarri
henni. Það er þó varla meining nokk-
urra vorra landvarnarmanna að skrifa
undir líka staðhæfingu um oss íslend-
inga. Hver er í rauninni meiningin
með þessu slagorði sem svo margir
taka sér í munn í seinni tíð: ísland
fyrir íslendinga? mér er það ekki al-
veg ljóst, því eg get ekki annað séð
en að það hljóti að vera okkur í hag
að leyfa útlendingum að koma til vor
og taka þátt í að koma landinu upp.
Enda kemur ekki til að oss sé unt
að bægja útlendingum frá ef landið
geymir eins mikil auðæfi og orð fer
af. Því þeir leyfa oss aldrei einum
að sitja að krásunum í makindum
heldur vilja þeir líka maka krókinn.
Vér höfum ekki getað og munum held-
ur aldrei geta í framtfðinni bægt út-
lendum fiskimönnum frá gullkistunni
kringum landið og sannist nú t. d. að
auðug gullkista sé líka í landinu sjálfu
bæði bókstaflega í Öskjuhlíðinni og
máske í óeiginlegri merkingu í öllum
holtum, fenum og flóum á öllu land-
inu, þá veit það trúa mfn að örðugt
muni ganga að halda til streitu boð-
orðinu: ísland fyrir íslendinga. Það
kann vel að vera að margur þorskur-
inn hafi í heimsku sinni gleypt útlenda
öngla í stað þess að rata rétta leið
innfyrir borðstokkinn hjá oss íslend-
ingum; en ekki megum vér þó gleyma
því að frönsku duggurnar hafa orðið
fyrirmynd íslenzku dugganna, að mótor-
skip höfum vér lært að nota að dæmi
Norðmanna og Færeyinga, að Norð-
menn hafa kent okkur síldveiðar, Eng-
lendingar botnvörpuveiðar o. s. frv.
Var fræðslan of dýr? Hvernig áttum
vér að fá hana? Lærum vét ekki all-
ar aðferðir sem til framfara og hags-
muna horfa af útlendingum? Og lær-
um vér þær ekki bezt þegar þeir koma
til okkar og kenna þær í okkar eig-
in landi?
»ísland fyrir Islendinga«, getum vér
ef til vill sagt þegar vér erum orðin
svo voldug þjóð að vér erum sjálfum
oss nógir og þurfum í engu að vera
upp á aðra komnir, en fyr ekki. Eg get