Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 17.04.1909, Side 4

Norðurland - 17.04.1909, Side 4
Nl. 6o vel sé nema með föstum söngflokk, sem hafi dálítil laun. Á síðastliðnu vori skrifaði eg bæjarstjórninni og fór þess á leit, hvort hún sæi sér fært að veita kr. 200.00 til að launa með söngflokk, og þóttist eg þess fullviss, að prófastur okkar mundi þá t. d. syngja í eitt skifti og á þann hátt styðja mig í því að fá inn segjum kr. 200.00 með söng; bæjarstjórnin mun hafa viðurkent að þetta væri nauðsynlegt, en vísaði því máli eðlilega til safnaðarnefndar, hvar það kom ti! umræðu á safnaðarfundi, og leit meiri hluti nefndarinnar svo á, að kirkjan gæti ekki lagt neitt fé til þessa, sízt það sem nokkuð drægi, og féll þetta mál við það. Nú hefi eg hugsað þetta mál síðan og finst mér að fleiri en einn vegur væri til þess að fá upp nokkurt fé. Það er þá fyrst, að sóknarnefnd mun samkvæmt lögum, hafa heimild til að jafna niður sönggjaldi (nef- skatt). Önnur leið að kirkja og bær byrjuðu með dálitlu tillagi, þó það væri að eins lít- ið, svo mundi eg taka að mér að útvega nokkuð í viðbót, og álít eg ekkert á móti því að segja frá því hér, á hvern hátt að eg ætla mér að koma því fram. Eg hef áður talið það víst að prófastur okkar mundi fús á að syngja fyrir kirkjusönginn eins vel eins og hann hefir sungið fyrir ýms félög hér í bænum með góðum árangri; svo eru tveir aðrir söngsnillingar hér í bæ, þeir læknarnir Steingrímur Matthíasson og Valdemar Steffensen. Það kann að þykja nokkuð frekt að eg skuli án þess að hafa talað við hina 2 síðarnefndu búast við því, að þeir fari að offra sínum söng fyrir þetta málefni, en eg þykist eins viss um að þeir gerðu það með glöðu geði eins og eg veit að eg er sjálfur að skrifa þessar línur. Auðvitað er það fé, sem kæmi inn fyrir slíkan söng — úr vösum bæjarbúa, en það bætir úr, að eftir því fé mun enginn sjá, sem heyrir þá syngja, því fólkið finnur það glögt að það fær það vel borgað. Hitt mundi eg taka upp á mig að sjá um það, að kirkju- söngurinnn tæki stórum stakkaskiftum, ef fastur flokkur fengist eins og hér að framan er bent á, því hér í bæ eru góðir söng- kraftar bæði hjá konum og körlum, og inundi fólki bregða mjög við að heyra góð- an fjórraddaðan söng, sem að eins hefir áð- ur heyrst á hátíðum, og ekki síður ef hinu yndislega tóni prófastsins okkar væri svarað vel með fjórum röddum. Akureyri 13- apríl 1909. Magnús Einarsson. \ Grundtvig — æfi hans og starf. IX. En hvers vegna varð Grundtvig það, sem hann varð? Hvaðan hafði hann sinn aðalstyrk? þess hefi eg áður get- ið, að Steffens vakti hann með róman- tísku skáldskaparstefnunni. En af því leiddi að hann fór að sökkva sér nið- ur í fornnorrænar bókmentir og til þess að geta það nokkuð að marki, varð hann að læra íslenzku, þessa lif- andi norrænu, sem íslendingar höfðu varðveitt öld fram af öld; og Grundtvig lærði íslenzku, og að hann gerði það meira en að nafninu má ráða af þvi', að hann þýddi Heimskringlu Snorra á Dönsku. Og hann sökkti sér niður í eddurnar. Með öðrum orðum: Hin fornnorræna þjóðmenning og sérstæði hins norræna þjóðaranda birtist honum í allri sinni dýrð í bókmentum Islend- inga ; það voru þær, er heilluðu svo huga hans og gáfu honum slikt and- legt víðsýni, að hann hóf baráttu með- al þjóðar sinnar fyrir endurfæðingu hinnar norrænu þjóðmenningar. Úr fornbókmentum íslendinga hafði hann sinn aðalstyrk, uppúr þeim voru sprottn- ai hugsjónir hans, er fæddu af sér KAPPGLÍMA um „Akur- eyrar-skjöldinn“ verður þreytt í Goodtemplarahúsinu þriðjudaginn 20. þ. m., kl. 7 siðd. Almenn sæti 50 aura, barnasæti 25 a. alþýðuháskólana, sem aftur hafa umbylt og endurfætt þjóðlíf Dana. Grundtvig var ekki danskur nema í þrengri merk- ingu, hann var í rýmri skilningi norrcenn andi; í honum var ósvikinn fornnorrænn mergur, í æðum hans rann hánorrænt blóð, er inní hann hafði streymt út úr hjarta íslenzkra bókmenta. Atvinnuvegir Dana standa nú með miklum blóma einkúm landbúnaðurinn. A einu ári fá þeir yfir 40 milliónir króna meira fyrir smjör, flesk og egg, heldur en þeir hefðu fengið, ef borgunin hefði verið álíka og meðalverð annara landa. Fyrir smjörið eitt fá þeir hærra verð en allar aðrar þjóðir. Að danska smjörið er svo gott kemur til af því, að það er blandað skýrleik og vitsmun- um segir Englendingur einn. En þessi skýrleikur og þessir vitsmunir eiga að miklu leyti rót sína að rekja til lýð- háskólanna. Lýðháskólarnir hafa aftur skapast fyrir hugsjónir Grundtvigs, en Grundtvig hefði aldrei orðið það sem hann varð, ef hann ekki hetði bergt á brunni forníslenzkra bókmenta. Margt einkennilegt kemur í Ijós þegar farið er að rekja sundur orsaka samband sögunnar. Mörgum mun t. d. virðast óskiljanlegt og með öllu fráleitt, að þessi makalausa smjörframleiðsla Dana geti staðið í nokkru sambandi við, eða átt að nokkru leyti rót sína að rekja til ritsnilli Snorra Sturlusonar, Eg veit, að flestum mun þykja sú hugsun blátt áfram hlægileg og heimskuleg. Og þó er auðvelt að færa rök fyrir þessu. Og við nánari athugun er þetta heldur ekkert óskiljanlegt, því þetta byggist á þeirri staðreynd, að þjóðarauður er ætíð ávöxtur eður afleiðing andlegrar menningar. I’að eru því engar ýkjur þó sagt sé, að þjóðarauður Dana nú á tímum eigi að nokkru leyti rót sína að rekja til andlegs lífs hér á Islandi fyr á timum. Og þetta finna og skilja líka Danir sjálfir. Ludvig heitinn Schrö- der lýðháskólastjóri í Askov sagði eitt sinn svo eg heyrði, að engu landi í heiminum ætti Danmörk eins mikið að þakka einsog íslandi. Það þarf naum- ast að taka það fram, hvernig Grundtvig sjálfur leit á ísland; í hans augum var það blátt áfram helgidómur. Danir eiga virkilega heiður skilinn fyrir það, hve vel þeir hafa kunnað að notfæra sér forníslenzkar bókmentir; því miður stöndum við íslendingar sjálfir þeim langt að baki í þessu efni. Land vort er að mörgu kostaland; alment er það viðurkent að í hafinu kringum landið séu gullnámur; við eigum aragrúa af fögrum fossum; í þeim býr afl, nægi- legt til að reka stóriðnað. En að miklu leyti látum við alt þetta ónotað. Okkur skortir samhug, okkur skortir þekkingu til að nota okkur auðsuppsprettur okkar eigin lands. Eftir öllu þessu hafa aðrar þjóðir tekið og við erum orðnir hræddir við, að þær fari að ásælast Iand okkar og erum farnir að gera ráðstafanir til að hindra það. Sumum hefir dottið í hug að leigja útlendum auðmönnum fossana okkar um ákveðið tímabil á meðan okkur er að vaxa fiskur um hrygg, þar til við sjálfir verðum fær- ir um að láta þá vinna fyrir okkur; sú hugmynd liggur hér á bak við, að við eigum að láta útlendingana kenna okkur að nota auðsuppsprettur lands vors. Hræðslan við ásælnina er á góðum rökum bygð. Hvað er líklegra en að þjóð, sem hefir haft vit á að færa sér í nyt andlegar auðsuppsprettur okkar, sem við ekki enn höfum vit á að nota sjálfir, líti ágirndaraugum ónotaðar auðs- uppsprettur lands vors? þess hafa líka sézt skýr merki. JarOarför Guðlaugar sál. Guðlaugsdóttur fór fram 13. þ. m. að miklu fjölmenni viðstöddu. Hornaflokkur Magnúsar Ein- arssonar spilaði sorgarsöngva við þetta tækifæri. Veðrátta frá 4.—17. apríl 1909. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh. s. 6.0 4.0 4.0 5-6 4-5 4-5 8.1 M. 6.0 4.0 5-4 4.0 30 4.0 7.2 Þ. 3-7 2.0 2.8 2.6 1-4 1.6 7.0 M. 1.4 •■5 4.1 - 0.1 1.0 0.2 8.1 F. - 0.7 - 2.5 0.8 - 1.2 - 1.0 36 8-3 F. 2-5 3-5 0.6 I.I 1-3 7.0 8.0 L. 5-7 - 0.8 41 6.5 3-o 6.6 6.9 s. 1.0 3-o 2.0 1.2 3-4 4-5 6.2 M. 2.5 2.0 2.7 0.3 0.7 9.0 6.1 Þ. 3-6 °-5 1.0 35 3-4 4.0 6-5 M. 4-5 0.0 2-5 4.6 3-4 4.5 5-8 F. 3-5 - 0.2 0.0 i-5 - 0.9 4.0 1.0 F. 2.6 1.0 6.4 i-5 i-5 2.6 4-7 L. 56 1-3 J-3 3-o 0.4 4.0 5-6 Hitastigið á Sf. og Þh. er tekið kl. 6 árd. en á hinum stöðvunum kl. 7. „Snorri“ lítill, snotur hundur, með því heiti, svart- strútóttur að lit, með uppstæð eyru og hringað skott, hefir tapast á Akureyri fyrir 3 vikum: — Ef einhverjir kyruu að vita um hund þenan, eru þeir vinsamlega beðn- ir að gera undirrituðum aðvart, gegn sann- gjarnri þóknun. Vöglum í Fnjóskadal. Einar E. Sœmundsen, (skógarvörður). -2° Atvinna. c^- Þeir sem vilja taka að sér að berja c- 3 0 dagsl. af þúfnasléttu semji strax við St. Sigurðsson kaupm. I bókaverzlun -m Frb. Steinssonar eru nýkomnar nokkurar útlendar bækur, svo sem: kenslubækur í Esperanto. Mit System. Svöm. Hind- hedes Kogebog:. Dekameron mjög ódýr. Einnig fást í verzlun- inni Almanak 1909. Kvenna- blaðið fæst einnig í verzluninni og ætti kvenfólkið að styðja að útbreiðslu þess og kaupa það, árgangurinn kostar kr. 1.50 Mjólk frá Hvammi fæst keypt á Akureyri þrisvar eða fjórum sinnum í viku hverri framvegis. Menn snúi sér í því efni til Aðalsteins Hall- dórssonar vélastjóra eða Odds prentara Björns- sonar. Beizlisstengur, Keðjur og ístöð bezt og ódýrast í verzlun Sig. Sigurðssonar. DE FORENEDE BRYGGERIERS MALT- I ÆGTE KB MALTEXTRAKT REF0RM :trakt er framúrskarandi hvað snertir mjúkat) og þægilegan smekK- Hefir hæfilega mikið af „extrakt" fyrir meltinguna. Heftr fengiö meðmæli frá mörg- um mikilsmetnum læknum. Oanmark Expedltlonen meddeler den i. Sepibr. 1908: Med Fornojelse kan jeg give det Danmark Ex- peditionen medgivne „Ægte Kongens Bryghus Malt- extrakt" min bedste Anbefaling. 011et holdtíig fortræffeligt under hele vort 2aarige Ophold i Polaregnene mm mgm Agi«Hf Alf. Trolle. Bezta meðal við hósta, hœsi og öðrum kœlingarsjúkdómum. ThorE. Tulinius & Co. 2-zzz^sm Umboðsverzlun. Símnefni: „ Verzlun“. Cori Adelersgade 9. Köbenhavn K. /Vnnast sölu á íslenzkum afurðum, og innHaup á útlendum vörum. Beztu skilmálar! Fljót afgreiðsla! Prentsmiðja Odds Bjömssonar, i

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.