Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 15.05.1909, Side 1

Norðurland - 15.05.1909, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknÍT. 22. blað. j Akureyri, 15. maí 1909. j IX. ár. Frá alþingi. Lög um aðflutningsbann á áfengi. 1. gr. Engan áíengan drykk má flytja til íslands til annara nota en þeirra, sem getið er um í 2. grein, og farið sé með eftir reglum þeim, sem settar eru í lögum þessum. En það er áfengur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 2 V 4% af vínanda(alkóhóli)aðrúmmáli. Duft, kök- ur og annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva, og f sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal fara með sem áfengan drykk. 2. gr. Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðnaðarfyrirtækis, efnarann- sóknarstofu, náttúrugripasafna eða ann- ara þvílíkra stofnana að flytja frá út- Iöndum vínanda eða annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnun- inni. Svo skal og heimilt að flytja til landsins vínanda, sem ætlaður er til eldsneytis. Lyfsölum og héraðslæknum skal og heimilt að flytja til landsins vínanda þann og annað áfengi, sem þeim er skylt að hafa til læknisdóma s-imkvæmt hinni almennu lyfjaskrá. Enn skal smáskamtalæknum heimilt að flytja frá útlöndum smáskamtalyf með vínanda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlutaðeigandi lögreglustjóra og sóknarprests. Að lokum skal pró- föstum þjóðkirkjunnar og forstöðu- mönnum annara kirkjudeilda heimilt að láta flytja frá útlöndum messuvín, er nauðsynlegt sé til altarisgöngu þó í því sé meira af vínanda en 2V4%. 3. gr. Alt áfengi, sem flutt er til landsins frá útlöndum samkvæmt lög- um þessum, skal fyrst flytja á land í Reykjavík, Þar skal Iandsstjórnin skipa sérstakan umsjónarmann áfengiskaupa, og hefir hann á hendi umsjón og eft- irlit með áfengiskaupum, svo sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Umsjónarmaður hefir að launum 600 kr. á ári, er greiðast úr landssjóði. Svo fær hann og borgun fyrir húsrúm undir áfengisbirgðir, vinnulaun handa verkamönnum til aðstoðar og burðar- gjald bréfa. Ennfremur fær hann end- urgjald fyrir efni þau, er með þarf til þess að gera áfengi óhæft til drykkjar. 4. gr. Nú hefir maður heimild til áfengisflutnings frá útlöndum eftir lög- um þessum, og vill hann neyta þess- arar þeimildar sinnar, og skal hann þá í tæka tíð segja umsjónarmanni áfengiskaupa til um það, hvers konar áfengi og hve mikið hann vill fá og frá hverju verzlunarhúsi, svo og með hverri ferð frá útlöndum. Hann skal og skýra honum frá um leið, til hvers hann ætli að nota áfengið. Svo skal og fylgja beiðninni borgun fyrir flutn- ing til Reykjavíkur og uppskipun þar. Umsjónarmaður sendir þá pöntunina því verzlunarhúsi eða þeim vínsölu- manni, sem hún er stíluð til, og beiðist þess, að áfengið sé sent til sín. Skal umsjónarmaður, þegar er áfengið kemur til hans frá útlöndum, tryggja sér með rannsókn, að áfengissendingin sé eigi önnur eða meiri en um var beðið. Nú reynist áfengið annað eða meira en um var beðið og skal umsjónarmaður þá endursenda sendanda það tafarlaust, ef annað er en um var beðið, eða það sem úmfram reynist, enda er skipstjóra, sem flutti, eða útgerðar manni skips, skylt að taka við því án borgunar á farmgjatdi. Að því búnu skal hann, eftir fyrirsögn efnafræðings landsins, sem skyldur er að láta honum aðstoð sína í té, blanda það áfengi, er til iðnaðarfyrirtækja eða eldsneytis er ætlað, þeim efnum, er gera það óhæft til drykkjar, án þess það þó missi notagildi sitt til þess sem það er ætlað. Því næst skal umsjónarmaður merkja áfengið með embættisinnsigli sínu og segja eiganda til. Eiganda skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda skal hann þá um leið kostnað þann, er af blönduninni hefir leitt. Nú líða svo 12 mánuðir frá tilkynn- ingu umsjónarmanns áfengiskaupa um aðflutning áfengis, að sá hirðir ekki áfengið, er pantað hefir, né lýsir held- ur yfir þeirri ósk, að áfengið sé á hans kostnað endursent seljanda, og er þá áfengið með umbúðum eign landssjóðs. Allan ógreiddan kostnað, er leitt hefir af aðflutningnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfengið hefir pantað, samkvamt lögum 16. desember 1885. Umsjónarmaður ber enga ábyrgð á greiðslu andvirðis fyrir það áfengi sem aðflutt er. 5. gr, Skylt er hverjum skipstjóra, er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglustjóra um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort hann hafi nokkurt áfengi til flutnings fyrir aðra menn, og þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafí meðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honum, meðan hann er i landhelgi við Island, að veita eða selja eða á annan hátt láta af hendi eða leyfa öðrum skipverjum að láta af hendi nokkuð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til annarra manna en þeirra, sem eru lögskráðir skip- verjar. Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef hann brýtur það, er nú var mælt. Nú hefir skipstjóri meðferðis áfengi, frá útlöndum, sem ekki er ætlað til skipsforða og ekki á að fara til um- sjónarmanns áfengiskaupa, og ska! lög- reglustjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skipið kemur til, setja embættisinnsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílát og ábyrg- ist skipstjóri, að innsiglin séu ekki brotin eða úr ílátunum tekið fyr en skipið er farið alfarið burt frá land- inu, enda gangi lögreglustjóri úr skugga um það, áður en skip lætur úr síðustu höfn, að innsigli séu heil og ekkert hafi verið tekið úr ílátunum. 6. gr. Nú strandar skip hér við land og hefir meðferðis áfengi til umsjónar- manns áfengiskaupa eða frá honum, og skal hreppstjóri í forföllum lögreglu- stjóra þá þegar taka áfengisílátin til varðveizlu og gæta þess, að ekki sé í þau farið. Hann skýrir þegar í stað lögreglustjóra frá, en lögreglustjóri setur embættisinnsigli sitt fyrir íiátin og kemur þeim til geymslu á óhultum stað. Afengi þetta má lögreglustjóri ekki selja eða á annan hátt láta af hendi til annarra manna, en skýra skal hann með fyrstu ferð réttum eiganda frá björgun áfengisins. Kjósi hann innað 12 mánaða að það sé sent sér á sinn kostnað, skal það gert; ella sé það eign Iandssjóðs. Sé um skipsforða að ræða, fer um meðferð áfengis og tilkynning til skipseiganda svo sem fyrir er mælt í grein þessari hér að framan, nema það hafi verið gert óhæft til drykkjar undir umsjón lögreglustjóra, eða eig- andi hafi látið flytja það úr landi inn- an 12 mánaða. Nú er ókunnugt um eiganda stránd- góss og skal þá áfengið eign lands- sjóðs ef eigandi hefir ekki sagt til sín áður en hinn lögskipaði auglýs- ingafrestur er útrunninn. 7. gr. Engan áfengan drykk má flytja um landið annan en þann, sem annaðhvort er merktur embættisinn- sigli umsjónarmanns áfengiskaupa, svo sem fyrir er mælt í 4. grein laga þessara, eða þá þann drykk, sem um getur í 6. og 11. grein og farið er með eftir fyrirmælum þeirra greina, nema læknislyf sé úr lyfjabúð eða frá lækni. 8. gr. Öllum, sem samkvæmt lögum þessum hafa heimild til innflutnings á áfengi, er óheimilt að veita það, gefa, selja eða láta af hendi til ann- ara manna, nema það sé áður gert óhæft til drykkjar. Þó mega lyfsalar og héraðslæknar selja mönnum áfenga drykki eftir lyf- seðli löggiltra lækna, en þó ekki oft- ar en einu sinni eftir sama lyfseðli. Um sölu lyfja þeirra, er áfengi er í, setur landlæknir reglur því til trygg- ingar að áfeng lyf verði eigi höfð til neyzlu, heldur eingöngu til lækninga. 9. gr. Veitingamenn og vínsölu- menn, þeir sem leyfi hafa til vínsölu hér á landi, samkv. lögum nr. 26, 11. nóv. 1899, um verzlun og veit- ingar áfengra drykkja, mega, eftir 1. jan. 1915, ekkert selja hér á Iandi af áfengisbirgðum þeim, er þeir þá hafa, gefa, veita eða láta af hendi til ann- arra manna. Skulu lögreglustjórar hver í sínu umdæmi þá þegar skyldir til að rannsaka áfengisbirgðirnar, og inn- sigla þæ'r. Aður en 12 mánuðir, eru liðnir, skulu eigendur áfengisins skyld- ir til að flytja birgðirnar eða láta flytja þær burt af landi, og skulu lögreglustjórar hafa nákvæmt eftirlit með að það sé gert. En alt það á- fengi, sem þá er ekki útflutt, skal vera eign landssjóðs. Frá þeim degi er lög þessi verða staðfest, má ekkert leyfi til vínsölu né vínveitinga veita hér á landi, né endurnýja eldri leyfi. 10. gr. Um leið og ákvæði 1. grein- ar um bann gegn aðflutningi áfengis hingað til lands ganga f gildi, skulu lögreglustjórar rannsaka áfengisbirgðir þeirra manna, sem vínsöluleyfi eða vínveitingaleyfi hafa. Jafnframt skulu þeir semja nákvæma skýrslu yfir á- fengisbirgðirnar og merkja öll áfengis- ílát glöggu heimildarmerki á þann hátt, er stjórnarráðið skipar fyrir um. Þessi rannsókn áfengisbirgða skal endurtekin á 6 mánaða fresti meðan vínsölumenn og vfnveitingamenn halda söluheimild innanlands og skulu þá jafn- framt ónýtt heimildarmerkin á þeim í- látum, sem tæmd eru. 11. gr. þær áfengisbirgðir, sem ein- stakir menn kunna að hafa í vörzlum sínum 1. janúar 1915 er ekki skylt að flytja burtu úr landinu, en eig- endur þeirra skulu skyldir að gefa lögreglustjóra vottorð, að viðlögðum drengskap, um hverjar og hve miklar birgðir þeir hafi. Slík vottorð skal síðan gefa, um hver áramót, um hverj- ar og hve miklar birgðir séu óeyddar, unz birgðirnar eru þrotnar. Afengi það er hér ræðir um, má aldrei flytja burt af heimili eiganda, nema hann flytji sjálfur búferlum, eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. 12. gr. Nú er maður grunaður um óleyfilegan aðflutning eða óleyfilega sölu eða veitingu áfengis, og má þá gera heimilisrannsókn hjá honum eftir dómsúrskurði, ef það er talið nauð- synlegt til þess að komast fyrir málið. Komi það í ljós við heimilisrann- sóknina, að áfengi sé í vörzlum þess manns, er rannsókn fer fram hjá, skal hann skyldur til að skýra frá því, hvernig standi á birgðunum. Geri hann það ekki, skal hann teljast sekur um brot gegn 1. gr. 13. gr. Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt að leiða hann fyrir dómara. Skal hann skyldur til að skýra frá, á hvern hátt hann hafi ölvaður orðið, og þá hvernig og hjá hverjum hann hafi fengið áfengið. 14. gr. Brot gegn 1. gr. laga þess- ara varða í fyrsta sinn sektum frá 200—1000 kr. Brot í annað sinn varðar sektum frá 500—2000 kr. Brjóti nokkur oftar gegn ákvæðum þessarar greinar varðar það sektum frá 1000—5000 kr. Fjárnám fyrir sekt á hendur skip- stjóra má gera í skipi hans. Jafnan skal hið ólöglega aðflutta áfengi verða eign landssjóðs. 15. gr. Nú sannast það á skipstjóra, að hann skýrir lögreglustjóra rangt frá um áfengi það, er hann hefir með- ferðis, og skal hann þá sekur um 200—1000 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við samkvæmt lögum og má gera fjárnám fyrir sektunum í skipi hans. Brot gegn þeim ákvæðum í lögum þessum, er óheimila að veita, gefa, selja eða á annan hátt láta af hendi áfengi til annara manna, varða sekt-

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.