Norðurland - 10.07.1909, Side 1
NORÐURLAND
31. blað.
Minning
Jóns Sigurðssonar.
Því er haldið fram og hefir verið
haldið fram af hálfu foringja heima-
sjórnarflokksins og þeirra manna
sem þjóna þeim, að stjórnmálastefna
Jóns Sigurðssonar hafi verið alt
önnur en sú, sem nú er ríkjandi
hér í landi, og fengið hefir svo
skýra og ákveðna mynd, við með-
ferð þingsins á sambandslagafrum-
varpinu.
Lítið hefir verið að því gert að
svara slíkum kenningum. Ástæðan
til þess hefir verið auðsæ. Oftast
nær hafa þessar kenningar verið
í umbúðum, vafðar inn í bersýni-
legar blekkingatilraunir, sem ekki
voru svara verðar. Og af öðrum á-
stæðum hefir heldur ekki þótt bein
þörf á því að svara þeim. Minning
J. S. er þjóðinni svo hjartfólgin, að
ekki var líklegt að þeir menn mundu
vinna mikið á, sem voru að kasta
rýrð á minningu hans, með kenn-
ingum sínum.
Stjórnmálastarfsemi hans hafði tvær
aðalhliðar. Svo þurfti og að vera
til þess að vel færi. f>ví betur sem
þessar hliðar eru skoðaðar, því Ijós-
ara verður það hve mikilhæfur stjórn-
málamaður hann var. Sé eingöngu
litið á aðra hliðina, sézt maðurinn
ekki nema hálfur; sé breitt fyrir
hina hliðana, svo hún sjáist ekki,
sýnist maðurinn svo miklu minni.
þess vegna er það að þeir menn,
sem nú eru að reyna til að byrgja
fyrir þjóðinni aðra hliðina á stjórn-
málastarfsemi Jóns Sigurðssonar, eru
að kasta ómaklegri rýrð á minningu
hans.
Þeir eru að „dríta á leiði" síns
bezta föður.
Að nokkru leyti var starfsemi
Jóns í því fólgin, að vinna að þeim
breytingum til bóta, sem von var
um að hægt væri að fá framgengt
annaðhvort strax, eða þá innan til-
tölulegá skamms tíma. Vinni stjórn-
málamennirnir ekki að stundarhagn-
aðinum, er viðbúið að þeir vinni
starf sitt fyrir gíg. Þá er svo
hætt við að það verði misskilið af
alt of mörgum. Og eins og á stóð
þurfti J. S. sannarlega að líta á það.
Hann þurfti að glæða og halda uppi
voninni hjá kúgaðri og kjarklítilli
kynslóð. Qæti hann ekki sýnt henni
neinn árangur iðju sinnar, átti hann
á hættu að hún sneri við honum
bakinu. Og hann þurfti að taka á
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 10. júli 1909. } IX. ár.
J^orðurland
leyfir sér að mælast til þess alvarlega við alla þá, sem skulda
blaðinu dskrifendagjöld eða fyrir auglýsingar að borga skuld
sína nú í sumarkauptíðinni.
A Akureyri veitir ritstjórinn borgunum móttöku og auk þess
má borga blaðið í Kaupfélagsverzlm Eyfirðinga.
Á Húsavík veita þeir verzlunarstjóri Stefdn Gudjohnsen og
kaupmaður Bjarni Benediktsson borgunum móttöku.
Á Sauðdrkrók má borga blaðið við verzlun Kristjdns kaup-
manns Gíslasonar, Kaupfélags Skagfirðinga og Grdnufélagsins.
Á Blönduósi veitir verzlunarstjóri P. Sœmundsen borgunum
móttöku.
í Reykjavík má borga blaðið í prentsmiðju ísafoldar.
Dönum með höndum hyggins stjórn-
málamanns. Kröfur hans, fyrir þetta
land, voru svo miklar, voru í svo
miklu ósamræmi við veruleikann, ef
svo má segja, við það sem hugsan-
legt sýndist að fá framgengt — þeg-
ar jafnvel ekkert sýndist fáanlegt —
að hann mátti ekki halda þeim æfin-
lega jafnfast fram, varð að liðka til,
án þess þó að láta hlut sinn.
J. S. hafði sjaldan gott leiði á
stjórnmálasjóferðinni. Qolan var
reyndar nóg, en hún köm úr öf-
ugri átt. Hann lét ekki berast fyrir
vindinum, vildi ekki afsala neinum
réttindum landsins, notaði ekki leið-
ið til þess að hörfa undan. Hann
beitti upp í vindinn.
Önnur hliðin á stjórnmálastarf-
semi J. S. lýtur að stundarhagnað-
inum. En hve óljós og ósönn verð-
ur ekki myndin af honum, ef aðeins
er litið á hana?
Honum er gert hróplega rangt
til, ef ekki er jafnframt litið á hug-
sjónastefnuna, þá hliðina á stjórn-
málastarfinu, sem ekki var bundin
við stundarhaginn. Enginn hefir lit-
ið bjartari augum á framtíðar rnögu-
leika þessa lands en hann og eng-
inn hefir gert meiri kröfur fyrir það
en hann. Landið sýndist honum gott
og hann hafði trú á þjóðinni, fanst
víst sú þjóð ekki þurfa að örvænta,
sem náð hafði hærra þroskastigi en
nokkur frændþjóðanna, þó ekki væri
nenra um nokkurn tíma.
J. S. kendi það, að ísland hefði
komizt í persónusamband við No-
reg þegar Gatnli sáttmáli var gerð-
ur og það eru kenningar hans, sem
öll millilandanefndin tók að sér í
fyrstu „að venja sjálfráðrar umboðs-
stjórnar í ýmsum stjórnardeildum
getur eigi haft lögmæta þýðingu
að því er kemur til stjórnarlegrar
réttarstöðu einnar þjóðar gagnvart
annari". t>eir menn hér í landi, setn
varla geta stungið svo niður penna,
að þeir þurfi ekki að sletta einhverj-
um ónotum til þeirra kenninga, eru
fyrst og fremst að sletta til J. S. Því
þessari kenningu hélt liann ekki
aðeins að oss íslendingum, heldur
líka að Dönum og umheiminum,
eftir því sem hann mátti því við
kotna.
Strax þegar hann ók fram
á stjórnmálabrautina beitti hann
henni fyrir vagni sínum, tók hana
skýrt fram í nefnaráliti þjóðfundar-
ins og hann vék aldrei frá henni;
var ekki mikið um það „að víkja".
Og hví skyldi hann hafa verið
að halda þessu fram? Getur það
verið af öðru en því, að með því
væri hann að benda þjóð sintii á
markið, sem hún ætti að ná í? Eng-
inn vafi á því að þangað stefndi
hugurinn og annað ekki, að íslend-
ingar væru frjáls þjóð í frjálsu landi,
óháðir öllum öðrum þjóðum. Hugs-
unin sú sama sem ráðgjafi vor
hefir orðað svo: „Vér viljum einir ráða
voru landi
Nú er því reyndar haldið fram
af dönskum fræðimanni, að J. S.
hafi haldið fram kenningunni um
persónusambandið, á móti betri vit-
und, af stjórnarfarslegum hyggind-
um. Þeir menn hérlendir setn »tyggja
upp á dönsku", segja þetta náttúr-
lega líka.
Vér skulum hér ekkert fara út í
það hvað þessi aðdróttun er lítið
sæmileg, en setjum svo að hún væri
sönn. Er þá hægt að koma með
nokkra sönnun skýrari fyrir því,
hvað það hafi verið, sem J. S. hafi
verið að vinna að, en einmitt það,
að hann hafi látið kappið fyrir mál-
stað sínum og markmiði víkja fyrir
heiðri vísindamannsins.
En nú er þess að gæta, að þessi
aðdróttun að J. S. getur ekki verið
sönn. Hefði hann Iitið öðru vísi á
málið, en hann gerði, þá hefði hann
líka hagað sér öðruvísi. Dr. Knud
Berlin, sami fræðimaður sem held-
ur því fram að J. S. hafi flutt kenn-
inguna um persónusambandið á
móti betri vitund, hefir einmitt ný-
lega bent á það, að réttarkröfurnar,
sem hann bygði á þessari kenningu,
hafi tafið fyrir sjálfstjórn íslands,
þeirri heimastjórn, sem vér fengum
loks árið 1903 og að þessu leyti
hefir K’ B. rétt fyrir sér. En með
þessu slær hann sjálfan sig út af
laginu. Enginn íslendingur, að minsta
kosti, trúir því, að J. S. hafi haldið
fram kenningum og réttarkröfum, sem
hann hafi mátt vita það um fyrir fram,
að þær mundu tefja fyrir sjálfstjórn
íslands, nema því aðeins að honum
hafi þótt þessar kenningar og rétt-
arkröfur réttmætar og litið svo á að
þær skiftu verulega miklu máli fyrir
þetta land.
Slíkar mótsagnir tökum vér ís-
lettdingar ekki gildar, hvort sem
þær koma frá Dönum eða íslenzk-
um mönnum.
Ekkert sýnir oss betur, hvert mik-
ilmenni J. S. var, en einmitt það, að
vér erum tæplega komnir eitt hænu-
• fet fram fyrir ltann ennþá, fram úr
þeim kenningum, sem hann flutti
oss, fyrir meira en hálfri öld og
og þeim réttarkröfum, sem hann
bygði á þeím.
En einmitt þessvegna er ólíklegt
að hægt sé að glepja þjóðinni sýn
utn stefnu hans. Hún þekkir hana
of vel til þess og ann minningu
hans of mikið til þess.
Hún lætur víst engan gera það.
Björn Jónsson ráðgjafi sjúkur.
Símfrétt frá Reykjavík segir nýkom-
ið bréf frá ráðgjafa, skrifað tveim dög-
um eftir komu hans til Kaupmanna-
hafnar. Hann var þá sjúkur. Læknar
kendu um ofþreytu og sögðu hann
þyrfti hvíldar við. — Fundur í ríkisráði
líklega í dag, en ekki vonlaust um að
hann gæti mætt þar.
•••••••••••••••••••
lOnsýninscu
á að halda á Seyðisfirði, fyrri hluta
ágústmánaðar. Munir til sýningarinnar
þurfa að vera komnir fyrir 31. þ. m.
Formaður hennar er Þorsteinn Skapta
son ritstjóri.