Norðurland

Tölublað

Norðurland - 10.07.1909, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.07.1909, Blaðsíða 2
Nl. 106 Kláðainaur. Félagsmaur. Þekwð þið Universal“? 111 tíðindi. FjárkláOinn kominn upp aftur. Menn voru farnir að trúa því að fjárkláðinn væri aldauða 'nér í landi og ekki að ástæðulausu. Þegar fjárbaðanir hófust hér haust- ið 1903, undir umsjón og forustu herra Myklestads, var hér vitanlega mjög mikið um fjárkláða. Hann var svo að kalla í öllum sýslum lands- ins, ef ekki í þeim öllum. Við skoð- unina um haustið, eftir að búið var að lóga fé, fanst fjárkláði með vissu á 661 heimili í landinu á samtals 4711 fjár. Ein sýslan var þar að visu töluvert efst á baugi. Fjárkláða- heimilin ekki færri en 191 og kláða- kindurnar 2025. Þessi sýsla var Húnavatnssýsla. Nú gat svo verið að kláðinn væri langmagnaðastur í þessari einu sýslu, en hitt heldur ekki ómögulegt, að þar hafi verið vandlegar skoðað en annarsstaðar og kláðinn hafi þá verið á töluvert fleira fé í öllu landinu. Við skoðanirnar í desembermán- uði 1905 kom það í Ijós, að fjár- kláðinn hafði minkað alveg stórkost- lega. Hann fanst þá á 14 eða 15 heimilum í landinu, á örfáum kind- um á hverjum bæ. Kláðabaðanir fóru fram á öllum þessum heimil- um og eftir það hefir fjárkláði ekki fundist, svo kunnugt sé, fyr en ef það er nú í sumar. Að vísu komst allmikið rót á hugi manna vorið 1906 út af kláðafrétt- um, sem þá bárust hvaðanæfa. Menn höfðu fundið lifandi maura á fjölda bæja. En við nákvæmari rannsókn sannaðist það, að maur þessi var ekki kláðamaurinn, heldur önnur maurtegund. Óttinn við fjárkláðann var þó ekki horfinn. Fyrst hann fanst á 15 bæjum í landinu, eftir rækilegar bað- anir, var ekki alls ólíklegt að hann kynni að leynast víðar og það því fremur sem fyrirskipana kláðalækn- isins hafði ekki verið gætt alstaðar, svo sem skyldi. Það var því ósk margra, að al- mennar baðanir væru fyrirskipaðar haustið 1906, að minsta kosti frá Þjórsá og norður að Jökulsá á Fjöll- um. Stjórnarráðið fann þó ekki á stæðu til þess, enda munu því ekki hafa borizt neinar kláðafregnir þá um vorið. Þar sem því engar fréttir hafa borizt um fjárkláðann í 3 ár sam- fleytt, var full ástæða til þess að búast við því, að hann væri hér aldauða. * * * Þó er mjög hætt við að þetta sé ekki svo. Að minsta kosti berast hingað þær fregnir að við rúning á sauðfé í vor hafi kláðans orðið vart í ekki færri en 3 sýslum lands- ins. Þessar sýslur eru Árnessýsla, Borgarfjarðarsýsla og Húnavatns- sýsla. Að því er sýslurnar á Suðurlandi snertir, eru fréttirnar óljósar, en stjórnarráðið þó borið fyrir þeim. Hinsvegar er fréttin úr Iiúna- vatnssýslu allgreinileg. Og til þess ekkjrt færi milli mála með þá frétt, Ieitaði Norðurland upplýsinga um hann með símtali við sýslumann- in í Húnavatnssýslu, herra Gísla ísleifsson. Eftir því sem hann skýrir oss frá hefir fjárkláði fundist á þrem kind- um, við rúningu í vor, þrem hrút- um, sem allir höfðu verið í vetur á Þorfinnsstöðum í Þverárhreppi. Kind- urnar voru mjög útsteyptar. Voru þær skoðaðar af mönnum, sem Myklestad hafði kent kláðalækning- ar og fundu þeir á þeim lifandi kláðamaura. Einn hrúturinn hafði verið drepinn, • en hinir teknir til lækninga. Eftir ráðstöfun sýslumanns í sam- ráði við stjórnarráðið, var kláðaskoð- un gerð á 9 bæjum þar nærlendis, en á engum þeirra varð vari við kláða. Sé full vissa fyrir því að kláða- maur hafi fundist á kindum þessum — og engin ástæða er til þess að rengja þá frétt — þá er kláðinn enn þá Iifandi hér í landi. Hinsvegar er ólíklegt að mikil brögð séu ennþá orðin að honum. Sjálfsagt detta mönnum þá fyrst í hug fjárbaðanir, almenn fjárböðun í haust og getur vel verið að full þörf reynist á henni. Stjórnarráðið hefir að sögn gert fyrirspurnir til sýslumanna landsins um hve mik- ið sé til af baðefni í hverri sýslu. Hafi kláðans orðið vart nú í vor, í nokkurum sýslum Iandsins, sýnist Iíka liggja beint við að láta kláða- böðun fara fram þegar í haust. Hinsvegar má búast við því, að kláðasögur berist víða að, án þess að nokkur kláðamaur sé á fénu. Hér ríður mikið á því að menn villist ekki á kláðamaur og félagsmaur. Fyrst og fremst þurfa menn að þekkja maurinn og kunna að greina hann frá öðrum maurum. Til þess að stuðla að því að menn villist ekki á þessum tveim maurum, sem um er að ræða, prentum vér hér upp mynd, sem gerð var fyrir Norður- land árið 1906, en á henni sézt bæði kláðamaur og félagsmaur. Félagsmaurar (Symbiotes) eru auð- þektir frá kláðamaurum, ef vel er að gætt. Fyrst og fremst eru þeir miklu minni en kláðamaurarnir og og hafa auk þess ýms önnur ein- kenni en þeir. Haus félagsmauranna er miklu snubbóttari og svo hafa kláðamaurarnir hreyfanlegan beittan brodd, sem þeir stinga með niður í húðina, en hann hafa félagsmaurarnir ekki. Fæturnir og sogskálarnar eru einnig frábrugðnar. Félagsmaurar eru hinsvegar niiklu lífseigari en kláðamaurarnir, ef þeir eru teknir af skepnunni, sem þeir lifa á. Félags- maurar valda tæplega nokkrum út- brotum á þeim skepnum, sem þeir lifa á, af því þeir lifa í húðflösunni, en hafa ekki færi til að stinga með niður í húðina. Að svo stöddu er engin ástæða til þess að æðrast yfir frétt þessari, þótt alvarleg sé, en vonandi hafa yfirvöld landsins, æðri sem lægri, vakandi auga á því að kláðinn útbreiðist ekki aftur. En til þess að starf þeirra komi þjóðinni að notum, þurfa fyrst og fremst allir fjáreigendur að gæta þess, að tilkynna hvenær sem nokk- ur grunur er um fjárkláða. Reynið „UNIVERSAL". Vesturför. Ferðapistlar eftir Einar Hjörleifsson. XXV. Um þær mundir, sem eg var í Lun- dúnum, var ekki unt að komast að manngerfinga-tilraunum (materialisatio- num) nema hjá einum gömlum manni; hann heitir Husk. Eg skrifaði honum og bað um að mega vera á fundi hjá honum. Hann gerði mér kost á því á tiltekinni stund. Eg átti afarlanga leið til hans frá gistihúsi mínu, og gat ekki komist það á neðanjarðarbrautum, og átti nokkurum sinnum að skifta um spor- vagna, svo að eg var hálf-smeikur um að eg viltist. Ekki sizt vegna þess, að þetta var einn af dimmustu þokudög- unum, sem nokkuru sinni koma í Lundúnum. Strætið var mjótt, sem eg hafðist við í. En ekki sáust samt húsa- hamrarnir hinumegin við það um há- degið. Kveikt er á öllum gatna og vagnaljósfærum. En geislarnir frá þeim ljósum komast ekkert út í þenn- an kafþykka sótsorta. Eg hefði ekki tekið mér ferð á hend- ur um Lundúnaborg þann dag, aleinn og bráðókunnugur, ef eg hefði ekki átt brýnt erindi. En eg komst slysa- laust alla Ieið. Eg kom fyrstur gestanna. Ráðskona Husks, systurdóttir hans, ung stúlka, tók á móti mér vingjarnlega. Eg hafði sagt til þess f bréfinu, að eg væri ís- lendingur, og stúlkau talaði auðvitað um kuldann, sem sjálfsagt væri á ís- landi, og svo um þokuna í Lundún- uui. Eftir dálitla stund komu þrjár rosknar konur. Þær voru sýnilega all- ar kunnugar þar og stöðugir gestir á fundunum. Ein þeirra þekti mig aftur af fund- inum með Vango, og fór að spyrja mig, hvort eg hefði orðið var nokk- »UNIVERSAL« fœst bráðum í öllum kaupstöðum. ,Universal‘ er viðurkent um allan heim, sem hið einasta er dugar. urra dularfullra fyrirbrigða. Eg sagði konunum dálítið undan og ofan af því, sem fyrir mig hafði borið hér heima. Ein þeirra fer þá að segja mér frá manngerfingum, sem henni hafi birzt inni í svefnherbergi hennar um há- nótt, og sjálf hafði hún verið miðill- inn. Það leynir sér ekki, að konurnar eru mjög gagnteknar af málinu. Og samræðan er fjörug og skemtileg — þangað til okkur er vísað inn til mið- ilsins. Hann er sjónlítill eða sjónlaus, slit- inn og farinn. Fundurinn er í borð- stofunni. borð er á miðju gólfi. Á borðinu er tafla, sem lýsingarefni er borið á, strengjahljóðfæri, sem nefnt er banjo, og stór og þung spiladós. Ofan í spiladósinni er ljósastika með logandi kerti. Við skipum okkur umhverfis borðið, eftir fyrirsögn miðilsins. Sjálfur sezt hann við annan endann, eg andspæn- is honum við hinn endann, konurnar tvær við aðra borðhliðina, þriðja kon- an og frændkona Husks við hina. Við krækjum saman litlufingrunum uppi á borðinu, svo að hver er þann- ig tengdur báðum sínum sessunautum. I þeim stellingum sitjum við allan fundinn, nema þegar við þreifum eftir hlutum á borðinu. Og því næst er Ijósið slökt. Hjá Husk gerast öll fyrir- brigðin í fnyrkri. Við röbbum ofurlitla stund saman. Eitthvað er sagt, sem okkur þykir gaman að, og við förum að hlægja. Husk biður þá um söng. Nokkur sálmvers eru sungin. Husk syngur með. Röddin er ellileg og ankannaleg og samþýðist illa kvenröddunum. Ekki líður langt, áður Husk hættir að syngja og er kominn í sambandsástand, eftir því sem mér er sagt. Eftir ofurlitla stund er farið að tala uppi yfir borðinu, rétt hjá Husk, að því er mér heyrist, með ýmsum rödd- um, sem eru Hver annari gagnólíkar. Þessar raddir eru jafn-skýrar og alment gerist. Mér er sagt, að þeir sem tala séu hinir ósýnilegu vinir Husks, og sögð nöfnin á þeim. . Þá fer söngur að heyrast í loftinu, eins og hver söngmaður taki við af öðrum. Sumar raddirnar eru góðar, og gersamlega ólíkar eru þær allar rödd miðilsins, eins og hún hafði ver- ið, þegar hann söng sálmversin með konunum, áður en hann sofnaði. Þá heyrum við að kertastikan er tekin af spiladósinni og sett út í horn. Því næst er spiladósin líka tekin. Og nú er farið að leika á banjoið á borð- inu, rétt fyrir framan hendurnar á mér. Fyrst eru leikin lög, sem konurnar kannast við. Þá »Fögur er foldin*. Þetta lag segjast þær ekki þekkja. Það sé víst leikið mín vegna. Næst fara að sjást ljós yfir borðinu, sem mér var sagt, að heyrðu til þeim og þeim ósýnilegum gesti, sem þar væri á ferðinni. Meðal annars sést ljós- kross, sem sagt var að tilheyrði Newman kardínála. Rödd sem sögð var vera hans rödd, tónaði á latínu. Nú er hljóðfærið tekið upp af borð- inu, haldið uppi yfir því, og Ieikið á það jafnframt. Lýsingarefni hefir verði

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.