Norðurland

Tölublað

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 1

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 33. blaö. Gráir Kettir. Því næst hljóp fram köttr einn grár á hallar- gólfit ok heldr mikill. Gylfagynning. Þessa dagana og vikurnar, sem nú eru að líða, meðan töðugresið og túnaslátturinn stendur sem hæst, ganga skjöl nokkur eins og gráir kettir manna á milli úti um sveitir. Sá er þó munurinn á þessum kött- um og öðrum, að venjulegum kött- um er ætlað að veiða rottur eða mýs, en þessum er ætlað að veiða menn —í laumi. Af því eg veit ekki nema þessar veiðar geti orðið þjóð- inni til tjóns, þá hefi eg handsamað einn köttinn, til þess að sjá hversu hættulegur hann væri (en sá hafði veitt tvær sálir og þær smáar) og gefst mönnum nú hér á að líta griþinn: Ávarp til Islendinga. Alþingi íslendinga hefir nú í fyrsta sinn í þingsögu sinni stigið það spor, sem telj- ast verður veruleg skerðing á almennum mannréttindum (a), með því að samþykkja lög um algert bann gegn aðflutningi, sölu og nautn áfengra drykkja. Er talið víst, að lög þessi munu öðlast staðfestingu og yrði það þá einsdæmi í löggjöf allra siðaðra þjóða (b). Lagasmíð þessari leyfum vér oss að mót- mæla. Vér lítum svo á að þetta séu nauðungar- lög(c), er geti orðið til háðungar(d) og hnekkis(e) fyrir landið; til háðungar fyrir það, að farið er með þjóð vora eins og hún væri óviti og þyrfti að sjá henni far- borða með nauðung og banni; til hnekkis fyrir það, að landið fyrir þá sök kann að verða svift hagkvæmum verzlunarsamning- um við önnur lönd. Vér teljum það skerðingu á persónulegu frelsi (a1) manna að setja lagabann um það, er aðeins varðar hegðun einstaklingsins, enda hafa löggjafarþing annara þjóða gætt þessarar reglu í löggjöf sinni, undantekning- arlaust að kalla. Vér teljum bannlög þessi enrfremur nið- urdrep(f) á allri heilbrigðri bindindisstarf- semi, þar sem þjóðinni með þeim er ekki kent, heldur nauðgað (c1) til þess að afneita áfenginu. Og loks hyggjum vér, að lög þessi geti orðið siðspillandi (g) í framkvæmdinni, að þau muni reynast oss eins og lík lög hafa reynst annnarsstaðar, þótt skemra hafi farið, leiða til lagabrota, verzlunarsvika, rógburð- ar og' hræsni og auk þess deyfa ábyrgðar- tilfinningu einstaklingsins. Það er sannfæring vor, að frelsið og sjáifs- aginn sé hollasta og öruggasta leiðin að menningar takmarki þjóðfélagsins jafnt og einstaklingsins, en að nauðung og helsi sé niðurdrep á allri heilbrigðri þróun og menningu. Fyrir því skorum vér á alla góða og frjáls- huga menn og konur í landi voru að ganga í allsherjarsamband til verndar persónulegu frelsi og mannréttindum gegn þessari og annari nauðung og árásum á alment mann- frelsi. Félagsskapur þessi er skipaður mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum (h) landsins og og lætur því ekki flokksmál þeirra til sín taka; en tilgangur hans er í fám orðum þessi: 1. Að vinna á móti hverskonar nauðung og skerðingu á almennum mannréttindum. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 24. júlí 1909. } IX. ár. 2. Að vinna að því, að lögin um aðflutn- ingsbann eigi sér sem skemstan aldur. 3. Að efla bindindi og hófsemi með öll- um þeim ráðum, sem mannfrelsinu er sam- boðin, svo sem frjálsum bindindissamtökum og fræðslu um skaðvæni ofdrykkjunnar. 4. Að vinna að frjálsri menningu í ölluin greinum og stuðla að því að efla andlega og líkamlega heilbrigði þjóðarinnar með sjálfs- stjórn og sjálfsaga. Viljum vér því velja oss að orðtaki: Sjálfur leið þú sjálfan þig! Þessi furðulega skepna kviknaði í vor suður í Reykjavík, og sannað- ist þá að nokkru leyti á „Rvíkinni" það sem forðum var kveðið um hrímþursinn Aurgelmi: Un hendi vaxa kóðu hrímþursi mey ok mög saman. Fótr við fæti gat ens fróða jötuns sexhöfðaðan son. Þetta kyn æxlaðist skjótt og er nú sjálfsagt komið víðsvegar um land alt. — Skal nú litið nokkru nánar á köttinn — skjalið ætlaði eg mér að segja. a+a1 Til þess að menn geti skil- ið þessar staðhæfingar, sern eg hefi merkt með a og a1 (svo að mönn- um veiti léttara að átta sig á „ávarp- inu" og athugasemdum mínum), hefðu ávarpsmenn átt að útskýra fyrir alþýðu hvað orðin mannréttindi og frelsi þýða, því mörgum er þetta alls ekki ljóst — og jafnvel ekki á- varpsmönnum sjálfum, að því er virðist. Enn sem sagt: þetta þarf að gerast, og úr því þeir gera það ekki, þá ætla eg reyna það. Og með því að eg hygg, 1. að enginn hafi skilgreint hug- tök þessi betur en gert er í yfir- lýsingunni um mannréttindin frá þjóð- þinginu franska 1789, 2. að ávarpsmenn séu, að þeim ólöstuðum, engu frjálslyndari né vitrari heldur en þeir, sem að yfir- lýsingu þessari unnu, og 3. að yfirlýsingin og skilgreining hennar standi »enn þá góð í gildi", þá ætla eg að nota þá skilgreining á hugtökum þessum. I 2. gr. yfirlýsingarinnar um mann- réttindin stendur þetta: — uÞau eru: Frelsi, eignarréltur, óhultleikur og réttur lil mótstöðu gegn undirokun. " En f 4. gr. þetta: »Frelsið er fólg- ið í réttinum til þess að gera alt, sem ekki skaðar neitin annan.“ Menn lesi þessar setningar aftur (ef þeir eru þeim ekki því kunnugri) og athugi vel, hvort ástæða sé til að fara lengra í mannréttindakröf- unum heldur en byltingarmennirnir frönsku frá 1789, þó að ávarpsmenn kunni að vera frjálslyndari og kröfu- harðari en þeir voru. Og nú er að athuga bannlögin, sem ávarpsmenn hneykslast svo mjög á, í sambandi við þessar setningar. Frelsið. Bannlögin banna að flytja, selja og veita áfengi, af því að það er sýnt og sannað með rnörgum og ljósum dæmum, bæði af læknum, þjóðhagfræðingum og lífsábyrgðar- félögum, að áfengið skemmir líkam- ann, spillir siðgæðinu og styttir líf- ið. En úr því að áfengið reynist mönnum svona skaðlegt, þá er rangt að segja að frelsi manna sé skert, þó að þeim sé bannað með lögum að flytja áfengi, selja það eða veita. Enda er þetta einmitt gert að því er ópíum og morfín snertir, og er eng- inn það barn að harma slíkt. Eignarrétturinn. Ef bannlögin fá að vera í friði, þá verður, enn sem komið er, ekki annað fyrir séð, en að þjóðin verði í heild sinni efnaðri og farsælli, og finst nú mörgum, að engin vanþörf væri á því. Efn- aðri, af því að henni sparast þá á- fengisi’erðið, þó að hún þurfi að vísu að greiða í landssjóð, eftir sem áður, þá upphæð er áíengistollinum nemur. Farsælli, af því að hún losn- aði þá við það andlega og líkam- lega böl, sem af áfengisnautninni leiðir fyrir marga einstaklinga þjóð- arinnar og þar með fyrir alla þjöð- ina. Og þó að áfengisbannið kunni að baka vínsölutn og ýmsum veit- ingamönnum nokkurn tekjumissi, þá er hvorttveggja, að þeim er vor- kunnarlaust, að hafa ofan af fyrir sér með nýtari atvinnu, enda er al- ment viðurkent að fjármunalegur hagur einstaklingsins verði að víkja fyrir almenningsheill. Óhultleikinn. Englendingar nokkrir hafa sagt, að þriðjungur allra slysa, bæði á sjó og landi, hjá og á Eng- landi stafaði af áfengi. Hvort sem svipað gildir nú um íslendinga eða ekki, þá er þó sra mikið víst, að margur íslendingurinn hefir farið í sjó eða vötn vegna áfengis, og margri róstunni hefir það valdið og mörg konan hefir verið hart leikin þess- vegna. Hvergi eru menn því óhult- ari en í áfengislausu landi — að öðru jöfnu. Réttur til mótstöðu gegn undirokun. Ef bannlagafjendum finst þeir vera undirokaðir með nefndum lögum, þá er þeim heimil mótstaðan, enda vita þeir þetta, og hafa líka notað sér heirnildina, og er ávarpið þar ljósastur votturinn. Af því sem nú hefir sagt verið álykta eg því þannig: Áfengislögin skerða hvorki frelsi né önnur mannréttindi. Og eru þá falln- ar staðhæfingarnar, sem mér virðist vera mergurinn málsins í þessu skjali. En nú má vel vera að bannfjend- ur lemji enn höfðinu við steininn og æpi: »Skerðing á frelsi og mann- réttindum"; — eða jafnvel rökstyðji ópin, en þá eiga þeir enn eftir að hrekja þetta með rökum: Áfengislögin skerða hvorki frelsi né önnur mannréttindi, fremur en ýmis önnur lög, sém bannfjendur amast alls ekki við, heldur telja góð og gild. b. Þeir æpa: »Einsdæmi í löggjöf allra siðaðra þjóða." Og þó er ekkert áreiðanlegra til en það, að bannlög hafa átt sér stað og eiga sér stað í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Enda vita þetta nú allir, nema ávarpsmenn? Það er einnig vitanlegt að Finnar hafa fyrir löngu samþykt og afgreitt bannlög, og stendur þar ekki á öðru en undirskrift Rússakeisara. Fuilyrðingar um einsdæmi er því fjarstæða. c og c.1 »NauðungarIög," „þjóð- inni — nauðgað til þess að afneita áfenginu," segja þeir. Til þess að verðskulda þessi smán- aryrði, verða lögin annaðhvort að skerða almenn, viðurkend mannrétt- indi eða hafa orðið til á mjög ó- frjálslegan hátt, eða hvorttveggja. Hið fyrra hefir verið hrakið hér að ofan, en hið síðara á alls ekki við um þessi lög. Svo sem kunn- ugt er, gafst öllum kjósendum, haust- ið 1908, kostur á að greiða atkvæði um meginhugsun hins væntanlega lagafrumvarps og var hún samþykt með % atkvæða. Þessi aðferð var nÝr °g gleðilegur atburður í lög- gjafar — og frelsissögu íslands. Bannlögin hafa því orðið til á mjög frjálslegan hátt, svo að einnig stað- hæfingarnar um nauðungarlög og nauðgun, eru ósæmileg fjarstæða. d. Þeir segja ennfremur, að áfeng- islögin geti orðið til háðungar fyrir landið. Ekki eru nú spöruð stóryrðin. Kínverjar bönnuðu Englendingum að flytja ópíum til Kína, af því að það bakaði þeim líkamlegt og and- legt böl, líkt og áfengið okkur. Engan hefi eg hitt enn þá svo ein- strengingslegan eða þröngsýnan, að hann legði Kínverjum þetta til jasts, né teldi þá minni menn fyrir vikið. Svipað er að segja um Banda- rikjamenn og Finna. Enginn hefir mér vitanlega hætt þá eða smánað fyrir tiltækið. Enda ættu þeir það sannarlega ekki skilið. Svo ber þess einnig að gæta, að þó að einhver- jar heimskar þjóðir kynnu að hæða okkur fyrir löggjöf okkar, þá ber okkur heldur að fara eftir eigin skynsemi og samvizku, heldur en hlaupa eftir hleypidómum annara. En þar sem ávarpsmenn segja að „farið sé með þjóðina eins og hún væri óviti", þá er þar til svara, að þjóðin setti sér þessi lög sjálf, svo sem áður var sagt og all- ir vita, og eins hitt, að henni fórst ekki eins og óvita, heldur sem hygn- um húsbónda og góðgjörnum, er sam- kvæmt óskum meiri hluta heimilismanna bannar að hafa hæltulegt eitur um hönd á heimili sínu. Hitt er aftur á móti óvitum líkast, að geta nú ekki séð þetta, eða viðurkent það. e. En um hnekkinn við verzlun- arsamningana þarf ekkert að segja fyr en bannfjendur koma með rök-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.