Norðurland

Tölublað

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 2
Nl. 114 stutt og sennilegt dæmi, en það hafa þeir látið undir höfuð leggjast hér í þessu skjali — líklega af góð- um og gildum ástæðum. f. t>eir segja áfengislögin „niður- drep á allri heilbrigðri bindindis- starfsemi". Petta er rétt að því leyti, að þar sem bannlög eru, þarf enga aðra bindindisstarfsemi en þá, að sjá um, að lögunum sé hlýtt. Og þesskonar starfsemi er mjög heið- arleg og heilbrigð, og væri óskandi að bannfjendur vildu eiga góðan þátt í henni framvegis, því þá þyrfti ekki að óttast lagabrotin og spill- ingu þá, er þeir spá. (?) En í þessum ótta bannfjenda felast nú samt einu rökin sem til eru í öllu ávarpinu. Eg óttast einmitt þetta sama, að menn reyni að brjóta Iögin, einkum bannfjend- ur. En svo er annað sem eyðir þessum ótta mínum, og það er (1.) vissan um það, að bannvinir muni bindast samtökum til þess að verja lögin og landið og (2.) vonin uin það, að sveitastjórnir og lögreglu- stjórar þessa lands muni gæta sam- vizkusamlega þeirrar skyldu, sem lögin leggja þeim á herðar. h. Til skýringar ummælum ávarps- ins um stjórnmálaflokkana, skal þetta sagt: Hr. alþm. St. St. frá Fagra- skógi hélt hér leiðarþing á dögun- um og sagði þá, meðal annars, að sér þætti leitt, að svo virtist sem hans flokkur (= Heimastjórnar- eða Hannesar-flokkurinn) hefði gert það að kappsmáli að koma bannlögun- um fyrir kattarnef. Og er ekki ástæða til þess að rengja þetta, því Stefán mun vera kunnugur launráðum flokksins. En það sem fiokkur gerir að kappsmáli, það er flokksmál hans. Þó skiftir það auðvitað minstu hvort sá heitir Pétur eða Páll, er berst fyrir eða gegn einhverju máli. Hitt varðar mestu, að hvatirnar séu hrein- ar ög framkoman drengileg en rök- in sterk. Stefnuskrá nýja flokksins. I 1., 3. og 4. gr. eru mjög fögur loforð — á pappírnum, en nú er eftir að vita hvernig þeim verður beitt í fram- kvæmdinni og hvernig þau verða haldin; hvort ávarpsmenn t. d. efla bindindi og hófsemi annara með því að vera sjálfir í bindindi, því það er þó víst, að þeirra dómi, eitt af „öllum þeim ráðum sem mannfrelsinu eru samboðin", eða, hvort þeir reyna að smokra sér undan hátíðlegum loforðum. En 2. grein stefnuskrárinnar er hið mesta óráð, og rökin fyrir henni rökleysur og fjarstæður, eins og eg hefi þegar sýnt. Að öllu samanlögðu virðast því ávarpsmenn gera sig seka í barna- skap og lítilmensku. Barnaskap, er þeir fara með staðlausar staðhæfing- ar og öfgar í hátíðlegu ávarpi, en lítilmensku, er þeir reyna að lokka menn til þess að skrifa undir þessar öfgar, enhafa hinsvegar ekki „mann- skap" í sér til þess að boða alþýðu til opinberra funda, til þess að ræða málið með rökum, eins og hverja aðra mikilvæga lagabreytingu. Böggvisstöðum 16. júlí 1909. Guðjón Baldvinsson. P. S. Pegar eg var nýbúinn að skrifa þetta greinarkorn, barst mér í hendur Ingólfur, með ávarpinu og heilmikilli nafnarunu undir. Eru þar mörg nöfn og stór og fróðlegt yfir að líta. En ekki breytir það neinu af því sem að ofan er sagt. G. B. Þekkið þið „UniversaP? Vesturför. Ferðapistlar eftir Einar Hjörleifsson. Að manngerfingum loknum, var tekið að þeyta hljóðfærinu fram og aft- ur uppi yfir okkur, eins og áður, og jafnframt leikið á það. Ekki verður annað heyrt, en að hljóðfærið sé tek- ið upp um stofuloftið, og ómurinn heyrist um stund eins og í herbergi uppi yfir. Pá er eins og það komi niður um loftið aftur — alt af leikið á það — og loks er það sett á borðið, þar sem það hafði áður verið. Söngur hefst þá, eins og í byrjun fundarins, í loftinu. Og að lokum kveðja gestirnir ósýnilegu og einn þeirra blessar yfir okkur hátíðlega. Petta var það helzta, sem á fund- inum gerðist. Eg get auðvitað ekki ábyrgst, að ekki hafi verið nein brögð í tafli. Eg þekti ekki húsið, sem fund- urinn var haldinn í, og gat ekki vitað, hvort það kynni að vera útbúið til svika. Eg þekti ekki heldur fólkið, sem með mér var á fundinum. Og eg er ekki útfarinn í loddara-brellum. Að hinu leytinu er mér ekki kunn- ugt, að nokkuru sinni hafi sannast nein svik á Husk, né heldur að nokk- ur maður hafi komið með neinar rök- studdar sakargiftir gegn honum. Og ekki getur mér dulist það, hve þetta, sem fyrir mig bar hjá Husk, er líkt ýmsum þeim fyrirbrigðum, sem gerst hafa í Tilraunafélaginu í Reykjavík, fyrirbrigðum, sem bæði eg veit, og margir aðrir vita, að ekki geta stafað af neinum svikum. Við Tilraunafélags- menn höfum fengið tal og söng utan við alla viðstadda. Við höfum fengið hluti flutta úr stað, án þess að á þá sé beitt neinu afli, sem við þekkjum. Við höfum heyrt hljóðfæri tekið upp með sama hætti, og Iög leikin á það uppi í loftinu. Og við höfum séð í myrkr- inu sjálflýsandi iíkami. Svo að það veld- ur mér ekki neinum sérstökum örð- ugleikum, að gera mér í hugarlund, að alt hafi verið svikalaust hjá Husk. En sagan væri ekki nema hálfsögð, ef eg slepti eftirmála, sem gerðist, þeg- ar eg var kominn heim. Eg gætti þess vandlega að segja engum frá manngerfingunum hjá Husk, fyr en eg hafði haft tal af hin- um ósýnilegu gestum Tilraunafélagsins. Svo stóð á þeirri þagmælsku minni, að einn þeirra, stúlka, sem eg hefi aldrei séð, hafði sagt, áður en eg lagði upp í ferðina, að hún ætlaði að vera með mér í ferðinni og gera vart við sig, ef þess yrði kostur hjá einhver- jum miðli. Nú vildi eg fá að vita, hvort hún kannaðist við að hafa kom- ið til Husks og hvort hún gæti sagt mér nokkuð af fundinum hjá honum. Þegar kvenlíkanið kom á borðið hjá Husk, kinkaði það kolli, þegar eg spurði, hvort þetta væri sú stúlka. »N. N.« getum við kallað hana. Og til þess að girða fyrir, að nokkurar fréttir gætu borist til miðils Tilrauna- félagsins af þessum manngerfingum í Lundúnum, sagði eg engum frá þeim, annað en það, að manngerfingar hefði eg séð þar. Á fyrsta tilraunafundi eftir heimkomu mína, sama daginn og eg kom heim, gerði »N. N.« vart við sig. Eg spurði hana, hvort við hefðum setið eins hjá Husk, eins og hér. — »Nei«, sagði hún, »þið sátuð utan um borðið*. Hún sagðist hafa reynt að sýna mér sig á þeim fundi, en illa mundi það hafa gengið; kendi því einkum um, að svo örðugt hefði verið að nota útstreymið frá svo gömlum karli, sem Husk væri. Hún sagði í óspurðum fréttum frá hvíta trafinu, sem hún hefði kunnað mjög illa við, en sett hefði verið á sig, af því að svo illa hefði verið gengið frá neðri hluta andlitsins. Hún sagði frá unga mann- inum skegglausa, að það hefði verið piltur, sem mér var nákominn, en að manngerfingin hefði tekist svo illa, að eg hefði ekki getað þekt hann. Hún sagði frá karlmanninum með alskeggið, að það hefði verið enskur maður, sem okkur hefir verið sagt,' að mikið hafi verið riðinn við tilraunir okkar. Og hún sagði frá karlmanninum með skeggið á efri vörinni og hökunni, að það hefði verið brezkur rithöfundur, sem hafði samskonar skegg. Eg hafði oft séð myndir af honum; en ekki hafði mér komið hann til hugar í þessu sambandi, fyr en »N. N.« nefndi hann. Og hún sagði, í óspurðum frétt- um, að einu sinni á fundinum hefði hún staðið fyrir aftan stólinn minn, og reynt að gera vart við sig, og að leiðinlegt væri það, að sér skytdi ekki hafa tekist það. Það var með öðrum orðum auð- heyrt, að »N- N.« — hver sem hún nú er — vissi allnákvæmlega um allar manngerfingarnar, sem sagt var að sýndar væru þarna suðri í Lundún- um mín vegna, og fleira um fundinn. Eg fullyrði ekkert um það, hvernig á þeirri vitneskju gat staðið. Var hún sótt í minn huga? Eða var hún kom- in aðra leið sunnan úr Lundúnum? Eg held því einu fram, að annað eins og þetta sé rannsóknarefni. sem eng- um manni sé minkun að kynna sér. — Eftir fundinn hjá Husk bað eg um að fá að tala við hann nokkur orð. Systurdóttir hans sagði mér, að hann væri svo lasinn og máttfarinn, að hann væri ekki fær um það. Eg bað þá um nýjan fund, áður en eg færi. Hin- ir ósýnilegu gestir höfðu virzt mjög áfjáðir eftir, að eg kæmi aftur, sögð- ust vona, að þá mundi alt takast bet- ur. En mér var sagt, að Husk hefði ráðstafað tíma sínum næstu daga, svo að þess var enginn kostur, þar sem eg var bundinn við skipið, sem átti að fara til íslands frá Leith mjög bráðlega. Reynið „UNIVERSAL InnbrotsbiófnaOur hafði verið framinn í húsi einu á Siglufirði aðfaranútt síðasta sunnudags og tilraun gerð til innbrotsþjófnaðar á öðrum stað. Voru það tveir Norð- menn er þar voru að verki. Þjófarnir láust, en náðist ekki f þá. »UNIVERSAL« fœst bráðum í öllum kaupsiöðum. O. Myklestad. Flestir eða allir íslendingar munu kannast við norska öldunginn, sem lagði leiðir sínar um land vort þvert og endilangt, — fram og aftur, í því nær 3 ár. Allir vita hvaða starfi hann gegndi, og líkl. flestir hverju hann áorkaði. Eigi hefir það verið svo ósjaldgæft hjá oss, að útlendingar, sem falið hefir verið að rækja vist starf hér, hafa gert það í lakara lagi. Þeim hefir máske fundist alt boðlegt, — blessað og gott í oss. Til eru þó heiðarlegar undan- tekningar, og er O. M. ein af þeim. Það má óhætt fullyrða, að vér vor- uro lánsamir að fá hann hingað, og sýna verkin glegstu merkin í því efni. Það var ekki einasta það, að O. M. var trúr og samvizkusamur og elju- maður hinn mesti, sem lét sér mjög ant um að för sín hingað bæri góðan árangur, heldur hafði hann, er hann kom hingað, 35 ára starf að baki sem kláðalæknir, og vegna þessarar þaul- reynslu sparaði hann oss mikið fé, t. d. með því, að byrja straks á lækn- ingum, en eyða ekki 2 árum í rann- sóknar- og ráðagerðaferðir um landið, eins og stjórnin vildi. Öll þessi ár hafði hann ferðast um Noreg, frá bygð til bygðar og barist við kláðamaurana, og alstaðar hlotið sigur. Utlærðir dýralæknar urðu að beygja sig fyrir þekkingu hans á þeim. Nú er Noregur laus við kláðann, og telur það ómetanlegt happ. Að menn þakka O. M. mjög að svo er komið, sýna bezt fjöldi viðurkenningaskjala, er hann hefir fengið, og þó allra bezt tvær gullmedalíur, er hann hefir hlot- ið frá ríkinu, fyrir hið frábæra starf sitt. Vart munu þó Norðmenn hafa liðið aðrar eins hörmungar undir fjár- kláðafárinu og vér íslendingar, er höf- um lifað og lifum enn mest á sauð- fjárrækt. En það er um þetta eins og flest annað hér hjá oss og annarstaðar: Þegar þraut og þungu fári, sem þjak- að hefir lífi einstakra manna eða heillra þjóða, léttir, fyrir frábæra framgöngu umbótamanna, gleymist oft, þegar frá lfður, hverjum þakka ber, og menn taka því eins og sjálfsögðu, sem allir hefðu getað gert og lítillra launa sé vert. Þó þykist eg geta ráðið í og jafn- vel verið viss um, að flestir íslend- ingar, sem þekkja fjárkláðafárið, ann- aðhvort at sjálfsreynslu eða annara, muni minnast O. M. með hlýjum þakk- Iætis hug. Það á hann skilið; — og hann á mikið skilið af oss fslending- um! * * * Það er sönn ánægja fyrir oss íslend- inga að heimsækja O. M., þar sem hann situr á búgarði sínum, skamt frá Björgvin. Þykir honum þá skemtilegir tímar, er hann sér eða heyrir íslend- inga. Fá menn þá að syngja og kveða ,Universal‘ er viðurkent um allan heim, sem hið einasta er dugar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.