Norðurland

Tölublað

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 3

Norðurland - 24.07.1909, Blaðsíða 3
og segja sögur að heiman, og þreyt- ist hann seint á að heyra það. Hann hefir hinar mestu mætur á þjóð vorri og landi og ber oss söguna ágætlega í hvívetna. Öllum vorum stjórnmálum, að fornu og nýju, er hann vel kunnur, enda heldur hann íslenzk blöð og á álitlegt safn af íslenzkum bókum. Fjöl- marga fyrirlestra hefir hann haldið um fsland og íslendinga. og líka skrifað í nokkur blöð. Fræðir hann Norðmenn helzt um sauðféð og kýrnar íslenzku og búnaðarháttu vora alla og bygg- ingar; einnig mjög um skaplyndi manna hér og umgengni innbyrðis, er hann hælir mjög. Er ávalt mikils metið það er hann segir, enda heyrði eg menn aldrei efa orð hans. Hefði hanri eitt- hvað sagt um ísland og íslendinga, trúðu allir því eins og nýju neti, sem annars er þó sjaldgæft hjá miðlungs- mönnunum, sérstaklega ef það er eitt- hvað af betra tæginu. Nú er O. M. að rita bók um ís- land og ferðir sínar hér. Það sem bú- ið er af bók þessari, ber vott um góða greind og mikla þekkingu á þvf er hann talar um. Trú hans á framtíð íslendinga er óbilandi. Á ferðum sínum hér, milli bænda og búaliðs, segist hann hafa komist að þessari niðurstöðu. Er eigi lítils virði fyrir oss að eiga jafngóðan talsmann og tryggan vin í öðru landi. Heill og heiður sé gamla manninum! Tjörn 7. júlí 1909. Snorri S'gfússon. Þekkið þið UnÍVBTSðl ? FjárHláðini). Svo sem kunnugt er, er ekkert landsfé fyrir hendi, til þess að fram- kvæma fyrir kláðalækningar á kom- andi hausti. Almenn böðun mundi hinsvegar að sjálfsögðu kosta mikið fé og yrði í hana ráðist, yrði að gera það upp á væntanlegt samþykki þings- ins eftir á. — Kemur hér í ljós, sem reyndar oftar, hve óviturlegt það er að ætla stjórninni ekkert fé til ófyr- irsjáanlegra útgjalda. Þingið leggur Búnaðarfélagi íslands yfir ioo>þús. kr. á fjárhagsárinu, án þess að hafa að nokkru leyti hönd í bagga með með- ferð þess fjár, en ætlar hins vegar stjórn, sem gera má ráð fyrir að ætíð hafi meiri hluta þingsins að baki sér, að stjórna landinu um 2 ár, án þess henni sé ætlaður svo að kalla nokkur eyrir til óhjákvæmilegra eða allsendis nauðsynlegra útgjalda, sem þingið gat ekki séð fyrir. Hér eldir enn of mikið eftir af þeirri hugsun, er þing og stjórn voru hvort öðru andvíg. Þá var eðlilegt að þingið vildi ekki trúa stjórninni fyrir að fara með íé landsins, nema sem minst, en nú er þetta, eða ætti að vera, úreltur hugsunarháttur. Annars er það um fjárkláðann að segja, að haft er eftir Magnúsi Ein- arssyni dýralækni, að hann telji illa ráðið að leggja fram landsfé til bað- ana, nema gerð sé ný útrýmingar- atlaga um alt land, alt fé landsins sé tvíbaðað, með 8—10 daga millibili. Hitt sé misráðið að veita einstökum sýslum eða hreppsfélögum styrk í því skyni og sé ekki gerð ný útrýmingar- tilraun, sé ekki um annað að gera ii5 fyrir fjáreigendur, en að reyna að halda kláðanum í skefjum með böðunum, er þeir kosti sjálfir. Þeim Myklested og Magnúsi Einars- syni bar víst nokkuð á milli um kláða- lækningar aðferðina. Magnús Einars- son vildi láta tvíbaða alt féð og taldi ótrútt með öllu að egg mauranna eyði- legðust að öðrum kosti. Myklestad tvíbaðaði kláðasjúkt fé, en einbaðaði alt annað fé og taldi það nægilegt, ef fyrirmælum hans að öðru leyti væri fylgt. Og víst er um það, að við þessar ráðstafanir varð mikið ágengt og með þeim eyddi hann fjárkláðanum í Nor- egi En hitt mun óvíst að fyrirskip- unum Myklestads hafi hvervetna verið fylgt hér á landi, svo sem vera bar og lítil vissa fyrir að þeim yrði heldur fylgt í annað sinn, þó reynt væri að útrýma kláðanum eftir þeim. En að því er snertir kröfu dýralækn- is M. E. um útrýmingar böðun um alt land, þá byggir haun hana á þvf að ómögulegt sé að fullyrða að nokkur hluti landsins sé laus við kláða. En vafasamt sýnist þó, að svo komnu, að á þeim »ómögulegleika« sé hægt að byggja stórfengleg fjárútlát fyrir landssjóðinn. Vonandi verður alt til þess gert, sem hægt er, að afla sér sem áreið- anlegastrar þekkingar um hvernig á- standið er í landinu í raun og veru, hvort ekki sýnist enn mega treysta því að mestur hluti landsins sé enn- þá laus við kláðann. Reynið n UNIVERSAL íPresfastefnan á PinguelH. Hana sóttu 32 prestar óg prófast- ar landsins auk biskups og kvað ólíkt meira að henni en prestastefnum þeim, er undanfarið hafa verið haldnar um langan tíma í Reykjavfk. Skilnaður ríkis og kirkju. Vér höfum áður skýrt frá því, að prestastefnan var honum andvíg, enda er sannast að segja, að það mál er harla lítið undirbúið ennþá, en lítið vit að hrapa að slíkri breytingu, án þess að undir- búningur sé hinn fullkomnasti og þjóð- in hafi veitt því fylgi sitt með at- kvæðagreiðslu um málið, líkt og gert var um aðflutningsbannið. En færi slík atkvæðagreiðsla fram bráðlega, eru víst sáralitlar líkur til að skilnaðar- hugmyndin næði 1/4 atkvæða kjósend- anna. Uppsagnarvald safnaða. Um það flutti síra Kjartan Helgason snjalt er- indi og sanngjarnt. Var svolátandi til- laga samþykt: Prestastefnan telur nauðsynlegt að biskup beitist fyrir því að fá prest leystan frá embætti, þar sem þorri safnaðar, af réttmætum ástæðum, vill Iosna við hann og ítrekaðar tilraunir, til þess að bæta samkomulagið, hafa reynzt árangurslausar«. Kirkjuþing. Frummælandi var síra Sigurður P. Sivertsen í Hofi. Lauk því máli svo að samþykt var að skora á alþingi, að samþykkja lög um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi saman annaðhvort ár, sé skipað prestum og leikmönnum, hafi fult sam- þyktarvald í sínum eigin innri málum og tillögurétt f öllum þeim almennum löggjafarmálum, sem snerta kirkjuna og sé kostað af landssjóði. »UNIVERSAL« fœst brdðum í öllum kaupstöðum. Undirbúningsmentun presta. Síra Gísli Skúlason var málshefjandi. Var samþykt að skora á landsstjórnina að hlutast til um að frjálsri grískukenslu yrði haldið uppi, að minsta kosti í efsta bekk mentaskólans, skorað á alþingi að veita guðfræðiskandidötum styrk til að fullkomna sig í námi er- lendis og ennfremur mælt með því að komið yrði á við prestaskólann stuttu vísindalegu námsskeiði fyrir presta, með fyrirlestrum og samræð- um. Fjárframlags vænst til dvalarkost- naðar prestanna. Kris tindómsfrœðsla ungmenna. Um hana flutti síra Magnús Helgason, for- stöðumaður kennarskólans, ítarlegt er- indi. Vill láta biblíusögur, trúarját- ninguna og nokkra valda sálma vera undirstöðu-námsefnið undir fermingu. Sé það jafnan útlistað fyrir börnun- um áður en þeim sé sett fyrir. Að öðru leyti verði prestum alveg frjálst hvernig þeir hagi undirbúningi barna undir fermingu, en sé kver notað séu yngri börn en 12 ára alls ekki látin læra það.—Fundurinn tjáði sig hlynt- an þessari stefnu og skoraði á bisk- up að annast um, að út verði gefnar biblíusögur við hæfi yngri barna og síðar stærri biblíusögur ætlaðar þrosk- aðri börnum. A'enningarfrelsi presta. Um það flutti .lektor Jón Helgason merkilegt erindi, er síðar jverður prentað í Skírni. Taldi rangt að binda presta með heiti við játningarritin af því að þau eru ekki samin í þeim tilgangi að verða regla og mælisnúra fyrir trúarkenningunni, af því að játningarritunum hefir ver- ið neitt upp á íslenzka kirkju að henni lornspurðri, af hinu veraldlega valdi, af því að rit þessi eru ófullkomin mannaverk og bera með ýmsum hætti á sér fingraför sinna tíma; og af því það er gagnstætt frumreglu hinnar evangelisku lúthersku kirkju, sem telur ritninguna einu reglu og mælisnúru kenningar og trúar. Eftir miklar umræður samþykti fund- urinn, með öllum atkvæðum að skora á biskup, að hann í samráði við hand- bókarnefndina undirbyggi breytingu á prestaheitinu og skyldi leggja hana fyrir næstu prestastefnu. Áfengismúlið. Síra Magnús Bjarnar- son og síra Sigurður P. Sívertsen fluttu svohljóðandi tillögu: »Prestastefnan treystir áfram fylgi hinnar íslenzku prestastéttar við bind- indismálið og aðflutningsbannið,* — Var hún samþykt með miklum atkvæða- mun. Jafnrétti kvenna. Síra Haraldur Ní- elsson og síra Olafur Ólafsson frí- kirkjuprestar fluttu þessa tillögu: »Prestastefnan lýsir fylsta samhug með jafnréttiskröfum kvenna.» — Var hún samþykt með 18 samhljóða at- kvæðum. Fyrirlestra fluttu ennfremur síra Har- aldur Níelsson um altarissakramentið og cand. Sigurbjörn Á. Gíslason um sdlgœzlu. Nœsla prestastefna. Biskup ráðgerir að halda hana á HÓlum íHjalta- dal á næsta ári og er þá búist við að jafnframt fari fram vfgsla vigslu- biskupsins í Hólabiskupsdæmi hinu forna. Nl Vígslubiskupar. Biskup gat þess að sá skilningur væri á um kjörgengi til vígslubiskups embættis, að það hefðu allir þjónandi prestar, kapelánar og prestaskólakennarar. — Atkvæðabréfin opnar biskup í votta viðurvist 6. sep- tember næstkomandi. Vígsla Skálholts- biskups á að fara fram á þessu ári, en Hólabiskups að ári, svo sem fyr er sagt. Pressteknasjóður xar í árslok 1908 kr. 27706,40 og var rentum úthlutað svo sem venja er til. Fleira gerðist á fundinum, en hér er þó talið hið merkasta. ,Universal‘ er viðurkent um allan heim, sem hið einasta er dugar. Bindindissameining Norðurlands hélt aðalfund sinn að Svalbarðseyri þ. 19 júní s. 1. Fundarstjóri var kosinn form. Sam. Kristján Jónsson í Glæsibæ, en skrifari ritari Sam. Helgi Eiríksson á Eyrar- landi. Á fundinum mættu átta fulltrúar, auk stjórnarnefndarmannanna. Fulltrúar mættu ekki fyrir þessi félög: Bind- indisfélag Höfðhverfinga, Bindindisfélag Hálssóknar, Bindindisfélag Brettings- staðasóknar, Bindindisfélag Reykdæl- inga, Bindindisfélag Grundarsóknar, »TiIreyndina« í Skagafjarðarsýslu og »Baldursbrá« í Húnavatnssyslu. Þessi voru störf fundarins: 1. Lesnar fundargerðir frá síðasta aðalfundi »Sam.« og tveim stjórnar- nefndarfundum þ. á. í sambandi við fundargerðirnar skýrði form. »Sam.« frá, að lil framkvæmdarnefndarinnar á Norðurlandi, 1' aðflutningsbannsmálinu, hefir »Sameiningin« borgað 210.00 kr. Einnig lagði hann fram eftirrit af fund- argerðum nefndarinnar, skýrði frá störf- um hennar og árangri þeirra. 2. Lesnar og lagðar fram ársskýrslur frá deildum »Sam.« Frá fjórum deild- unum vöntuðu skýrslur og var stjórn- arnefndinni falið að krefjast þeirra hið fyrsta. Annað ekki að athuga. 3. Jafnaðarreikningur »Sameiningar- ingarinnar* varð af serstökum atvik- um ekki lagður fram á fundinum. Var því gjaldkera falið að senda hann endur- skoðunarmönnunum (Guðm. Péturssyni og Jóhannesi Árnasyni) hið tyrsta. Skyldi hann síðan lagður fyrir næsta Sameiningarfund. 4. Bindindisboðunarferðirhafði Krist- ján Jónsson í Glæsibæ farið um norður- hluta Eyjafjarðarsýslu og Stefán Ste- fánsson á Varðgjá um nokkurn hluta Suður-Þingeyjarsýslu. Kváðu þeir á- fengisnautn á þessu svæði fara stór- um minkandi, en töldu erfitt að stofna ný bindindisfélög vegna ungmenna- félaganna, sem líka hafa bindindismálið á stefnuskrá sinni. 5. Úr Sameiningunni gengu Bind- indisfélag Grundarsóknar og Bindindis- félag Brettingsstaðasóknar, sem báðum hafði verið breytt í Ungmennafélög. 6. í stjórn Sameiningarinnar voru endurkosnir, Kristján Jónsson, Helgi Eiríksson og Stefán Stefánsson. 7. Aðflutningsbann. Um það urðu langar umræður. Lét fundurinn í ljósi ánægju sína yfir þvi, að Alþingi sam- þykti lög um aðflutningsbann á áfengi. Að lokum var samþykt svohljóðandi ályktun: »Þar sem það er hið mesta áhugamál »Sameiningarinnar« að að- fiutningsbann og sölubann á áfengi komisl í lög sem fyrst, skorar fund- urinn á öll bindindisfélög að vinna af alefli móti öllum þeim áhrifum, sem miða til þess að hindra framgang slíkra laga.«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.