Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 02.10.1909, Qupperneq 2

Norðurland - 02.10.1909, Qupperneq 2
Nl. 154 hátt sem að framan er vikið að, þá er eftir að greiða úr því hvernig hægt sé að koma því við, þar sem hús eru ekki til. Því að aðgreina síldina úti, ef sólskin er, er naumast gjörandi og þarf því að hafa eitthvert skýli til að varna sólargeislunum að leika um sfldina. A Hjalteyri hafa Þjóðverjar, í sum- ar, notað sólsegl til að þenja yfir þau svæði, sem síldin hefir verið söltuð á, til þess að verja hana skemdum af sól og regni. Væri ekki hægt að hafa hér ein- hvern útbúnað líkan því? Eða er það til of mikils ætlast, að bygð séu hús við bryggjur bæjarins, til að geyma í síld, fyrir þá, sem notuðu bryggjurnar til þess að salta á þeim síld? Væru þau bygð ætti að sjálfsögðu að að- greina síldina í þeim. Það er varla hætt við að vöru- geymslu hús við bryggjurnar yrðu ekki notuð, og að þau geti ekki orðið arð- berandi. Auk þess er vonandi að ekki líði á löngu, þar til farið verður að flytja upp frá Noregi, stafi og annað efni í síldartunnur og setja þær upp hér. Væri þá án efa þörf fyrir húsrúm til þess að geyma tunnurnar í, þegar bú- ið væri að setja þær upp, og mundu þá hús sem standa nálægt bryggjun- um vera vel til þess fallin. Óbugsandi sýnist að það gæti ekki borgað sig vel að flytja hingað efni í síldartunnur og setja þær upp hér og jafnvíst er það, að með því mætti veita mörgum mönnum atvinnu, sem hafa hennar mikla þörf. En út í það skal ekki farið nánar að þessu sinni. Það er nóg efni í aðra blaðagrein. Jón Bergsveinsson. x Gagnfrœðaskólini) settur. Eins og til stóð, var hann settur í gær f hátíðasal skólans, sem var troð- fullur af fólki. Voru þar saman komn- ir, auk kennara og nemenda skólans, margir bæjarbúar, sem fýst hafði að vera viðstaddir skólasetninguna. Var hún líka hin ánægjulegasta, sung- ið gullfallegt kvæði eftir síra Matthías; Jochumsson og á eftir flutti skólameist- ari ágæta ræðu. En hér flytur Norður- land hvorttveggja lesendum sínum: Ræða skólameistara. Háttvirlu gestir! Kœru nemendur! Verið öll hjartanlega velkomin. Það er nýlunda að sjá utanskófafólk við skólasetningu hér. Tek eg það sem vott þess, að menn láti sér nú annara en hingað til um skólann, og er mér það hið mesta gleðiefni. Oft og tíðum hefir litið svo út, sernt menn létu hag og þrif skóia þessa lítið til sín taka. Það var eins og mönnum væri ekki fyllilega ljóst, að skóla þessum var ætlað að vera mentunarmiðstöð Norð- ur- og Austurlands, var ætlað að vera sú aringlóð, er sendi birtu og yl út yfir þessa landsfjórðunga, var ætlað að fylla það skarð hið mikla, sem högg- við var í menningarforvígi Norðurlands, þegar það var svift stól og skóla. Nú hygg eg að mönnum sé farið að skiljast þetta betur en áður var. Nú munu þeir vera færri en áður, ef þeir annars eru nokkrir, sem gleð- jast yfir því, ef eitthvað gengur mið- ur en skyldi hér við skólann. Sú var tíðin, að almenningur leit hornauga til þessarar stofnunar og óskaði einskis fremur en hún ylti um koll. Fyrstu árin, sem eg var við skólann, skrifaði eg hverja varnargreinina fyrir hann á fætur annari, því þá var það sótt svo fast, að koma honum á kné, að skólar voru stofnaðir með ærnum kostnaði við hliðina á honum, til þess að draga frá honum nemendur, enda var svo komið haustið 1887, þegar eg kom að Möðruvöllum, að aðeins einn einasti nýsveinn kom í skólann, er settist í annan bekk og um vorið eft- ir tæmdist skólinn alveg. Þá um sum- arið var líka samþykt á Þingvallafundi, að skora á þingið, að leggja skólann niður, og kom sú tillaga frá Norðlend- ingi. Ef þingið hefði orðið við þeirri á- skorun, þá værum vér nú ekki staddir á þessum stað. Þá stæði ekki hér í höfuðstað Norð- urlands jafnmyndarleg mentastofnun og þessi skóli er, og vafalaust hefði orð- ið bið á því, og hún löng, að vér feng- jum reista slíka stofnun hér norðan- lands. »Þið felduð skólann, sem ykkur var fenginn, nú getið þið verið skólalausir fyrst um sinn.< A þá leið mundi stjórn og þing hafa svarað kröfum vor Norðlendinga um skólastofnun. Ekkert var heldur eðlilegra. En tímarnir breytast. Hvaða Norðlendingi mundi nú til hugar koma að skora á alþingi, að af- nema þennan skóla? Nei, nú mun flest- um mætum mönnum vera orðið það hið mesta áhugamál, að skólinn eflist og blómgist og það jafnvel þeim, sem greiddu atkvæði með afnámi hans 1888. — Nú streyma menn að skólanum, ekki aðeins hvaðanæfa af Norður-og Aust- urlandi, heldur og úr öðrum lands- fjórðungum. Komi allir þeir í haust, er sótt hafa um skólann, verða nemendur um ellefu- tfu, eða rúmum 100 fleiri en haustið 1887. En eigi skólinn að taka verulegum framförum og ná því marki sem hon- um er sett, verður fyrst og fremst þing og stjórn að láta sér ant um hann. — Síðasta þing á miklar þakkir skilið fyrir það, hve vel og drengilega það varð við öllum tillögum mínum og stjórnarinnar um aukinn fjárstyrk til skólans, þar sem það ekki einungis bætti við einum föstum kennara og veitti nokkurt fé til ýmsra umbóta, heldur tvöfaldaði námsstyrkinn, veitti 800 kr. á ári í stað 400 kr., svo nú ætti fátækum nemendum að veita létt- ara en áður að kosta sig hér. En þeir, sem næstir standa skólan- um og fremur öllum öðrum ættu að láta sér ant um hann og vilja veg hans og sæmd, eru Akureyrarbúar. Þeir hafa hans mest bein not. Engir eiga eins greiðan aðgang að mentun þeirri, er hann hefir að bjóða, þó bæ- jarbúar hafi enn ekki fært sér það í nyt, sem skyldi. En þetta er líka að breytast. Akureyri er það vegsauki mikill, að hafa skólann, og því meiri sem hann er fullkomnari og betri. En aðalskilyrðið fyrir því, að skól- inn nái sem mestri fullkomnun og vin- sældir hans fari fremur vaxandi en þverrandi er það öllu öðru framar, að skólastjóri og kennarar séu starfi sínu vaxnir og ræki það með alúð og sam- vizkusemi. Þeim verður að vera það Ijóst, að tilgangur skólans er ekki eingöngu sá, að fræða nemendurna, heldur að bæta og göfga allan hugsunarhátt þeirra, út- rýma öllu því sem ljótt er og lágt í fari þeirra, en hlúa að öllu sem gott er þar og fagurt, svo það nái að þroskast svo og dafna, að ekkert ill- gresi megi þar rætur festa. Þeir verða að rækja þannig störf sín, að nemendurnir hljóti að finna til þess, að þeir láti sér inniiega ant um þá og beri umlram alt velferð þeirra fyrir brjósti, en hugsi minna um sinn eigin hag og þægindi. Þetta kunna allir góðir nemendur að meta. Þeim verður vel við kennarana sína og sú velvild er eitt helzta skilyrðið fyrir því, að störf kennaranna blessist og skólinn nái tilgangi sínum. Vér, sem nú erum skólakennarar, finnum sárt til þess hve oss er að ýmsu leyti ábótavant, en einlægan vilja höfum vér á því að starf vort komi að sem mestum og beztum notum og sigursæll er jafnan góður vilji. En það er ekki hvað minnst undir ykkur komið, kæru nemendur, hver árangurinn verður af starfi voru í vetur. Eg geng því vísu, að þið séuð öll hingað komin með þeim einlæga og alvarlega ásetningi að menta ykk-> ur, búa ykkur undir lífið, svo þið verðið færari um að taka hverju sem að höndum ber. Tíminn er stuttur sem þið eigið kost á að dvelja hér og því er áríð- andi að nota hann vel. Vandamenn ykkar og vinir sem styðja ykkur til náms, vænta þess af ykkur að þið farið vel með tímann og hag- nýtið ykkur sem bezt alt, sern skól- inn hefir að bjóða ykkur til menn- ingar og frama. Og ykkur félitlu einstæðingunum, sem eruð að reyna að klífa þrítugan hamarinn til þess að geta verið hér á skólanum, ætti að vera hver stund- in hér því dýrmætari, sem rneira er í sölurnar lagt. Eri um það get eg fullvissað ykkur öll, að hvern þann eyri, sem þið verj- ið ykkur til sannrar mentunar, fáið þið endurgoldinn með rentum og rentu- rentum, svo framarlega að þið villist ekki af réttri leið, en hafið það jafn- an hugfast að haga ykkur sem góðu og göfugu fólki sæmir. Eg vona að ekkert ykkar sé hing- að komið til þess eins að skemta sér, eða til þess að geta státað af því að vera skólagengið, og sé svo að einhver hafi hugsað á þá leið, verður hann nú þegar að varpa þeirri hugs- un fyrir borð. Ekki má taka það svo að ykkur verði meinaðar hér allar skemtanir. Glaðværð og skemtanir er æskunni lífsnauðsyn og því mun ykkur gefin kostur á að skemta ykkur svo, að þið getið gengið hress og glöð að hinum daglegu störfum ykkar. Að endingu vil eg alvarlega leggja ykkur það á hjarta, kæru vinir mínir, að umgangast hvert annað eins og góð systkini, styðja og glæða alt fagurt og gott í fari hvers annars, en hnekkja öllu, sem miður má fara og t)æla það niður. Kurteysi og hvers- konar háttprýði verðið þið að temja ykkur, hvar sem þið eruð og hver sem í hlut á. Hinar fáu reglur sem skólinn setur ykkur, verðið þið stranglega að halda. Umgengni ykkar um hús og muni skólans verður að vera óaðfinnanleg og að öllu leyti eins og siðprúðum unglingum sæmir. Vænti eg þess eindregið að eg hafi oftar ástæðu til að hæla ykkur fyrir siðprýði og hverskonar reglusemi, en að ávíta ykkur fyrir ósiði og óreglu, því það er mér næsta óljúft. Vildi eg óska að aldrei þyrfti til þess að koma. Yður, háttvirtu gestir, þakka eg fyrir þá sæmd, sem þér hafið sýnt skólanum með nærveru yðar. Að svo mæltu lýsi eg yfir því, að skólinn er settur, og bið guð að blessa störf okkar á skólaári því, sem í hönd fer, svo þau megi verða ykkur nem- endum til verulegs gagns, okkur kenn- uruuum til gleði og ættjörðinni til sannra heilla og hagsbóta. Skólasetningarljóð Matth. Jochumssonar. Nú kallar þjóðin ykkur, landsins arfa, að yrkja og vakta helgan jöðurgarð; og enginn tími stefndi þjóð til starfa með stœrri von um hundraðfaldan arð. Um láð og lög og loftsins fimbulvegi er leiðin frjáls, og sigruð tið og rúm, ný sköpun byrjuð, bjart af nýjum degi, og bezta fortið orðin rökkurhúm! Því lofið Guð, þið yngismenn og meyjar, að megið lifa þessa furðu-tíð, sem vefur saman álfur, höf og eyjar og allar þjóðir gerir banda-lýð! En munið, börn, því meira sem er unnið, er meira eftir — hœrri, stcerri þraut, og litlu munar, langt þó sýnist runnið, á lifsins stóru guðdómlegu braut. Kom heill til náms, þú ungi lcerdóms lýður, sem lyfta skalt til manndóms veikri þjóð! I minni festu fyrst hvað skyldan býður, svo för þín verði heillarík og góð. Sjá, markið er, að mentist vorar bygðir, svo mœttum aftur verða sœmdarþjóð, þvi skólinn á að skapa dáð og dygðir og drengskap leiða í ykkar merg og blóð. Það var sú tíð, að vorar norðursveitir sín verja kunnu gömlu fjórðungs mót og gceta alls, er afl og menning veitir, að ekki týndi fornri he'raðsbót. Og meðan kröftúm fjöll á Fróni skifta, sem fyrrum, þarf að jafna héraðsvöld. Og skuti aftur lýða kjörum lyfta, skal lijna alt sem bezt var fyr á öld. Sem gullnir tindar hefja sát til hœða, og hafsins töfrar vekja manndóms þrá, eins kennir sagan, fóstra vorra frœða, þann fremdarhug, sem lyftir andans brá. Og henni ásamt: óður vor og tunga er æðsta ment, er styrkir, göfgar oss. Þvi gleym þú aldrei, lands vors öldin unga, að elska þessi fólks vors dýrstu hnoss! Margt er að lœra, tjúfu mentavinir, en listin œðst er þó að verða menn, sem reynast sinnar þjóðar heilla-hlynir, því harðar skúrir biða Snœlands enn! Gott er að fljúga, — vinna veröld hálfa. og verða mikill, hver t sinni bygð, en mest er vert, að sigra vel sig sjálfa með sannri vizku, fétagsskap og trygð!

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.