Norðurland

Tölublað

Norðurland - 02.10.1909, Blaðsíða 3

Norðurland - 02.10.1909, Blaðsíða 3
155 Nl. Símfréttir úr Reykjavík. Bankastjórastöðurnar við Lands- bankanr)- / þær eru skipaðir kaupmennirnir Björn Kristjánsson i Reykjavik og Björn Sigurðsson í Kaupmannahöfn. Síra Haraldur JNíelsson hefir fengið lausn frá prestsembœtti sinu, af heilbrigðis-ástœðum, samkvœmt ráði tandlœknis. Síra Friðrik Friðriks- son er settur i dómkirkjuprests em- bœtti síra Haralds til nœsta vors, en sira Bjarni Hjaltested i prestsembœttið við holdsveikraspitalann. Goodtemplarar þakkaráðgjafanum. Öll framkvœmdarnefnd Stórstúku Goodtemplara gekk á fund ráðgjafa 23. þ. m. og færði honum skrautrit- að ávarp, veglega útbúið, með þakk- læti fyrir siarf hans i bannmálinu. Stórtemplar Þörður Thóroddsen flutti ræðu, en ráðgjafi þakkaði. Uppbót prestakalla. Meðal þeirra prestakalla er uppbót hafa fengið nú eru Vellir í Svarfað- ardal með 200 kr., Presthólar og Sval- barð í Þistilfirði hvort með 250 kr. * Utlendar símfréttir. Skat Bördam Sjálandsbiskup er ný- látinn. Lávarðarnir ensku gerðu mikið á- hlaup á fjárlaga frumvarp stjórnar- innar. Eru þó nú farnir að linast. Hervarnarfrumvarpið samþykt i Dan- mörku. Christensen hefir lýst því yfir að hann fari frá i þ m. (Hefir ekki orðið vœrt eftir gauraganginn, sem móti honum var gerður.) Peary hefir samið skjal i 14 lið- um, þar sem hann ber lygar og svik á CooK- Neitar að taka móti heið- ursviðurkenningum fyr en yfir Ijúki með þeim í þessari deilu. Cook kom- inn til Vesturheims. % Nýtt lyf við holdsveiki. Læknir einn Dr. Deycke, sem enska stjórnin hefir kostað til þess að rann- saka holdsveikina í Guyana í Suður- ameríku, kom aftur til Norðurálfunnar í sumar. Hefir hann fundið upp nýtt lyf við veikinni, er hann nefnir Nas- tin, og lætur mikið yfir lækningakrafti þess. Stjórnin í Guyana ætlar að sögn að láta nota lyf þetta við holdsveika menn þar í landi og fengið hefir lækn- irinn miklar þakkir hjá stjórninni ensku. Væntanlega hefir lyfsins verið get- ið á fundi holdsveikislæknanna í Björg- vin í sumar; þangað fór sem kunnugt er holdsveikislæknir okkar, Sæmundur Bjarnhéðinsson. % Latraskólinn. Cand. júr. Jón Kristjánsson (háyfir- dómara) er ráðinn aukakennari við laga- skólann samkvæmt fjárveitingu síðasta þings. pjártaka verður með allra mesta móti, alstað- ar þar sem til fréttist hér norðanlands. — í kvöld mun verða búið að slátra í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga full- um 4000 fjár. Fágætt afmæli. Hreppstjóri í 50 ár. Jöhann P. Pélursson dannebrogs- maður á Brúnastöðum í Tungusveit í Skagafirði hafði verið hreppstjóri í Lýtingsstaðahreppi í 50 ár á sfðast- liðnu vori. — Sveitarbúar hans mint- ust þess með samsæti, er þeir héldu honum, og gáfu honum dýrindis klukku í þakklætisskyni fyrir starf hans. Jóhann er 74 ára gamall á þessu hausti, fæddur 11. oktober 1835. Hefir hann þá orðið hreppstjóri í ein- um af stærstu hreppum landsins á 24. árinu. Sýnir það hvert traust hef- ir verið borið til hans, þegar á ung- um aldri. Kona Jóhanns er Elin Guðmunds- dóttir Arnljótssonar frá Guðlaugsstöð- um í Húnavatssýslu. Ráðziafinn vel frískur. Út af ósannindum, sem verið er að breiða út hér um heilsuleysi ráðgjaf- ans, skal þess getið að hann er vel frískur um þessar mundir. Ritsímafalsanirnar. Fullyrt er að símastjórnin sé ráð- in í því að hleypa ekki Eggerti Stef- ánssyni aftur að símanum. Jónasi Guðlaugssyni er nú að sögn vikið trá ritstjórn >Reykjavfkurinnar«, en við tekur til nýárs Jón Olafsson, fyrverandi ritstjóri blaðsins. Heimastjórnarforingjarnir hafa þá sætt færinu til þess að hrysta Jónas af sér, eftir að hafa notað hann til þess að >bera ábyrgðt á öllum þeim ógrynn- um af ósannindum, sem þeir hafa lát- ið í Reykjavíkina. Líklega hefir verið komið svo mikið f pokann að Jónas var ekki fær um að bera hann lengur. En nú tekur Jón Ólafsson við honum. Hann hefir breiðara bakið. Fair play. Norðri er að rugla í síðasta blaði sínu um heiðarlega bardaga aðferð og notar jafnframt tækifærið til að fara með rakalausar . svívirðingar í garð andstæðinga sinna, og ráðgjaf- ans fyrst og fremst. Eftir því sem það blað hefir hagað sér og eftir því hvernig ritstjórn þess er nú og hefir verið frá upp- hafi, gerir blaðið víst réttast í að vera sem allra fátalaðast um heiðar- lega bardaga aðferð eða >heiðvirða blaðamensku*. Fyrirspurn. Síra Matthías tilfærir í síðasta Norðra nokkur ummæli eftir speking- inn dr. Eliot um væntanleg framtfð- ar trúarbrögð, er kenna muni, meðal annars, sameining sálarinnar við guð og anda hinna framliðnu* Það sam- band við framliðna anda verður vænt- anlega í þessu lífi. Annars væru þetta engin ný trúarbrögð. — Að lokum beinir hann maklegum ávítum til >Fræ- korna* og >Bjarma« fyrir þröngsýni þeirra. En þvf snýr hann ekki jafnframt máli sfnu til Norðra sjálfs og annara sorpblaða landsins, sem ekki eru lengra á veg komin en það, að þau gera rannsóknir á sambandinu við anda hinna framliðnu að ofsóknar og svf- virðingarefni ? * Auðkent af höf. Áfenzi oz tærinz- Blaðið Lögberg flytur útdrátt úr grein eftir franskan vísindamann í Revue Scientifique, um sambandið milli tæringar og áfengisnautnar á Frakk- landi. — Greinin sýnir og sannar, að þar sem mest er drukkið af áfenginu, þar er líka mest um tæringuna. Tær- ingarhéruðin og drykkjuskaparhéruðin eru hin sömu. Lungnatæring er tíðari á veitingamönnum, en nokkrum öðr- um verzlunarmönnum'. Af 100,000 manns í þeirri stétt, deyja árlega 579 úr lungnatæringu, en 245 af hverjum 100,000 af fólki af öðrum stéttum. í Parísarborg er lungnatæring helm- ingi tíðari á karlmönnum en kvenfólki og er áfenginu um kent. Heyafli landsins. Enginn vafi er á því að hann hefir orðið með allra mesta móti, og mun svo vera um land alt, þó mismunur sé eðlilega nokkur. Þvf miður hrökt- ust hey nokkuð í sumar, en mjög var það misjafnt. Víða munu óhröktu heyin svara vel til meðalheyafla og er þá hrakta heyið umfram hann. Heybirgðir hér á landi eru víst nú með mesta móti, því fyrningar hljóta að hafa verið óvenjulega miklar á síð- asta vori eftir góðan heyskap og létt- an vetur. Úr sióði Christjáns IX. hafa í þetta sinn fengið heiðurs- gjafir Magnús Gíslason bóndi á Frosta- stöðum í Skagafirði og Böðvar Sig- urðsson bóndi í Vogatungu í Borgar- firði. Mannalát. Hannes Eyjólfsson, verzlunarmaður hjá P. Sæmundsen á Blönduós and- aðist 25. þ. m. Hafði haft taugaveiki, og var í afturbata, en fekk upp úr því lungnabólgu, sem varð honum að bana. Mikiil efnispiltur; varð aðeins tæplega tvítugur. Nýzift. eru þau ungfrú Guðrún Jóhannsdótt- ir, Einarssonar frá Víðivöllum, er dval- ið hefir undantarin ár á Borg á Mýrum og Sigurjón Suma/Iiðason póstur á As- láksstöðum. % Veðursímskeyti til J^ls frá 26. septbr. til 2. okbr. 1909. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh. s. 10.0 6.6 10.9 9.2 9.7 8.7 7.2 M. 5'9 4.0 9-3 5-6 8.2 8.0 6.2 Þ. 34 1.0 8.0 11.7 2.6 9.2 2.0 M. 3 4 0.2 7.2 2.0 3-5 9.8 8.2 F. 1.2 -2.5 2.2 2.3 3-0 4.8 4.6 F. o-3 -i-5 .18 1.5 2.9 2-5 1.2 L. 1.0 -i-5 i-7 2.1 1.0 3-6 91 KI. (f.h.) 7 - 7 Gjalddagi Norðurlands var 1. JÚNÍ síðastliðið. Þeir háttvirtir kaupendur bláðsins, sem ekki hafa þegar gert skil, eru alvarlega ámintir um að borga blaðið sem fyrst. Hafi greiðsla farist fyrir í sumar- kauptíðinni, eru menn beðnir að muna eftir blaðinu í HAUSTKAUPTÍÐINNI. NB. Borgun fyrir blaðið er veitt móttaka á AKUREYRI af ritstjóran- um og í Kaupfélagsverzluninni, á HÚSAVÍK af verzlun Örum & Wulffs og Bjarna Benediktssonar, á SAUÐ- ÁRKRÓK af verzlunum Kristjáns Gísla- sonar, Kaupfélagsins og Gránuíélags- ins, á BLÖNDUÓSI við verzlun C. Höepfners og í REYKJAVÍK af ísa- foldarprentsmiðju. Kaup- staðai - búaiy sem skulda verzlun Sn. Jónssonar á Oddeyri, eru hérmeð aðvaraðir um að borga skuldir sínar, eða semja um þær fyrir 10. þ. m. — Eftir þann tíma verða þær fengnar málafærslu- manni til innheimtu. Valdemar Steffensen læknir er fluttur í Brekkugötu 11 (hús Frímanns Jakobssonar). Qærur hertar og óhertar, kaupir undir- ritaður fyrir peninga út í hönd. Akureyri 1. okt. 1909. OTTO TULINIUS. Undirritaður veitir stunda- kenslu í islenzkri málfrœði, Ensku, Dönsku, og stærðfrœði. Adam Þorgrlmsscn. — 7 — 7 — 7 — 6 Sé lítið um peninga, þá þarf að fara sparlega með þá. Allir sem kaupa í Brauns verzlun „HAMBURG" Hafnarstræti 96 spara margan skildinginn við hvert kaup. Að eins með því að kaupá alt fyrir peninga út í hönd og án þess að hafa umboðsmenn, beina leið frá stærstu verksmiðjum erlendis, getum vér boðið viðskiftamönnum vor- um slík kjarakaup. Sé keypt fyrir minst 10 kr. gefum vér, svo sem kunnugt er, að auki, 101 afslátt. A meðan kauptíðin stendur yfir verður daglega til sölu kjöt og mör í Sláturhúsi Kaupfélagsins. Vasaúr tapaðist í gærkvöldi á leiðinni frá J. V. Havsteens verzlun og inn til Boga Daníelssonar. Finnandi skili til Eggerts Einars- sonar gegn fundarlaunum,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.