Norðurland


Norðurland - 12.03.1910, Side 2

Norðurland - 12.03.1910, Side 2
Nl. 38 Iist og loftsiglingar. Loks eru ritdóm- ar og ísl. hringsjá. Heftið er margbreytt og gott, að kvæðinu þýdda undanskildu. En Matth- ías kvað svo snildarlega í haust, þeg- ar gagnfræðaskólinn byrjaði haustver- tíðina, að enginn erfir við hann þetta dansrellurím. Annars tók eg ekki pennann til að lofa Eimreiðina, eða höfunda hennar. Eg tók hann til að andæfa og mót- mæla að sumu leyti ritdómi einum sem er í heftinu. Ritstjórinnritar þarumkvæði >Huldu« og gerir það yfirleitt sanngjarnlega eins og flestir sem á þau hafa minst. Það hefir okkur þó farið fram síð- ustu tíu árin, að nú reynir enginn af alefli að eyðileggja unglinga bókment- anna, með fjandsamlegum og fólskum árásum og með því að gera úlfalda úr mýflugu. Það hefði og verið meiri mannvonska en meðalillmenska að ráðast á »HuIdu« með þeim hætti. Hún þolir ekki mikið. Hún er eins og síðklakinn lóuungi, sem þolir ekki hausthret, svo vanviða er hún að bygg- ingu. En það eru reyndar fleiri með því marki brendir og er ekki um það að tala. Ritstjóri Eimreiðarinnar segir um »Huldu«, að hún sé einhæf: »Það er ósköp þreytandi« segir hann, »að fá sömu réttina upp aftur og aftur að- eins í nýrri sósu og þó líkri á bragð- ið jafnan*. Þetta er vel sagt að því leyti, að það er fyndið. En það er ekki sanngjarnt að sama skapi. Fyrst er þess að gæta, að »HuIda« er ung. Karlmannssálin er vanalega á tvítugs og þrítugsskeiðinu gjörn á að rífa niður, ef maðurinn er hraustur að heilsu, svo að hann finni »hitann í sjálfum sér«. Konusálin á því reki er aftur á móti dreymandi og hálf-sjúk af þrám sínum. »Hulda« er með þessu marki brend, bæði af því að hún er svo gerð að eðlisfari. Og hinsvegar af því, að hún hefir verið heilsulítil alla æfi. Þessi kvensál er og hlýtur að vera »rómantísk«. Ef hún reyndi til að vera raunveru-skáld, eða »rea- listi«, mundi hún vera leikari og fölsk spiladós. Ritstjórinn vill að hún yrki um lífið eins og það er. Því þá það? Vér eigum mörg raunveru-skáld, en fá hugsjónaskáld. Huldu er ekki of- aukið. Skáidin eiga ekki að setja á sig hárkollu né binda sér geitarskegg. þau eiga að koma til dyranna eins og þau eru gerð. Væri það betra, að »Hulda« gerði sér upp yrkisefni eins og t. d. Jónas okkar Guðlaugsson, sem ýmist yrkir um »konungörn«, sem hann hefir varla séð, eða »Sesam«, sem hann þekkir ekki minstu vitund, fremur en kötturinn sjöstjörnuna. Það er satt, að »Hulda« er einhæf. Hún á eigi til nema einn streng í hörpu sinni. En þess er að geta, að mikíð má gera með einum streng og mikið segja með þeim tónum, sem felast í honum. Hafið þið lesið sög- una í Gefn? Tréskórinn heitir hún ef eg man rétt og Gröndal þýddi hana. Hún er á þá leið: að listamaður þandi einn streng yfir tréskó, holan. Og hann brá boga sfnum á strenginn og lék með svo mikilli list á hann lög og tóna, að mennirnir stóðu agndofa og guðirnir feldu tár. Hann gerði meira en leika lög á skóinn. Hann sagði sögu, sem tónarnir túlkuðu og var hún hin mesta töfrasaga og djúp af viti og tilfinningaauðlegð. Enginn vissi hvernig hann fór að þessu. En allir þeir, sem hlýddu á, skildu þetta og undruðust listamanninn, sem þagði með vörunum. Þessi saga er hugsjónaskáldskapur. Þetta er rómantík í hæsta veldi. Og sagan sýnir það, að einn strengur í listamanns hendi er mikil gersemi. Hitt er annað mál, hvort eini streng- urinn hennar »Huldu« nær því að verða gersemi íslenzkra bókmenta. Það kem- ur reyndar ekki við máli mínu. En fyrst eg minnist nú á þetta efni, skal eg geta þess: að þær kröfur er ekki réttlátt að gera til hennar, fremur en annara alþýðuskálda í landi voru. Lífs- kjörin eru eigi til þess fallin, né sjón- deildarhringurinn. Biluð heilsa og van- efni ýmiskonar og kotungs-þjóðlíf, sem ríkir í landi voru — alt þetta og ótal fleira, veldur því, að hér í landi geta ekki orðið til þeir listamenn, sem jafn- gildi snillingnum þeim, er spilaði töfr.a- lögin á tréskóinn. Annars eru víst flestöll skáld um öll lönd einhæf. Eg held að þau nái því þá fyrst að verða einkennileg, þegar þau hafa beitt sér í eina átt viðfangsefna. Mesta skáld Norðurlanda að margra dómi, Henrik Ibsen, var einhæft, bæði að efni og formi. Form hans var þannig: að hann var stutt- ur og stirfinn, talaði í stuttum gróp- andi setningum. Og efnið var altaf ádeila: ormsmogin mölétin heimilis- líf og grautfúin hjónabönd. Ibsen var skáldið sem beit frá sér. Og hann þekkist á tönnunum, og tannfarinu, sem markaði mannfélagsskipunina djúp- um sporum. Svo er og skáldum vorum farið. Þau eru flest einhæf, eiga hvert um sig einn streng, sem þeim lætur bezt að leika á. Þetta er eðlilegt. Eg veit eigi betur, en að hver maður sé bezt- ur á sínu sviði, eða því starfssviði, sem hann æfir sig mest á. Vísinda- menn finna sjaldan nema einn sann- leika. Og skáldin sjá hugmyndir sfna- ar oftast í einu ákveðnu geislabroti. Og einmitt þessvegna verða þau ein- kennileg, að hugsjón þeirra er einhæf og frásögn þeirra sérstök að sama skapi. Það væri mikil fyrirmunun, ef »Hulda« færi að yrkja um iífið eins og það er, eða þvílíkt, sem raunveru-skáld gera. Það mundi henni illa takast. Hún er lóa. Og lóa getur ekki orpið andar- eggjum, þótt hún fegin vildi, eða væri skipað það. Þótt eg mæli nú þessum orðum um Huldu, er eigi svo að skilja, að eg vilji endilega kjósa hana undan hæfi- legri gagnrýni. Eg er ekki svo kven- elskur frá .almennu sjónarmiði*, að eg geti eigi þolað það, að kona sé gagn- rýnd, eða vegin á rétta vog. En hitt er það, að eg er kunnugri hæfileikum hennar, en flestir menn aðrir. Eg sá fyrstur manna — vandalausra — skáld- skapartilraunir hennar, þegar hún var barn að aldri. Og enn er mér nokkuð kunnugt um hvert skáldhugur hennar stefnir. Hun er enn þá hulda þ. e. a. s. hún horfir ennþá inn í æfintýra- löndin. Nú hefir hún í smíðum, þessi síðustu missiri, langt kvæði og vel gert, sem spunnið er úr þjóðsagnaefni. Svo eindreginn er hugurinn að horfa í hugsjónaveröldina. Og þó er hún húsfreyja orðin. Og þá dregst hugur- inn vanalega að lífsbaráttunni, þegar hendurnar fjalla um dagleg störf. Þetta sýnir ásamt öðru, að hún er fædd til þess og í heiminn borin að vera land- nemi í hulduríki. Og þetta er gott. Konurnar eru bráð- um teknar til að seilast út í verk- efni karlmannanna á þjóðmálasvæðinu, og munu þær ekki bæta í sér kven- eðlið með því móti. Lofum Huldu og Ólöfu á Hlöðum að varðveita kveneðli sitt í hillingalöndum hugsjónanna, meðan þær vilja yrkja um þau efni og ámælum þeim ekki fyrir viðleitni sína né það, að þær eru trúar því lögmáli, sem konan var sköpuð til að gegna — trúar hugsæju kveneðli. Guði sé lof meðan það varir! í Árnapostillu er lestur einn, sem er um það, að maðurinn eigi að »læra að þekkja sjálfan sig«. Árni karlinn var vitur maður, þótt hann væri leið- inlegur prédikari. Þetta efni hafði hann eftir grasgrónum og mosavöxnum Róm- verja. Og enn er heilræðið nýtt og ó- meingað, þótt gamalt sé. Skáldin ættu að hafa það fyrir fram- an sig enn í dag. Vér höfum þess dæmi, að skáld ætla sér, það sem þeim er ekki íært að gera, af því að þau eru ekki þann- ig gerð að eðlisfari. Eg skal aðeins benda á Guðmund litla Guðmundsson, sem yrkir jafnan prýðilega, þegar hann kveður um hugsjónir. En þegar hann yrkir um lífið í landinu, bregst honum stundum bogalistin. — Hann kvað í fyrra haust um sambandsmálið, og Glámsaugun í haust og fór slétt á því öllu saman; því að kvæðin voru gljáandi í hárbragðinu. En þegar tekið er hendi á þessum skáldskap, er hann eins og vofa, sem hægt er að ganga 1 gegnum, án þcss að verða var við hana. Þegar hugsjónaskáld yrkja um þjóð- mál, eða lífið eins og það er í raun og veru, framleiða þau vöru sem er — svikin, eða þá bragðlaus blanda. Slíkur skáldskapur verður á sinn hátt eins og volg skilvindufroða — álitleg tyrirferð en enginn matur. 17/2 ’lO. Ouðmundur Friðjónsson. X Borgarafundur um ullarverksmiðjuna. Að ráðstöfun bæjarstjórnar var hér haldinn borgarafundur um það, hvort bærinn fyrir sitt leyti ætti að takast á hendur ábyrgð tyrir nýju landssjóðs- láni til ullarverksmiðjunnar. Bæjarfógeti hafði framsögu málsins og skýrði það bæði með skarpleik og mælsku og bar upp svohljóðandi til- lögu: Fundurinn lýsir því yfir, að hann vill, að Akureyrarkaupstaður ásamt Eyja- fjarðarsýslu, taki að sér ábyrgðina á 60,000 kr. láni úr landssjóði, til að endurreisa ullarverksmiðjuna gegn veði í eignum verksmiðjunnar og með eftir- liti af hálfu bœjarstjórnar, ef betri trygg- ing eigi getur fengist. Að loknum umræðum var þessi til- laga samþykt með 228 atkvæðum gegn 24- Sýslunefnd Eyfirðinga gerir út um málið fyrir sitt leyti í næstu víku og eru miklar horfur á að hún vilji einn- ig styðja málið. X Nýir talsímar. Vesturheimsbúar skara fram úr Norð- urálfubúum 1' iðnkunnáttu og margs- konar hagleik. Menn segja að smáþorp- in vestur í Kanada hafi ýms þægindi, sém íbúar Parísar- og Lundúnaborgar mega vera án. Meðal annara slíkra þæginda má nefna nýja talsíma, sem farnir eru að tíðkast bæði í Kanada og Bandafylkjunum. Þessir talsímar eru útbúnir svo, að ekki þarf að halda á neinni miðstöð til þess að koma mönnum í samband hverjum við annan, eða í öllu falli þarf enga mannhjálp lil þess. Sá sem vill nota talsímann þarf ekki annað en snúa handfangi á talsimafæri sínu, þangað til númerið sézt á þeim talsíma, er hann vill tala við einhvern í. Vilji hann tala við númer 25 finnur hann fyrst töluna 2 og síðan töluna 5. Hann þarf þá að snúa tvisvar sinnum. En sé tala númersins rituð með 4 tölum þarf hann að snúa 4 sinnum. Svo er ekki annar galdurinn en þrýsta á hnapp, þá hringir í þeim talsíma er tala á við. Sé sá talsími »á tali« heyrist það á hljóðinu í talsímanum, Á 10 sekúndum getur maður í New York hringt upp kunningja sinn t. d. í Chicago. Skyldi landsímastjórinn ekki geta útvegað hingað slíka talsíma? Áreiðan- lega yrðu margir því fegnir og vildu nokkuð tii vinna að fá þá. Margir eru nú svo haldnir af símahræðslu, að þeir þora ekki að segja neitt það í talsíma, sem allir mega ekki vita og heyra og er það ekki að ástæðulausu. Vert er líka að gæta þess, að »síma- hræðsla« manna bakar eflaust slman- um okkar stórtjón árlega, bakar land- inu tjón. Margir forðast að nota sím- ann, eigi þeir nokkurs annars kost, óttast það einsog eldinn að hafa »Ólaf margfróða« fyrir meðalgangara milli sín og kunningja sinna. X Vélarnar við Glerá.* Ár var alda, er undan jökulfláka œddi Glerd þrungin voða-kröftum. Þá var sól og sunnan asa-hláka, svell og fönn sig braut úr fornum höftum. Straumur þungur gróf sér gil úr fjalli, gíeypti jökul sundurskorin jörðin, áin hljóp i spretti stall af stalli, steypti sér á hausinn út í fjörðinn. Aldir liðu. Aðalsteinn var fœddur. — Um það naumasl þurfum við að senna, að hann þótti véía-gáfum gæddur, Glerá líka fekk á því að kenna. Hann tók i hana og teymdi nfjar götur, en talsvert eru krókóttar þær götur. Hann komst svo langt að kemba ull í plötur, þá kunni ei neinn að smíða stœrri plötur. ' Hann reisti véla-höll úr sterkum steini.— „Þeir stóru" hafa rekið í það ncfin, að hún er orðin fmsum mjög að meini og mest af því, að Jósep flœkti vefinn. Sú flœkja hefir aldrei greiðst að gagni. Mig grunar, þó að sumir annað tnœli, að ekki muni allir heilum vagni aka burt úr þessu véla-bœli. - Menn segja þó, að þetta muni tagast, og þegar banka-hneykslið sé af borði, * Gamanvísur þessar voru lesnar upp 1 samkvæmi hér í bænum nýlega og mik- ill rómur að gerður. Bæjar- og sýslubúar munu ekki þurfa neinna skýringa á þeim. En þar sem talað er um þá sex, er átt við nefndarmennina úr sýslunefnd og bæjarstjórn, sem hafa haft málið til með- ferðar. Sú nefnd klofnaði sem kunnugt er.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.