Norðurland - 12.03.1910, Qupperneq 3
39
Nl.
utn vélamdlið megí lengi jagast,
það máske verði tiu dra forði. —
Þeir voru sex, er skyldu vélar skrúfa
i skárra horf, en áður til var stofnað.
Til mergjar áttu málið þeir að kljúfa,
en neinið er — þeir sjálfir hafa klofnað.
Það eru fáir véla-menn við málið,
°S mikið þarf að tala enn og gera.
Og það er langt frá svo sem sopið kálið,
sem þeir »klofnu« fram l ausum bera.
Vélunum þeim finnst ei gott að farga,
°ð fella þœr, er talinn þjóðarskaði. —
Nú, ýmsir halda, að Einar muni bjarga,
þó allra neðstur standi hann á blaði. —
*
* *
Vér biðjum öll, að allar vorar götur
að ending verði hamingjunnar götur,
að vélarnar oss vinni utl í plötur,
en varist það, að slá oss stœrri plötur.
X
Veðursímskeyti til JNls-
frá 6. til 12. marz 1910.
Ak. Gr. | Sf. Bl. | ís. | Rv. | Þh
s. - 1.2 - 4.0 4.6 - 3-8 - 4-7 2-5 o-5
M. - 2-5 - 3-0 1.2 - 1-4 - 3-0 3-5 6.6
Þ. - 1.8 - 2.5 3-6 - 1.8 - 6.7 2.6 6.2
M. - 3-5 - 5-8 - 0.6 - 5° - 6.6 - 0-3 5°
F. - 5-5 - 9.0 - 4.6 - 6.2 - 6.7 - 4-5 - 4.2
F. - 2.5 -12.5 - 54 - 4-4 - 0.5 - 0.7 1.2
L. 2.0 - i-5 2.5 1.2 o-S i-5 1-4
Kl. ( •h.) 7 — 7 — 6 — 7 — 7 — 7 — 6
X
FriOrik Kristiánsson
bankastjóri kom ekki í bankann í
dag og eru menn alvarlega hugsjúkir
um að eitthvað hafi orðið að honum.
X
Frá glímuköppunum
erlendis.
1.
Bréfkaflar um
glímusveit Jóhannesar.
Berlin, l6k ’io.
Nú höfum við félagar sýnt íslenzka
glímu ásamt sjálfsvörn Jóhannesar í
Palast Theater í 9 kvöld. Á þessum
tíma hefir enginn treyst sér að mæta
Jóhannesi, jafnvel þótt hann hafi á
hverju kvöldi boðið þeim manni þús-
und mörk, er staðist gæti brögð sín
í S mínútur. Mun mönnum eigi þykja
árennilegt að etja kapp við hann, því
að mikið finst þeim til um hin marg-
víslegu brögð sjálfsvarnarinnar. Enda
hafa nú að minsta kosti 6 Berlinar-
blöð skrifað hól eigi alllítið um glímu-
sveit hans.
Blaðið Deutsche Varte segir meðal
annars 12. febr. ’io-------Glfmu-
sveit Jóh. Jósefssonar, sem áður er
fræg orðin hér í Berlín, sýnir hin
ýmislegu brögð glímunnar, beittum til
varnar gegn áhlaupi manna, vopnuð-
um með hníf, skambyssu o. fl. Þó
vildum vér mega benda hinum hug-
djörfu köppum á það, að gæta meiri
varúðar, því að kvöld það er vér sá-
um þá á leiksviðinu, særðist einn glfmu-
manna á hálsi af byssuskoti, og einn-
ig á vanga af hnífstungu. Síðar kast-
aðist morðkuti allgífurlegur ofan til
hljóðfæraflokksins og tók með sér einn
lampann. Til allrar hamingju meiddist
þó enginn. En lán var það að ekki
varð meira að. Mun mönnum, sem sjá
gb'mumenn þessa, lengi minnisstæð fimi
þeirra, dirfska og snarræði.«
Marzmán. allan vinnum við f leik-
húsi í Miinchen, er nefnist Colosseum.
Má vera að einhverir þar hafi hug til
að fást við Jóhannes. Mun hann þá
og eigi letja, því óhræddur er hann
enn að fást við tröllin.
Landsíminn.
Stúlka, sem er vel að sér í
tungumálum, verður tekin til
kenslu hér við landsímastöðina.
Umsóknir séu komnar til mín
fyrir 16. p. m.
Nánari upplýsingar hjá undir-
rituðum.
Gísli Ólafssoij.
io hina fyrstu daga aprílmán. er-
um við ráðnir nú þegar í leikhúsi f
Regensburg er nefnist »Velodrom«;
þykir mér eigi ólíklegt að einhverir
þar syðra gefi sig fram til þess að
þreyta við okkur fsl. glímu, því að
heyrt hefi eg það haft fyrir satt, að
þar væru íþróttamenn miklir.
II.
Bréf til Jóhannesar Jósefssonar
Budapest 5. febr. 1910.
Við gömlu félagar þínir, nær því
eitt ár samfleytt, höfum frétt að þú
berir okkur alt annað en gott orð
heim til íslands (bæði opinberlega og
til einstakra manna) og við höfum séð
kafla úr bréfi frá þér í blaðinu ísafoid,
sem er alt annað en samkvæmur sann-
leikanum og viljum við því athuga
hann lítið eitt.
Brigslyrði þfn um Paul Neve mun-
um við leiða hjá okkur að mestu, því
hann getur sjálfur »bitið bein« fyrir
sig; þó munum 'við bera það af hon-
um, sem við vitum með vissu að þú
segir ósatt.
Þú segist hafa orðið hissa þegar
við fórum frá þér. Þó veiztu það ofur-
vel, að við vorum ekkert ráðnir hjá
þér. Eða ertu búinn að gleyma því
þegar Neve tók þig og okkur að sér
í byrjun júnímánaðar, til þess að út-
vega okkur atvinnu eitthvað framvegis,
einmitt þegar þú varst vonlaus um að
geta fengið nokkuð að starfa við glímu
í bráðina. Það var þá sem þú varst
að hugsa um að stökkva til Ameríku
af gremju yfir því, að ekki var meiri
eftirspurn gjörð að jafnmiklum manni.
Auðvitað ætluðum við hinir að fara
heim og það verðum við að segja, að
á því tímabili hélztu okkur ekki við
»sæmileg kjör«. Að minsta kosti urðu
tveir af okkur að hjálpa sér sjálfir, en
einum útvegaðir þú atvinnu til þess
að þræla sér út fyrir sama sem enga
borgun. Auðvitað tókstu kaupið, þótt
þú hefðir miklu léttari vinnu.
Við vorum því farnir að tapa trúnni
á þig, að þú mundir yfirstíga alla örð-
ugleika, en ekki skorti þig samt hreysti-
yrðin, þá sem endranær; þau hafðir
þú altaf á reiðum höndum. Mun víst
engan furða það þótt trúin veiklaðist
hjá okkur, því frá því við komum til
Skotlands í janúarmánuði til maímán-
aðarloka höfðum við ekki haft vinnu
nema í 5 vikur og eina vikuna sveikstu
okkur um kaupgreiðslu. Það er sann-
leikur. Það hefðu þvf mátt vera meira
en meðalflón, sem á þig hefðu treyst,
eftir annan eins atvinnurekstur.
Svo þegar Neve kom tii sögunnar,
réðum við okkur allir hjá honum, al-
veg óþektum manni. Við treystum hon-
um betur en þér. Það kom líka brátt
í ljós, að annar og betri maður var
tekinn við stjórninni. Við fengum nú
nóga og alveg óslitna atvinnu, þótt
Neve fyrst f stað tapaði heldur á okk-
ur en hitt, þar sem hann lagði okkur
til, öllum 4, vönduð sýningarföt, ásamt
auglýsingum o. fl. Þrátt fyrir þetta
fengum við þó oftast kaup okkar skil-
víslega borgað, tvisvar á mánuði. Og
þótt svo væri ekki ætíð, vorum við
óhræddir að eiga hjá honum, enda
hefir traust okkar á honum aldrei orðið
sér til skammar, eða hann á nokkurn
hátt brugðist vonum okkar.
En eftir því sem okkur gekk betur,
þá versnaðir þú að sama skapi í öll-
um viðskiftum og svo gott kaup hafðir
þú, að flestir hefðu látið sér það nægja,
með þó ekki þyngri vinnu en þú hafðir;
þú áleist þig nú orðinn svo mikinn
mann, að litlu tauti varð við þig kom-
ið, nema þú værir gerður »kendur«.
Löngu áður en við fórum frá Pét-
ursborg, varstu tekinn upp á því að
baktala Neve í okkar eyru og lézt til
þín heyra megna óánægju yfir honum
og störfum hans. Vildir þú nú byrja
á ný að sjá okkur fyrir atvinnu. Gengd-
um við oftast engu þeim ræðum þín-
um. Þú máttir fyrir okkur hafa það
álit á Neve og öðrum, sem þér sjálf-
um sýndist, en þú hefir illa miskilið
okkur og tekið þögn okkar fyrir sam-
þykki. Má óhætt segja að þar hafi þér
farist einfeldnislega, ekki vitlausari
manni. En þetta var það, sem að
síðustu kom þér á kaldan klaka. Auð-
vitað gerði Neve þá ekki jafnmikið
fyrir okkur sem áður, eða einsog hann
hefði getað, en allir almennilegir menn
munu letjast að vinna fyrir aðra, þeg-
ar þeir fá ekki annað en skammir og
vanþakklæti fyrir vel afleyst verk.
Svo komum við til Pétursborgar.
Þar segist þú hafa rekið Neve frá þér,
en þar hefir þú hausavíxl á hlutunum.
Það var alveg á sinn hátt einsog þeg-
ar húsbóndi vísar frá sér ótrúum vinnu-
manni og þú áttir sannarlega ekki
betra skilið. Þú kant ekki að meta
það gott sem að þér er rétt; svo hafð-
irðu sjálfur bara skapraun og leiðindi
af öllu saman. Þú varst nú atvinnu-
laus að mestu, en til allrar hamingju
varstu búinn að fá inn svo mikla pen-
inga, að þú hefðir vel getað þolað að
vera atvinnulaus síðan. Kom það sér
vel að Neve borgaði þér kaup þitt
skilvíslega; ella værir þú nú máske
kominn á vonarvöl.
Þú getur þess rétt til, að þaðan
fórum við til Odessa, en við sýndum
þar ekkert, sem þú áttir persónulega.
Þessi sjálfsvörn, sem þú ert svo stolt-
ur af, er tínd saman úr ýmsu sporti,
svo sem japönsku (Yiu Yitsu), ensku
(Catch-as Catch-can) og fleiru ósam-
kynja hefir þú hrúgað þar saman. Verð-
ur $jálfsvörn þín á engan hátt sýnd,
nema sá, sem henni er beitt við, láti
góðfúslega taka á sér tökum. Við lögð-
um því enga áherzlu á þetta »humbug«.
Aftur á móti sýndum við íslenzka
glímu þar syðra og unnum okkur á
þann hátt vinsæld og virðingu. En
máske þú segist líka hafa fundið það
»sport« upp, og merkilegt er að þú
segist eiga þá sjálfsvörn, sem við brúk-
um og sem við tileinkum íslandi, t.
d. vörn móti skambyssu. Þó hefir þú
aldrei séð þá vörn brúkaða og hefir
þarafleiðandi ekki hugmynd um hvern-
ig hún er.
Strax eftir að við skildum lét Neve
prenta nýjar auglýsingar og getum við
huggað þig með því, en þótt nafn þitt
stæði hvergi á þeim, þá var þó hvergi
spurt eftir þér, hvorki í Odessa né
annarstaðar, þar sem við höfum verið.
Svo kemur það versta, en það er
viðureign þín við hann Pilakow, kvöld-
ið áður en við fórum frá Pétursborg.
Sú glíma við hann er sú vesældarleg-
asta sem þú hefir háð um þína daga,
þó hann sé ekki meiri garpur en það,
að hafa einhverntíma unnið 3. verð-
laun í grísk-rómverskri glímu, austur
í Síberíu, en þar eru ekki sagðir nein-
ir framúrskarandi afreksmenn að afli
eða atgjörfi. Þó velti hann þér þar í
moldinni á leiksviðinu, einsog þegar
brauðkefli er velt harðast í flatköku
og peningarnir, sem þér voru fengnir
eftir glfmuna, voru teknir af þér aftur
fyrir lélega frammistöðu í glímunni.
En hitt ákveðið fyrirfram að afhenda
þér peningana, hvernig sem glíman
gengi, til þess að vekja á þér eftir-
tekt fólksins. Og bæði þú og aðrir
vissu, að þú áttir ekki að fá pening-
ana til eignar, ekki sízt fyrst þú varðst
svona augsýnilega undir. Það lítur ann-
ars út fyrir að þú hafir átt von á að
fréttir af þessu mundu berast heim
og svo hefir þú tekið þetta til brags,
að snúa sannleikanum í ósannindi.
Að síðustu er að minnast á óreglu
þá, sem þú segir að við lifum í. Ætl-
um við ekki að fara um það mörgum
orðum, en láta þá, sem þekkja okkur
alla persónulega, dæma um það, hvort
þú segir satt, eða við lifum illum lifn-
aði og til þess að sýna hið gagnstæða
skorum við á þig að mæta okkur í
Lundúnum í marzmánuði og þreyta þar
við okkur hverskorar íþróttir. Munu
leikslok sýna það hverir eru og hafa
verið óreglumenn og hverir ekki. Máttu
með réttu minni maður kallast ef þú
ekki mætir.
Svo biðjum við þig allir, að þú, af
hlífð við sjálfan þig, látir okkur í friði,
því annars getui svo farið, að þú fáir
eitthvað það til minja, sem meira mun-
ar um en rúblurnar, sem þú fekst fyrir
að fella hann Pilakow.
A'ristján Þorgilsson. fón Helgason.
Jón Pálsson.
Norðurland leit svo á, að það væri
rangt gert, bæði gagnvart þeim þrem
mönnum, sem hér standa undir og eins
ættmennum þeirra og kunningjum hér
heima fyrir, að neita um rúm fyrir
grein þessa og leyfa ekki mönnum
þessum að bera hönd fyrir höfuð sér.
Að öðru leyti eru ekki nóg gögn
fram komin, til þess að dæma um
hvor réttara hafi fyrir sér og sýnist
ekki ósennilegt að sökin sé nokkur á
báðar hliðar, eins og oft vill verða,
þegar tveir deila. Glfmuköppunum væri
langsæmilegast að láta þær deilur
falla niður. Þeim hefir líklega verið
mál á að skilja og sýnist þá mega
við það sitja, þó ekki sendi þeir hver
öðrum hnútur um svo langan veg, sem
þó er á milli þeirra. Þar átti Jóhann-
es upptökin og verður því tæplega
bót mælt. Hinsvegar verður það ekki
talið sannað, að Jóhannes megi ekki
teljast höfundur að sjálfsvörninni. Það
sannar ekkert í því efni að hann hafi
sett hana saman úr ýmsu »sporti«,
sem áður var kunnugt, Einmitt það
að hún er sett saman úr ýmsu »ósam-
kynja« bendir til þess, að Jóhannes
geti með æðimiklum rétti talið sig
höfund hennar. Og að því er snertir
vörnina gegn skambyssu, sýnir bréf-
kaflinn hér f blaðinu, að Jóhannesi er
ekki ókunnugt um hana.
Þá sýnist áskorunin til Jóhannesar
um að koma til Lundúna í marzmán-
uði nokkuð seint fram borið og þó
hann komi þar ekki, munu kunnugir
tæplega bregða honum um hræðslu
fyrir það.
Að endingu vill Nl. benda glímu-
köppunum á það, að heimurinn mun
vera svo stór, að þeir ættu allir fjórir
að komast fyrir í honum, án þess að
þurfa að gefa hver öðrum alt of mikil
olbogaskot.
X
jlukaþingsmeirihluti
Skagfirðinga.
Hljóð í poka.
Herra rifsfjóri Sigurður Hjörleifsson.
í grein, með fyrirsögninni „Aukaþings-
nieirihluti f Skagafirði"! í 4. t. bl. Norður-
lands þ. á. hefir yður þóknast að minnast
okkar, og álítum við að yður þess vegna
verði ljúft að birta í blaði yðar eftirfylgj-
andi leiðréttingu.
Fregnin sú, að við höfum verið kosnir
fulltrúar fyrir Haganeshrepp í því skyni, að
mótmæla aukaþingshaldi er ðsöun og ósann-
anleg.
Fundinum var kunnug okkar skoðun áð-
ur en hann kaus okkur; þetta má staðfesta
með vottum. - Að aðrir viti þetta betur en
fundarmenn og við, — í hvaða skyni var
mögulegt að kjósa okkur — á það leggjum
við engan trúnað, enda þó þér gætuð bor-
ið skilorðan anda fyrir fregninni,