Norðurland - 17.12.1910, Síða 3
á árí hverju, 5—6 kr. fyrir hvern
niann á landinu.
Svona er komið! Það er engin
hætta á að vér losnum úr skuldunum
fyrst um sinn!
Allir eru sammála um það, að stór-
lán væri sjálfsagt, ef það byðist með
betri vöxtum en lán þau, sem vér höf-
um nú. Vér mundum þá nota það
•til að borga eldri lánin. Gróðinn við
þetta væri einsýnn og áhættulaus.
Ágreiningurinn er að eins um það,
hvort rétt sé eða nauðsynlegt að lána
meira, t. d. auka skuldir landsmanna
um helming.
Eg held við ættum að hugsa okkur
tvisvar um þetta. Minsta kosti sé
ekki vert að hlaupa eftir hverjum fé-
sýslumanni, sem þykist hafa einhverja
fjárvon með einhverjum lítt þektum
kjörum og kringumstæðum.
Eg vil ekki fara lengra en svo, að
vér tökum því aðeins ný lán, að vér
sjáum oss vissan leik á borði, höfum
athugað fyrirtækið, sem láninú skal
varið til, svo vandlega sem í voru
valdi stóð og höfum fulla vissu fyrir
að það sé arðsamt eða algerlega óum-
flýjanlegt.
Þetta útilokar ekki óhjákvæmilega
ný lán, jafnvel ekki miljónalán, en það
útilokar lán út í bláinn, lánin, sem
einkum byggjast á »trúnni« á landið.
En því er miður að aðferðin úti-
lokar líklega flest eða ö|I stórlán að
svo komnu. Það er svo fátt á landi
voru, sem hættulítið verður rekið með
útlendu lánsfé.
Þannig er þetta sem stendur. Von-
andi að þetta breytist. Þá væri síður á-
stæða til að amast við lánunum, þótt
vissulega væri hitt miklu betra, að
geta rekið atvinnuvegi vora með eigin
eign og gróðafé.
Þá fyrst er búið 1 landinu, þegar
vér rekum alla atvinnuvegi vora og
byggjum öll vor hús með íslenzkri
eign, íslenzlcu gróðafé. En ef vel ætti
að vera, ættum vér að eiga xo miljónir
hjá Dpnum og hafa þaðan hálfa milj-
ón í rentur á ári hverju.
Og þetta er leikurinn einn, ef vér
viljum og kunnum með að fara.
%
Útlendar fréttir.
Höfn 2i. nóv. 1910.
Mannalát.
Nýlátinn er hér prófessor J u 1 i u s
Exner, frægur málari. — í Noregi
lézt fyrir skömmu Schreiner rek-
tor, er allir íslenzkir skólagengdir
menn kannast við af latnesku mál-
fræðinni eftir hann.
Yfir Atlanzhafið i flugvél hyggst
þýzkur verkfræðingur, Bruecher, að
komast í miðjum desember. Leggur
hann upp frá Caaiz og stefnir til
New-York.
Norðmenn eru í þann veginn að
kaupa lyfsölustaðinn í Grimstad; þar
reit Ibsen fyrstu leikrit sín, þá ung-
ur lyfsali. Ennfremur eru þeir að safna
fé til að kaupa prestssetrið gamla í
Björgan í Kvikne; þar fæddist Björn-
son og ólst upp fyrstu ár æfi sinnar.
Eiga hús þessi að standa til minn-
ingar um mestu andans menn Norð-
manna á öldinni sem leið, þá Ibsen
og Björnson.
Auðmaðurinn Carnegie hefir gefið
12 miljónir króna til Carnegie-stofn-
unarinnar f Pittsburg á 75 ára fæðing-
ardegi sínum nýverið.
Venizelos, forsætisráðgjafi Grikkja,
hefir í hyggju að koma á ýmsum end-
urbótum meðal Grikkja. Meðal annars
hefir hann ný tolllög í undirbúningi
eft'r amerísku sniði. Reikningshalla
fjárlaganna (10 miljónir drakma á ári;
Nl.
í Kjötbúðinni
geta menn fengið
Ostar:
Kjöt niðursoðið:
Fiskmeti:
Sætmeti:
Súrmeti:
Grænmeti:
Sinnep:
Saft
á jóla- og nýársborðið allskonar sælgæti svo sem:
Schweizer, Gouda, Edam, Limborgar, Appetit, Mysu
Nautakjöt, Kindakjöt, Forloren, Skildpadde 0. fl.
Fiskibýting, Fiskibollur margar tegundir, Sardínur,
Ansjósur, Síld, Humar, Ostrur, Marflær, Hrogn og
margt fleira.
Sultutau margar tegundir, Ávextir: Perur, Apricosur,
Ananas, Plómur og ótal margar aðrar tegundir.
Asíur, Agurkur, Rödbeder, Pickles, Pikkalilly.
Rauðkál, Grænkál, Asparges tvær tegundir, Gulrætur,
Persille, Selleri o. m. fl.
Edik, Borðsalt, Humarlitur, Carry, Salatolía, Appel-
sínusafi, Citronsafi.
margar tegundir
og margt og margt fleira.
•J* Reykjarpípur
langar
mr lagleg JÓLAGJÖF T»S
fást í
Tóbaksverzlun JÓH. RAGÚELSSONAR.
Dh FOREj^FDE BRYGGERIER5
EKTA KRONUÖL.
KRON UPILSENER.
EXPORT DOBBELT ÖL.
ANKER uL.
Vér mæjum með þessum öltegundum sem þeim
fín ustu
skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta-
MQ Biðjið beinlínis um:
ÍMO. De forenede Bryggeriers Öltegundir,
Til jólanna
fæst í
205
1 drakma er 72 aur.) kveðst hann
geta lagað með nýmælum sýnum án
aukinna skatta á þjóðina.
Flugmaðurinn Johnstone, sá er flogið
hefir hæzt allra í loft upp, datt nýlega
niður úr 800 feta hæð og drapst á
svipstundu.’
Uppþot í Mexiko. Á pólitiskum æs-
ingafundi þar skaut kona ein á lög-
reglustjórann, er ætlaði að tvístra fund-
inum; dó hann samstundis. Urðu róst-
ur miklar út af þessu og sló í harðan
bardaga milli lögreglunnar og fundar-
manna. Drápust þar um 100 manns.
Þingkosningar Ensiendinira.
Þeim á að veta lokið fyrst í dag.
Síðustu fréttir af þeim snemma í þess-
ari viku og var það eitt símað, að
stjórnin mundi sigra. Nánari fréttir
væntanlegar í næsta blaði.
Meistaraprófi
í norrænu lauk Sigurður Guðmunds-
son frá Mjóadal við Kaupmannahafnar-
háskóla í íyrradag.
Skipströnd syOra.
Enskur botnvörpungur strandaði ný-
lega nálægt Skaptárós. — Ennfremur
hefir rekið þar nálægt nýverið lík af
manni og fundust á líkinu skipspapp-
frar af þýzku skipi. Er talið víst að
skipið hafi farist f hafi þar nálægt og
þetta sé lík skipstjórans.
Botnvörpunsrar syðra.
Þeir bræður Pétur og Th. Thorstein-
son hafa nýlega leigt 2 enska botn-
vörpunga um aðalveiðitímann.
Verða þeir þá xo botnvörpungarnir,
sem Reykvfkingar gera út á næsta
sumri.
Laus prestaköll.
Grundarþing í Eyjafirði, Kirkjubær
í Hróarstungu og Eydalir í Suðurmúla-
sýslu verða veitt frá næstkomandi far-
dögum.
Messur
um hátíðarnar:
Aðfangadagskvöld: Akureyri, kl. 6. e. m.
Jóladag: Akureyri, kl. 10V2 f. m.
Sama dag: Lögmannshlíð, kl. t e. m.
Annan í Jólum: Akureyri, kl. 12 á h.
Gamlaárskvöld: Akureyri, kl. 6 e. m.
Nýjársdag: Akureyri, kl. 10V2 f. m.
Sama dag: Lögmannshlíð, kl. 1 e. m.
Á morgun verður ekki messað.
Ostar:
Roquefort-,
Schweitzer-,
Gouda-
Mysu-
í verzlun
Sig. Sigurðssonar.
Áukafundur
í Gufubátsfélagi Norölendinga
verður haldinn á Hótel Akureyri
mánudaginn þ. 26. þ. m. kl. 4
e. h., til pass að taka ákvörðuti
um skipstjórastöðuna á sjs «Jör-
undur«.
Stjórnin,
Kjöfbúðinni
Nýtt Nautakjöt af ungum gripum
- Kindakjöt
Reykt Kindakjöt
Kæfa
Rullupylsur
íslenzkt smjör
Tólg
Medisterpylsa
Wienerpylsa
Servelatpylsa.
Æskilegt er að bæjarbúar panti
bæði Medister- og Wienerpylsur
helzt ekki síðar en á miðvikudaginn
21. p. m.
P ú ð u r~
Kerlingar
og ýmislegt þessháttar til
gamlaárskvölds ins
fæst f verzlun
SN. JÓNSSONAR.
Ýmsar góðar
jólagjafir
fást í verzlun
SN. JÓNSSONAR.
Jóla ko r f
ódýrust í verzlun
Sn. Jónssonar.
{