Norðurland - 31.01.1911, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
5. blað. j Akureyri, 31. janúar 1911. j XI. ár.
Norðurland.
Á meðan eg dvel á pingi,
sér herra iðnskólastjóri Adam
Þorgrímsson um ritstjórn blaðs-
ins og ber ábyrgð á því, sem í
pví stendur.
Auglýsingar afhendist honum
eða í prentsmiðjunni.
Öll bréf og peningar til blaðs-
ins sendist eins og áður til heim-
ilis míns í Aðalstræti 19.
Akureyri 31/i ’ll.
Sigurður Hjörleifsson.
Þingmálafundur
Akureyrar.
Óhæfunni mótmælt.
Traustsyfirlýsing
til þingmanns bæjarins.
Ar 1911, 25. dag janúarmánaðar
var fundur haldinn með alþingiskjós-
endum í Akureyrarkaupstað.
Karl kennari Finnbogason setti fund-
inn og skýrði tilgang hans.
Fundarstjóri var kjörinn Lárus kaup-
maður Thorarensen, varafundarstjóri
Asgeir kaupmaður Pétursson.
Skrifarar voru tilnefndir Stefán verzlm.
Stefánsson og Lárus Rist kennari.
Dagskrá fundarins var:
1. Síðasti þingmálafundur.
2. Stjórnarskrármálið.
3. Sambandsmálið.
4. Starfsmenn Iandsins og stjórnmála-
deilurnar.
5. Aðflutningsbann.
Hófust þá umræður um fyrsta lið
dagskrárinnar og kom fram svohljóð-
andi tillaga: »Fundurinn álítur atkvæða-
greiðslu þá, er fram fór á síðasta þing-
málafundi hér á Akureyri, með öllu
ógilda, þar sem fundarstjóri fylgdi
ekki neinum venjulegum né samþykt-
um fundarsköpum, og lýsir því allar
ályktanir, sem þar voru gerðar, ó-
merkar með öllu.« Samþykt með 121
atkv.
II. Stjórnarskrármálið.
í því máli var svohljóðandi tillaga
lögð fyrir fundinn: »Fundurinn álítur
sjálfsagt, að stjórnarskrármálið verði
tekið fyrir á næsta þingi og leggur
sérstaklega áherzlu á þessi atriði:
1. Fundurinn tjáir sig hlyntan fjölgun
ráðherra, þó með því skilyrði, að
eftirlaun þeirra séu með öllu af-
numin eða veitist að eins sem bið-
laun til eins árs og ekki hærri en
2000 kr. Lög um ráðherra-eftirlaun
vill fundurinn að sett verði á þessu
þingi.
2. Hann vill að eftirlaun embættis-
manna megi afnema með sérstök-
um lögum.
3. Telur rétt að slíta megi sambandi
ríkis og kirkju, með sérstökum
lögum.
4. Vill að allir alþingismenn verði
þjóðkjörnir.
5. Alþýðuatkvæði er hann meðmæltur,
og vill að ákvæði um það, sér-
staklega málskotsréttinn, verði tek-
ið upp í stjórnarskrána.
6. Ennfremur aðhyllist fundurinn að
endurskoðendur landsreikninganna
verði framvegis ákveðnir þrír, og
séu kosnir með hlutfallskosningu
af sameinuðu þingi.
7. Er meðmæltur sem frjálslegustum
og almennustum kosuingarrétti. Vill
veita konum kosningarrétt og hjú-
um sömuleiðis ef þau uppfylla al-
mennskilyrði kosningarréttarins. Tel-
ur ekki sjálfsagt að binda kosningar-
réttinn við 25 ára aldurstakmark.
Tillagan samþykt með 133 atkv.
III. Sambandsmáiið.
í því máli kom fram þessi tillaga:
Þótt fundurinn líti svo á að meiri-
hlutinn á síðasta þingi hafi farið rétti-
lega með sambandsmálið, þá telur
hann þó að málið sé komið í nokk-
uð óvænt efni*og lítur þá ekki svo
mjög á undirtektir Dana undir það,
heldur miklu fremur á hitt, að útaf því
hafa risið ofsakendar deilur meðal
landsmanna sjálfra, sem enn haldast í
blöðum landsins. A meðan þær deil-
ur haldast milli tveggja aðalstjórnmála-
flokkanna telur fundurinn vonlaust um
að unt verði að leiða málið til far-
sællegra úrslita, og er því þessvegna
meðmæltur, að það verði ekki tekið
fyrir í frumvarpsformi á næsta þingi.
Sem stendur telur fundurinn mestu
varða að. sefa deilurnar og óvildina,
er þeim fylgir og skorar því á þing-
mennina, af báðum flokkum, að leggja
alúð við að leita samkomulags um
það innbyrðis og gera að öðru leyti
það sem fært er, til þess að efla og
undirbúa sjálfstæði landsins.
Samþykt með 133 atkvæðum.
IV. Starfsmenn landsins og
stjórnmáladeilurnar.
í því máli kom fram þessi tillaga:
Fundurinn telur óheppilegt að dóm-
arar landsins hafi önnur opinber störf
með höndum en dómarastörfin. Enn-
fremur telur hann nauðsynlegt, að
reistar verði rammari skorður við því,
að símastarfsmenn misbrúki stöðu sfna,
sem trúnaðarmenn þjóðarinnar.
Samþykt með 135 atkvæðum.
V. Fundarályktun.
Ingimar Eydal baðst þess að mega
taka fyrir annað mál, sem hann hefði
að flytja, áður en bannmálið væri tek-
ið fyrir. Þegar hann hafði skýrt fund-
inum frá, hvert mál það væri, var sam-
þykt með öllum atkvæðum að taka
það fyrir. Þá afhenti Ingimar Eydal
fundarstjóra þessa fundarályktun:
Jafnframt því, að fundurinn þakkar
þingmanni sínum fyrir vel unnið starf
á síðasta þingi, lýsir hann fullu trausti
sínu á honum sem þingmanni fram-
vegis.
Samþykt með 137 atkvæðum (í einu
hljóði).
VI. Aðflutningsbann.
í þessu máli kom fram þessi tillaga:
Fundurinn skorar á alþingi að hvika
í engu frá gerðum sfðasta þings í
bannlagamálinu.
Samþ. með 111 atkv. gegn 5.
Var nú lokið þeim málum, sem á
dagskrá voru, en nokkrar umræður
urðu um önnur mál.
Fundargerð lesin og samþykt.
Fundi slitið.
L. Thorarensen
(fundarstjóri).
St. Stefánsson,
Lárus J. Rist
(fundarskrifarar).
«
B r é f
frá
Guðmundi Hannessyni.
x.
í Svartaskóla.
IV.
Hvað skal nú til bragðs taka, les-
ari góður, eftir þennan síðasta fund
með öllum draugaganginum? Ekki er
til neins að dyljast þess, að við höf-
um til þessa gripið í tómt, er við
lögðum snörur fyrir svikarana í drauga-
félaginu. Annaðhvort er hér ekki um
svik að ræða, eða þau eru leikin af
aðdáanlegri list, sem betur væri var-
ið til einhvers þarfara. Við erum hér
í illum vanda staddir. Annars vegar
getum við ekki trúað því að þessi
fíflalæti standi í sambandi við dauða
menn, getum yfirleitt ekki trúað þvf
undri sem slík trú byggist á, og svo
er alt þetta að flestu leyti svo fjar-
stætt geðfeldum hugsjónum um ann-
að líf. Hins vegar finnum við enga á-
litlega smugu sem skýrt geti fyrir-
brigðin á eðlilegan hátt. Miðlinum væri
að vísu í lófa lagið að koma svikum
við i ýmsu smávegis, t. d. með búk-
tali, hreyfingu hluta, sem nærri hon-
um eru o. fl., en mestur hluti tyrir-
brigðanna er þó þannig, að sjálfur
miðillinn á þess engan kost, að koma
brögðum við. Við erum þá litlu bætt-
ir þó eitthvað af fyrirbrigðunum væru
prettir, sjálfráðir eða ósjálfráðir, ef
þau að miklu eða einhverju leyti eru
óskiljanleg undur.
Eltir alt þetta verðum við von-
daufir um það að uppgötva svik eða
geta skýrt fyrirbrigðin. Það verður að
segja svo hverja sögu sem hún geng-
ur. Samt sem áður: Við verðutn að
grafast betur fyrir þetta. Hver veit
nema einhver óvænt hepni vilji okk-
ur til ef við höldum þolinmóðlega á-
fram að athuga og höfum augun opin!
Við höfum að vísu athugað tilrauna-
salinn nákvæmlega og þykjumst vissir
um að í honum séu hvorki leynidyr
né aðrar vélar. Þá sýnist sú tilbreytni
álitlegust að reyna að fá miðilinn heim
til tnín. Eg þekki stofu mína í nýbygðu
húsi og miðillinn hefir aldrei komið
þangað. Undarlegt mætti það vera ef
þessir draugar kæmu»þangað! Á þenn-
an hátt ætti að verða fyllilega séð við
svikum frá aðstoðarmanni og vélum í
húsinu. Einhver vegur ætti að vera
að athuga miðilinn sjálfan ef örfáir
eru viðstaddir. Eftir rækilega umhugs-
un tökum við þetta ráð. Við finnum
ekki annað líklegra
Við förum enn á ný tii formanns
og segjum honum þessa fyrirætlun.
Honum þykir þetta að visu hálfhvim-
leitt vegna félagsmaúna og spáir að
litiu rr.unum við verða nær þó þetta
sé reynt, en eigi að síður lofar hann
stuðningi sínum. Þegar til félagsins
kemur gefur það og góðíúslega sitt
leyfi.
* *
*
Nú förum við enn á ný að hugsa
um hversu öllu verði bezt og tryggi-
legast hagað á þessum fundi heima
hjá mér. Við rýmum öllum húsgögn-
um úr öðrum enda stofunnar', sem
valin er, rétt áður en fundurinn er
byrjaður, og sjáum um að ekki verði
til þeirra náð. í annað hornið setjum
við tágastól handa miðli sem brakar í
ef hann hreyfir sig, og við hliðina á
honum annan einfaldan stól handa
gæzlumanni.
Viðstaddir eru hinir sömu og á síð-
asta fundi, og auk þeirra ein aðgæt-
in kona, sem ekki var trúuð á fyrir-
brigðin. Miðillinn er klæddur úr hverri
spjör og færður í föt af mér. Gæzlu-
maður aðgættur. Dyrum er læst og
þær innsiglaðar.
Miðillinn sofnar sem fyr. Stjórnand-
inn heilsar og nokkrar aðrar þektar
raddir. Gæzlumaður skýrir frá stell-
ingu miðils og segist halda höndum
hans báðum.
Innan skamms heyrast sömu pilt-
arnir pískra, sem mestan gerðu ó-
skundann á síðasta fundi. Orðbragðið
er ekki betra en fyr. Samt hafa þeir
hægra um sig.
»Hvað segir hann?« spyr eg gæzlu-
mann eitt sinn, þegar eg ekki heyri
glögglega hvað sagt var. Röddin heyrð-
ist þá nokkru nær gæzlumanni, en þó
allfjarri miðli.
»Eg heyrði það ekki glögglega,*
svarar hann. »Mér heyrðist hann seg-
ja: Keep your mouth! á ensku.«*
»Og bölvaður bjáninn að vita ekki
að það heitir keep your tongue!«
svar röddin samstundis.
Eg heyri nú aðra röddina eins og
undir stól miðilsins í horninu á bak
* Bögumæli á ensku: haltu kjafti. Rétt
var að segja: keep your tongue! Mið-
illinn kann lítið í ensku, en vel gat ver-
ið að hann kynni þessi orð.
t