Norðurland

Tölublað

Norðurland - 31.01.1911, Blaðsíða 4

Norðurland - 31.01.1911, Blaðsíða 4
Nl. 20 Á Frakklandi eru vatnsflóð tfð um þessar mund- ir. Signa flóir yfir bakkana við og við og veldur oft miklu tjóni. Róna(Rohne) hefir oltið yfir heil héruð og eyðilagt fleiri smábæi í Nantes urðu t. d. 3000 manns að flytja sig búferlum til efri hluta borgarinnar vegna vatnsflóðsins. Tolstoj var jarðaður 27. f. m. á Jaonaja Poljana. Lfkfylgdin náði yfir tvær rúss- neskar mílur. Dánardagur hans á að vera almennur sorgardagur á Rúss- landi. BlaOiS „Dannebroz" sálaðist á dögunum. Beið svo mik- inn hnekki, er Alberti féll fyrir 3 ár- um, að það hefir ekki rétt við sfðan. Nýtt blað >Riget« á stærð við »Póli- tiken« er farið að koma út síðan. FriOrik kónzur brá sér suður á við til Austurríkis og Þýzkalands, og dvelur þar um þriggja vikna tíma. Andrew Carnezie, miljónamæringurinn ameríski, hefir nýskeð gefið 10 miljónir dollara til styrktar alþjóðanefnd, er vinnur að viðhaldi heiinsfriðar og afnámi styrjalda. Alberti var loks dæmdur 18. des. af saka- málsdómi f 8 ára fangelsi og 3000 kr. í kostnað til sækjanda og verj- anda (1500 kr. til hvors). Þó mun sá tími verða styttur um 16 mánuði, ef hann hegðar sér vel í fangelsinu; hann verður því 6 ár og 8 mánuði í fangelsi. Skömmu eftir að dómurinn var birtur honum, kvaðst hann reiðu- búinn að byrja þegar á, að taka út fangelsisvistina, og var hann því skömmu seinna fluttur í Horsens fang- elsi; vinnur hann þar á prjónavél. Sama dag var dr. phil. Mollerup, fyrv. forstöðumaður við Rosenborgar? safn, dæmdur í I árs fangelsi fyrir að hafa dregið undan um 60 þúsund krónur af fé safnsins sér í hag. Yfirlit yflr fluzslys. 3. seft. 1908 skeði fyrsta flugvéla- slys. Þá drapst Selfridge. 7. seft. 1909 skeði næsta slys. Þá datt Frakkinn Lefébre niður og beið bana af. 17. seft. datt ítalinn Bossi niður. 22. s. m. drapst Ferber við flug- mótið í Boulogne-sur-mer og 6. des. féll Fernandez niður f Nizza. Næsta ár, 1910, hafa ekki færri en þrjátíu manns beðið bana við flugtil- raunir. Af þeim eru merkastir Dela- grange Chavez, er flaug yfir Alpana og Johnstone, sá er hæzt flaug. Ózurlezt námaslys varð nýlega á Englandi. Kviknaði í Prætorianámunum við Bolton af eitr- uðum gastegundum, er brustu. Spreng- ingin var svo mikil, að jörðin skalf og húsin í Bolton rifnuðu. Fórustþar34i manns. Samskot voru hafin þegar í stað handa eftirlifandi ekkjum og börn- um og fengust inn fyrsta daginn I miljón króna. Annað eins námaslys hefir ekki orðið á Englandi síðastlið- in 50 ár. Fluzzarpurlnn Cecil Qrace lagði upp frá Calais seint f desem- ber og ætlaði yfir um sundið til Dover. Hefir ekkert heyrst af honum síðan; hefir eflaust orðið Ránardætrum að bráð. FriOarverðlaun Nobels í ár fekk alheimsfriðarskrifstofan í Bern í Svisslandi; hefir Daninn Fr. Bajer, sá er hlaut friðarverðlaunin í fyrra (hálf, hinn helminginn fékk Sví- inn Arnoldson) komið skrifstofu þeirri á stofn og verið formaður hennar lengst af. Ritstjóri „Krlstilezs dazblaðs", Matthiesen prestur, var nýskeð dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir að hafa í blaði sínu móðgað Harald Dana- prinz. Ritstjórinn hafði haldið því fram, að Haraldur prinz umgengist kynvill- inga og að yfirvöldin hefðu hætt við skuldamál eitt, af því prinzinn hefði verið við riðinn málið. Tveir fluzmenn, Lafford og Pola, lögðu upp frá Issy- les-Moulineaux á Frakklandi nýlega og ætluðu að fljúga til Briissel, en duttu báðir niður úr 60 stikna hæð og drápust samstundis. Portúzal. Þar hafa verið róstui miklar und- anfarið. Stjórnin á mjög erfitt upp- dráttar. Herinn og iðnaðarfélögin eru óánægð með nýju stjórnina. Þykir hún ekki verða nógu vel við endurbóta- kröfum sínum. Þó virðist lýðveldinu engin hætta búin ennþá. Fjársvik á Rússlandi. Við endurskoðun reikninga Sfbiríu- járnbrautarinnar hafa komist upp gíf- urhá fjársvik af hendi embættismanna ríkisins, er nema fleiri tugum miljóna rúbla. Fjármál Norðmanna. Reikningar ríkisins fyrir 1909—10 voru nýskeð lagðir fram í ríkisráði Norðmanna. Tekjuaukinn var rúmlega 8 miljónir, útgjaldaaukinn um 2 mil- jónir, afgangur því um 6 miljónir. Floti Enzlendinza. í ráði mun, að á þessu ári hlaupi af stokkunum 36 vígskip af sömu stærð og »Óragur« (Dreadnought). Þeir, Englendingar, eiga nú 38 skip af þeirri stærð, er þeir hafa komið sér upp á síðustu 5 árum. Þeir tvö- falda þ\í hérumbil þá tölu á þessu ári. Kosninzunum á Enzlandi lauk loks 20. des. Var barist af hálíu meira kappi en nokkru sinni áð- ur af beggja hálfu, stjórnarmanna, er vinna að afnámi neitunarvalds efri mál- stolunnar, og mótstöðumanna stjórn- arinnar. Urslit kosninganna urðu þau, að frjálslyndi tlokkurinn fekk 271 sæti vinnuflokkurinn 43 — frskir sambandsmenn 74 —- írskir skilnaðarm. (O’Briens fl.) 10 — samríkismenn 272 —- Með sijórninni verða því 398, því Ir- ar og vinnuflokkurinn styðj r stjórnina. Hefir því stjórnin 126 atkv. meiri bluta. Þingið kemur saman 3 I. janúar. Nýlátnir merkismenn: Þjóðverjinn Dr. Wilh. M. Meyer, frægur stjörnufræðingur; kom á fót stofnuninni »Urania« f Berlín, er heims- fræg er orðin. Próf. Jul. Martensen, bókavörður við kgl. bókasafnið í Kaupmannahöfn, rithöfundur. S B. Elkins, amerfskur stjórnmála- og miljónamaður. R. Paulli prófessor, þektur læknir í Khöfn. '4 Veðursímskeyti til J^ls frá 22. til 28. jan. 1911. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. j Rv. | Þh. s. - 1.0 - 7-5 - 6.6 °'S 2.1 - 2.0 - J-5 M. 5-5 1.0 5-9 30 0.2 3° 2.6 Þ. - 0.0 - 3-0 4.0 - 1.2 - 2-5 - o.8 8.i M. - 5-0 - 8.o - 2.6 - 6.i - 8.4 - 4-2 2.2 F. - 8.o -I 1.0 - 4.2 - 9-7 - 7-9 - 35 i-S F. - 6.o - 5-4 - 4-2 - 9-o - 9.0 - 5° 2.1 L. - 0.0 - 6.o - °3 i-5 i-3 i-5 3-5 Kl. (f.h.) 7 — 7 - — •/ — 7 — 7 - 6. Spaðkef fæst í verzlun Sig. Sigurðssonar. • Epli, • Appelsinur, Hvítkol, Karföflur í verzlun Sig. Sigurdssonar. VÖNDUÐ bJÖL og annað vandað prjónles verður feypt sann- gjörnu verði, ef boðið er sem allra fyrst. Dugleg og vandvirk prjónakona getur fengið stöðuga atvinnu. Oddur Björnsson vísar á. Lagasafnið 5. og 6. bindi, einnig Organfónar er nú aftur komið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. mr Fiskilínur -■» og wr önglar ódýrastir í verzlun Sig. Sigurðssonar. JMýff rif „Stóð sólin kyr á dögum Jósúa? Vitnisburður vísindanna,“ eftir ArthurGook. — Samkvæmt beiðni margra, sem hlustuðu á fyrirlestur um ofangreint efni, er þetta rit gef- ið út, og verður sent út um bæinn bráðlega. Fæst einnig hjá bóksöl- unum. Verð 1Ó. aurar. Forskriv seiv Deres Klœdevarer. Direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægte farvet finulds Klæde til en elegant, solid Kjole eller Spadseredragt for kun 10 Kr. (2/50 pr. Mtr.). Eller 3>/4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklæd- ning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter Önske tages de tilbage. Aarhus Klædevœveri, Aarhus Danmark. ■ ’”wwmimi»»v 5 "««/«»«wat*?: """tnppiirT~ í | bragðgott nœringargott endingargott f i 4i iiannuuuiiHm' • aniiianuiinim n anmiiiijuhtiiu <u nniiiiiiniurwt « imiiiiiiiimiiiiim © Landsíminn. Frá 1, febrúar næstkomandi verður gjald fyrir almenn símskeyti irinan iands fært niður í 5 aura fyrir orðið, pó minst 1 króna fyrir hvert skeyti. Blaðaskeyti 2Vz eyri fyrir orðið, þó minst 1 króna fyrir hvert skeyti. Innanbæjarskeyti 2'/2 eyri fyrir orðið, pó minst 50 aurar fyrir hvert skeyti. Símapóstávísanir, 1 króna fyrir hvert skeyti. Upphæðina fyrir hvert skeyti skal ef svo stendur á færa upp í næstu tölu sem deilanleg er með 5. Aukagjald til einkastöðvanna sama og áður. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.