Norðurland

Tölublað

Norðurland - 31.01.1911, Blaðsíða 2

Norðurland - 31.01.1911, Blaðsíða 2
N!. 18 við hann. Stóllinn fer að hreyfast til og gæzlumaður segir að honum sé lyft upp með miðlinum. Þegar svift- ingar þessar ágerast og jafnvel stól gæzlumanns er velt, flyt eg mig inn til miðils og sezt þar fast hjá honum til vinstri við hann, en hinumegin sat gæzlumaður. Eg tek með annari hendi í tágastólinn, sem miðill situr á, er eg hafði þreifað hversu hann sat. Stóll- inn var við og við á talsverðri hreyf- ing, sem var mjög kynleg. Það var eins og stóllinn spriklaði. Eg heyri nú afarglögt röddina eins og niðri á gólfi undir stólnum. Nokkru áður en eg flutti mig inn til miðilsins heyrðist sem maður blési fast þar í nánd við þá félaga. Gæzlu- maður segir að blásið hafi verið á sig. Líka hafi hönd komið við sig oftar en eitt sinn. * Þegar eg hefi setið þarna hjá miðl- inum nokkra stund, er blásið framan f f mig allfast, svo glögglega heyrðist um alt herbergið. Meðan blásið var, talaði miðiliinn ðslilið án þess að nokk- ur sians yrði á. Með munninum gat hann því ekki blásið og mér var ó- kunnugt um að hann eða gæzlumaður hefðu nein áhöld til að blása þannig. Auk þess sneri andlit hans frá mér og höndurr hans var hr.’dið, en höfuð gœzlumanns var í annari átt en þeirri sem blástur þessi kotn úr. Hinir sem viðstaddir voru sátu allfjarri í öðrum enda stofunnar, og þar sat aðeins formaðurinn milli tveggja vantrúaðra. Það sýndist því óskiljanlegt hver gat blásið þannig. Rétt á eftir talar annar þeirra kum- pána einhver ókvæðisorð, að mér heyr- ist, fast við andlit mér. Eg rek hnef- ann af alefli út í loftið og hygst að gefa honum duglegt kjaftshögg, en — gríp í tómt eins og vant var. Eftir nokkra stund hættir ókyrðin. Þeir ósýnilegu félagarnir sýnast nú hálfu þróttminni en fyr. Eftir þetta ber ekkert til tíðinda nema hvað högg heyrast nokkrum sinnum á miðjum vegg stofunnar, sem tala mátti við og einu sinni eða tvisvar reyndi ný kven- mannsrödd að segja nokkur orð, en aí þeim skildust örfá. Þegar miðillinn var vaknaður og Ijós kveikt, mátti sjá á rispu eftir stólinn á veggnum, að hann hafði lyfzt 35 centimeter upp í loftið, en þetta sannaði ekki hvernig hann haíði lyfzt. Það er næsta lítið sem við fræð- umst af þessu, nema það að við höf- um ekki orðið áskynja að brögð væru höfð í frammi. Víst er það og, að torvelt er að skýra bæði þennan hvalablástur og höggin á veggnum. En við erum nú orðnir þessu vanir, svo við undrumst þetta ekki. Þvert á móti: Við hefðum máske orðið öllu frekar hissa ef ekkert kynlegt hefði borið til tíðinda. Þetta sýnir bezt að fyrirbrigðin hafa haft meiri áhrif á okkur en við vitum ljóslega af. Og eigi að sfður: Það er eins og okkur sje ómögulegt að trúa þeim. Líklega þarf maður að venjast þeim í langan tíma til þess að geta trúað svo vitlausum og lygilegum hlutum- \ Þingmálafundir í Skagafirði. Símfréttir. Þingmálafundir voru haldnir á Haganesvík þ. 23., á Hofsósi 24. og á Kolkuósi þ. 25. þ. m. Á Hofsósfundinum voru gerðar samþyktir þessa efnis: 1. Stjórnarskrármál: Fundurinn telur sjálfsagt, að stjórn- arskrármálið verði tekið til meðferð ar á næsta þingi og leggur sérstaka áherzlu á: a. Afnám konungkjörinna þing- manna. b. Að konur fái kosningarrétt og kjörgengi til alþingis. c. Að íslenzk mál verði ekki borin upp í rfkisráði Dana. d. Að slíta megi sambandi ríkis og kirkju. e. Að afnema megi eftirlaun em- bættismanna. f. Að fjölga megi tölu ráðherra með einföldum lögum. 2. Sambandsmál. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir aðgerðum sjálfstæðisflokksins og núverandi stjórnar í sambandsmálinu, ogskor- ar á þingið að halda fast við stefnu síðasta þings og víkja þar ekkert frá. Sþ. með 33: 5 atkv. 3. Konungkjörnir þingmenn: Fundurinn er alvarlega mótfallinn því, að konungkjörnir þingmenn fái að sitja á fjórum reglulegum þing- um, án nýrrar útnefningar, og telr ur slíkt augljóst brot á stjórnar- skránrú. Þessvegna skorar fundurinn á núverandi konungkjörna þing- menn, að leggja niður umboð sitt góðlátlega. En þó þeir ætli sér að sitja í trássi við þjóð og stjórn, virð- andi að engu augljósan anda og tilgang stjórnarskrárinnar og alla venju, þá skorar fundurinn á stjórn- ina, að útnefna nýja þingmenn í þeirra stað, og telur henni skylt, að verða við þeirri áskorun. 4. Bankamál. a) Fundurinn er mótfallinn því, að landssjóður kaupi hlutabréf íslandsbanka, en mælir með því, að landsbankinn sé styrkt- ur svo, að hann geti fullnægt þörf landsmanna. b) Fundurinn telur sjálfsagt, að Landsbankamálið verði tekið fyrir og útkljáð á næsta þingi, og lýsir því jafnframt yfir, að hann telur ran- sókn landsbankans, þá sem fram hefir farið, þarfa og réttláta. 5. Aðflutningsbann. Fundurinn skorar á alþingi, að víkja í engu frá gerðum síðasta þings í aðflutningsbannsmálinu. 6. Traustsyfirlýsing. Fundurinn þakkar ráðherra fyrir framkomu hans í ýmsum velferðar- málum þjóðarinnar og lýsir fullu trausti á honum. Um 60 voru á fundi. Fundurinn á Haganesvík var og fjölsóttur, og þar gerðar mjög hin- ar sömu ályktanir og á þessum fundi í flestum þessum málum. Símfrétt frá Hofsós 26. þ. m. segir, að Kolkuósfundurinn hafi verið frem- ur fámennur, en samskonar ályktan- ir samþyktar þar sem á Hofsós- fundinutn. Á þingmálatundi á Sauðárkróki hafði heimastjórnarmönnum veitt heldur betur. Liðsmunur reyndar lít- ill, en æsing mikil í forsprökkum heimastjórnarmanna. Síðasti þingmálafundur Skagfirð- inga var í gær að Reykjum í Tungu- sveit, en fréttir af honum ókomnar til Sauðárkróks í dag. Par baulaði Búkolla. »Svalan« hans »Norðra« segir í síð- asta blaðsnepli, að eg hafi blandað saman skólaskyldu og frœðsluskyldu þegar eg átti orðastað við Guðmund á Sandi út af fyrirlestri hans um dag- inn. Þetta eru tilhæfulaus ósann- indi, af hverju sem þau stafa. (Senni- lega hefir svalan ekki fundið neina rétta ástæðu til að byggja á árás á m,g> °g Þyí búið hana til, eins og fyr.) Eg sagði aðeins, að skólaskylda væri engin á landi hér, heldur fræðslu- skylda; og að því er fræðsluhéruðin snerti, væri ekki heimtað að börn á fræðslualdri nytu kenslu nema 8 mán- uði alls — 2 mánuði á hverjum vetri á aldrinum 10—14 ára. Þetta hafa víst allir skilið nema »sva!an«. Hún hefir auðvitað verið úti á þekju, eins og slíkum er títt. — Að öðru leyti finn eg enga á- stæðu til að eyða orðum um þessa þriggja dálka grein, sem svalan virð- ist hafa sett saman af afbrýðissemi, eins og greinina í fyrra. »Norðri« greyið þarf eitthvað til að fylla dálka sína, þó hann komi heldur sjaldan út og ekki nema »hálfur«. Og þessi rit- smíð »svölunnar« er því ósaknæmari þeim er lesa kunna, sem» hún er skrif- uð af minna viti og ritfærni en aðrar greinar »Norðra«. Og er þá langt jafnað. Eg bjóst við því, að Búkolla mundi baula, fyrst hún var á lífi, eftir að eg hafði kallað á hana í lok fyrirlestrar míns um daginn. Um hann hefir hún ekki einu sinni þorað að nauða neitt; líklega af því hann var skrifaður og því hættulegra að gera niér upp orð. En nú þorði hún að láta til sín heyra. Og ættarsálin er auðþekt, þó enginn vissi faðerni Búkollu. Karl Finnbogason. X Þingmálafundir í Þingeyjarsýslum. í Norður-Þingeyjarsýslu höfðu ver- ið haldnir 4 þingmálafundir nýlega. Á þremur af þeim fundum hafði sjálf- stæðisflokkurinn mikinn meirihluta, en heimastjórnarmenn á einum (’-eyndar aðeins örlítinn, 8 atkv. greidd þeirra megin. í Suður-Þingeyjarsýslu var aðeins haldinn einn fundur, fyrir alla sýsl- una, að Breiðumýri í Reykjadal, þar sem heimastjórnarmenn hafa öflug- astan flukkinn. Tæplega 70 kjósend- ur sóttu fundinn. Náttúrlega var þar lýst »megnri óánægju«. Ennfremur skorað á þingið að afnema aðflutn- ingsbannið með 50 atkv. gegn 12. Frnmbœkur (tvíritunarbækur) kaupa nú flestir kaupmenn á Norðurlandi og allmargir á Austurlandi í bókaverzlur) OddsBjörnssonar á Akureyri. Þingmálafundur bæjarstjórnar Akureyrar. Ár 1911, 29. janúar var samkvæmt fundarboði frá bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar haldinn þingmálafundur í stóra sal Goodtemplarahússins til þess að ræða ýms atvinnu- og bæjarmál. Fundinum stýrði oddviti bæjarstjórn- arinnar sýslumaður og bæjarfógeti Guð- laugur Guðmundsson. Hann tilnefndi til aðstoðar við fundarstjórnina Krist- ján Sigurðsson bæjarfulltrúa og sem skrifara Hallgrím Kristinnsson kaup- félagsstjóra og J. Karlsson sýsluskrif- ara. Samkvæmt framlagðri dagskrá voru þessi mál fyrirtekin. 1 Brunabótamál. Friðbjörn Steinsson bóksali kom fram með svohljóðandi tillögu: Fundurinn skorar á þing og sjórn að koma sem allra fyrst í framkvæmd innlendri brunaábyrgð á kaupstaðar- húsum og lausafé manna þar. Annað- hvort með því að semja ný lög um brunamál, eða breyta lögum frá 22. návember 1907, þannig að þau geti komist í fulla framkvæmd. Samþykt í einu hljóði. II. lðnaðarmál. Frummælandi var Sigurður Sigurðs- son bókbindari og lagði fram tillögu sem hljóðar svo: Fundurinn telur nauðsyn á, að þing- ið taki iðnaðarmál landsins til ræki- legrar ihugunar, og mælir með því, að sett verði sérstök milliþinganefnd til þess að athuga, á hvern hátt hægt verði að bæta úr atvinnuskorti lands- manna, sérstaklega kaupstaðarbúa, er ganga atvinnulausir marga mánuði árs- ins. Við tillögu þessa kom fram svo- hljóðandi breytingartillaga frá skóla- meistara Stefáni Stefánssyni. Niðurlag- ið frá á hvern hátt orðist svo: iðnaður og vcrkleg kunnátta verði efld í landinu. Breytingartillagan og síðan aðaltil- lagan með áorðnum breytingum sam- þykt í einu hljóði. Þá kom fram tillaga frá skólameist- ara Stefáni Stefánssyni svohljóðandi: Fundurinn telur æskilegt að næsta þing veiti Verksmiðjufélaginu á Akur- eyri sem ríflegastan styrk, svo fjár- skortur standi félaginu eigi fyrir þrif- um eða hetti tilfinnanlega framkvæmd- ir þess. Samþykt með miklum fjölda atkvæða gegn 1 atkvæði. III. Atvinna við siglingar. OU9 Tuliníus hóf fyrstur máls og kom fram með tillögu er hljóðaði svo: Fundurinn skorar á þingið að rýmkva þann rétt, sem gefinn er f lögum 10. nóvember 1905, um atvinnu við sigl- ingar (2. gr.), þannig að skipstjórar þeir er uppfylla þau skilyrði, er þar eru sett, megi færa þilskip, að gufu- skipum undanskyldum, alt að 75 smá- lestir að stærð' Eggert Laxdal kom fram með við- aukatillögu svo hljóðandi: enda verði þessi undanþága aðeins veitt innbornum mönnum. Aðaltillagan samþykt með fjölda at- kvæða gegn 2 atkvæðum. Viðaukatillagan samþykt í einu hljóði, / . 1

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.