Norðurland

Útgáva

Norðurland - 25.03.1911, Síða 1

Norðurland - 25.03.1911, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 14. blað. Akureyri, 25. JVIarz 1911. XI. ár. /Uþingi. Ráðherrann. Þess var getið í síðasta biaði »NI.", að Björn Þorláksson hefði komið frarn ineð rökstudda dagskrá þann dag, er taka skyldi til umræðu van- traustsyfirlýsingu til Kr. Jónssonar ráðherra, og er getið um efni henn- ar. Hún var samþykt með 13 at- kvæðum gegn 12. Vantraustsyfirlýs- ing kom ekki fram í efri deild. Kr. Jónssyni verður því eigi steypt á þessu þingi, þrátt fyrir það, þótt skipun hanö færi svo í bága við þingræðið. Mun því mest valda það, að sumir hafa óttast, að ráðh. myndi þá þegar rjúfa þing, og yrði þá hin síðari villa hans argari hinni fyrri. Það er nokkur bót í máli, að þingið hefir lýst óánægju sinni yfir því, að Kr. Jónsson tók við ráð- herraembættinu, er svona stóð á, og það einnig þeir, sern studdu hann til þess. Auk þess er lýst yfir því, að þingið taki út af dagskrá van- traustsyfirlýsingu til ráðh. í því trausti, að hann fylgi fram stjórnarskrárbreyt- ingu á þessu þingi. Verður þing að sjálfsögðu rofið og stofnað til nýria kosniriga í sumar. Stjórnarskrármálið. 1. umræðu var lokið í neðri deild í fyrradag. Jón Porkelsson (úr stjórn- arskrárnefndinni) kom fram með til- lögu um að breyta 1. grein stiórn- arskrárinnar þannig, að feld sé burtu tilvitnunin í stöðulögin. Olafur Briem (úr stjórnarskrár- nefndinni) kom og með tillögu um, að taka upþ í stjórnarskrána ákvæði um alþýðuatkvæði. Er hún sniðin eftir tillögum þeim, sem komið var fram með í „Nofðurlandi" 2., 3. og 4. tölubl. f. á. I tillögunni er gert ráð fyrir, að 4000 kjósendur þurfi til að geta krafist alþýðuatkvæðis. Fjáraukalögfin eru afgreidd frá neðri deild. Þessar aukafjárveitingar hafa þar verið samþyktar: Til flutningabrautarinnar í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu 5 þús. krónur, til brúar á Hölkná í Þistilfirði 4500 kr., til loftskeytasambands milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja 40 þús. kr., til þess að bæta við nýjum koparþræði á símalínunni milli Reykjavíkur og Akureyrar 40 þús. krónur, til þess að kaupa Ólafsfjarð- arsímann 7600 krónur, til þess að mála gagnfræðaskólahúsið á Akur- eyri m. m. 3500 kr. Á fjáraukalög- unum er og veitt fé til þess að stofna háskóla 17. Júní í suntar. Fjárlögin eru komin úr nefnd í neðri deild. Nefndin leggur til meðal annars, að verksmiðjufélaginu á Akureyri séu géfnar eftir óloknar rentur af lands- sjóðsláni, 6 þús. krónur. Hún leggur til að veittar séu 8000 kr. til brúar á Hrútafjarðará, 6000 kr. til brúar á Rangá í Tungu, 12000 kr. til „Oufubátsfélags norðlendinga", með því s' ilyrði, að báturinn fari 3 ferðir á 3 staði við Húnaflóa (þar á meðal Hvammstanga), 14 þús. kr. til vita á Skagatá, 6500 kr. til vita á Kálfshamri við Húnaflóa, 3 þús. kr. styrkur til bryggjugerðar á Húsa- vík við Skjálfanda og 66 þús. kr. til þess að leggja koparþráð tnilli Borðeyrar og ísafjarðar. Aftur á móti leggur nefndin til, að feld sé fjárveitingin til viðskifta- ráðunautsins. Virðist það eigi vel ráðið, og er vonandi, að þingið samþykki það eigi. Lagfafrumvarp um skoðun á síld er samþykt í efri deild með öllum atkv. Húsavík. Jörðin Húsavík í Suður-Þingey- jarsýslu verður að líkindum seld þotpinu fyrir minst 25 þús. kr. Frumvarp til laga urri sjúkrasamlög er komið fram í efri deild. Farmgjald. Bj. Kristjánsson ætlar að leggja fyrir þingið frumvarp til laga um farmgjald. Bannmálið. Engar raddir hafa enn komið fram um það á þingi, að fresta bannlög- unum. Gæzlustjóraþrætan. Neðri deild samþykti í gær með 13 atkv. gegn 11, að skora á stjórn- ina að setja Eirík Briem inn í gæzlu- stjóraembættið aftur. Þeir sem atkvæði greiddu með því voru: Allii heimastjórnarmenn, 8 að tölu. Jóh. Jóhannesson (utanfl.). Jón á Haukagili (utanfl.). Bjarni frá Vogi. Ólafur Briem. Sigurður Sigurðsson. Skúli Thoroddsen greiddi ekki atkvæði. % „NorOra" er bumbult nokkuð um þessar mundir. ,N1.‘ hefir ekki tfma til að sinna hon- um í dag, en hugsar til að gefa hon- um inn bráðlega viðeigandi dropa, ef honum kynni að létta nokkuð við það. Komu- og fardagar pósta og póstskipa á Akureyri frá 20. Marz til ársloka IQ11 fæst nú í bókaverzlun Odds Björnssonar. Gagnsemi áburðar.* Jurtarækt er undirstaða búnaðarins. Flestar ræktaðar jurtir eru annaðtveggja notaðar til manneldis eða skepnufóð- urs. Arðsemi jarðræktarinnar er undir því komin, að uppskeran sé mikil og góð. En það getur hún ætíð verið (sé hiti og raki nægilegur), ef jurtirnar eiga völ á nægilegum forða næringar- efna, sem séu svo auðleyst, að þær geti hagnýtt sér þau eftir þörfum. Jurtirnar fá næriitgarefnin bæði úr jarðvegi og lofti (sjá I. kafla). Stein- efriin í jarðveginum molna og leysast smásaman í sundur, og þau efni verða svo jurtunum að notum, sent til þess eru hæf. Menn geta flýtt sundurleys- ingu efnanna bæði með því að «brjóta» jarðveginn og með sáðskifti. Eins vinna jurtirnar sjálfar að því með lífsstarf- semi sinni (sjá I. kafla). — Sáðskifti er það kallað, að skifta um jurtarækt á sama blettinum öðru hverju. Það byggist á því meðal annars, að þær jurtir, sem hafa langar rætur, er ná djúpt niður í jarðveginn, geta sótt næringu sína neðar í hann. Og er ræt- ur þeirra rotna aftur, þá verða þau efni eftir ofar í jarðveginum, er áður hafa verið neðar. Jurtin hefir flutt þau til, svo að jurtir, sem hafa stuttar ræt- ur, geta notið þeirra. Jurtirnar gera og breytilegar kröfur til ttæringarefn- anna, bæði hvað magn þeirra snertir og svo hlutföll. Mörg eru þau næringarefni, sem jurtirnar skortir aldrei, en stini þeirra þrjóta fyr eða síðar, ef uppskeran er flutt burt ár eftir ár, án þess að jarð- veginum séu bætt upp þau efni, sem í ltenni eru, á einhvern hátt. Þau efni, sem oftast vantar í jarð- veginn, eru: köfnunarefni, fosfórsýra og kalí. Stundum vantar og kalk, eink- um í mýrum og moldarjarðvegi. Áburðarfræðin ræðir um það, með hverjum efnasamböndum hægt sé að auðga jarðveginn af þeim efnum, sem í hann vanta til þess, að jurtirnar þríf- ist þar vel. Köfnunarefnið er dýrasta áburðar- efnið. Sambönd þess geta ýmist verið föst efni, fljótandi eða loftkend. Þess vegna getur köfnunarefnið bæði rokið úr áburðinum og runnið úr honum með leginum. Þess þarf eittkum að gæta við geymslu búfjáráburðar, að sem minst missist úr honum af köfn- unarefni. Fosfórsýra, kalí og kalk eru stein- efni, sem eigi breytast í lofttegundir; en þau geta leyzt upp í áburðarlegin- um og runnið burt með honum. Það efni, sem minst er af í jarð- veginum, á mestan þátt í því, hvort uppskeran er mikil eða lítil. Ef eitt næringarefni, sem jurtunum er nauð- * Þetta er kafli úr áburðarfræði eftir Sig- urð Sigurðsson skólastjóra á Hólum í Hjaltadal. Hún er enn óprentuð, en verð- ur þáttur úr búnaðarfræði eftir hann og Metúsalem Stefánsson skólastjóra á Eið- um, sent líklega verður gefin út innan skamms tíma. synlegt, vantar í jarðveginn, þótt gnægð sé af öllum hinum, þá þroskast jurt- irnar eigi með eðlilegum hætti, og uppskeran verður rýr. Kosnaðurinn við jarðyrkjuns er að- allega fólginn í vinslu jarðvegarina og vinnu þeirri, sem til þess þarf, að sjá uppskerunni borgið. Þá er og leiga af hinu ræktaða landi, og svo áburð- urinn. Oft er kosnaðurinn líkur, hvort sem uppskeran er mikil eða lítil. Það kost- ar t. d. jafn mikið að slá dagsláttuna, hvort sem hún er vel eða illa sprott- in. Uppskeran fer vanalega eftir því, hvort nægilega tnikið er borið á, og af því leiðir aftur gróði eða skaði. Það er þessvegna auðsýnilegt, að það er næsta óhyggilegt að horfa í þann kosnað sem áburðurinn eykur, þar eð uppskeran er undir því komin. Þó eru margir sekir um það, og veldur það jafnan ntiklu tjóni. Þau efni, sem jurtirnar þurfa mest á að halda til þess að mynda í sér hin lífrænu sambönd, eru: kalkefni, vetni og súrefni. Þessi efni fá þær úr vatni eða lofti, og þurfum vér eigi að sjá fyrir því. Efnin, sem jurtirnar fá úr áburðinum, eru aðeins lítill hluti á móts við hitt. En eins og áður er sagt, getur það verið komið undir einu næringarefni, sem skortur er á, hve miklum efnum jurtirnar geta safn- að. Pað verður að sjá fyrir þvi með áburði, að aldrei vhnti nein þau efni i jarðveginn, sem jurtunum eru nauð- synleg. Það má benda á dæmi sem sýna, að þroskamikill jurtagróður getur þrif- ist án þess að nokkuð sé borið á. Það getur átt rót sína að rekja að sér- stökum ástæðum. Gróðurinn er og ef til vill þroskamikill um skeið, en að því kemur fyr eða síðar, að skortur verður á efnum, ef uppskeran er ár- lega flutt burt, og jarðvegurinn fær ekki á einhvern hátt aftur þau efni, sem í henni eru. Aldrei er borið á í skógum. í trjá- jurtum er aðallega kolefni, vetni og súrefni, en tiltölulega lítið af steinefn- um. Rætur trjánna ná langt niður í jarðveginn. Steinefnin flytjast mest upp til blaðanna, en blöðin falla aftur nið- á ntilli trjánna og rotna þar. Trén geta þess vegna vaxið á sama stað svo öldum skiftir, án þess að skortur verði á næringarefnum í jarðveginum. Þar sem gras er eigi slegið og það bízt ekki, rotnar sinan niðttr í jarð- vegiitn ár eftir ár; efnin leysast í sund- ur, og jarðvegurinn heldur stöðugt sömu efnum. í fornöld voru mjög frjósamir korn- akrar á ey einni í Miðjarðarhaf- inu. Þar var góð uppskera á hverju ári, þótt lítið eða ekkert væri borið á. En efnin eyddust smámsaman úr jarð- veginum. Nú er þar næringarsnauður jarðvegur. A nokkrum stöðurn í Ame- ríku og á Rússlandi er talað um, að nýyrktur jarðvegur sé svo frjór, að þar fáist mikil og góð uppskera án

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.