Norðurland


Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 1

Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 1
N ORÐURLAND. 36. blað. Símskeyti til „Nls“ í dag. Aþingi. Steinolíumálið. Nú i vikunni, er þingið var i þann veginn að Ijúka störfum sinum, barst þvi erindi frá kaupmönnum i Reykjavík um að gera lög um það, að landið tæki að sér einkasölu á steinoliu. Ráðherra erá móti þessu og nokkrir fleiri, en þó var afgreitt jrá neðri deild i gær frumvarp um að veita stjórninni heimild til að taka einkasölu á stein- oliu fyrir landið; þó nær leyfið ekki nema til ársloka 1913. Frum- varpið er til umræðu i efri deild i dag, og eru likur til að það verði samþykt óbreytt jrá neðri deild. Farmgjaldslög eru i þann veginn að verða afgreidd af þinginu. Happdrætti.Löginum stojnun happ- drættis fyrir ísland eru afgreidd frá þinginu; voru þau samþykt óbreytt i efri deild, eins og þau komu frá neðri deildinni. (Pau verða birt i næsta blaði „Nls.“ Þinginu verður liklega slitið ann- að kvöld. »Austri« fer ekki frá Reykjavík fyr en á rnánudagsmorgun. X „Grettis-glíman.“ Glíman um íslandsbeltið fór fram í Reykjavík 16. þ. m. Sjö menn tóku þátt í glímunni; voru þrír þeirra úr flokki Stokkhólmsfaranna, þeir Sigur- jón Pétursson, Kári Arngrímsson og Guðmundur Kristinn. Hallgrímur glímdi ekki. Urslit glfmunnar urðu þau, að Sig- urjón Pétursson vann beltið, í 3. sinn. Næstur honum var Kári Arngrímsson, en ekki hafa greinilegri fregnir enn borist af glímunni. X Ólympiufararnir íslenzku eru nú komnir heim fyrir nokktu. Þeim var haldið samsæti í Reykjavík, er þeir komu, og fagnað þar hið bezta, enda hafa þeir til þess unnið, þótt þeir fengi engan lárviðar- sveig í Stokkhólmi. Þess er getið f sunnanblöðunum síð- ustu, að Frits Hansen, formaður dönsku Ólympíunefndarinnar, hafi kært íslenzku fþróttamennina fyrir sendiherra Dana f Stokkhólmi, fyrir það, að þeir hafi neitað að ganga undir dönskum fána og þrjózkast við sig. Hafði sendiherr- ann sent kæruna ti! utanríkisráðherra Dana. Sigurjón Pétursson, sem einkum var fyrir fslenzku sendimönunum, gagnkærði þá Frits Hansen fyrir yfir- gagn og rangindi við þá, og er sagt að Hansen muni hafa lítið vaxið af þessum málum. J n í Múia er kominn til Reykjavíkur fyrir nokkru, en er þó ekki orðinn heill heilsu enn, Akureyri, 24 Steinolía. Það má telja tfðindi, sem áður er auglýst hér í blaðinu, að steinolfa hefir stigið um 5 krónur hvert fat, eða sem næst 2 aura pundið. Stein- olía er ein sú vara, sem ekki tekur snöggum verðbreytingum, og að þessu sinni er ekki sýnileg nein eðlileg á- stæða til verðhækkunar á henni. Sagt er, að hún hafi hækkað í verði um allan heim. Virðist þá auðsætt, að einokun sé komin á hana með sam- tökum námasigenda, allra sem nokk- ur áhrif geta hatt á heimsmarkaðinn. Og þá er eins líkiegt að hún geti hækkað enn til muna, ef eftirspurn minkar ekki, og að sjálfsögðu, ef hún vex. En svo getur farið, ef diesel- vélaskipunum fjölgar hraðfara. Stein- olían hefir þó sinn keppinaut, þar sem rafmagnið er og jafnvel gasið. Það er enn brent ógrynni af steinolfu í heim- inum, þar sem eins ódýrt væri að kema á raflýsingu eða gaslýsingu, og ekki er ólíklegt, að svo mikil verðhækkun steinolíunnar sem nú er um að ræða, verði til þess að ýta undir hvern smá- bæ og þorp að komast undan að þurfa að kaupa hana til ljósa. Og þá er rafmagnið vfðast sjálfsagt f staðinn. Raflýsing Akureyrar. Það hefir áður verið nokkuð hugsað um að koma á raflýsingu hér í bæn- um, en nú hafa bæjarbúar sérstaka á- stæðu til að vakna á ný til umhugs- unar um það. Verðhækkunin á stein- olíunni er svo gífurleg, að hún ein kostar bæinn svo þúsundum króna ágúst 1912. skiftir, aðeins til ljósa. í þeim kaupstöð- um, sem áður hafa verið raflýstir hér á landi, hefir það þótt borga sig ágæt- lega, einmitt meðan olían var í tiltölu- lega lágu verði, og hvað skyldi þá verða nú, er olían hefir stigið um 17 — 20 °/o? Það voru gerðar áætlanir um það fyrir nokkrum árum, hvað það mundi kosta að raflýsa bæinn, með vatnsafli úr Glerá, og mun ein þeirra ekki hafa verið hærri en um 50 þúsund krónur. Það eru ekki til um það skýrslur, hve miklu bæjarbúar eyða til Ijósa, en ekki mun langt frá sönnu að áætla, að það séu um 700 föt á ápi, og nemur þá verðhækkunin um 3500krónum, en það samsvarar rentum og afborgunum af 50 þús. króna láni, sem fengist með sæmilegum kjörum. Og þótt raflýsing- in yrði nokkru dýrari en 50 þús., mundi þó stórgróði að koma henni á, sam- kvæmt reynslu annara kaupstaða hér á landi. Sumir hafa hugsað sér vatnsveitu í bæinn úr Glerá, í sambandi við not- kun árinnar til raflýsingar. Væri það kleift, yrði hvorttveggja tiltölulega ó- dýrara, og nú er það sýnilegt, að vatnsleiðslan, bæði á Oddeyri og í innbænum, er ónóg og til engrar fram- búðar, Bæjarstjórnin þyrfti að láta rannsaka þetta mál enn á ný og til hlftar og vinda að því bráðan bug! X Jónas Guðlaugsson skáld hefir búið undir prentun ann- að Ijóðasafn á Dönsku eftir sig, og ætlar Gyldendals-bókaverzlun að gefa það út. XII. ár. Útflutningur hrossa. Þegar »Ingólfur« kom hér síðast, um 11. þ. m., frá Sauðárkrók, hafði hann mörg hross þaðan til útflutnings. Þegar skipið kom hingað, var eitt hrossið orðið svo að fram komið, að bera varð það á land og skilja hér eftir. Þetta vakti grun sumra um að ekki færi eins vel um hrossin í skip- inu og þyrfti að vera, þar eð skipið var ekki lengra komið áleiðis, en hrossið svo illa farið. Fór þá maður fram í skipið að grenslast um, hversu unv hrossin færi, og hvort fylgt mundi vera reglugerðinni um útflutning hrossa við umbúnaðinn. En þar var ófagra sjón að sjá, enda sást eigi að nokkru ákvæði reglugerðarinnar væri fylgt við umbúnaðinn. * Lestin í »Ingólfi«, þar sem hrossin voru, var að vísu hólfuð sundur, en illa og óreglulega, og var engri reglu fylgt um tölu hrossanna í hverju hólfi; voru í sumum hólfunum um helmingi fleiri en áttu að vera. Ekkert hross- anna var bundið. En þetta er þó minst um vert. Hitt var verra, að engar jötur voru hjá hrossunum og ekkert vatnsíláí; var þeim gefið heyið undir sig. Má nærri geta, hve mikils * Á öðrum stað hér í blaðinu er prentuð reglugerð um útflutning hrossa til hlið- sjónar. Allar tegundir af eyðublöðum banda verzlunum fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. 48 Ó, hve það var hræðilegt, að það skyldi eiga að vera dansleikur þar heima einmitt núna! Hún gat ekki fundið neina afsökun til að neita að vera með í boðinu, en á hinn bóginn fanst henni að sér vera ómögulegt að dansa, vera glaðleg eða taka þátt í samræðum, eins og ekkert væri um að vera, meðan bréfið var sífelt að nálgast heimili hennar. v Hún vissi líka að þetta tiltæki hennar mundi koma sem reiðarslag á þetta hús. Foreldrar hennar höfðu haldið að hún lifði í ánægjuríku hjónabandi. Hún hafði heldur aldrei kvartað um neitt við þau. ög hvernig mundu þau hafa getað skilið umkvörtun hennar, er hún gat ekki bent á neitt órétt, er henni væri ger? — ekkert nema söknuð og þrá, sem hún fann til, en sem ef til vill var öðrum ósýnilegt og óskiljanlegt. Hún óskaði sáran að þessi dagur væri liðinn, þessi óttalegi, langi dagur, og svo næsti dagur og næst- næsti — þangað til hún væri búin að fá svar manns síns. Hún flýtti sér að búa sig. íJað var farið að líða á daginn og Ólafur hlaut að koma innan lítillar stundar. Hann þráði að finna hana; hún var viss um það. Og þegar hún var hjá honum, þá gat hún ef til vill gleymt öllum þessum sorglegu hugsunum. Bara að hún gæti setið alein hjá honum! En allir þessir 45 »Sólargeisli mömmu!« litli, fallegi drengurinn hennar! Hún hafði nærri gleymt honum þenna síðasta tíma. Hin mikla, helga ástríða, sem vinur hennar kallaði svo, hafði deyft tilfinningar hennar fyrir öllu öðru. En nú rankaði hún við sér. Endurminningin um barnið olli henni nú svíðandi sársauka. Hún mintist þess, hve hann grét sárt, þegar hún fór. Henni fanst hún enn finna mjúku handleggina um hálsinn á sér. Hann hélt þeim þá svo fast um hálsinn á henni og sagði: »Mamma, farðu ekki frá mér, farðu ekki burtu frá mér«. Og svo hafði þann seinast stungið andlitinu niður í koddann í legubekknum og sagt grátandi: »Farðu nú, mamma, meðan eg sé ekki, eg vil ekki sjá þig fara frá mér«. Hún hafði þá varla getað slitið sig frá honutn og verið kornin á flugstig, að fara hvergi. Hún hafði jafnvel farið inn til Krabbe, þegar bú- ið var að búa niður í ferðakistuna hennar og beðið x hann að lofa sér að vera heima. Hún hafði spurt hann, hvort hann vildi ekki að hún yrði kyr heima hjá honum og Sveini, hún vildi það heldur. Ef hann hefði þá tekið því vel og sagt að hann gæti ekki verið án hehnar, eða að minsta kosti að

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.